Færslur: Sóttvarnahús

Sjónvarpsfrétt
Losna úr einangrun á miðnætti
Hátt í sjö þúsund manns verða í sóttkví eða einangrun yfir jólin og þurfa því að halda jól með óhefðbundnum hætti. Mæðgur sem losna úr einangrun á miðnætti í kvöld ætla að halda aðfangadag hátíðlegan á morgun.
24.12.2021 - 13:03
Morgunútvarpið
Telur erfitt tímabil framundan í faraldrinum
Um 180 gestir eru í sóttvarnahúsum landsins en voru um 50 um jólin í fyrra. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnahúsa, segir að nú þegar sóttvarnahúsin eru fjögur á landinu þurfi að fá meiri mannskap yfir hátíðirnar en í fyrra þegar hann gaf öllum frí og stóð sjálfur vaktina á aðfangadagskvöld í eina sóttvarnahúsi landsins.
Sóttvarnahús verða bara fyrir fólk í einangrun
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að breyta reglugerð þannig að farsóttarhús verði aðeins fyrir fólk í einangrun. Fólk sem þarf í sóttkví vegna COVID-19 verður að leita annað. Undanfarið hefur verið mikið álag á sóttvarnahús og tvísýnt um pláss fyrir fólk sem er í einangrun vegna covid-smits.
31.07.2021 - 18:30
„Við bara setjum undir okkur hausinn“
Um sjötíu dvelja nú í einangrun í farsóttarhúsum og von á fleirum í kvöld að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns farsóttarhúsa. Nýju hraðprófin hafa aðeins þyngt róðurinn þar í dag. Gylfi segist vera orðinn leiður á kórónuveirunni en að nú þurfi að setja undir sig hausinn. 
171 land er nú hááhættusvæði
171 land er á nýjum lista heilbrigðisráðuneytisins yfir svæði og lönd sem talin eru hááhættusvæði vegna COVID-19. Löndunum á listanum hefur fjölgað um 33 frá síðasta lista. Allir sem koma frá þessum svæðum þurfa að fara í sóttkví í sóttvarnahúsi við komuna til landsins. Þó er hægt að sækja um undanþágu frá því. 
Opna nýtt sóttvarnahús í kvöld til að taka á móti fólki
Rúmlega hundrað komufarþegar hafa farið í sóttvarnahús í dag og Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnahúsa, gerir ráð fyrir að í kvöld bætist um það bil áttatíu við þegar flugvél frá Póllandi kemur til landsins. Í kvöld verður opnað fimmta sóttvarnahúsið í Reykjavík og þangað fara farþegarnir frá Póllandi.
Ríkjum fjölgar sem teljast hááhættusvæði
Þrjátíu og eitt land eða svæði bætist á listann yfir hááhættusvæði vegna COVID-19 á þriðjudaginn.
14.05.2021 - 21:10
Tveir með indverska afbrigðið og dvelja í sóttvarnahúsi
Þrjú kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Einn þeirra smituðu var ekki í sóttkví. Að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis á eftir að greina uppruna þess smits betur. Eitt smit greindist á landamærunum. Almannavarnarstig vegna faraldursins verður fært af neyðarstig niður á hættustig í dag.
Sóttkvíarhótelin sex ættu að duga út vikuna
Sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að slaka mikið á sóttvarnareglum. Hann skilaði minnisblaði til ráðherra um helgina. Ekki er útlit fyrir að sóttkvíarhótel fyllist í þessari viku en nú hafa sex slík verið tekin í gagnið. Umsjónarmaður sóttvarnahúsa segir að ný hótel verði opnuð eftir þörfum á meðan ríkið vill borga.
03.05.2021 - 12:14
Myndskeið
Sóttvarnahúsum fjölgar í kjölfar lagasetningar
Í morgun var opnað nýtt sóttvarnahús og áform eru um að opna fleiri. Búist er við fleiri gestum þangað í kjölfar laga sem samþykkt voru á Alþingi í nótt um að skikka megi fólk frá hááhættusvæðum í sóttvarnahús. Sóttvarnalæknir vinnur nú að minnisblaði með tillögum um aðgerðir á landamærunum. 
Þó nokkrir ferðamenn kjósa að dvelja í sóttvarnahúsi
Um þrjátíu ferðamenn fóru í sóttvarnahúsið á FossHótel Reykjavík í Þórunnartúni eftir komuna til landsins í gær og búist er við svipuðum fjölda í dag. Þar dvelja nú 160 manns, aðallega erlendir ferðamenn. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa, segir að það sé mikil óvissa um það á hverjum degi hversu margir kjósa að dvelja á hótelinu, en að jafnaði séu það um það bil 10 manns úr hverri flugvél.
Ferðamenn fyrirferðamestir í sóttkvíarhúsinu
Stutt er í að sóttkvíarhúsið í Reykjavík fyllist og er nú leitað að öðru hóteli til viðbótar. Fólk fær enn ekki að fara út undir bert loft. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa, segist viss um að heilbrigðisráðherra sýni því skilning að ekki verði hægt að leyfa öllum að viðra sig daglega. 
Geta aðeins uppfyllt útivistarákvæðið að hluta
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir ekki hægt að leyfa öllum gestum sóttvarnahúsa að njóta útivistar þegar þeir vilja. Nýtt sóttvarnahótel verður líklega opnað í Reykjavík í dag því Fosshótelið stóra við Þórunnartún er að fyllast.  
Tillögur um útivist komnar til heilbrigðisráðherra
Rauði krossinn skilaði í gær tillögum til sóttvarnalæknis um hvernig hægt væri bregðast við kröfum nýrrar sóttvarnareglugerðar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnir sér aðstæður í sóttvarnahúsinu við Þórunnartún í Reykjavík í dag .
Geta ekki tryggt gestum útivist að sinni
Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands segjast ekki geta tryggt rétt gesta sóttvarnahúsa til útivistar, enn sem komið er og biðja um skilning gesta.  Unnið sé að því að uppfylla reglugerðina en það krefjist breytts verklags og aukins mannafla. Umsjónarmaður sóttvarnahúsa segir óljóst hvort hægt verði að vinna eftir reglugerðinni. Nýja reglugerðin einfaldar aftur á móti störf lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli.
Leynd um gögn til grundvallar reglugerð um sóttkvíarhús
Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að leynd ríki yfir þeim gögnum sem liggja til grundvallar ákvörðun stjórnvalda um að skikka fólk frá rauðum og gráum ríkjum í sóttkvíarhús við komuna til landsins. Þetta segja Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, en velferðarnefnd Alþingis fundaði um ákvörðunina í morgun.
Viðtal
Þrjú smit hafa greinst hjá fólki á sóttvarnahóteli
Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttahúss, segir að þrjú smit hafi greinst meðan á dvöl fólks stóð á sóttvarnahóteli síðustu daga. Að auki er beðið niðurstöðu úr einu prófi sem gaf ekki örugga niðurstöðu.
06.04.2021 - 19:26
Breyta þarf lögum ef tryggja á lögmæti skyldudvalar
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur um að stjórnvöldum sé ekki heimilt að skylda alla, sem koma hingað frá dökkrauðum og gráum löndum, í sóttvarnahús við komuna til landsins er mikil vonbrigði að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þetta kom fram í viðtali við hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Komufarþegum býðst áfram að dvelja í sóttvarnahúsi
Fáir yfirgáfu sóttvarnahótelið í gærkvöldi þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld hefðu gefið það út að öllum sem þar dveldu væri frjálst að ljúka sóttkví heima hjá sér. Það var gert eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurð um að ríkið hefði ekki mátt skikka á sóttvarnahótelið þá sem kærðu dvölina.
Fólki frjálst að ljúka sóttkví utan sóttkvíarhótela
Þeim sem dvelja á sóttkvíarhótelum verður tilkynnt að þeim sé frjálst að ljúka sóttkví annars staðar hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Umsjónarmaður sóttvarnarhótela segir að nú þurfi að endurmeta stöðuna í ljósi úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur í dag.
Hjón með þriggja mánaða barn kæra skyldusóttkví
Hjón með þriggja mánaða gamalt barn hafa kært þá ákvörðun stjórnvalda að vera skikkuð í sóttkví í sóttvarnahúsi er þau komu til landsins. Fólkið krefst þess að því verði birt ákvörðun sóttvarnalæknis um að þau skulu vera í sóttvarnahúsi og að sú ákvörðun verði borin undir héraðsdóm.
Þórólfur: Tilgangurinn er að koma í veg fyrir bylgju
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skyldudvöl fólks í sóttvarnahúsi sé tilraun til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Allt annað hafi verið reynt. Ekki komi til greina að breyta þessu fyrirkomulagi.
Telur fólk slaufa Íslandsferðum vegna skyldusóttkvíar
165 gestir eru í sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni í Reykjavík, en þangað er fólk sent sem kemur til landsins frá skilgreindum há-áhættusvæðum vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar. Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir móttöku fólks hafa gengið nokkuð vel til þessa en ómögulegt að spá um hversu mörg eiga eftir að bætast í hóp gesta um helgina. Hann telur nokkuð ljóst að fólk sé að hætta við Íslandsferðir á síðustu stundu vegna skyldusóttkvíarinnar.
122 gistu sóttkvíarhótelið í nótt
122 farþegar þriggja flugvéla sem komu í gær frá þremur skilgreindum há-áhættusvæðum, Hollandi, Svíþjóð og Póllandi, gista nú sóttkvíarhótelið í Reykjavík. Þetta eru töluvert færri en búist var við.
Færri í sóttkvíarhóteli en við var búist
Móttaka fólks í sóttkvíarhótel hefur gengið vonum framar en töluvert færri gista þar en við var búist, að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, forstöðumanns farsóttarhúsa Rauða Krossins. Ekki er vitað hversu mörg munu þurfa að nýta sér þjónustu sóttkvíarhótelsins yfir páskana.