Færslur: Sóttvarnalæknir

Ný reglugerð um sóttvarnarráðstafanir væntanleg
Núverandi reglugerð um ráðstafanir í sóttvarnamálum rennur út á miðvikudag og heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að ný reglugerð verði kynnt daginn áður.
Spegillinn
AstraZeneca hugsanlega í boði á netinu
Ef afgangur verður af bóluefni AstraZeneca kemur til greina að bjóða fólki að taka upplýsta ákvörðun á netinu um hvort það vilji fá þetta bóluefni. Verið er að skoða hvort körlum yngri en 60 ára verður boðið upp á AstraZeneca bóluefnið. Nú miðast bólusetningin við 60 ára og eldri.
27.04.2021 - 17:00
Með hönd á byssunni en ekki búinn að draga hana upp
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ávallt viðbúinn að grípa til harðari aðgerða í sóttvörnum en öll smit gærdagsins tengjast leikskólanum Jörfa. Yfir fjögurþúsund sýni voru tekin í gær sem er með því mesta sem verið hefur en 21 greindist með COVID-19.   
Gæti þurft að endurskoða tillögur um sóttvarnaaðgerðir
Sóttvarnalæknir segir að hann gæti þurft að endurskoða tillögur sínar um sóttvarnaaðgerðir, haldi áfram að greinast kórónuveirusmit utan sóttkvíar. Í gær greindust fjögur smit, þar af þrjú utan sóttkvíar, allt var það fullorðið fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu.  Þrjú börn hafa greinst með COVID-19 við landamærin síðan byrjað var að skima börn þar um mánaðamótin.
Ekki verður látið af notkun AstraZeneca hér á landi
Ekki stendur til að láta af notkun bóluefnis AstraZeneca hér á landi líkt og Danir hafa ákveðið. Norðmenn tilkynna ákvörðun sína um áframhaldandi notkun efnisins í dag. Áhyggjur hafa verið uppi um blóðtappamyndun af völdum þess og eins bóluefnis Janssen. 
Þórólfur vildi ekki leyfa áhorfendur á íþróttaviðburðum
Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að ekki séu öll kurl komin til grafar varðandi smit enda séu fleiri útsettir. Um eitt þúsund sýni voru tekin í gær en frekari tilsklakanir taka gildi á morgun. 
Endurskoðar tillögur ef smitum fjölgar á næstu dögum
Sóttvarnalæknir segir það töluvert áhyggjuefni að þrír hafi greinst með COVID-19 utan sóttkvíar í gær. Ef smitum fjölgi á næstu dögum kunni hann að endurskoða tillögur sínar um tilslakanir, sem búist er við að taki gildi á föstudag.
Þórólfur fór ekki í bólusetningu
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir afþakkaði bólusetningu sem heilbrigðisstarfsmaður utan stofnana og ætlar að bíða þar til kemur að aldurshópi hans. "Ég vil fara eftir mínum eigin tilmælum,“ segir hann. Búast má við að slakað verði á sóttvarnatakmörkunum á föstudaginn. Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að skila minnisblaði í dag.
Þórólfur: Ekki ferðast til útlanda að nauðsynjalausu
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ítrekar ráðleggingar gegn nauðsynjalausum ferðalögum íbúa á Íslandi til áhættusvæða vegna COVID-19. Öll lönd nema Grænland eru nú skilgreind sem áhættusvæði. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá sóttvarnalækni. 
„Úrskurður héraðsdóms alvarleg aðför að sóttvörnum“
Læknafélag Íslands vill að Alþingi breyti lögum svo sóttvarnir haldi í kjölfar þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði að lagastoð skorti fyrir reglugerð ráðherra um dvöl fólks frá áhættusvæðum í sóttkvíarhóteli. Tryggja þurfi lagastoð fyrir ítrustu sóttvörnum.
Eingöngu fjallað um lagaheimild en stjórnarskráin nærri
Það er mat Kára Hólmars Ragnarssonar, lektors við lagadeild Háskóla Íslands, að úrskurður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær snúi eingöngu að lagaheimildinnni sem liggur til grundvallar því að skikka fólk til dvalar í sóttvarnarhóteli. 
Þórólfur hefur áhyggjur af landamærunum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hætt við að smit berist inn í landið og hleypi af stað nýrri bylgju ef ekki verða tryggðar fullnægjandi sóttvarnir á landamærunum. Reglur á landamærum voru rýmkaðar á miðnætti þegar fólki frá löndum utan Schengen-svæðisins var gert kleift að koma hingað til lands án þess að fara í sóttkví framvísi það vottorði um bólusetningu eða yfirstaðna sýkingu. Og eftir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í gær eru komufarþegar ekki lengur skikkaðir í farsóttarhús.
Breyta þarf lögum ef tryggja á lögmæti skyldudvalar
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur um að stjórnvöldum sé ekki heimilt að skylda alla, sem koma hingað frá dökkrauðum og gráum löndum, í sóttvarnahús við komuna til landsins er mikil vonbrigði að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þetta kom fram í viðtali við hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Fólki frjálst að ljúka sóttkví utan sóttkvíarhótela
Þeim sem dvelja á sóttkvíarhótelum verður tilkynnt að þeim sé frjálst að ljúka sóttkví annars staðar hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Umsjónarmaður sóttvarnarhótela segir að nú þurfi að endurmeta stöðuna í ljósi úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur í dag.
Þórólfur: Tilgangurinn er að koma í veg fyrir bylgju
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skyldudvöl fólks í sóttvarnahúsi sé tilraun til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Allt annað hafi verið reynt. Ekki komi til greina að breyta þessu fyrirkomulagi.
Farþegar með bólusetningarvottorð skulu fara í sýnatöku
Þeim farþegum sem koma til landsins frá og með 1. apríl næstkomandi og framvísa bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrri sýkingu ber að fara í eina sýnatöku. Þeim ber þó ekki að dvelja í sóttkví en skulu bíða niðurstöðu úr sýnatöku á dvalarstað sínum.
Þórólfur leggur til fjöldatakmarkanir í skólum
Sóttvarnalæknir hyggst leggja til skert skólastarf í grunn-, framhalds- og háskólum eftir páskaleyfi. Í því felast meðal annars fjöldatakmarkanir og hólfaskiptingar. Hann segir að það sé heilbrigðis- og menntamálaráðherra að ákveða hvernig skólastarfi verði háttað.
Viðtal
Stefnt að því að opna skólana strax eftir páska
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonast til þess að það takist að halda kórónuveirufaraldrinum áfram niðri hér á landi næstu daga. Takist það verði hægt að hefja skólastarf að nýju strax eftir páska.
30.03.2021 - 08:12
Myndskeið
COVID-farþegum einkaþotu vísað frá landi
Farþegum einkaþotu sem hingað kom í gær var vísað úr landi. Talið er að þeir hafi ætlað sér að skoða eldgosið. Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að þeir ferðamenn sem komu til landsins um helgina og fóru að gosstöðvunum hafi verið með bólusetningarvottorð. 
Myndskeið
Getur ekki lofað því að áfram gjósi næstu vikurnar
Ekki er hægt að segja til um það hvort eldgosið í Geldingadölum vari í nokkrar vikur eða skemur, segir Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur. Þó sé heldur meiri kraftur í gosinu í dag en í gær.
Smit utan sóttkvíar tengist gosstöðvum á Reykjanesskaga
Smit greindist í gær í manneskju utan sóttkvíar sem hefur starfað við ferðaþjónustu við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga. Sóttvarnalæknir ræður fólki frá því að leggja leið sína að gosinu. Þar séu sameiginlegir snertifletir eins og kaðall í brekku. Þá segir hann að enn sé hætta á að smitum fjölgi.
Svíður að skella í lás aðra páskana í röð
Skíðasvæðin á Íslandi eru lokuð frá og með deginum í dag, 25. mars og næstu þrjár vikur þar á eftir. Forstöðumenn skíðasvæða svíður að þurfa að skella í lás aðra páskana í röð en segja sigur í glímunni við kórónuveiruna þó mikilvægari.
Stórt verkefni að skylda alla í sóttvarnahús
Ráða þarf fjölda starfsmanna og auka við húsakost verði allir ferðamenn sem koma til landsins skyldaðir til að dvelja í sóttvarnahúsum eins og sóttvarnalæknir leggur til. Sjúkratryggingar vilja nota hótel í nágrenni Keflavíkurflugvallar sem sóttvarnahús.
Brasilíska afbrigðið líklega komið til landsins
Brasilíska afbrigði kórónuveirunnar er líklega komið til landsins. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ný bylgja faraldursins gæti verið að hefjast og hugsanlega þarf að grípa til hertra aðgerða með skömmum fyrirvara. 
Einn á sjúkrahúsi með COVID-19
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfestir í samtali við fréttastofu að einn hafi verið lagður inn í nótt vegna COVID-19. Hann kveðst ekki vita hvort viðkomandi greindist við landamærin en telur líklegast að svo sé.