Færslur: Sóttvarnaaðgerðir

Vill jafnvel skylda alla komufarþega í farsóttarhús
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til í nýjasta minnisblaði sínu að víðtækt samráð verði haft við landamæraverði, lögreglu, almannavarnir, Sjúkratryggingar Íslands og Rauða krossinn um hvort hægt sé að skylda flesta eða alla þá sem ferðast hingað til lands til að dvelja í sérstöku húsnæði á meðan á sóttkví eða einangrun stendur.
23.03.2021 - 16:38
Stórt verkefni að skylda alla í sóttvarnahús
Ráða þarf fjölda starfsmanna og auka við húsakost verði allir ferðamenn sem koma til landsins skyldaðir til að dvelja í sóttvarnahúsum eins og sóttvarnalæknir leggur til. Sjúkratryggingar vilja nota hótel í nágrenni Keflavíkurflugvallar sem sóttvarnahús.
Drengir og þjálfarar úr 5. flokki Þróttar í sóttkví
Nú er unnið að sótthreinsun íþróttahúss Þróttar eftir að kórónuveirusmit kom upp í fimmta flokka drengja. Búist er við að sótthreinsun ljúki síðar í dag, þá verður óhætt að opna húsið að nýju og gert ráð fyrir að æfingar verði með eðlilegum hætti síðdegis.
Flórída
Útgöngubann og 1.000 handtökur vegna hamslausrar gleði
Borgaryfirvöld í Miami Beach í Flórída framlengdu í dag um viku útgöngubann sem verið hefur í gildi í borginni að undanförnu, eftir að partístand aðkomuungmenna fór algerlega úr böndunum um helgina og um 1.000 manns voru handtekin. Vorfrí er nú í menntaskólum og háskólum vestra og hefðinni samkvæmt streyma tugir þúsunda ungmenna á hina ýmsu ferðamannastaði til að skemmta sér eins og enginn sé morgundagurinn.
Varhugavert að rýmka reglur á landamærum
Varhugavert er að opna landamærin frekar, meðan enn hafa ekki verið fleiri bólusettir. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Þá segir að ávinningur sé óljós að því að rýmka reglur á landamærum.
Einn á sjúkrahúsi með COVID-19
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfestir í samtali við fréttastofu að einn hafi verið lagður inn í nótt vegna COVID-19. Hann kveðst ekki vita hvort viðkomandi greindist við landamærin en telur líklegast að svo sé.
Ákvörðun um litakóðunarkerfi ekki í samráði við Þórólf
Ákvörðun stjórnvalda um að taka upp litakóðunarkerfi á landamærunum 1. maí er ekki tekin í samráði við sóttvarnalækni. „Nei, þetta er ákvörðun stjórnvalda að gera þetta svona og þau stefna að því að þetta sé gert á þennan máta,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. „Þetta er klárlega viljayfirlýsing stjórnvalda og þau náttúrulega ráða þessu endanlega,“ bætir hann við.
Ekki sloppin fyrir horn þrátt fyrir ánægjulegar tölur
„Við erum ekki alveg sloppin fyrir horn en það er ánægjulegt að fá þessar tölur. En þar sem það tekur nokkurn tíma fyrir smit að greinast eftir að smit hefur orðið og eins fyrir fólk að veikjast sem hefur smitast, þá þurfum við að láta nokkra daga líða,“ segir Þórólfur. Ekkert smit greindist innanlands í gær en á síðustu dögum hafa fjórir greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar innanlands, utan sóttkvíar. Smitin tengjast landamærasmiti.
Viðtal
Væntir markaðsleyfis fyrir bóluefni Janssen í mars
Afhendingaráætlun er til fyrir bóluefni Moderna og Pfizer í apríl. Að öðru leyti hefur ekki verið lögð fram áætlun fyrir annan ársfjórðung ársins. Þetta kemur fram í samtali fréttastofu við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra en hún býst við að áætlun verði tilbúin innan skamms.
Slakað á sóttvarnaaðgerðum í Þýskalandi
Angela Merkel, Þýskalandskanslari, boðar tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum frá og með mánudegi. Mjög hefur verið þrýst á stjórnina í Berlín síðustu vikur, að draga úr fjölda- og samkomutakmörkum og heimila opnun og starfsemi margs konar verslana og þjónustufyrirtækja sem verið hafa lokuð mánuðum saman. Hefur sá þrýstingur ekki síst komið frá stjórnvöldum hinna einstöku sambandsríkja, en líka frá almenningi, sem er orðinn langþreyttur á þeim þröngu skorðum sem hversdeginum er settur í farsóttinni.
04.03.2021 - 00:50
Viðtal
Framhaldsskólastarf komið í nánast eðlilegt horf
Kristinn Þorsteinsson, skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og formaður Skólameistarafélags Íslands, segir að með breytingum á sóttvörnum verði framhaldsskólastarf nánast komið í eðlilegt horf. Miklar breytingar verða á félagslífi nemenda. Faraldurinn hefur þó þau áhrif að einhverjir framhaldsskólanemar munu seinka námi eða hætta jafnvel alveg.
Viðtal
Fagnar því að fá aftur stuðningsmenn í stúkuna
Steinunn Björnsdóttir, handboltakona og fyrirliði Fram í meistaraflokki kvenna, fagnar breytingum á sóttvörnum og hlakkar til að fá áhorfendur á leiki. Handboltafólk hefur leikið án áhorfenda allt tímabilið, fram að þessu. Steinunn segir starfsfólk Fram reiðubúið til að taka á móti fólki í stúkuna í númeruð sæti og með eins metra millibili.
Viðtal
Óendanlega kát með að fá aftur félagslíf í skólana
Alls mega 150 koma saman í einu í skólum frá og með morgundeginum. Þessu fagna framhaldsskólanemar mjög. Anna Sóley Stefánsdóttir, forseti Nemendafélags Fjölbrautaskólans í Garðabæ, er óendanlega kát með breytinguna. Í vikunni verður þegar byrjað að leggja á ráðin um viðburði. Hugsanlega verður unnt að fara í skíðaferð á næstunni.
Fréttaskýring
Allt lokað í samtals 99 daga síðastliðið ár
Síðan heimsfaraldur kórónuveirunnar náði ströndum Íslands í lok febrúar fyrir ári síðan hefur heilbrigðisráðherra gefið út 18 reglugerðir með breytingum á sóttvarnaráðstöfunum innanlands. Ráðherra hefur svo gefið út breytingar á þessum tillögum, sett sér reglur um skóla og landamæri og jafnvel gefið út reglusett fyrir einstök svæði á landinu.
20.02.2021 - 08:54
Myndskeið
Vel gekk fyrsta daginn - tíu án vottorðs
Tíu farþegar sem komu til landsins í dag gátu ekki framvísað vottorði um smitleysi eins og nýjasta sóttvarnarreglan kveður á um. Lögreglu og starfsfólki gekk vel að afgreiða komufarþega. Yfirlögregluþjónn segir í skoðun að koma flugrútunni af stað á ný. 
Fagnar skíðasvæðarýmkun rétt fyrir vetrarfrí
Miklu skiptir að fleiri mega nú vera á skíðum í einu, segir Hlynur Kristinsson, formaður Samtaka skíðasvæða. Nýjar og rýmri reglur um skíðasvæðin tóku gildi í dag. Forráðamennn skíðasvæða þrýstu á um breytingarnar og Hlynur fagnar að þær séu nú komnar til framkvæmda nú þegar vetrarfrí verður í mörgum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu á mánudag og þriðjudag.
19.02.2021 - 12:26
Fjórðungur farþega ekki með PCR-vottorð
Fyrstu farþegarnir sem þurftu að framvísa vottorði um smitleysi komu frá Boston í morgun. Seinlegt var að fara yfir vottorðin. Nærri fjórðungur farþega var ekki með vottorð. Ekki verður sektað fyrr en á mánudag í fyrsta lagi.
Fleiri mega skíða frá og með deginum í dag
Reglum um sóttvarnaaðgerðir á skíðasvæðum hefur verið breytt og nú mega fleiri vera á skíðasvæðum landsins eða helmingur af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Þá er veitingasala heimil á skíðasvæðum. Þetta kemur fram í reglum sem sóttvarnalæknir, Samtök skíðasvæða og Samband íslenskra sveitarfélaga sendu frá sér í morgun.
Hertar aðgerðir á landamærum frá og með deginum í dag
Strangari skilyrði fyrir komu fólks til Íslands tóku gildi á miðnætti. Öllum sem hingað koma er nú skylt að framvísa neikvæðu COVID-19 prófi, sem ekki má vera eldra en þriggja sólarhringa. Að auki er þeim skylt að undirgangast skimun við komuna til landsins, aðra skimun að liðnum fimm dögum, sem verja skal í sóttkví.
Leggur ekki til að fólk felli grímuna á næstunni
Þórólfur Guðnason býst við að hann komi seint með þau tilmæli að fólk felli grímurnar, ýmis starfsemi, á borð við krár og líkamsræktarstöðvar sé viðkvæmari en önnur og því þurfi að fara að öllu með gát. 
Áfram útgöngubann í Hollandi
Áfrýjunardómstóll í Haag sneri í gærkvöld dómi sem kveðinn var upp fyrr í gær þess efnis, að útgöngubann stjórnvalda vegna COVID-19 væri ólöglegt og skyldi aflétt þegar í stað. Fjölskipaður áfrýjunardómstóllinn ákvarðaði að útöngubannið skuli gilda áfram fram á föstudag hið minnsta, en þá fer fram aðalmeðferð í máli samtakanna Wiruswaarheid gegn stjórnvöldum.
Lækkað úr neyðarstigi í hættustig
Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna COVID-19. Breytingin hefur ekki áhrif á þær sóttvarnaaðgerðir sem eru í gildi og afléttingunni fylgja því ekki breytingar gagnvart almenningi að því segir í tilkynningu.  Neyðarstigi var lýst yfir 4. október þegar þriðja bylgja faraldursins hófst og smitum tók að fjölga verulega.
12.02.2021 - 14:49
Býst við tilslökunum eftir bólusetningu eldri borgara
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að þegar búið verði að bólusetja eldr borgara verði ákveðin tímamót í sóttvarnarráðstöfunum innanlands. Hún væntir þess að afhending bóluefna gangi hraðar á öðrum fjórðungi ársins en þeim fyrsta. Sóttvarnalæknir segist ekki vita hvort búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar um mitt árið.  
Tímasetning bólusetninga mikilvæg efnahagslífinu
Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslega viðspyrnu ráðast fyrst og fremst af hraða bólusetninga. Stjórnvöld þurfi að svara því hvort markmið um að meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur um mitt ár standist. 
Miklar markaðssveiflur eftir að Pfizer-samningur brást
Gengi hlutabréfa í Icelandair lækkaði um 17 af hundraði skömmu eftir opnun markaða í morgun. Gengið styrktist nokkuð í kjölfarið en lækkunin nemur nú um 13%.