Færslur: Sóttvarnalæknir

Grímuskylda um allt land
Frá og með þriðjudeginum 20.október verður skylt að nota andlitsgrímur um allt land þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra nándarmörk. Utan höfuðborgarsvæðisins mega engir áhorfendur vera á íþróttaviðburðum, eins og á höfuðborgarsvæðinu. Á höfuðborgarsvæðinu verða allar æfingar og keppni í íþróttum, sem krefjast snertingar, óheimilar.
Sá sem lést var á níræðisaldri
Sá sem lést af völdum COVID-19 á Landspítala í nótt var á níræðisaldri. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir að draga megi þær ályktanir af nýju spálíkani, sem birt var í hádeginu, að faraldurinn gæti verið að fara niður á við. Ekkert megi þó út af bregða.
Myndskeið
Þórólfur: Verra en í vor
Áttatíuogeinn greindist með kórónuveirusmit í gær og voru langflestir þeirra í sóttkví. Nú eru 1.170 manns með smit og 3.035 í sóttkví. Sóttvarnalæknir segir að lengri tíma taki að ná kúrfuinni niður en í vor því veiran hafi dreift sér víðar. 
Myndskeið
Upplýsingafundur almannavarna 15. október 2020
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 11 í dag vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og stöðu faraldursins hér á landi. Fundurinn verður í beinni útsendingu hjá RÚV.
Þórólfur: „Þetta er ekki spretthlaup, heldur langhlaup“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ljóst að kórónuveirufaraldurinn sé í línulegum vexti. Ekki sé þörf á hertum sóttvarnaraðgerðum en hann vinnur nú að minnisblaði til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur til áframhaldandi aðgerðir.
Hver smitaður utan sóttkvíar smitar þrjá aðra
Hver smitaður einstaklingur sem ekki er í sóttkví smitar að jafnaði þrjá aðra hér á landi. Prófessor í líftölfræði segir að hraðinn á smitunum sé mjög mikill sem endurspegli mikla virkni og samskipti á milli fólks í samfélaginu. Hann segir að aðalatriðið núna sé að fara að tilmælum almannavarna.
Þórólfur, Víðir og Páll á fundinum í dag
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn munu fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins á upplýsingafundi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis klukkan 11:00 í dag. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala verður gestur fundarins sem verður sendur út í sjónvarpi, á ruv. is og á facebook-síðu ruv.is. Þá verður hann í beinni textalýsingu á vefnum okkar.
Kastljós
Staðan væri verri ef fleiri stofnar hefðu komist inn
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að veiran væri mun útbreiddari hér á landi ef fleiri veirustofnar hefðu komist inn til landsins. Í viðtali í Kastljósi kvöldsins segir hann að 130-140 veirustofnar hafi greinst á landamærunum frá því í sumar. Hér á landi sé aðeins verið að fást við einn veirustofn.
06.10.2020 - 20:54
Boðar breytingar á þjónustu borgarinnar út af COVID
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að gera þurfi breytingar á þjónustu borgarinnar út af fjölgun smita á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli borgarstjóra á borgarstjórnarfundi í dag.
06.10.2020 - 14:52
„Manni er vissulega verulega brugðið“
Líkamsræktarstöðvum verður gert að loka á mánudaginn samkvæmt hertum sóttvarnaaðgerðum sem taka þá gildi. Eigendur þeirra hafa orðið fyrir verulegum tekjumissi það sem af er ári vegna lokana og sóttvarnaráðstafana. Þröstur Jón Sigurðsson, einn eigenda Sporthússins i Kópavogi, segir þetta verulegt áfall, þó að vissulega styðji hann ákvarðanir sóttvarnayfirvalda.
Myndskeið
50 mega vera í útförum og 100 í búðum
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um hertari samfélagslegar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu COVID-19. Í þeim felast 20 manna fjöldatakmarkanir, 50 manna hámark í útförum og 100 manna hámark í verslunum sem eru minni en 1.000 fermetrar. Ný reglugerð þess efnis tekur gildi mánudaginn 5. október  og verður birt á morgun. Lagt er til að hún verði í gildi í 2-3 vikur og að aðgerðirnar verði í stöðugu endurmati.
Viðtal
Sóttvarnaraðgerðir hertar - 20 manna fjöldatakmörkun
Sóttvarnaaðgerðir verða hertar og gripið til tuttugu manna fjöldatakmörkunar. Þetta var niðurstaða ríkisstjórnarinnar á fundi sem lauk á fjórða tímanum. Fjöldatakmörkunin verður þó með ákveðnum undantekningum. Þá stendur til að loka börum og skemmtistöðum að nýju, auk líkamsræktarstöðva. Sundlaugar verða þó áfram opnar, en með fjöldatakmörkunum. Breytingarnar taka líklega gildi strax eftir helgi.
Myndskeið
Ríkisstjórnin kemur saman og ræðir tillögur Þórólfs
Ríkisstjórnin mun koma saman til fundar klukkan 14 í dag og ræða tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að hertum sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins.
03.10.2020 - 12:10
Þórólfur: „Mér sýnist að þetta sé komið í veldisvöxt“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fjöldi smita sem greindist í gær sé töluvert meiri en hann hefði viljað sjá. Fjölgun smita hafi verið í línulegum vexti. en þróunin undanfarna tvo daga bendi til þess að það sé breytt. Hann hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum um hertar sóttvarnaaraðgerðir.
03.10.2020 - 11:43
Segir áhugavert að WHO mæli með nýjum hraðprófum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir áhugavert að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skuli mæla með nýjum hraðprófum fyrir COVID-19. Hann segir að rannsaka þurfi betur áreiðanleika prófanna, áður en rætt verði um það hvort komi til greina að nota þau hér á landi. 
29.09.2020 - 11:52
Myndskeið
Róðurinn þyngist á Landspítalanum – fimm inniliggjandi
„Róðurinn er að byrja að þyngjast innan heilbrigðis- og velferðarkerfis, ekki síst á Landspítalanum. Þar eru fimm inniliggjandi vegna COVID-19, tæplega 500 manns sem COVID-19-göngudeildin sinnir, og það er hátt á þriðja hundrað starfsmanna ýmist í einangrun eða sóttkví. Þar hefur til dæmis þurft að fresta skurðaðgerðum.“ Þetta sagði Alma D. Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag.
28.09.2020 - 14:49
Viðbúið að innlögnum fjölgi á næstu dögum
Sóttvarnalæknir segir viðbúið að spítalainnlögnum fari fjölgandi á næstu dögum. Fjórir liggja nú á Landspítalanum með Covid-19 þar af einn á gjörgæslu og í öndunarvél.
27.09.2020 - 12:40
Þórólfur: „Við erum á þröskuldinum“
Við erum á þröskuldinum við að grípa til harðari sóttvarnaaðgerða. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.  Hann hyggst þó ekki leggja til hertar aðgerðir að svo stöddu.
Jákvætt að hlutfallslega færri greinist smitaðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hafa þurfi í huga að þótt fleiri smit hafi greinst í gær en í fyrradag, hafi hlutfallslega færri sýni greinst jákvæð í gær. Þó það sé jákvætt að smitum fari fækkandi hlutfallslega telur hann að það geti tekið þónokkurn tíma að ná tökum á þeirri bylgju smita sem nú stendur yfir. 
Myndskeið
Vill framlengja lokun skemmtistaða til næsta sunnudags
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist á upplýsingafundi almannavarna í dag vilja framlengja lokun skemmtistaða og kráa til næsta sunnudags, 27. september. Að öðru leyti leggur hann ekki til að ráðist verði í harðari aðgerðir. Hann sagði að staðan þyrfti að vera í stöðugri endurskoðun og að yfirvöld væru reiðubúin að grípa fljótt til aðgerða.
20.09.2020 - 14:33
Segir ekki tilefni til að ráðast í harðari aðgerðir
„Mér finnst ekki vera tilefni núna til að fara í harðari aðgerðir,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í viðtali á Sprengisandi í Bylgjunni í dag. Vegna þess hversu mikið greindum smitum gærdagsins fækkaði frá því í fyrradag sagðist hann myndu hinkra með að leggja til að takmarkanir yrðu hertar.
Upplýsingafundur almannavarna í dag kl. 14:00
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 14:00 í dag. Á fundinum verða Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.
Myndskeið
„Sú bjartsýna spá mín hefur nú ekki ræst“
Erfitt er að segja til um hvort fjölgun smita í gær sé vísbending um að smitum haldi áfram að fjölga sífellt hraðar, eða hvort talan í gær sé hápunktur. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann sagði óljóst hversu víða veiran hefur dreifst um samfélagið. Þórólfur tekur ákvörðun um næstu sóttvarnaaðgerðir á næsta sólarhringnum.
Viðtal
Aðgerðir hertar í dag eða á morgun
Líklegt er að sóttvarnaraðgerðir verði hertar um helgina, segir Víðir Reynisson. 75 manns greindust kórónuveirusmitaðir í gær. Smitrakningu er ekki lokið en að minnsta kosti þriðjungur þeirra tengist skemmtistöðum í miðborginni. Boðað hefur verið til upplýsingafundar á eftir. 
COVID-19
Áhyggjufullur því aðeins eitt smit var í sóttkví
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að aðeins einn þeirra tólf sem greindust í einkennaskimun í gær hafi verið í sóttkví. Þrettán innanlandssmit greindust í gær, þar af eitt í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu.
16.09.2020 - 11:59