Færslur: Sóttvarnaaðgerðir

Útgöngubanni aflétt í Melbourne í lok október
Íbúar Melbourne, næststærstu borgar Ástralíu, mega búast við að útgöngubann verði ekki lengur í gildi seinni hluta október-mánaðar gangi bólusetningaráætlanir stjórnvalda eftir. Um fimm milljónir íbúa borgarinnar hafa þurft að halda sig heimavið frá því 5. ágúst síðastliðinn.
Lofar fjöri og miklum glæsileika á Emmy-hátíðinni
Helstu stjörnur sjónvarpsins koma saman í fyrsta sinn um tveggja ára skeið þegar Emmy-verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Los Angeles í Bandaríkjunum á morgun sunnudag. Framleiðandinn lofar glæsileika og fjöri.
Erfiður vetur framundan fyrir ferðaþjónustuna
Ákvörðun Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna að setja Ísland á hæsta hættustig í ágúst hafði merkjanleg áhrif á ferðaþjónustu, sérstaklega nú í september. Útlit er fyrir að veturinn verði ferðaþjónustunni erfiður og erlendir ferðamenn færri í ár en spáð var.
Viðtal við ráðherra
Heilbrigðisráðherra tilkynnir tilslakanir
Ríkisstjórnin ræddi meðal annars minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni á fundi sínum fyrir hádegi í dag. Anna Lilja Þórisdóttir fréttamaður ræddi við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að loknum fundi um þær tilslakanir sem ráðist verður í. Hægt er að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Komið að tilslökunum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra fékk minnisblað um stöðu covid-faraldursins frá sóttvarnalækni í hendur í morgun. Hún á von á að frekari tilslakanir verði kynntar á þriðjudaginn.
Yfir 900 smit í Ástralíu
Enn fjölgar nýsmitum í þeirri bylgju kórónaveirufaraldursins sem nú hrellir Ástrali, og þá einkum íbúa Sydneyborgar og Nýja Suður-Wales. 902 greindust með COVID-19 í Ástralíu síðasta sólarhringinn, þar af 832 í Nýja Suður-Wales, samkvæmt tölum heilbrigðisyfirvalda. Er þetta þriðji dagurinn í röð sem yfir 800 smit greinast í Nýja Suður-Wales, þar sem smit hafa nú verið yfir 600 í eina viku.
Mætti mögulega dreifa sjálfsprófum inn á hvert heimili
Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála og málefna sveitarstjórna, sér fyrir sér að ríkið geti dreift sjálfsprófum við COVID-19 inn á hvert heimili, líkt og gert er í nokkrum ríkjum Evrópu. Þetta kemur fram í viðtali við ráðherrann á vísi.is. Enn hefur þó ekki fengist heimild til að selja slík próf á íslandi, þótt þau standi almenningi til boða í flestum Evrópuríkjum við vægu verði.
Smitum heldur áfram að fjölga í Eyjaálfu
COVID-19 smitum heldur áfram að fjölga í Ástralíu og á Nýja Sjálandi, þar sem heilbrigðisyfirvöld eru tekin að efast um að svokölluð „Núll-covid"-stefna þeirra sé raunhæfur möguleiki eftir tilkomu hins bráðsmitandi delta-afbrigðis kórónaveirunnar. Öll smit sumarsins í ríkjunum tveimur eru af þeim skæða stofni.
Þúsundir smitaðra og þúsundir smituðust á úrslitum EM
Úrslitaleikur Evrópumótsins í fótbolta á Wembley-leikvanginum í Lundúnum var svokallaður ofursmitviðburður, þar sem á þriðja þúsund áhorfenda á og utan við leikvanginn voru smituð af COVID-19 og enn fleiri hafa líklega smitast. Þetta kemur fram í skýrslu breskra heilbrigðisyfirvalda um nokkra fjölmenna viðburði síðustu mánuði og ætlaða dreifingu smita út frá þeim. Þar segir einnig að vel megi koma í veg fyrir ofursmit á fjölmennum viðburðum, ef rétt er að þeim staðið.
21.08.2021 - 06:50
Sjónvarpsviðtal
Fjölskyldur sleppa við að fylgja barni í sóttkví
Fjölskyldur barna sem þurfa að fara í sóttkví geta sloppið við sóttkví, hafi þær ekki verið í beinum samskiptum við smitaðan, samkvæmt nýjum sóttkvíarreglum.
20.08.2021 - 12:29
Útgöngubann og hertar reglur til septemberloka
Strangt útgöngubann mun gilda í áströlsku borginni Sydney og nærsveitum hennar út september. Samkvæmt því ber fólki að halda sig heima nema til að sinna brýnum og skýrt afmörkuðum erindum, sem tilgreind eru í reglugerð. Heimilt er að ferðast til og frá skóla , til að sinna samfélagslega mikilvægum störfum, versla nauðsynjar, sækja heilbrigðisþjónustu og sinna nánum aðstandendum. Auk þess er leyfilegt að skokka og stunda hreyfingu úti undir beru lofti, en þó ekki í hópum.
20.08.2021 - 03:47
Viðtal
Telur réttlætanlegt að gefa örvunarskammta
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur réttlætanlegt að bjóða upp á örvunarskammta bóluefna hér á landi, þrátt fyrir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hafi fordæmt þjóðir sem gefa slíka skammta þegar milljónir manna bíða enn eftir sínum fyrsta. Mike Ryan, yfirmaður neyðaraðgerða hjá WHO, segir örvunarskammtinn siðferðislega rangan.
Þúsundir Letta mótmæltu COVID-19 aðgerðum stjórnvalda
Yfir 5.000 manns söfnuðust saman í höfuðborg Lettlands í gær til að mótmæla takmörkunum og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 og áætlunum þeirra um skyldubólusetningu starfsfólks á ýmsum sviðum atvinnulífsins. Í frétt AFP segir að mótmælin í Ríga hafi verið þau fjölmennustu sem haldin hafa verið í Lettlandi síðan 2009.
Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu mánuði eða ár
Sóttvarnalæknir leggur til takmarkanir á landamærum og innanlands til að sporna við útbreiðslu veirunnar að minnsta kosti næstu mánuði. Heilbrigðisráðherra segir að mestu máli skipti að passa að heilbrigðiskerfið ráði við álagið sem fylgi faraldrinum.
18.08.2021 - 12:59
Ríkisstjóri Texas með COVID-19
Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, greindist með COVID-19 í gær. Hann er 11. bandaríski ríkisstjórinn sem greinist með COVID-19. Abbott er sjálfur fullbólusettur en hann hefur beitt sér af hörku gegn hverjum þeim sem freista þess að innleiða bólusetningar- og/eða grímuskyldu í fyrirtækjum og stofnunum í Texas og verið duglegur að koma fram á fjöldasamkomum þar sem fæstir viðstaddra skarta grímum.
Sjónvarpsfrétt
Víða spáð í bólusetningarskyldu starfsfólks
Ef starfsemi krefst þess og ákvörðunin er málefnaleg þá geta vinnuveitendur farið fram á upplýsingar um hvort að starfsmenn séu bólusettir. Þetta segir forstjóri Persónuverndar. Það þurfi að meta hverju sinni þegar vernda á meiri hagsmuni fyrir minni. Margir stigu sín fyrstu skref í framhaldsskóla í dag.
Meðalaldur innlagðra af völdum veirunnar rúmlega 50 ár
Meðalaldur þeirra sem smitast af kórónuveirunni er rúmlega 30 ár en þeirra sem þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda rúmlega 50 ár. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki tímabært á slaka á sóttvörnum og að fylgjast þurfi með þróun mála á Landspítalanum.
Minnisblað sóttvarnalæknis: Viðbragðskerfin við þolmörk
Í minnisblaði sem Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sendi heilbrigðisráðherra á mánudag kemur fram að ekki sé tímabært að aflétta aðgerðum innanlands í ljósi aðstæðna. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær framlengingu núgildandi sóttvarnaaðgerða um tvær vikur, eða til föstudagsins 27.ágúst.
Viðtal
Veikindi bólusettra ráða sóttvarnaaðgerðum
Á næstunni fá sóttvarnayfirvöld upplýsinga um hversu alvarleg veikindi bólusettra hafa orðið af delta-afbrigðinu. Þá verður ákveðið hvort óhætt sé að leyfa veirunni að ganga óheftri. Staðgengill sóttvarnalæknis vonast til að bóluefni gegn delta-afbrigðinu verði komið á markað á næsta ári. 
Frakkland
Umdeild lög um heilsupassa taka gildi í dag
Lög um svokallaðan Covid- eða heilsupassa taka gildi í Frakklandi í dag. Lögin kveða á um að framvísa þurfi heilsupassa til að geta nýtt sér almenningssamgöngur og sótt kaffihús, bari, veitingastaði, söfn, leik- og kvikmyndahús og álíka staði, þar sem fjöldi fólks kemur saman. Til að fá slíkan passa þarf fólk að vera fullbólusett, hafa fengið og jafnað sig af COVID-19, eða framvísa nýlegu og neikvæðu COVID-19 prófi.
Sjónvarpsfrétt
Markmiðið ennþá að halda veirunni í skefjum
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í umræðuþættinum Sprengisandi í morgun að hjarðónæmi næðist með því að leyfa kórónuveirunni að ganga án þess að spítalinn riðaði til falls.  Þórólfur, sem er í sumarfríi,  sagði í viðtali við Hólmfríði Dagnýju Friðjónsdóttur, fréttamann, að stefna sóttvarnayfirvalda væri óbreytt; að verja viðkvæma og halda veirunni í skefjum. Hann segir þá að ummæli hans í Sprengisandi á Bylgjunni hafi verið misskilin.
08.08.2021 - 21:00
Um 250.000 mótmæltu lögum um COVID-passa í Frakklandi
Allt að 250.000 manns tóku þátt í mótmælum gegn löggjöf um svokallaðan COVID- eða heilsupassa í Frakklandi í dag, fjórða laugardaginn í röð. Voru þetta fjölmennustu mótmælin hingað til og safnaðist fólk saman til mótmæla í hátt á annað hundrað borgum og bæjum landsins. Mótmælin fóru alstaðar friðsamlega fram, fyrir utan minniháttar hnippingar og pústra hér og þar.
Sjónvarpsfrétt
„Auðvitað gerum við kröfur um að kerfið þoli meira“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn Almannavarna segir að heilbrigðiskerfið ætti að þola meira en það gerir. Fara þurfi vel yfir kerfið til framtíðar þegar faraldrinum lýkur. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að harðar innanlandsaðgerðir myndu tefja fyrir því að þjóðin myndi hjarðónæmi.
07.08.2021 - 19:28
Frakkar búa sig undir fjölda fjölmennra mótmæla
Lögregla í Frakklandi býr sig undir mótmælagöngur og -fundi á allt að 140 stöðum í landinu í dag. Fjórir þessara mótmælafunda verða haldnir í París og er reiknað með miklu fjölmenni á tveimur þeirra en færri á hinum. Um 3.000 lögreglumenn eru í startholunum í höfuðborginni.
Bólusetningar unglinga og sérreglur um sóttkví í skoðun
Til skoðunar er að setja sérstakar reglur um sóttkví og smitrakningu hjá skólabörnum og bólusetja unglinga. Menntamálaráðherra segir að í næstu viku komi í ljós hvernig skólum verði haldið opnum í vetur. Það sé mikilvægt að börn geti verið í staðnámi en ekki fjarnámi.