Færslur: Sóttvarnalæknir

Sjónvarpsfrétt
„Þetta er tímamótadagur fyrir mig og aðra“
„Ég er tilbúinn,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sem lætur af störfum í dag. Hann segir vel við hæfi að þríeykið stofni matarklúbb. Hann ætlar ekki að skrifa bók en tekur þó margar minnisbækur með sér af skrifstofunni.
Níu apabólusmit - bóluefni á leiðinni frá Danmörku
Níu manns hafa greinst með apabólu hérlendis. Sóttvarnalæknir hefur brugðið á það ráð að fá bóluefni lánað frá Danmörku því bóluefni hafa enn ekki borist til landsins.  
20.07.2022 - 17:53
Áhyggjur af nýrri bylgju í haust
Enn greinast hundruð Íslendinga með covid á dag. Sóttvarnalæknir hefur eins og starfsbræður hans í Evrópu áhyggjur af nýrri bylgju í haust því skætt veiruafbrigði er á ferð.
Um tíundi hver einstaklingur smitast aftur af covid
Daglega hafa greinst á bilinu 400 til 450 kórónuveirusmit síðustu tvær vikur. Um tíundi hver einstaklingur er að smitast aftur.
07.07.2022 - 18:42
Sex hafa greinst með apabólu
Sex hafa greinst með apabólu hérlendis. Allt eru það karlmenn á miðjum aldri og eru öll smitin nema tvö rakin til útlanda. Þetta segir í tilkynningu frá sóttvarnalækni.
„Mikil ábyrgð og krefjandi starf“
Guðrún Aspelund hefur verið ráðin til að taka við starfi sóttvarnalæknis af Þórólfi Guðnasyni í haust. Guðrún hefur verið yfirlæknir á sviði sóttvarna hjá embætti landlæknis frá 2019 og staðið þétt við hlið Þórólfs í gegnum faraldurinn. Hún segist spennt fyrir komandi verkefnum og ætlar að ganga til verks með sínum hætti. 
21.06.2022 - 12:30
Guðrún Aspelund tekur við af Þórólfi
Guðrún Aspelund hefur verið ráðin í starf sóttvarnalæknis. Hún tekur við starfinu af Þórólfi Guðnasyni 1. september.
21.06.2022 - 09:11
Ísland kaupir 80 skammta af apabóluefni
Engin tilfelli apabólu hafa greinst hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að smit eigi eftir að berast hingað til lands fyrr en síðar. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa gengið frá kaupum á nokkrum tugum skammta af bóluefni.
Kannar möguleika á bóluefni gegn apabólu hér á landi
Sóttvarnarlæknir hefur kannað hvort mögulegt sé að fá bóluefnið Imvanex til að nota gegn apabólu hér á landi. Nú liggur fyrir að ísland fái aðkomu að sameiginlegum innkaupum Evrópusambandsins á bóluefninu.
27.05.2022 - 18:06
Varar við skyndikynnum vegna apabólu
Fyrsta tilfelli apabólu greindist í Danmörku í dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir nokkuð ljóst að sjúkdómurinn berist hingað til lands. Hann hvetur fólk til að vera ekki í nánu samneyti við ókunnugt fólk og passa sig í kynlífi. 
23.05.2022 - 16:47
Smitrakning vegna apabólu í Osló
Smitrakning vegna apabólusmits stendur nú yfir í Osló, höfuðborg Noregs. Staðfest er að erlendur maður sem heimsótti borgina fyrr í maí er smitaður af veirunni.
21.05.2022 - 22:50
Þórólfur Guðnason segir upp störfum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur formlega sagt upp störfum, frá og með 1. september 2022.
12.05.2022 - 10:02
Hjarðónæmi náð en óvissa um þróun faraldursins
Yfirstandandi bylgja kórónuveirufaraldursins er enn á niðurleið þótt engar opinberar sóttvarnir hafi verið í gildi síðan í lok febrúar. Sóttvarnalæknir segir að líklegasta ástæðan fyrir því að smit séu nú færri en áður sé að hjarðónæmi hafi náðst í samfélaginu. Það hafi náðst vegna útbreiddra smita og góðrar þátttöku í bólusetningum. 
13.04.2022 - 15:00
Sóttvarnalæknir: Of snemmt að spá endalokum faraldurs
Í gær greindust 4.333 kórónuveirusmit innanlands, bæði með hraðgreiningarprófum og PCR-prófum. „Þannig að það er mjög mikill fjöldi sem er með smit núna úti í samfélaginu. Það er alveg augljóst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur segir að ekki sjái enn fyrir endann á faraldrinum. „Nei, við getum ekki gert það. Við getum ekki sagt það með vissu fyrr en við sjáum að við séum búin að ná einhverjum toppi.“
Engar samkomutakmarkanir lengur
Öllum samkomutakmörkunum vegna COVID-19 og takmörkunum á landamærum var aflétt á miðnætti. Krafa um einangrun er einnig afnumin en finni fólk til einkenna er það hvatt til að fara í hraðpróf og mælst til að það haldi sig heima.
Sjónvarpsfrétt
Öryggi sjúklinga í hættu - stjórnvöld skoði aðgerðir
Öryggi í sjúklinga í hættu vegna manneklu á Landspítala, segir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala,Stjórnendur spítalans eru í stökustu vandræðum með að manna vaktir um helgina. Staðan er erfið á mörgum deildum, bæði vegna covid-veikinda hjá sjúklingum og starfsfólki. Sóttvarnalæknir segir að stjórnvöld verði að íhuga að herða aðgerðir áður en allt fer í óefni.
17.02.2022 - 19:23
Til skoðunar að covid-smitaðir verði kallaðir til vinnu
Til skoðunar er að heimila einkennalausum covid-smituðum heilbrigðis- og umönnunarstarfsmönnum að mæta til vinnu. Þetta segir sóttvarnalæknir. Hjúkrunarheimili og sjúkrastofnanir eiga í erfiðleikum með að manna vaktir. Þrjú hundruð og tveir starfsmenn Landspítala eru í einangrum með covid. 
Ánægjuleg þróun á Landspítala þrátt fyrir fjölgun smita
Sóttvarnalæknir segir erfitt að meta hvers mörg smit séu úti í samfélaginu enda fari ekki allir í sýnatöku. Þróun mála á Landspítalanum sé þó ánægjuleg þrátt fyrir mikinn fjölda smita dag hvern.
Hvetur landsmenn til að þiggja bestu vörn gegn COVID-19
Útgáfu bólusetningavottorða eftir einn skammt af bóluefni Janssen við kórónuveirunni verður hætt um mánaðamótin. Sóttvarnalæknir segir að fljótlega hafi orðið ljóst að full bólusetningi náðist ekki með einum skammti af Janssen. Bólusetningavottorð Evrópusambandsins gilda þó enn á landamærunum.
Minni alvarleiki omíkron gæti leitt til léttari aðgerða
Sóttvarnalæknir segir þróun innlagna á Landspítalann næstu daga geta leitt til að létt verði á sóttvarnaaðgerðum. Skoðun á alvarleika veikinda vegna omíkron stendur yfir í samvinnu við Landspítalann. Gjörgæslusjúklingum fjölgar ekki þrátt fyrir að mikinn fjölda smita í samfélaginu.
Helstu breytingar sem tóku gildi á miðnætti
Ekki verður lengur heimilt að hleypa fleirum inn á viðburði en fjöldatakmarkanir leyfa með því að framvísa hraðprófi. Það er samkvæmt reglugerð um sóttvarnaaðgerðir innanlands sem tóku gildi á miðnætti. Reglurnar gilda til og með miðvikudeginum 2. febrúar næstkomandi.
Sjónvarpsfrétt
Mjög krítískir dagar framundan segir heilbrigisráðherra
Ríkisstjórnin framlengdi í morgun samkomutakmarkanir í þrjár vikur. Landlæknir og sóttvarnalæknir vilja að stjórnvöld íhugi alvarlega að herða aðgerðir.
Sjónvarpsfrétt
Breyta varð reglum um sóttkví til að verja þjóðfélagið
Víðtækt samráð ráðherranefndar, fulltrúa vinnumarkaðarins og fjölmargra annarra varð til þess að ákvörðun var tekin um undanþágu hefðbundinnar sóttkvíar hjá þríbólusettum og tvíbólusettum sem hafa fengið covid. Kjarnastarfsemi stendur tæpt. Þessu varð að bregðast við segir heilbrigðisráðherra.
Sjónvarpsfrétt
Vitum hvað delta getur gert
Þrátt fyrir hraða útbreiðslu omíkron-afbrigðisins eru enn að greinast jafn mörg smit af delta-afbrigðinu og fyrir tveimur vikum. Í því ljósi segir sóttvarnalæknir brýnt að bólusetja yngri aldurshópa enda leggist delta-afbrigðið þyngra á börn.
Viðtal
Þórólfur vildi bólusetningu áður en skólar hæfust
„Ég held að það hefði verið ákjósanlegt að bíða með að setja skólana af stað núna meðan við erum að átta okkur á útbreiðslunni í þessari viku og síðan að hefja bólusetningu. Ég held að það hefði verið ágætt fyrirkomulag. En auðvitað þarf að taka tillit til annarra sjónarmiða í því,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.