Færslur: Sóttvarnalæknir

„Þetta er ekki hræðsluáróður“ segir Þórólfur
Sóttvarnalæknir segist ekki vera með hræðsluáróður þegar hann vari við því að kórónuveirufaraldrinum sé ekki lokið. Smitum í nágrannalöndum hafi fjölgað mjög, mánuði eftir að öllum sóttvarnatakmörkunum var aflétt. „Covid er ekki búið. Það getur enn leikið okkur grátt ef við höldum ekki rétt á spöðunum. Og: þetta er ekki hræðsluáróður,“ segir sóttvarnalæknir.
Myndskeið
Segist ekki sjá neitt ástand vegna COVID á sjúkrahúsinu
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kveðst ekki sjá neitt ástand sem skýrist af kórónuveirufaraldrinum á Landspítalanum. Hann kveðst hins vegar fagna þeirri góðu stöðu sem Ísland er komið í. Í dag var tilkynnt um afléttingu allra sóttvarnaaðgerða í skrefum næstu fjórar vikur.
Morgunvaktin
Segir brýnt að halda áfram skimun við landamærin
Með áframhaldandi skimun við landamærin er hægt að komast hjá því að hingað berist skæð og smitandi afbrigði kórónuveirunnar. Þetta segir Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands.
20-40 bíða á bráðamóttöku
Það ræðst af mörgum þáttum hvort færa þarf Landspítala af óvissustigi yfir á hættustig. Þetta kemur fram í minnisblaði til heilbrigðisráðuneytisins. Ef spítalinn verður færður á hættustig verður dregið úr annarri starfsemi. Sóttvarnalæknir óttast að ef öllum takmörkunum verði hætt fjölgi smitum líkt og gerðist síðasta sumar. 
18.10.2021 - 15:09
Leggur þrjá kosti fyrir stjórnvöld í nýju minnisblaði
Sóttvarnalæknir skilaði í morgun minnisblaði til heilbrigðisráðherra um næstu skref í sóttvarnaaðgerðum. Hann gerir ekki beinar tillögur, heldur leggur fram þrjá ólíka kosti.
Kastljós
Tilslakanir ráðast á Landspítalanum
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að Landspítalinn þurfi að svara því hver þolmörk hans eru áður en hann ráðleggur frekari tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum.
Þórólfur segir ákveðna áhættu fylgja hraðprófunum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að búast megi við að hraðpróf greini ekki öll kórónuveirusmit. Verið sé að taka ákveðna áhættu með því að leyfa allt að 1.500 manns að koma saman ef þeir hafa tekið hraðpróf. Hann segir góð og gild rök fyrir því að grímuskylda sé enn þar sem ekki sé hægt að viðhafa eins metra fjarlægð á milli fólks.
Myndskeið
Nýyrði sóttvarnalæknis valda sum undrun og óróleika
Starf sóttvarnalæknis felst ekki bara í að reyna að hemja illvíga kórónuveiru. Hann þarf líka að búa til ný orð um ýmislegt sem tengist sóttinni. Hann hefur nýlega búið til orðið viðbótarskammtur sem má þó ekki rugla saman við örvunarskammtinn. Sóttvarnalæknir segir viðbótarskammtinn hafa valdið bæði óróleika og undrun hjá mörgum.
12.09.2021 - 19:21
Engar ákvarðanir enn um tilslakanir
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að miðað við þróun kórónuveirufaraldursins sé ástæða til að vera á leið til afléttinga á samkomutakmörkunum.
Myndskeið
Tillögur sóttvarnalæknis gætu fælt flugfélögin frá
Ferðamálaráðherra segir að ekki komi til greina að takmarka komur ferðamanna til landsins, líkt og lagt er til í minnisblaði sóttvarnalæknis. Framkvæmdastjóri hjá Isavia segir að slíkt kunni að hafa skaðleg áhrif til lengri tíma.
Samþykkja tillögur Þórólfs ekki á einu bretti
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að tillögur sóttvarnalæknis að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna verði ekki samþykktar á einu bretti. Sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði á dögunum að næstu mánuði yrðu allir komufarþegar krafðir um neikvætt COVID-próf og fjöldatakmörk yrðu áfram til staðar. Eins metra nándarregla yrði áfram í gildi og grímuskylda við ákveðnar aðstæður. 
„Algerlega ótímabært“ að aflétta aðgerðum
Fimmtíu og fimm greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Helmingur var utan sóttkvíar. Staða innlagna á spít­ala er óbreytt á milli daga en virkum smitum fækkar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir of snemmt að tala um afléttingu sóttvarnaaðgerða nú þegar skólarnir fara að hefjast. Fækkun smita sé þó ánægjuefna en taka verði tölum helgarinnar með nokkrum fyrir vara.
Hægt að skylda starfsfólk til að vera bólusett
Vinnustaðir eins og skólar geta farið fram á að starfsfólk sé bólusett, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir að þegar smit koma upp í skólum sé ekki hægt að beita öðrum aðferðum en að sóttkví. 
Hitabylgja í Austur-Grænlandi
Yfir tuttugu og þriggja stiga hiti mældist í Austur-Grænlandi á fimmtudaginn var. Meðalhiti á svæðinu í júlí er um sex gráður.
03.08.2021 - 01:25
Undanþágur frá skimunum flugáhafna til skoðunar
Verið er að skoða undanþágur flugáhafna flugfélaganna Play og Icelandair frá reglulegum skimunum. Samkvæmt núgildandi reglugerð þurfa þær ekki að framvísa PCR-prófi nema dvöl þeirra ytra sé lengri en þrír sólarhringar.
Íslendingum ráðið frá ferðalögum nema til Grænlands
Íslendingum er ráðlagt frá að ferðast að nauðsynjalausu til skilgreindra hættusvæða í ljósi fjölgunar kórónuveirusmita í öllum löndum heims. Það á í raun við um öll lönd og svæði veraldar að Grænlandi undanskildu.
Víðir og Þórólfur eiga von á svipuðum tölum næstu daga
Ísland verður ekki lengur grænt á nýjum lista sóttvarnastofnunar Evrópu og stefnir hraðbyri í rautt. Níutíu og fimm smit greindust innanlands í gær, sem er með því allra mesta á einum degi frá upphafi faraldurs. Sóttvarnalæknir óttast að ekki dugi að hafa eins metra reglu í stað tveggja, eins og ríkisstjórnin ákvað þvert á hans ráð. Yfirlögregluþjónn segir Covid-19 „ömurlegan sjúkdóm” og segir breytingu á litakóðun geta haft miklar afleiðingar fyrir millilandaferðir.
Viðtal
Bóluefni stóðst ekki væntingar og stærsta bylgjan hafin
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir yfirstandandi bylgju faraldursins líklega þá stærstu til þessa. Hann vonar að reglur ríkisstjórnarinnar dugi til, en hefði kosið tveggja metra reglu í stað eins metra. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 111 og verður Ísland að öllum líkindum bráðum rautt á korti sóttvarnarstofnunar Evrópu. Aðeins fjórum sinnum hafa greinst hér fleiri smit á einum degi, 24. mars og 1. apríl í fyrravor, og 5. og 8. október í fyrrahaust.
Óttast um stöðu viðkvæmra hópa fari smitum fjölgandi
Fjörutíu og fjögur kórónuveirusmit greindust í gær innanlands og á landamærum. Flest voru smitin utan sóttkvíar og dreifð um land allt. Sóttvarnarlæknir óttast að veiran nái til veikari hópa samfélagsins haldi smitum áfram að fjölga.
Sjónvarpsviðtal
Nýtt minnisblað sóttvarnalæknis komið til ráðherra
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent nýtt minnisblað til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vegna fjölgunar COVID-smita síðustu daga. Ríkisstjórnin kemur saman klukkan 12 á hádegi og ræðir um innihald minnisblaðsins. Sóttvarnalæknir vill ekki gefa mikið upp um innihaldið að öðru leyti en því að hann leggi til að hert verði á reglum á landamærunum.
Viðtal
Nauðsyn að draga úr álaginu frá landamærunum
Sóttvarnalæknir kveðst ætla að halda að sér höndum varðandi nýjar aðgerðir vegna aukningar smita undanfarið. Brýnt sé þó að minnka álagið frá landamærunum.
Sjúkrastofnanir fylgjast grannt með og meta framhaldið
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála á upplýsingafundi Almannavarna klukkan 11 í dag vegna fjölgunar kórónuveirusmita undanfarna daga. Þórólfur hvatti hjúkrunarheimili og sjúkrastofnanir til að skerpa á umgengisreglum meðan á uppsveiflunni stendur.
Sýnatöku þörf finni bólusettir fyrir COVID einkennum
Fullbólusettu fólki með einkenni sem gætu bent til COVID-19 smits ber að fara í sýnatöku svo fljótt sem verða má. Sömuleiðis skal halda sig heima, ekki fara til vinnu eða skóla og fara heim verði einkenna vart þar.
Óttast að mannskap vanti til að skima á landamærum
Sóttvarnalæknir óttast að ekki sé til nægur mannskapur til að viðhalda óbreyttum aðgerðum á landamærunum. Til greina komi að hætta að skima þá sem koma til landsins með bólusetningarvottorð. Þá segir hann að verslanir og stofnanir standi sig ekki sem skyldi í sýkingavörnum því víða séu sprittbrúsar tómir. Sjötta daginn í röð hefur ekki greinst smit innanlands utan sóttkvíar.
Forsendur til að draga enn úr höftum
Allar forsendur eru til þess að auka tilslakanir vegna faraldursins, að mati sóttvarnalæknis. Staðan hér á landi sé góð. Útbreiddur faraldur verði ekki en hópsmit geti komið upp hjá óbólusettum og gott að fara með gát.