Færslur: Sóttvarnalæknir

Sjónvarpsfrétt
Þórólfur: Tillögur munu taka mið af ástandinu
Kórónuveiran er í veldisvexti, álagið á smitrakningateymi Almannavarna hefur aldrei verið jafn mikið og farið er að huga að ráðstöfunum á veirufræðideild Landspítala. Sóttvarnalæknir vinnur að tillögum til heilbrigðisráðherra og segir að þær muni taka mið af ástandinu.
Veldisvöxtur og met slegið í sjö daga nýgengi
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir kórónuveirufaraldurinn í veldisvexti. Sjö daga nýgengi hefur ekki verið hærra frá upphafi faraldursins og tveir þriðju þeirra 209 sem greindust í gær voru utan sóttkvíar.
„Omíkron er bara út um allt“
Ekki er ástæða til að hefta för fólks frá löndum þar sem omíkron-afbrigði kórónuveirunnar er útbreitt. Þetta segir sóttvarnalæknir. Hann vinnur nú að minnisblaði til heilbrigðisráðherra um innanlandsaðgerðir, en segir ekki tilefni til að endurskoða landamæraaðgerðir að svo stöddu.
Spegillinn
Sóttvarnajólin 2021, omíkrón og örvunarskammtar
Margt er ólíkt með sóttvarnajólunum 2020 og 2021. Þegar landsmönnum var skipað inn í tíu manna jólakúlurnar í fyrra greindust örfá smit á degi hverjum. Nú er staðan allt önnur. Síðustu tvo daga hafa greinst fleiri smit innanlands en greindust allan desembermánuð í fyrra. Núverandi sóttvarnareglugerð rennur út tveimur dögum fyrir jól - og enn hafa ekki borist nein fyrirmæli að ofan um jólakúlugerð. Það ríkir óvissa, ekki síst vegna þess hvað omíkron-afbrigðið er í mikilli sókn í nágrannalöndunum.
16.12.2021 - 18:56
Bólusetning barna hefst strax eftir áramót
Mikil undirbúningsvinna þarf að fara fram áður en unnt verður að hefja bólusetningar barna. Sóttvarnalæknir segir ástæðu bólusetningar barna að covid geti verið alvarlegur sjúkdómur einnig í þeim aldurshópi. Einnig sé mikilvægt að gera það sem unnt er til að koma í veg fyrir truflun á skólagöngu barna.
Tæplega 30 omíkron smit staðfest á Íslandi
Tæplega þrjátíu omíkron-smit eru staðfest á Íslandi. Bólusetningar og örvunarbólusetning hafa sannað sig gegn alvarlelgum veikindum segir sóttvarnalæknir. Örvunarbólusetning virðist tíu sinnum öflugri gegn delta-afbrigðinu en seinni bólusetningin.
13.12.2021 - 12:24
Líst vel á breytingartillögu um embætti sóttvarnalæknis
Heilbrigðisráðherra líst vel á þær hugmyndir um að sóttvarnalæknir verði framvegis skipaður af ráðherra en ekki Landlækni. Tillögur þessa efnis eru nú til umræðu í samráðsgátt stjórnvalda í tengslum fyrirhugaðar breytingar á sóttvarnalögum.
05.12.2021 - 13:20
Líklegt að omíkron hafi dreift sér víða
Líklegt er að omíkron afbrigði kórónuveirunnar hafi dreift sér víða hér á landi, að mati sóttvarnalæknis. Áhrif þess eru óskrifað blað, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki hafa greinst fleiri smit af þessu afbrigði kórónuveirunnar hér á landi, eftir að það greindist fyrst í gær.
Börnum boðin bólusetning verði það samþykkt af ECDC
Rúmur fjórðungur þeirra sem nú er með virkt kórónuveirusmit eru börn 12 ára og yngri. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að enn sé verið að bíða eftir ákvörðun Evrópsku lyfjastofnunarinnar, ECDC, um bólusetningu þessa hóps. Verði hún samþykkt, verði líklega boðið upp á hana hér á landi. Hann segir ótímabært að spá fyrir um hvort það stefni í önnur jólakúlujól.
70% heimtur í örvunarbólusetningu
Um 70% heimtur hafa verið í örvunarbólusetningu. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sem segir það vera undir væntingum. Mikilvægt sé að þátttakan verði meiri. Óvíst er hvort börn 12-15 ára fái þriðju sprautuna.
Bylgjan ekki drifin áfram af óbólusettum
Ekki er líklegt að COVID-19 smit í samfélaginu myndu stöðvast þó allir landsmenn yrðu bólusettir að fullu við sjúkdómnum. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í pistli á vefnum covid.is. Hann telur ekki faglegar forsendur fyrir því að mismuna bólusettum og óbólusettum í samfélaginu.
Hópsýking á salmonellu til rannsóknar
Þrettán Íslendingar greindust með salmonellu á innan við mánuði í upphafi hausts. Við skoðun á sýkingunum kom í ljós að allir stofnarnir voru sömu tegundar og vaknaði því grunur um hópsýkingu. Flestir þeirra þrettán sem greindust voru búsettir á suðvesturhorninu eða höfðu nýlega sótt höfuðborgarsvæðið. Níu þeirra höfðu tekið einhvers konar sýruhemjandi lyf, en notkun þeirra eykur líkur á smiti.
14.11.2021 - 14:05
Hefur áhyggjur af fjölgun sárasóttartilfella
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur áhyggjur af fjölgun sárasóttartilfella hér á landi. Í fréttabréfi hans segir hann vísbendingar um að sárasótt sé að dreifast meðal gagnkynhneigðra á Íslandi. Það sé mikið áhyggjuefni þar sem sárasóttarsýking móður á meðgöngu getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir barnið.
14.11.2021 - 10:18
Viðtal
Styttist í að reglur verði hertar segir Þórólfur
Enn eitt kórónuveirusmitametið var slegið í gær en þá greindust 178 með smit og hafa ekki verið fleiri frá upphafi faraldurs á einum degi. Þórólfur Guðnason segir að það styttist í að þurfi að herða sóttvarnareglur ef þetta heldur áfram svona. 
Þórólfur: Faraldurinn er í veldisvexti
Sóttvarnalæknir segir kórónuveirufaraldurinn vera í veldisvexti. Betra hefði verið ef hertar aðgerðir hefðu tekið gildi fyrr, en hann vill þó ekki gera athugasemdir við ákvarðanir stjórnvalda.
Þórólfur: Stjórnvöld íhugi alvarlega að herða aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að stjórnvöld þurfi að íhuga það alvarlega að grípa til hertra sóttvarnaaðgerða í ljósi mikillar fjölgunar innanlandssmita. Hundrað fjörutíu og fjórir greindust með kórónuveirusmit í gær, þar af voru 104 utan sóttkvíar og hafa aldrei verið fleiri frá því faraldurinn hófst.
04.11.2021 - 12:29
Faraldurinn í veldisvexti og fimmtán á spítala
Meðalaldur þeirra sem greindust með Covid hér á landi í gær er 30 ár, og voru þau sem smituðust allt frá nokkurra mánaða gömul í að vera á tíræðisaldri. Þetta kemur fram í pisli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á vefnum covid.is. Þar segir einnig að faraldurinn sé í veldisvexti.
28.10.2021 - 22:57
Segir að sagan síðan í sumar sé að endurtaka sig
Sóttvarnalæknir hyggst ekki skila heilbrigðisráðherra minnisblaði um hertar sóttvarnaaðgerðir í dag. Hann segir sömu þróun í kórónuveirufaraldrinum nú og í sumar þegar fjórða bylgjan brast á. 96 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og Ísland er orðið rautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Hertar aðgerðir eini möguleikinn haldi fjölgun áfram
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að haldi smitum áfram að fjölga sé enginn annar möguleiki í stöðunni en að leggja til hertar aðgerðir. Hann telur að hertar aðgerðir myndu ekki falla í góðan jarðveg hjá almenningi. 84 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær - mesti fjöldi smita sem greinst hefur í rúma tvo mánuði.  
Fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur af þróun faraldurs
Fjórtán daga nýgengi covid-smita innanlands er 230 á hverja 100.000 íbúa, sem er með því mesta sem sést hefur síðan faraldurinn hófst, að því er fram kemur í pistli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis á covid.is. Hann segir að fyllsta ástæða sé til að hafa áhyggjur af fjölgun smita.
Börn og bólusettir fari í styttri sóttkví og einangrun
Lengd sóttkvíar og einangrunar hjá börnum og bólusettum vegna COVID-19 verður stytt, nái tillögur sóttvarnalæknis fram að ganga. Fleiri kórónuveirusmit greindust um helgina en undanfarnar helgar. Sóttvarnalæknir segir ekki tímabært að endurskoða dagsetningu afléttinga takmarkana.
„Þetta er ekki hræðsluáróður“ segir Þórólfur
Sóttvarnalæknir segist ekki vera með hræðsluáróður þegar hann vari við því að kórónuveirufaraldrinum sé ekki lokið. Smitum í nágrannalöndum hafi fjölgað mjög, mánuði eftir að öllum sóttvarnatakmörkunum var aflétt. „Covid er ekki búið. Það getur enn leikið okkur grátt ef við höldum ekki rétt á spöðunum. Og: þetta er ekki hræðsluáróður,“ segir sóttvarnalæknir.
Myndskeið
Segist ekki sjá neitt ástand vegna COVID á sjúkrahúsinu
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kveðst ekki sjá neitt ástand sem skýrist af kórónuveirufaraldrinum á Landspítalanum. Hann kveðst hins vegar fagna þeirri góðu stöðu sem Ísland er komið í. Í dag var tilkynnt um afléttingu allra sóttvarnaaðgerða í skrefum næstu fjórar vikur.
Morgunvaktin
Segir brýnt að halda áfram skimun við landamærin
Með áframhaldandi skimun við landamærin er hægt að komast hjá því að hingað berist skæð og smitandi afbrigði kórónuveirunnar. Þetta segir Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands.
20-40 bíða á bráðamóttöku
Það ræðst af mörgum þáttum hvort færa þarf Landspítala af óvissustigi yfir á hættustig. Þetta kemur fram í minnisblaði til heilbrigðisráðuneytisins. Ef spítalinn verður færður á hættustig verður dregið úr annarri starfsemi. Sóttvarnalæknir óttast að ef öllum takmörkunum verði hætt fjölgi smitum líkt og gerðist síðasta sumar. 
18.10.2021 - 15:09