Færslur: Sóttvarnabrot

Koma til landsins til að sjá gosið og hunsa sóttkví
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni að  erlendir ferðamenn komi hingað til lands í stuttar ferðir til að sjá eldgosið í Geldingadölum og virði þannig sóttkví að vettugi. Erfitt sé að bregðast við slíku. 
Flórída
Útgöngubann og 1.000 handtökur vegna hamslausrar gleði
Borgaryfirvöld í Miami Beach í Flórída framlengdu í dag um viku útgöngubann sem verið hefur í gildi í borginni að undanförnu, eftir að partístand aðkomuungmenna fór algerlega úr böndunum um helgina og um 1.000 manns voru handtekin. Vorfrí er nú í menntaskólum og háskólum vestra og hefðinni samkvæmt streyma tugir þúsunda ungmenna á hina ýmsu ferðamannastaði til að skemmta sér eins og enginn sé morgundagurinn.
Myndskeið
236 brot á sóttvarnarlögum: „Auðvitað mjög mikið“
236 brot á sóttvarnalögum hafa verið skráð í málaskrá lögreglu frá því að faraldurinn hófst. Yfirlögregluþjónn segir að þetta séu mjög mörg brot, sérstaklega í ljósi þess að flestir eigi að þekkja reglurnar. Þjóðin hafi þó heilt yfir staðið sig frábærlega gagnvart sóttvarnarlögum.
Gamalt smit í Grindavík: Var að koma úr fæðingarorlofi
Skipverjinn á línubátnum Fjölni GK frá Grindavík sem greindist með COVID-19 í gær var með gamalt smit, og það er því ekki virkt. Þetta segir Aðalsteinn Rúnar Friðjónsson, skipstjóri á Fjölni. Skipverjinn fór í mótefnamælingu í morgun og niðurstaðan barst í kringum hádegi. Maðurinn er pólskur og var að koma frá heimalandinu þegar hann rauf sóttkví. Víðir Reynisson gerir ráð fyrir að málinu verði lokið með sektargreiðslu.
01.02.2021 - 13:06
Spegillinn
Covid, matarpakkar og hjólaferð
Covid heldur Bretlandi í heljargreipum en matarpakkar, bólusetning og hjólaferð forsætisráðherra setja líka sinn svip á pólitíska umræðu í landinu.
13.01.2021 - 20:33
Lokuðu Krónunni á Reyðarfirði eftir meint sóttvarnabrot
Lögreglan á Austurlandi hefur nú til rannsóknar meint brot á sóttvarnalögum í verslun Krónunnar á Reyðarfirði í gær. Þá komu tveir í verslunina sem að sögn sjónarvotta áttu að vera í sóttkví. Verslunarstjóri segir samfélagið lítið og auðvelt að finna út hverjir eiga að vera í sóttkví.
13.01.2021 - 10:58