Færslur: Sóttvarnaaðgerðir

Ekki lengur skylda að dvelja á sóttkvíarhóteli
Á miðnætti verður fólki sem kemur til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum ekki lengur skylt að dvelja í sóttvarnahúsi meðan það er í sóttkví. Fólk getur í stað þess verið í heimasóttkví. Forstöðumaður farsóttarhúsa segir að sóttkvíarhótelin verði áfram opin og ókeypis næsta hálfa mánuðinn hið minnsta.
171 land er nú hááhættusvæði
171 land er á nýjum lista heilbrigðisráðuneytisins yfir svæði og lönd sem talin eru hááhættusvæði vegna COVID-19. Löndunum á listanum hefur fjölgað um 33 frá síðasta lista. Allir sem koma frá þessum svæðum þurfa að fara í sóttkví í sóttvarnahúsi við komuna til landsins. Þó er hægt að sækja um undanþágu frá því. 
Danir opna (næstum) allt upp á gátt
Samkomulag náðist á danska þinginu í nótt um næstu skref í afnámi hvers kyns takmarkana vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar. Í stuttu máli má segja að náðst hafi samkomulag um að aflétta því sem næst öllum takmörkunum í daglegu lífi fólks frá og með næsta föstudegi.
Vonar að hægt verði að sleppa grímum í júní eða júlí
Sóttvarnalæknir vill ekki afnema grímunotkun bólusettra eins og gert hefur verið í Bandaríkjunum. Hann vonar að hægt verði að slaka almennt á grímunotkun í júní eða júlí en þá ættu sex til sjö af hverjum tíu að hafa verið bólusett. Nokkur dæmi eru um að smit hafi greinst hjá bólusettu fólki hérlendis, segir sóttvarnalæknir.
Myndskeið
Sóttvarnalæknir fagnar bólusetningaöfund
Sóttvarnalæknir fagnar þeirri bólusetningaröfund sem virðist sprottin upp hjá óbólusettu fólki. Það sé ánægjulegt að fólk vilji bólusetningu. Ekki liggur fyrir hverjir verða bólusettir í næstu viku. 
Sjónvarpsfrétt
„Þetta er eins og að fá á sig mark í uppbótatíma“
Vonir standa til þess að búið sé að ná utan um hópsmit sem kom upp á Sauðárkróki um helgina. Deildarstjóri heilsugæslunnar, sem sjálf er í sóttkví, segir hópsýkinguna mikið sjokk fyrir samfélagið.
Viðtal
Smit í Skagafirði tengjast skólum og heilbrigðisstofnun
„Þetta hefur tengsl inn í skólana hjá okkur, þetta hefur tengsl inn í heilbrigðisstofnunina og þetta hefur tengsl hér inn í þjónustufyrirtæki sem fer víða. Þannig það var ákvörðun aðgerðastjórnar að grípa strax inn í og með mjög ákveðnum hætti til þess að reyna að sporna við þessu og stoppa þetta strax,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Vestra.
Tilslakanir breyta litlu fyrir veitingamenn
Veitingamenn í miðborg Reykjavíkur segja að ákvörðun heilbrigðisráðherra um að slaka á sóttvörnum hafi ekki mikil áhrif á rekstur þeirra. Þeir vona að hægt verði að taka stærri skref í tilslökunum á næstu vikum. 
Ný reglugerð um sóttvarnarráðstafanir væntanleg
Núverandi reglugerð um ráðstafanir í sóttvarnamálum rennur út á miðvikudag og heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að ný reglugerð verði kynnt daginn áður.
Sóttvarnaaðgerðum mótmælt í þremur heimsálfum
Lokunum, fjöldatakmörkunum og hvers kyns hömlum sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar og COVID-19 var mótmælt í minnst þremur heimsálfum í dag.
„Við erum búin að hægja mjög á öllu í samfélaginu“
Öll starfsemi í Þorlákshöfn er í hægagangi vegna fjölda smita sem hafa komið þar upp síðustu daga. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Á vef HSU eru tveimur fleiri skráðir í einangrun í dag en í gær, og því eru staðfest smit í sveitarfélaginu orðin 13.
Segir að allt þurfi að ganga upp
Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir og yfirlæknir á Landspítala segir að tekin séu stór skref í áætlun stjórnvalda um að afnema allar takmarkanir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins í lok júní. Bólusetningaráætlun- og afhending bóluefna megi ekki raskast til þess að hægt verði að standa við áætlunina. 
Flest á hreinu hjá veitingastöðum í borginni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti sóttvarnaeftirliti með veitingahúsum í gærkvöldi. Í dagbók kemur fram að nánast alls staðar hafi allt verið á hreinu.
Sigríður setur fyrirvara við sóttvarnafrumvarpið
Búist er við að frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og á lögum um útlendinga verði samþykkt í dag og að það taki strax gildi.  Eining er innan þingflokka VG og Framsóknar um málið, en skoðanir eru skiptar innan þingflokks Sjálfstæðisflokks.
Myndskeið
Telur að þingmeirihluti sé fyrir sóttkvíarhótelskyldu
Samfylkingin leggur fram frumvarp sem felur í sér að unnt sé að skylda alla á sóttkvíarhótel sem koma til landsins. Flestir stjórnarandstöðuflokkar eru hlynntir málinu. Forsætisráðherra segir að mögulega þurfi að breyta lögum en núna sé verið að leggja mat á stöðuna. Formaður Samfylkingarinnar er bjartsýnn á að meirihluti þingmanna samþykki frumvarpið.
Þó nokkrir ferðamenn kjósa að dvelja í sóttvarnahúsi
Um þrjátíu ferðamenn fóru í sóttvarnahúsið á FossHótel Reykjavík í Þórunnartúni eftir komuna til landsins í gær og búist er við svipuðum fjölda í dag. Þar dvelja nú 160 manns, aðallega erlendir ferðamenn. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa, segir að það sé mikil óvissa um það á hverjum degi hversu margir kjósa að dvelja á hótelinu, en að jafnaði séu það um það bil 10 manns úr hverri flugvél.
Um 50 manns í sóttkví vegna smits í Sæmundarskóla
Um 50 manns, nemendur og starfsfólk, eru komin í sóttkví vegna kórónaveirusmits sem greindist í nemanda í 2. bekk Sæmundarskóla í Grafarholti í Reykjavík.
Gæti þurft að endurskoða tillögur um sóttvarnaaðgerðir
Sóttvarnalæknir segir að hann gæti þurft að endurskoða tillögur sínar um sóttvarnaaðgerðir, haldi áfram að greinast kórónuveirusmit utan sóttkvíar. Í gær greindust fjögur smit, þar af þrjú utan sóttkvíar, allt var það fullorðið fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu.  Þrjú börn hafa greinst með COVID-19 við landamærin síðan byrjað var að skima börn þar um mánaðamótin.
Endurskoðar tillögur ef smitum fjölgar á næstu dögum
Sóttvarnalæknir segir það töluvert áhyggjuefni að þrír hafi greinst með COVID-19 utan sóttkvíar í gær. Ef smitum fjölgi á næstu dögum kunni hann að endurskoða tillögur sínar um tilslakanir, sem búist er við að taki gildi á föstudag.
Vill skýrari svör um afléttingu sóttvarna
Forsætisráðherra segir að áætlun um afléttingar sóttvarna verði kynnt um leið og áætlun um bólusetningar skýrist. Þingmaður Viðreisnar segir fólk og fyrirtæki þurfa svör til að skipuleggja sig fyrir næstu mánuði og vísar í áætlanir sem Norðmenn og Danir hafa þegar kynnt.
Sjónvarpsfrétt
Markmið um bólusetningu gætu náðst fyrir miðjan júlí
Fyrstu skammtar af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Miðað við fyrirliggjandi dreifingaráætlanir lyfjaframleiðenda og væntingar um aukna framleiðslu ætti markmið stjórnvalda um að bólusetja 280 þúsund manns fyrir miðjan júlí að nást. 
Sjónvarpsfrétt
„Þau eru að mislesa forréttindi sín”
„Að segja að þetta séu brot á mannréttindum og að það megi ekki skylda fólk í þetta finnst mér fáránlegt,” segir Gunnlaugur Friðjónsson, 16 ára grunnskólanemi, um óánægju fólks með skyldudvöl í sóttvarnarhúsi við komuna til landsins. „Þau eru að mislesa forréttindi sín einhvern veginn.” Þau sem RÚV hitti við Smáralindina í dag voru nokkuð sammála um hvað ætti að gera á landamærunum: Loka þeim.
Spegillinn
Of fljótt slakað á aðgerðum víða í Evrópu
Jóhanna Jakobsdóttir lektor í líftölfræði við Háskóla Íslands segir að þrátt fyrir að mörg lönd í Evrópu hafi gripið til harðra sóttvarnaraðgerða í Covidfaraldrinum, og náð góðum tökum á honum, þá hafi stjórnvöld gert þau mistök að slaka of fljótt á. Þess vegna sé staðan eins og hún er í álfunni.
Viðtal
Byrjar með nýrri reglugerð en lagasetning möguleg
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að ný reglugerð sem tekur gildi á miðnætti taki mið af lögum og niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um reglugerðina sem var úrskurðuð ólögleg um páskahelgina. Hún vonar að hægt verði að draga úr takmörkunum innanlands í næstu viku, svo sem á vettvangi íþrótta og sviðslista og með því að rýmka samkomutakmarkanir.
Spegillinn
„Það er svo ákveðið klúður“
Það hefði verið æskilegt að fá efnislega niðurstöðu Landsréttar um reglugerð heilbrigðisráðherra um að skikka fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli frekar en frávísun málsins. Þetta sammælast þau Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar, og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í velferðarnefnd, um. Helga Vala segir það klúður af hálfu yfirvalda að taka sér of langan tíma í málið.
07.04.2021 - 18:57