Færslur: Sóttvarnalæknir

Mynd með færslu
Í BEINNI
Upplýsingafundur almannavarna
Upplýsingafundur almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefst klukkan 14:00. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Alma D. Möller, landlæknir fara yfir stöðu mála, ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Gestur fundarins verður Agnes Agnarsdóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
05.08.2020 - 13:59
Myndskeið
Smit í öllum landshlutum nema á Austurlandi
Smit hafa greinst í öllum landshlutum nema á Austurlandi, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þrettán greindust smitaðir af COVID-19 í gær, tveir þeirra á Norðurlandi og hinir á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins einn þeirra var í sóttkví. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna í dag.
02.08.2020 - 14:34
Myndskeið
Aðeins einn þeirra sem greindust í gær var í sóttkví
Aðeins einn af þeim sjö sem greindust smitaðir af COVID-19 innanlands í gær var í sóttkví, samkvæmt heimildum frá almannavörnum. Eins og fram kom fyrr í dag er enn beðið eftir niðurstöðum úr einu sýni úr landamæraskimun. 58 eru nú í einangrun og 454 í sóttkví.
01.08.2020 - 16:21
Ný staða komin upp, segir Þórólfur
Upp er komin ný staða í kórónuveirufaraldrinum hér á landi eftir að níu einstaklingar, sem ekki höfðu verið í sóttkví, greindust með smit í gær. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir að ekki liggi fyrir hvort tengsl séu á milli þeirr sem greindust í gær.
31.07.2020 - 13:08
Þríeykið og Óskar verða á fundinum í dag
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14:00 í dag. Þar munu þau Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Alma D. Möller, landlæknir og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fara yfir stöðu COVID-19 faraldursins hér á landi. Fundinum verður streymt beint á ruv.is og hann sýndur í sjónvarpinu.
Fjögur innlend smit til viðbótar - 28 virk smit
Fjögur COVID-19 smit greindust innanlands í gær og því til viðbótar er beðið eftir mótefnamælingu úr fimmta sýninu. Einn þeirra sem greindist var í sóttkví. Nú eru 28 virk smit á landinu, 201 er í sóttkví og hefur þeim fjölgað um 28 síðan í gær.
29.07.2020 - 10:47
Nýjar tillögur frá sóttvarnalækni til ráðherra
Sóttvarnalæknir sendi minnisblað með nýjum tillögum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gærkvöldi. Þetta staðfestir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur í sóttvörnum hjá Embætti landlæknis.
Almannavarnir íhuga upplýsingafund
Til skoðunar er hjá stjórn Almannavarna að halda upplýsingafund fyrir fjölmiðla á morgun vegna stöðunnar sem upp er komin í útbreiðslu COVID-19 smita hér á landi og þess, að stærsta ferðahelgi ársins er nú framundan.
21 staðfest smit hér á landi
Tuttugu og einn eru í einangrun hér á landi með virkt COVID-19 smit. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis. Smitin hafa greinst frá 8. júlí síðastliðnum. 173 eru í sóttkví.
27.07.2020 - 10:43
Framtíðarhöfuðverkur að velja hverjir fái bóluefni
Stefnt er að því að fimmtungur þjóðarinnar verði bólusettur gegn Covid-19 fyrir lok næsta árs. Þetta sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna. Reiknað er með því að kostnaður vegna þessa nemi um 700 milljónum króna. 
COVID-19
Upplýsingafundur almannavarna
Upplýsingafundur almannavarna hefst klukkan 14:00. Fundurinn er sýndur í sjónvarpinu, hér á vefnum og honum er útvarpað á Rás 2. Fylgjast má með beinu textrastreymi hér að neðan. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu, ræða stöðuna á landamærunum, sýnatöku og framgang Covid-19 faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni. Gestur fundarins er Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Fjöldatakmarkanir rýmkaðar í þúsund 4. ágúst
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, að tillögu sóttvarnalæknis, að framlengja núgildandi auglýsingu um takmörkun á samkomum óbreytta til 4. ágúst. Fjöldatakmörkun á samkomum miðast því áfram við 500 manns næstu tvær vikur en hækkar að þeim loknum í þúsund manns.
COVID-19
Upplýsingafundur Almannavarna
Upplýsingafundur Almannavarna fer fram klukkan 14:00 í dag í Katrínartúni 2. Sýnt er frá fundinum í beinni útsendingu í sjónvarpinu, á rás 2 og á vefnum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, fara yfir stöðu mála varðandi opnun landamæra, sýnatöku og framgang Covid-19 faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni á þessum 87. fundi Almannavarnadeildar.
Viðtal
Heimkomusmitgát: „Biðjum fólk að hugsa um tilganginn“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að kanni fólk tilganginn með reglum um heimkomusmitgát, liggi nokkuð ljóst fyrir hvað megi og hvað ekki. Frá og með deginum í dag þurfa íslenskir ríkisborgarar og fólk búsett hér að halda sig til hlés í fjóra til sex daga eftir komuna til landsins. Það er svo boðað aftur í sýnatöku. 
Ekkert virkt smit hefur greinst í fimm daga
Þrír reyndust með mótefni við COVID-19 og fimm bíða enn mótefnamælingar eftir landamæraskimun í gær samkvæmt nýjustu tölum landlæknis. Alls voru 2.040 sýni tekin á landamærunum í gær og átta sýni reyndust jákvæð.
12.07.2020 - 11:11
Lekandi og sárasótt færast enn í vöxt
Kynsjúkdómarnir sárasótt og lekandi halda áfram að vera sérstakt áhyggjuefni sóttvarnalæknis. Fyrstu sex mánuði ársins greindust 43 einstaklingar með sárasótt sem er umtalsverð aukning miðað við fyrri ár. Alls greindust 38 með sárasótt í fyrra.
12.07.2020 - 10:03
Mega fara í búð en ekki hitta fleiri en 10 í einu
Þeir sem eru búsettir hér á landi eða eru íslenskir ríkisborgarar og fara í sýnatöku á landamærunum eiga að viðhafa svokallaða heimkomusmitgát í fjóra til fimm daga, að því er kemur fram í minnisblaði heilbrigðisráðherra til ríkisstjórnarinnar. Fólk má fara út í búð, í strætó en ekki hitta fleiri en tíu í einu. Þá má það ekki faðma, heilsa með handabandi eða umgangast viðkvæma.
Landamæraskimun breytt um mánaðamótin
Áherslum við landamæraskimun verður breytt um mánaðamótin, segir sóttvarnalæknir. Sóttkví sem íbúar landsins fara í þegar þeir koma til landsins hefur fengið nafnið heimkomusmitgát og verður hún vægari en sóttkví.
Þórólfur: 500 manna hámark út sumarið
Hámarksfjöldi á samkomum út ágúst verður líklega ekki meiri en 500 manns. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarna.
Þórólfur: Rannsóknargeta veikleiki í heilbrigðiskerfinu
Þóróflur Guðnason sóttvarnalæknir segir að í viðbúnaði fyrir kórónuveirufaraldurinn hafi rannsóknargetan verið brotalöm.
Kári: Við erum hætt skimun í eitt skipti fyrir öll
Íslensk erfðagreining hættir að greina sýni úr landamæraskimun eftir viku. Kári Stefánsson forstjóri segir Landspítalanum ekki vorkunn að setja upp rannsóknastofu á sjö dögum. Hann segir samskiptin við stjórnvöld hafa verið dálítið skringileg og litið á starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar sem boðflennur í verkefninu. 
Þarf að hugsa skimun upp á nýtt, segir landlæknir
Alma Möller landlæknir segir að hugsa þurfi landamæraskimun upp á nýtt eftir að Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar tilkynnti í opnu bréfi til forsætisráðherra í dag að fyrirtækið myndi hætta skimun 13. júlí. Kári segir líka í bréfinu að Íslensk erfðagreining ætli að hætta samskiptum við landlækni og sóttvarnalækni frá og með deginum í dag.
Í sóttkví þegar komið er heim til Íslands
Sýnataka á landamærum er ekki nóg fyrir þá sem búsettir eru hérlendis og verður þeim gert að fara í sóttkví eftir komuna til landsins. Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt þessa tillögu sóttvarnalæknis. Einn smitaður ferðamaður er komin í einangrun í farsóttarhúsi. Sýnataka á Keflavíkurflugvelli stefnir í að fara yfir 2000 sýna viðmiðið í dag.
Þórólfur og Víðir fá frí um helgina
Almannavarnir munu ekki boða til upplýsingafundar í dag eða á mánudag eins og áður hafði verið tilkynnt. Þess í stað færast fundirnir yfir á þriðjudaga og fimmtudaga í sumar.
Barn á öðru ári greindist með COVID-19 í gær
Barn á öðru ári greindist með COVID-19 hérlendis í gær. „Það er rúmlega árs gamalt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Það var skoðað í gær og er einkennalaust eins og er.“ Þórólfur hefur áhyggjur af stórum fótboltamótum. Lítið þurfi til að þar komi upp hópsýking. 
02.07.2020 - 12:36