Færslur: Sóttvarnaaðgerðir

Slakað á sóttvarnaaðgerðum í Þýskalandi
Angela Merkel, Þýskalandskanslari, boðar tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum frá og með mánudegi. Mjög hefur verið þrýst á stjórnina í Berlín síðustu vikur, að draga úr fjölda- og samkomutakmörkum og heimila opnun og starfsemi margs konar verslana og þjónustufyrirtækja sem verið hafa lokuð mánuðum saman. Hefur sá þrýstingur ekki síst komið frá stjórnvöldum hinna einstöku sambandsríkja, en líka frá almenningi, sem er orðinn langþreyttur á þeim þröngu skorðum sem hversdeginum er settur í farsóttinni.
04.03.2021 - 00:50
Viðtal
Framhaldsskólastarf komið í nánast eðlilegt horf
Kristinn Þorsteinsson, skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og formaður Skólameistarafélags Íslands, segir að með breytingum á sóttvörnum verði framhaldsskólastarf nánast komið í eðlilegt horf. Miklar breytingar verða á félagslífi nemenda. Faraldurinn hefur þó þau áhrif að einhverjir framhaldsskólanemar munu seinka námi eða hætta jafnvel alveg.
Viðtal
Fagnar því að fá aftur stuðningsmenn í stúkuna
Steinunn Björnsdóttir, handboltakona og fyrirliði Fram í meistaraflokki kvenna, fagnar breytingum á sóttvörnum og hlakkar til að fá áhorfendur á leiki. Handboltafólk hefur leikið án áhorfenda allt tímabilið, fram að þessu. Steinunn segir starfsfólk Fram reiðubúið til að taka á móti fólki í stúkuna í númeruð sæti og með eins metra millibili.
Viðtal
Óendanlega kát með að fá aftur félagslíf í skólana
Alls mega 150 koma saman í einu í skólum frá og með morgundeginum. Þessu fagna framhaldsskólanemar mjög. Anna Sóley Stefánsdóttir, forseti Nemendafélags Fjölbrautaskólans í Garðabæ, er óendanlega kát með breytinguna. Í vikunni verður þegar byrjað að leggja á ráðin um viðburði. Hugsanlega verður unnt að fara í skíðaferð á næstunni.
Fréttaskýring
Allt lokað í samtals 99 daga síðastliðið ár
Síðan heimsfaraldur kórónuveirunnar náði ströndum Íslands í lok febrúar fyrir ári síðan hefur heilbrigðisráðherra gefið út 18 reglugerðir með breytingum á sóttvarnaráðstöfunum innanlands. Ráðherra hefur svo gefið út breytingar á þessum tillögum, sett sér reglur um skóla og landamæri og jafnvel gefið út reglusett fyrir einstök svæði á landinu.
20.02.2021 - 08:54
Myndskeið
Vel gekk fyrsta daginn - tíu án vottorðs
Tíu farþegar sem komu til landsins í dag gátu ekki framvísað vottorði um smitleysi eins og nýjasta sóttvarnarreglan kveður á um. Lögreglu og starfsfólki gekk vel að afgreiða komufarþega. Yfirlögregluþjónn segir í skoðun að koma flugrútunni af stað á ný. 
Fagnar skíðasvæðarýmkun rétt fyrir vetrarfrí
Miklu skiptir að fleiri mega nú vera á skíðum í einu, segir Hlynur Kristinsson, formaður Samtaka skíðasvæða. Nýjar og rýmri reglur um skíðasvæðin tóku gildi í dag. Forráðamennn skíðasvæða þrýstu á um breytingarnar og Hlynur fagnar að þær séu nú komnar til framkvæmda nú þegar vetrarfrí verður í mörgum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu á mánudag og þriðjudag.
19.02.2021 - 12:26
Fjórðungur farþega ekki með PCR-vottorð
Fyrstu farþegarnir sem þurftu að framvísa vottorði um smitleysi komu frá Boston í morgun. Seinlegt var að fara yfir vottorðin. Nærri fjórðungur farþega var ekki með vottorð. Ekki verður sektað fyrr en á mánudag í fyrsta lagi.
Fleiri mega skíða frá og með deginum í dag
Reglum um sóttvarnaaðgerðir á skíðasvæðum hefur verið breytt og nú mega fleiri vera á skíðasvæðum landsins eða helmingur af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Þá er veitingasala heimil á skíðasvæðum. Þetta kemur fram í reglum sem sóttvarnalæknir, Samtök skíðasvæða og Samband íslenskra sveitarfélaga sendu frá sér í morgun.
Hertar aðgerðir á landamærum frá og með deginum í dag
Strangari skilyrði fyrir komu fólks til Íslands tóku gildi á miðnætti. Öllum sem hingað koma er nú skylt að framvísa neikvæðu COVID-19 prófi, sem ekki má vera eldra en þriggja sólarhringa. Að auki er þeim skylt að undirgangast skimun við komuna til landsins, aðra skimun að liðnum fimm dögum, sem verja skal í sóttkví.
Leggur ekki til að fólk felli grímuna á næstunni
Þórólfur Guðnason býst við að hann komi seint með þau tilmæli að fólk felli grímurnar, ýmis starfsemi, á borð við krár og líkamsræktarstöðvar sé viðkvæmari en önnur og því þurfi að fara að öllu með gát. 
Áfram útgöngubann í Hollandi
Áfrýjunardómstóll í Haag sneri í gærkvöld dómi sem kveðinn var upp fyrr í gær þess efnis, að útgöngubann stjórnvalda vegna COVID-19 væri ólöglegt og skyldi aflétt þegar í stað. Fjölskipaður áfrýjunardómstóllinn ákvarðaði að útöngubannið skuli gilda áfram fram á föstudag hið minnsta, en þá fer fram aðalmeðferð í máli samtakanna Wiruswaarheid gegn stjórnvöldum.
Lækkað úr neyðarstigi í hættustig
Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna COVID-19. Breytingin hefur ekki áhrif á þær sóttvarnaaðgerðir sem eru í gildi og afléttingunni fylgja því ekki breytingar gagnvart almenningi að því segir í tilkynningu.  Neyðarstigi var lýst yfir 4. október þegar þriðja bylgja faraldursins hófst og smitum tók að fjölga verulega.
12.02.2021 - 14:49
Býst við tilslökunum eftir bólusetningu eldri borgara
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að þegar búið verði að bólusetja eldr borgara verði ákveðin tímamót í sóttvarnarráðstöfunum innanlands. Hún væntir þess að afhending bóluefna gangi hraðar á öðrum fjórðungi ársins en þeim fyrsta. Sóttvarnalæknir segist ekki vita hvort búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar um mitt árið.  
Tímasetning bólusetninga mikilvæg efnahagslífinu
Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslega viðspyrnu ráðast fyrst og fremst af hraða bólusetninga. Stjórnvöld þurfi að svara því hvort markmið um að meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur um mitt ár standist. 
Miklar markaðssveiflur eftir að Pfizer-samningur brást
Gengi hlutabréfa í Icelandair lækkaði um 17 af hundraði skömmu eftir opnun markaða í morgun. Gengið styrktist nokkuð í kjölfarið en lækkunin nemur nú um 13%.
Myndskeið
236 brot á sóttvarnarlögum: „Auðvitað mjög mikið“
236 brot á sóttvarnalögum hafa verið skráð í málaskrá lögreglu frá því að faraldurinn hófst. Yfirlögregluþjónn segir að þetta séu mjög mörg brot, sérstaklega í ljósi þess að flestir eigi að þekkja reglurnar. Þjóðin hafi þó heilt yfir staðið sig frábærlega gagnvart sóttvarnarlögum.
Viðtal
Býst við að tilslakanir taki fljótlega gildi
Sóttvarnalæknir býst við að þær tillögur sem hann leggi til við heilbrigðisráðherra, öðru hvoru megin við helgina, taki gildi áður en núverandi reglur falla úr gildi. Bíða verði í hálfan mánuð hið minnsta með næstu tilslakanir. Mikilvægt sé að fara mjög varlega í tilslakanir, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Lagðar verði til vægar breytingar í fyrstu atrennu. 
Viðtal
Kringlan stefnir á öskudagsviðburð í samkomubanni
Viðbúið er að allt að þrjú þúsund börn verði í Kringlunni á miðvikudaginn eftir hálfan mánuð, öskudaginn, þar sem efnt verður til viðburða og sælgæti í boði. Í fyrra komu um þrjú þúsund börn í Kringluna á öskudag. Kaupmenn í Kringlunni eru uggandi. Smáralind verður ekki viðburð á öskudag vegna aðstæðna og vísar til samkomubanns og sóttvarna. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir að mikilvægt sé að gleðja börnin.
04.02.2021 - 12:40
Kastljós
Grímunotkun og tvöföld skimun lykilatriði
Grímuskylda getur haldið útbreiðslu farsóttarinnar í skefjum og ef henni verður haldið til streitu er því spáð að faraldurinn fari ekki aftur á flug hér á landi. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir að grímunotkun hafi meðal annars sálræn áhrif. „Þetta sýnir okkur að það er eitthvað í gangi. Við förum varlegar, við tölum lægra og minna og förum ekki ofan í næsta mann,“ segir hann. Þá er þýðingarmikið að halda áfram tvöfaldri skylduskimun á landamærunum.
Myndskeið
Tilslakanir ekki lagðar til - vegfarendur ánægðir
Sóttvarnalæknir hefur ekki lagt til við ráðherra að létta á takmörkunum. Vegfarendur sem fréttastofa tók tali eru þolinmóðir og hrýs hugur við að slaka á of snemma.
Myndskeið
Svandís og Þórólfur hafa rætt að flýta tilslökunum
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ræddi við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í gær um að slaka á takmörkunum innanlands áður en núgildandi reglugerð rennur út þann 17. febrúar. Nú hefur ekkert smit greinst utan sóttkvíar hér á landi í sjö daga og Svandís segir að það verði að vera samhengi milli stöðunnar á faraldrinum og þeirra takmarkana sem eru í gildi.
Spegillinn
Norðmenn loka landamærum að mestu
Norðmenn hafa lokað landamærum sínum að mestu í von um að nýtt kovid-19 smit berist til landsins með farandverkafólki. Eftirlit við landamærin og á flugvöllum þykir hafa brugðist nú í janúar. Á sama tíma eru miklar takmarkanir á ferða- og samkomufrelsi fólks í 25 sveitarfélögum í og við höfuðborgina Ósló.
Sóttvarnalæknir segir enga þörf á að loka landamærum
Sóttvarnalæknir segir enga ástæðu til að fylgja fordæmi nágrannaþjóða og herða aðgerðir á landamærum hér. Tvöfalda skimunin hafi sannað gildi sitt, þó hún sé ekki alveg óbrigðul. Frekari aflétting takmarkana kemur til greina á næstunni.
Ræða við AstraZeneca um bóluefnisrannsókn hér á landi
Sóttvarnalæknir segist hafa rætt hugmyndina um bóluefnisrannsókn við lyfjafyrirtækið AstraZeneca. Ekki sé þó búið að gefa upp vonina um sambærilega rannsókn við Pfizer.
26.01.2021 - 10:53