Færslur: Sóttvarnalæknir

Þórólfur Guðnason segir upp störfum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur formlega sagt upp störfum, frá og með 1. september 2022.
12.05.2022 - 10:02
Hjarðónæmi náð en óvissa um þróun faraldursins
Yfirstandandi bylgja kórónuveirufaraldursins er enn á niðurleið þótt engar opinberar sóttvarnir hafi verið í gildi síðan í lok febrúar. Sóttvarnalæknir segir að líklegasta ástæðan fyrir því að smit séu nú færri en áður sé að hjarðónæmi hafi náðst í samfélaginu. Það hafi náðst vegna útbreiddra smita og góðrar þátttöku í bólusetningum. 
13.04.2022 - 15:00
Sóttvarnalæknir: Of snemmt að spá endalokum faraldurs
Í gær greindust 4.333 kórónuveirusmit innanlands, bæði með hraðgreiningarprófum og PCR-prófum. „Þannig að það er mjög mikill fjöldi sem er með smit núna úti í samfélaginu. Það er alveg augljóst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur segir að ekki sjái enn fyrir endann á faraldrinum. „Nei, við getum ekki gert það. Við getum ekki sagt það með vissu fyrr en við sjáum að við séum búin að ná einhverjum toppi.“
Engar samkomutakmarkanir lengur
Öllum samkomutakmörkunum vegna COVID-19 og takmörkunum á landamærum var aflétt á miðnætti. Krafa um einangrun er einnig afnumin en finni fólk til einkenna er það hvatt til að fara í hraðpróf og mælst til að það haldi sig heima.
Sjónvarpsfrétt
Öryggi sjúklinga í hættu - stjórnvöld skoði aðgerðir
Öryggi í sjúklinga í hættu vegna manneklu á Landspítala, segir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala,Stjórnendur spítalans eru í stökustu vandræðum með að manna vaktir um helgina. Staðan er erfið á mörgum deildum, bæði vegna covid-veikinda hjá sjúklingum og starfsfólki. Sóttvarnalæknir segir að stjórnvöld verði að íhuga að herða aðgerðir áður en allt fer í óefni.
17.02.2022 - 19:23
Til skoðunar að covid-smitaðir verði kallaðir til vinnu
Til skoðunar er að heimila einkennalausum covid-smituðum heilbrigðis- og umönnunarstarfsmönnum að mæta til vinnu. Þetta segir sóttvarnalæknir. Hjúkrunarheimili og sjúkrastofnanir eiga í erfiðleikum með að manna vaktir. Þrjú hundruð og tveir starfsmenn Landspítala eru í einangrum með covid. 
Ánægjuleg þróun á Landspítala þrátt fyrir fjölgun smita
Sóttvarnalæknir segir erfitt að meta hvers mörg smit séu úti í samfélaginu enda fari ekki allir í sýnatöku. Þróun mála á Landspítalanum sé þó ánægjuleg þrátt fyrir mikinn fjölda smita dag hvern.
Hvetur landsmenn til að þiggja bestu vörn gegn COVID-19
Útgáfu bólusetningavottorða eftir einn skammt af bóluefni Janssen við kórónuveirunni verður hætt um mánaðamótin. Sóttvarnalæknir segir að fljótlega hafi orðið ljóst að full bólusetningi náðist ekki með einum skammti af Janssen. Bólusetningavottorð Evrópusambandsins gilda þó enn á landamærunum.
Minni alvarleiki omíkron gæti leitt til léttari aðgerða
Sóttvarnalæknir segir þróun innlagna á Landspítalann næstu daga geta leitt til að létt verði á sóttvarnaaðgerðum. Skoðun á alvarleika veikinda vegna omíkron stendur yfir í samvinnu við Landspítalann. Gjörgæslusjúklingum fjölgar ekki þrátt fyrir að mikinn fjölda smita í samfélaginu.
Helstu breytingar sem tóku gildi á miðnætti
Ekki verður lengur heimilt að hleypa fleirum inn á viðburði en fjöldatakmarkanir leyfa með því að framvísa hraðprófi. Það er samkvæmt reglugerð um sóttvarnaaðgerðir innanlands sem tóku gildi á miðnætti. Reglurnar gilda til og með miðvikudeginum 2. febrúar næstkomandi.
Sjónvarpsfrétt
Mjög krítískir dagar framundan segir heilbrigisráðherra
Ríkisstjórnin framlengdi í morgun samkomutakmarkanir í þrjár vikur. Landlæknir og sóttvarnalæknir vilja að stjórnvöld íhugi alvarlega að herða aðgerðir.
Sjónvarpsfrétt
Breyta varð reglum um sóttkví til að verja þjóðfélagið
Víðtækt samráð ráðherranefndar, fulltrúa vinnumarkaðarins og fjölmargra annarra varð til þess að ákvörðun var tekin um undanþágu hefðbundinnar sóttkvíar hjá þríbólusettum og tvíbólusettum sem hafa fengið covid. Kjarnastarfsemi stendur tæpt. Þessu varð að bregðast við segir heilbrigðisráðherra.
Sjónvarpsfrétt
Vitum hvað delta getur gert
Þrátt fyrir hraða útbreiðslu omíkron-afbrigðisins eru enn að greinast jafn mörg smit af delta-afbrigðinu og fyrir tveimur vikum. Í því ljósi segir sóttvarnalæknir brýnt að bólusetja yngri aldurshópa enda leggist delta-afbrigðið þyngra á börn.
Viðtal
Þórólfur vildi bólusetningu áður en skólar hæfust
„Ég held að það hefði verið ákjósanlegt að bíða með að setja skólana af stað núna meðan við erum að átta okkur á útbreiðslunni í þessari viku og síðan að hefja bólusetningu. Ég held að það hefði verið ágætt fyrirkomulag. En auðvitað þarf að taka tillit til annarra sjónarmiða í því,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Segir að börn fái síður aukaverkanir af bóluefnum
Yfirmaður bólusetninga hjá sóttvarnalækni segir að ákaflega lítil áhætta sé fólgin í því að bólusetja börn á aldrinum 5 til 11 ára. Rannsóknir bendi til þess að börn fái síður aukaverkanir af bóluefnum en fullorðnir.
Íhugar hvort stytta eigi sóttkví og einangrun
Nærri 900 greindust með COVID-19 í gær og nýgengi veirunnar er því hærra en nokkru sinni. Sóttvarnalæknir metur hvort ástæða sé til að stytta einangrun og sóttkví eftir að Bandaríska sóttvarnastofnunin ákvað að gera það. 
Sjónvarpsfrétt
Óvíst um áhrif óbreytts skólahalds á faraldurinn
Sóttvarnalæknir segir óvíst hvort óbreytt skólahald eftir áramót muni hafa áhrif á þróun kórónuveirufaraldursins, en tillögu hans um að því yrði frestað var hafnað á ríkisstjórnarfundi í gær. Flestir sem greindust í gær voru börn á yngri stigum grunnskólans.
Veitingamenn vilja fá undanþágur eins og tónlistarmenn
Tugir veitingastaða hafa í dag og í gær sent beiðnir um undanþágur frá sóttvarnareglum til heilbrigðisráðuneytisins eftir að tónleikahaldarar fengu slíkar undanþágur í gær.  Sóttvarnalæknir segir að það þjóni ekki sóttvarnalegum tilgangi að veita slíkar undanþágur, en það sé ákvörðun stjórnvalda.
Minnisblað Þórólfs væntanlegt til Willums með morgninum
Minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis er væntanlegt til Willums Þór Þórssonar heilbrigðisráðherra með morgninum. Núverandi sóttvarnareglugerð rennur út á miðvikudaginn kemur.
Sjónvarpsfrétt
Þórólfur: Tillögur munu taka mið af ástandinu
Kórónuveiran er í veldisvexti, álagið á smitrakningateymi Almannavarna hefur aldrei verið jafn mikið og farið er að huga að ráðstöfunum á veirufræðideild Landspítala. Sóttvarnalæknir vinnur að tillögum til heilbrigðisráðherra og segir að þær muni taka mið af ástandinu.
Veldisvöxtur og met slegið í sjö daga nýgengi
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir kórónuveirufaraldurinn í veldisvexti. Sjö daga nýgengi hefur ekki verið hærra frá upphafi faraldursins og tveir þriðju þeirra 209 sem greindust í gær voru utan sóttkvíar.
„Omíkron er bara út um allt“
Ekki er ástæða til að hefta för fólks frá löndum þar sem omíkron-afbrigði kórónuveirunnar er útbreitt. Þetta segir sóttvarnalæknir. Hann vinnur nú að minnisblaði til heilbrigðisráðherra um innanlandsaðgerðir, en segir ekki tilefni til að endurskoða landamæraaðgerðir að svo stöddu.
Spegillinn
Sóttvarnajólin 2021, omíkrón og örvunarskammtar
Margt er ólíkt með sóttvarnajólunum 2020 og 2021. Þegar landsmönnum var skipað inn í tíu manna jólakúlurnar í fyrra greindust örfá smit á degi hverjum. Nú er staðan allt önnur. Síðustu tvo daga hafa greinst fleiri smit innanlands en greindust allan desembermánuð í fyrra. Núverandi sóttvarnareglugerð rennur út tveimur dögum fyrir jól - og enn hafa ekki borist nein fyrirmæli að ofan um jólakúlugerð. Það ríkir óvissa, ekki síst vegna þess hvað omíkron-afbrigðið er í mikilli sókn í nágrannalöndunum.
16.12.2021 - 18:56
Bólusetning barna hefst strax eftir áramót
Mikil undirbúningsvinna þarf að fara fram áður en unnt verður að hefja bólusetningar barna. Sóttvarnalæknir segir ástæðu bólusetningar barna að covid geti verið alvarlegur sjúkdómur einnig í þeim aldurshópi. Einnig sé mikilvægt að gera það sem unnt er til að koma í veg fyrir truflun á skólagöngu barna.
Tæplega 30 omíkron smit staðfest á Íslandi
Tæplega þrjátíu omíkron-smit eru staðfest á Íslandi. Bólusetningar og örvunarbólusetning hafa sannað sig gegn alvarlelgum veikindum segir sóttvarnalæknir. Örvunarbólusetning virðist tíu sinnum öflugri gegn delta-afbrigðinu en seinni bólusetningin.
13.12.2021 - 12:24