Færslur: Sóttvarnaaðgerðir

Myndskeið
Reyndist smitaður eftir óvæntan heimkomufögnuð
„Við höfum dæmi um einstakling sem var að koma til landsins og var að taka út sína fimm daga sóttkví og honum var haldið óvænt heimkomupartí. Síðan reyndist hann jákvæður í seinni skimun fimm dögum síðar,“ segir Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu.
26.11.2020 - 13:38
Vonbrigði að smit séu rakin til verslunarmiðstöðva
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir það vonbrigði, sem fram kom i máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarna í dag, að kórónuveirusmit hafi verið rakin til stórra verslunarmiðstöðva síðustu daga.
26.11.2020 - 12:58
Samkomutakmarkanir hafa áhrif á aldursdreifingu smita
Aldursdreifing þeirra sem eru í einangrun með COVID-19 hefur breyst á síðustu vikum fyrir tilstilli hertra samkomutakmarkana. Nú eru flestir í einangrun á aldrinum 50-59, en við upphaf þriðju bylgjunnar voru flestir á aldrinum 18-29 ára.
21.11.2020 - 13:15
Gripið til samkomutakmarkana í Toronto
Yfirvöld í Ontariofylki í Kanada hafa fyrirskipað miklar samkomutakmarkanir í Toronto, stærstu borg landsins. Aðgerðirnar hefjast á mánudag og ná einnig til nágrannasveitarfélaga borgarinnar.
21.11.2020 - 07:14
Útgöngubann í Suður-Ástralíu dregið til baka
Sex daga strangt útgöngubann sem fyrirskipað í Suður-Ástralíu fylki verður stytt um tvo daga. Að sögn Steven Marshall forsætisráðherra fylkisins hefur komið á daginn að maður sem hafði sagst hafa keypt og farið heim með pizzu af veitingastað var í raun starfsmaður þar.
Halda áfram fjarkennslu þrátt fyrir tilslakanir
Staðkennsla hefst að nýju í sumum framhaldsskólum á landinu í dag en í öðrum hefur verið ákveðið að bjóða áfram einungis upp á fjarkennslu. Samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi á miðnætti mega nemendur í framhaldsskólum vera að hámarki tuttugu og fimm í hverju rými, í stað þess að mega aðeins vera tíu eins og áður.
Útgöngubann fyrirskipað í Suður-Ástralíu
Gripið hefur verið til sex daga útgöngubanns í Suður-Ástralíu fylki eftir að hópsmit kom upp í höfuðborginni Adelaide.
18.11.2020 - 03:29
Spegillinn
Þjóðverjar hvattir til leti
Þjóðverjar standa frammi fyrir enn harðari sóttvarnaaðgerðum en hingað til. Illa gengur að ráða niðurlögum kórónuveirufaraldursins þrátt fyrir að þar séu þegar í gildi miklar takmarkanir, allar krár hafi skellt í lás og veitingastaðir séu lokaðir. Nýjar auglýsingar frá þýskum stjórnvöldum, sem hampa hetjum baráttunnar við kórónuveiruna hafa vakið sterk viðbrögð. Þjóðverjar eru þar hvattir til að taka sér Lata-Geir til fyrirmyndar.
17.11.2020 - 18:30
Myndskeið
Óþægilegt að vera með grímu í skólanum
Ellefu ára nemendur í Álftamýrarskóla eru sammála um að óþægilegt sé að vera með grímu í kennslustundum. Þau vona að þau megi hætta því 17. nóvember. Í dag var áttundi skóladagurinn sem tíu til sextán ára börn þurftu að vera með grímu í skólanum.
12.11.2020 - 19:33
Myndskeið
Nýtt spálíkan á leið í hagstæða átt
Forsvarsmaður spálíkans Háskóla Íslands um þróun kórónuveirufaraldursins segir leiðina vera í rétta átt en það gangi hægt. Mikill vöxtur á faraldrinum í nágrannalöndunum geti sett strik í reikninginn ef ekki farið með gát. 
Örðugt að kveða úr um hvort meðalhófs hafi verið gætt
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki auðvelt að kveða upp úr um hvort meðalhófs hafi verið gætt með hörðum sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Það megi hins vegar alltaf hafa skoðun á hvort dansað hafi verið á línunni.
Getum glaðst en ekki slakað, segir Þórólfur
Sóttvarnalæknir er ánægður með hvað almenningur tekur vel við sér og fer eftir tilmælum. Af 25 smitum í gær voru aðeins fimm utan sóttkvíar. Hæst hlutfall smita er á Norðurlandi eystra. Hann segir að þótt hægt sé að gleðjast yfir fækkun smita undanfarið þýði það ekki að hægt sé að hætta takmörkunum. Hann vonar að þó verði hægt að slaka að einhverju leyti á í náinni framtíð. 
Stór hluti ríkisstjórnar Danmerkur í sóttkví
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og tveir af hverjum þremur ráðherrum öðrum hófu sjálfskipaða sóttkví í dag eftir að Nick Hækkerup dómsmálaráðherra greindist með COVID-19.
04.11.2020 - 12:30
Fyrst UKIP, svo Brexit, nú COVID
Nigel Farage, stofnandi og leiðtogi breska Brexit-flokksins, hyggst breyta nafni og erindi flokksins á næstunni. Flokkurinn fær nafnið Reform UK, eða Betrumbætum Bretland, og helsta baráttumálið verður andóf gegn ströngum sóttvarnaaðgerðum yfirvalda í COVID-19 faraldrinum, svo sem lokunum þjónustufyrirtækja, fjöldatakmörkunum og útgöngubanni.
02.11.2020 - 03:20
Félag grunnskólakennara andvígt undanþágum yngri bekkja
Stjórn Félags grunnskólakennara sendi í kvöld frá sér ályktun þar sem farið er fram á að heilbrigðis- og menntamálaráðherrar endurskoði þær undanþágur frá sóttvarnareglum, sem gefnar eru í nýrri reglugerð um skólastarf, enda sé með þeim grafið alvarlega undan meginmarkmiði reglugerðarinnar. Formaður félagsins segir þær á skjön við reglugerð og tilmæli heilbrigðisráðherra frá því fyrir helgi.
Ráðherra kynnir sóttvarnaaðgerðir á öllum skólastigum
Heilbrigðisráðuneytið birti í kvöld nýja reglugerð um takmarkanir á skólastarfi á öllum skólastigum. Reglugerðin tekur gildi þriðjudaginn 3. nóvember og gildir um allt skólastarf, starf á frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum, og íþrótta- og tómstundastarf barna og ungmenna.
Aðgerðir hertar í Austurríki
Austurríska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að gripið yrði til veigamikilla lokana og útgöngubanns til að bregðast við aukinni útbreiðslu kórónuveirufaraldursins þar í landi.
31.10.2020 - 17:52
Hertar reglur fyrir landið allt gilda frá miðnætti
Reglur um hertar sóttvarnaaðgerðir og takmarkanir sem heilbrigðisráðherra kynnti á föstudag að tillögu sóttvarnalæknis tóku gildi á miðnætti og gilda um allt land til 17. nóvember.
30.10.2020 - 23:52
Íþróttatímar úti og ekkert skólasund
Skóla og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið í samráði við almannavarnir höfuðborgarsvæðisins að öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna. Öll íþróttamannvirki og sundlagar sveitarfélaga verða lokuð.
19.10.2020 - 22:49
Myndskeið
Þórólfur: Verra en í vor
Áttatíuogeinn greindist með kórónuveirusmit í gær og voru langflestir þeirra í sóttkví. Nú eru 1.170 manns með smit og 3.035 í sóttkví. Sóttvarnalæknir segir að lengri tíma taki að ná kúrfuinni niður en í vor því veiran hafi dreift sér víðar. 
88 þúsund ný smit fyrir áramót án sóttvarnaaðgerða
Ef hérlendis væri stefnt að hjarðónæmi og engar sóttvarnaráðstafanir væru í gildi mætti búast við að 88 þúsund ný smit gætu greinst fyrir áramót, ef marka má finnskt spálíkan um þróun faraldursins. Þá myndu allt að 3.000 greinast daglega í lok nóvember. Þetta kemur fram í grein sem þríeykið Alma D. Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir birtu í Fréttablaðinu í morgun.
15.10.2020 - 07:15
Dagdvöl Hrafnistu lokað vegna kórónuveirusmits
Dagdvalargestur í Röst hjá Hrafnistu við Sléttuveg hefur greinst með kórónuveirusmit. Því hefur dagdvölinni verið lokað tímabundið til 12. október næstkomandi.
09.10.2020 - 09:12
Enginn komi á Landspítala nema nauðsyn beri til
Sjúklingar eru nú einungis boðaðir á Landspítala þyki nauðsyn til og sinna á sem flestum með símaviðtölum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala.
06.10.2020 - 14:15