Færslur: Sóttvarnalæknir

Myndskeið
Getum fagnað þessum áfanga, segir Þórólfur
Í dag voru tímamót í kórónuveirufarsóttinni hérlendis. Verulegar tilslakanir á samkomutakmörkunum tóku gildi og lífið færist smám saman í eðlilegra horf. Sóttvarnalæknir sagði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag að Íslendingar gætu vel fagnað árangrinum í baráttunni við kórónuveiruna. Aðeins sex hafa greinst í maí. Þríeykið steig á stokk í tilefni dagsins.
Myndskeið
Þetta máttu gera á mánudaginn
Talsverðar breytingar verða á samkomubanni á mánudaginn því þá mega tvö hundruð manns koma saman og líkamsræktarstöðvar verða opnaðar að nýju, fallist ráðherra á tillögur sóttvarnalæknis. Þá er lagt til að tveggja metra reglan verði ófrjávíkjanleg aðeins þar sem lífsnauðsynleg þjónusta er veitt. 
Myndskeið
„Ég er bara ekkert sammála þessari skoðun“
Sóttvarnalæknir segir að læknar ættu að skoða heildarmyndina áður en þeir gagnrýna ákvörðun um að opna landið fyrir ferðamönnum eftir mánuð. Lokun landsins valdi einnig ýmsum vandamálum. Tvær læknar hafa lýst efasemdum með opnun landsins. „Ég er bara ekkert sammála þessari skoðun og vænti þess að ég geti rætt við þessa góðu kollega mína og við fáum niðurstöðu í þetta mál,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Ekkert nýtt smit fimmta daginn í röð
Ekkert nýtt tilfelli COVID-19 var greint hér á landi síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýjustu tölum á vefnum covid.is. Síðast var greint smit 12. maí. 532 eru í sóttkví og sex í einangrun. Enginn er á sjúkrahúsi með sjúkdóminn. Alls hafa verið tekin 56.883 sýni síðan faraldurinn braust út.
18.05.2020 - 13:02
Myndskeið
Baráttan fram undan kannski erfiðari en til þessa
Ný vegferð í baráttunni við kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, er að hefjast og nú skiptir meira máli en nokkru sinni áður að fólk standi saman um þær aðgerðir sem fram undan eru. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þar átti hann við þær afléttingar sem fyrirhugaðar eru á næstunni.
Myndskeið
Samkomubannið rýmkað 25. maí - 200 manns í stað 100
Hámarksfjöldi fólks sem má koma saman verður tvöfaldaður 25. maí, upp í 200 manns. Sóttvarnalæknir leggur þetta til, ásamt fleiri tilslökunum. Yfirlögregluþjónn segir 25. maí verða jafnvel stærri dag en 4. maí. Enginn COVID-sjúklingur liggur nú á Landspítalanum. 
Myndskeið
Sóttvarnalæknir: Tveggja metra reglan til áramóta
Tveggja metra reglan ætti að minnsta kosti að gilda til áramóta, segir sóttvarnalæknir. Hann telur samfélagssmit vera undir fimm prósentum og því hafi heilbrigðiskerfið ráðið við það. En það gæti líka auðveldað kórónuveirunni að breiðast á ný um samfélagið.
04.05.2020 - 21:46
Byrja að safna blóði eftir helgi
Sóttvarnalæknir í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu mun eftir helgi hefja blóðsöfnun í því skyni að kortleggja hversu útbreidd kórónuveiran var í samfélaginu.
03.05.2020 - 14:25
Myndskeið
Alger óvissa með ferðir milli landa
Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að segja til um hvenær Íslendingar geti farið í ferðalög til útlanda. Sjálfur gerir hann ekki ráð fyrir að fara utan á þessu ári. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar býst ekki við ferðamönnum gerir ekki ráð fyrir að ferðamenn fari að koma hingað í stórum stíl fyrr en næsta sumar. 
Spegillinn
Íslendingar sáttastir þjóða við COVID yfirvöld
Íslendingar eru ánægðastir með frammistöðu stjórnvalda vegna COVID-19 samkvæmt alþjóðlegri könnun Gallups. 92% Íslendinga telja að útbreiðsla kórónuveirunnar hafi orðið með náttúrulegum hætti. Aðeins 7% telja að ógnin vegna veirunnar sé ýkt.
20.04.2020 - 17:00
Myndskeið
Hlúa sérstaklega að jaðarsettum hópum í farsóttarhúsum
Hátt í 50 manns hafa leitað skjóls í farsóttarhúsunum við Rauðarárstíg, sem eru nú tvö. Það er gert til að aðskilja jaðarsetta hópa frá öðrum. Gestir taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti segir sjáfboðaliði.
16.04.2020 - 21:54
Myndskeið
Einangrun farin að íþyngja fólki, segir Rauði krossinn
Einangrun er farin að íþyngja fólki verulega, segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. Margir sem hringja í hjálparsímann eru mjög einmana og samtölin orðin erfiðari. Sóttvarnalæknir vill setja hömlur á komur ferðamanna hingað til lands, mögulega með sóttkví. Viðbúið er að á mörgum vinnustöðum vari breytt starfsemi mun lengur en til 4. maí. Áfram greinast fá ný kórónuveirutilfelli. 
Myndskeið
Verðum að halda fullri einbeitingu til 4. maí
Byrjað er að mæla mótefni gegn kórónuveirunni hérlendis. Fáir greindust með hana í gær. Þótt slökun á samkomubanni eftir 4. maí hafi verið kynnt í gær þarf að muna að halda fullri einbeitingu þangað til, segir yfirlögregluþjónn. 
Myndskeið
Hrósaði og þakkaði þríeykinu
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hrósaði og þakkaði þríeykinu svokallaða á blaðamannafundi í hádeginu þegar tilslakanir á samkomubanni voru kynntar. Þríeykið eru þau Alma Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sem hafa haldið daglega upplýsingafundi um kórónuveirufaraldurinn í nokkrar vikur.
Myndskeið
Hefðbundið skólastarf 4. maí - 50 manns mega koma saman
Skólastarf í leik- og grunnskólum verður með eðlilegum hætti frá 4. maí og heimilt verður að opna framhalds- og háskóla. Verið er að kynna þessar tilslakanir á samkomubanni á blaðamannafundi forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík sem stendur nú yfir. Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar en leyfilegt verður að fara í klippingu.
22 lausir úr sóttkví á Austurlandi
Sjö eru enn í einangrun á Austurlandi smitaðir af COVID-19 veirunni. Engin ný smit hafa komið upp þar síðustu fimm sólarhringa.
06.04.2020 - 18:10
Fylgjast með líðan heilbrigðisstarfsfólks
Alma Möller, landlæknir, hefur áhyggjur af álagi á heilbrigðisstarfsfólk þessar vikurnar á meðan COVID-19 faraldurinn geisar. Kallað hefur verið eftir upplýsingum um álagið, mönnun og aðbúnað, að því er segir í Læknablaðinu.
Virk smit að ná ákveðnum hápunkti
Virk kórónuveirusmit hér á landi eru að ná ákveðnum hápunkti. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir á daglegum upplýsingafundi almannavarna sem hófst klukkan tvö. Uppsafnaður fjöldi greindra smita falla vel að bestu spám sem gerðar hafa verið um þróun faraldursins hér, segir Þórólfur. Spáin sé enn sú að faraldurinn nái hámarki fljótlega í þessum mánuði. Ástæða þess að lægra hlutfall greindra undanfarinn sólarhring hafi verið í sóttkví sé sú að upp hafi komið hópsýkingar úti á landi.
69 ný smit - virkum smitum fjölgar aftur
Alls hafa 69 kórónuveirusmit greinst hér á landi síðastliðinn sólarhring, sem er fjölgun frá sólarhringnum á undan þegar 53 sýni reyndust jákvæð. Þetta kemur fram í tölum sem birtar voru á vefnum covid.is kl. 13. Virkum smitum fjölgaði aftur á milli sólarhringa, eftir að þeim hafði fækkað í gær. Þá voru töluvert færri þeirra sem greindust í sóttkví en verið hefur að undanförnu.
Efling afbókar og lokar öllum sumarbústöðum út apríl
Stéttarfélagið Efling hefur ákveðið að draga til baka alla samninga sem félagið hefur gert við félagsmenn sína um leigu á sumarbústöðum frá og með mánudeginum næsta, 6. apríl, og fram til 1. maí. Leigutökum verður greitt til baka og leitast verður við að koma til móts við óskir þeirra um leigu orlofshúsa í eigu stéttarfélagsins síðar á árinu.
04.04.2020 - 18:29
Myndskeið
„Við förum að nálgast hápunktinn“
„Matið er að faraldurinn er enn í þessum hæga línulega vexti og það hefur tekist að sveigja hann af þessum ferli veldisvaxtar. Og við höldum að við förum að nálgast hápunktinn í greiningu smita. En þá þurfum við að muna að hápunktur í heilbrigðiskerfinu kemur ekki fyrr en viku til tíu dögum síðar.“ Þetta sagði Alma Möller landlæknir á daglegum upplýsingafundi Almannavarna vegna COVID-19 sem hófst klukkan 14.
53 ný smit - virkum smitum fækkar í fyrsta sinn
Alls hafa 53 kórónuveirusmit greinst hér á landi síðastliðinn sólarhring, sem er örlítil fjölgun frá sólarhringnum á undan þegar 45 sýni reyndust jákvæð. Þetta kemur fram í tölum sem birtar voru á vefnum covid.is kl. 13. Virkum smitum hefur fækkað síðan í gær, en þetta er í fyrsta skipti sem það gerist síðan faraldurinn hófst.
Myndskeið
Hjón látin úr Covid - samtals fjögur látin
Karl og kona létust á Landspítalanum í gær úr COVID-19 sjúkdómnum. Fjögur hafa nú látist vegna kórónuveirunnar á Íslandi.
Álag á sjúkrahús ástæða framlengds samkomubanns
Samkomubannið sem tók gildi 16. mars og var hert 22. mars verður framlengt út aprílmánuð. Ráðherra á þó eftir að staðfesta beiðni sóttvarnalæknis. Tvöfalt fleiri sóttu um bætur hjá Vinnumálastofnun í mars en allt árið í fyrra. 
Eitt COVID-19 smit í smitrakningarteymi
Eitt COVID-19 smit hefur verið greint meðal fólksins sem skipar smitrakningarteymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra. Um helmingur af teyminu er því í svokallaðri vinnusóttkví á hóteli. Að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, sem fer fyrir teyminu, þá var manneskjan sem greindist einkennalaus og er enn.