Færslur: Sóttvarnalæknir

Myndskeið
„Sóttvarnalækni skortir skýrari heimildir“
Yfirlögregluþjónn í Leifsstöð segir val um 14 daga sóttkví vera smugu á landamærunum. Fjölmörg dæmi séu um að fólk segist ætla í sóttkví en geri það svo ekki. Heilbrigðisráðherra hefur ekki fallist á tillögur sóttvarnalæknis um að fólk verði skikkað í skimun eða sóttkví í farsóttarhúsi. 
Aðgerðarheimildir á landamærum eigi að skýrast á morgun
Katrín Jakobsdóttir segir að rætt verði um heimildir til aðgerða á landamærunum í ríkisstjórn á morgun og að þar eigi að fást skýrari svör.
Mikilvægt að fá svör frá Pfizer og BioNTech sem fyrst
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það myndi ekki hafa áhrif á mögulega rannsókn lyfjaframleiðandans Pfizer og BioNTech hér á landi á áhrifum kórónuveirubóluefnis þó að hluti þjóðarinnar hafi fengið bóluefni frá öðrum framleiðanda, svo framarlega að rannsóknin hefjist innan tíðar. Í dag var byrjað að bólusetja með bóluefni Moderna og hann segir ekki komið á hreint hvort af rannsókninni verði.
Þórólfur vill COVID-vottorð á landamærin
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja til við heilbrigðisráðherra að vottorð um neikvætt COVID-próf verði tekin gild á landamærunum. Hann segir að leita þurfi allra leiða til að hindra að smit berist inn í landið. Á hverjum degi berst embætti sóttvarnalæknis fjöldi beiðna um að komast framar í bólusetningarröðina. 
Myndskeið
Ekki hægt að slaka fyrr en ónæmi orðið útbreitt
Sóttvarnalæknir sér ekki fyrir sér að hægt verði að slaka á sóttvörnum á landamærunum fyrr en útbreitt ónæmi fyrir kórónuveirunni hefur myndast í þjóðfélaginu. Sóttvarnalæknir hvetur fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu. Þeir sem greinast með smit á landamærunum eru flestir með íslenska kennitölu. 
Að skylda fólk í Farsóttarhús er neyðarúrræði
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill skylda þá, sem koma til landsins og vilja ekki fara í tvöfalda sýnatöku, til að fara í 14 daga sóttkví í Farsóttarhúsi. Hann segir að það sé neyðarúrræði sem þurfi að grípa til svo faraldurinn blossi ekki upp aftur. Áhyggjuefni sé hversu mörg smit greindust við landamærin í gær.
Myndskeið
Bóluefnaskammtur frá Moderna líklegur í næstu viku
Vonast er til að fyrsti bóluefnaskammtur frá Moderna berist í næstu viku. Lyfjastofnun samþykkti í dag markaðsleyfi fyrir bóluefnið. Þar með hafa tvö bóluefni við kórónuveirunni fengið leyfi hér á landi. 
Þórólfur: Óvíst hvort andlátin tengist bólusetningum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að afla þurfi meiri upplýsinga um heilsufar þeirra þriggja sem látist hafa hér á landi í kjölfar kórónuveirubólusetninga áður en hægt sé að taka ákvörðun um framhald fyrirkomulags bólusetninga hér á landi. Hann segir að hafa verði í huga að um sé að ræða aldrað fólk með undirliggjandi sjúkdóma.
Boltinn er núna hjá Pfizer
Beðið er viðbragða frá lyfjafyrirtækinu Pfizer um tillögu sóttvarnalæknis og Kára Stefánssonar um rannsókn sem fælist í að bólusetja nánast alla þjóðina. Lyfjafyrirtækið Pfizer hefur fengið upplýsingar sem óskað var eftir.
Myndskeið
Bóluefnið komið tíu mánuðum eftir fyrsta smit
Fyrstu skammtarnir af bóluefni við COVID-19 komu til landsins í morgun, nákvæmlega tíu mánuðum eftir að tilkynnt var um fyrsta kórónuveirutilfellið hérlendis. Framlínufólk í faraldrinum fagnaði bóluefninu í vörumóttöku. Byrjað verður að bólusetja í fyrramálið. 
Vonar að hægt verði að slaka á sóttvörnum í janúar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonar að hægt verði að slaka á sóttvörnum í byrjun nýs árs. Það velti þó á því að smitum fjölgi ekki milli jóla og nýárs.
26.12.2020 - 18:15
Viðtal
Þórólfur: Mjög slæmt að ráðherra fari ekki eftir reglum
„Það er bara mjög slæmt þegar forystumenn þjóðarinnar fara ekki eftir þessum reglum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir að sé það rétt, sem komið hefur fram um samkvæmi sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var í í gærkvöldi í Ásmundarsal, hafi sóttvarnalög verið brotin. „Ef það er rétt sem þar kemur fram þá er þetta klárlega brot á sóttvarnarreglum og mér finnst það miður að þetta hafi gerst,“ segir Þórólfur.
Slæmt fordæmi hjá Bjarna, segir Þórólfur
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir veru Bjarna Benediktssonar í samkvæmi í gærkvöld þar sem sóttvarnareglur voru brotnar vera slæmt fordæmi. Hann segist eiga von á að almenningur taki þessu mjög illa.
Segir rangfærslu Bloomberg vegna tæknilegra mistaka
Ragnhildur Sigurðardóttir, fréttaritari Bloomberg á Íslandi, segir að rangfærsla um fjölda þeirra bóluefna sem Ísland hafi tryggt sér sem fram kom í frétt Bloomberg í gær hafi verið vegna tæknilegra mistaka. Kortið með fréttinni sýnir fjölda þeirra sem hægt verður að bólusetja miðað við það magn bóluefnis sem lönd hafa þegar tryggt sér með undirrituðum samningum.
21.12.2020 - 23:01
Smitin nú ekki rakin til hópamyndunar um helgina
Sóttvarnalæknir segir fjölgun kórónuveirusmita vera áhyggjuefni. Tólf greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær og fjórir þeirra voru ekki í sóttkví. Smitin eru þó rakin til mannfagnaða um síðustu helgi. Töluvert var um að fólk kæmi saman um síðustu helgi og myndaðist meðal annars stór hópur miðbænum. Sóttvarnalæknir segir að næstu dagar skeri úr um það hvernig þróunin í smitum verði.
18.12.2020 - 19:36
Þórólfur ræddi við Pfizer um tafir á afhendingu
„Ég hef nú upplýsingar frá fulltrúa Pfizer núna bara í morgun þar sem því er lýst að framleiðsla þeirra gat ekki farið eins hratt af stað eins og vonir stóðu til. En þeir muni fljótlega ná vopnum sínum og geta framleitt á fullu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Viðtal
Breska veiruafbrigðið greinst hér á landamærunum
Breskt afbrigði kórónuveirunnar, sem Breta grunar að geti útskýrt hraða útbreiðslu veirunnar þar í landi, hefur greinst á landamærunum hér. Sóttvarnalæknir segir þó ástæðulaust að hafa sérstakar áhyggjur af þessu afbrigði umfram önnur.  
„Það þarf ekkert mikið til að hópsmit blossi upp“
Afar mikilvægt er á því stigi sem kórónuveirufaraldurinn er á núna að fólk komi ekki saman umfram þann fjölda sem sóttvarnareglugerð kveður á um.  Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir að hafi sú verið raunin um helgina, megi búast við aukningu smita síðar í vikunni.
Klasasmit á höfuðborgarsvæðinu - minnst átta smitaðir
Klasasmit kom upp á höfuðborgarsvæðinu í gær og minnst átta manns eru smitaðir, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. 12 manns með staðfest smit komu í farsóttarhúsið við Rauðarárstíg í gær.
11.12.2020 - 09:15
Tölur næstu daga munu skýra stöðuna
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í morgun að vissulega berist jákvæðar fréttir af færri kórónuveirusmitum en lítið megi út af bregða til að þróunin snúist við.  Hann sagði að til að bæla faraldurinn niður yrði þátttaka í bólusetningu að vera 60-70%. Nýtt viðvörunarkerfi fyrir kórónuveirufaraldurinn var kynnt á fundinum.
Þórólfur: „Við þurfum að varðveita árangurinn“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst við að skila heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að nýjum sóttvarnaaðgerðum í dag eða á morgun. Hann segir að varðveita þurfi þann árangur sem hafi náðst, varhugavert sé að slaka of mikið á sóttvörnum.
Spegillinn
Ekki tímabært að slaka á sóttvörnum í næstu viku
Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, telur að í ljósi aðstæðna nú sé ekki tímabært að slaka á sóttvarnakröfum eftir viku þegar gildistími núverandi reglna er liðinn. Útlit sé fyrir að fjöldi smita verði svipaður fram í miðjan desember og smitum gæti svo farið fækkandi fram að jólum
Spegillinn
Hvaða tillögur dró Þórólfur til baka?
Í tillögum að nýjum sóttvarnareglum sem sóttvarnalæknir dró til baka var meðal annars heimilt að opna sundlaugar aftur að hluta og að samkomubann yrði miðað við 20 manns í stað 10.
Viðtal
Útgöngubann nýtist betur þegar önnur vá steðjar að
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann hefði ekki hafa beitt útgöngubanni hér á landi til að stemma stigu við útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins, jafnvel þó skýr heimild væri fyrir því í lögum. Slíkt ákvæði í lögum væri algert neyðarúrræði, að sögn Þórólfs og nýtist betur þegar önnur vá steðjar að.
26.11.2020 - 15:34
Sóttvarnalæknir tvisvar fengið leyfi til að eyða gögnum
Sóttvarnalæknir hefur í tvígang fengið heimild frá Þjóðskjalasafni, eftir að COVID-19 faraldurinn hófst hér á landi, til að eyða opinberum gögnum sem safnað hefur verið um fólk vegna smitrakningar þess.