Færslur: Sóttvarnaaðgerðir

Johnson hyggst ekki segja af sér
Boris Johnson mun ekki víkja úr embætti forsætisráðherra Bretlands vegna ólöglegra samkoma í Downing-stræti á meðan samkomutakmarkanir voru í gildi. BBC greinir frá. Þetta sagði Johnson á þingfundi í Westminister í kvöld.
26.05.2022 - 01:27
Japan opnað fyrir ferðamönnum á ný - til reynslu
Stjórnvöld í Japan hyggjast heimila „prufu-ferðamennsku“ á næstu dögum, áður en opnað verður almennt fyrir komu ferðafólks frá útlöndum. Japan var lokað fyrir komu fólks frá öðrum löndum skömmu eftir að neyðarástandi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar var lýst yfir í landinu snemma árs 2020.
17.05.2022 - 06:46
„Hitasóttin“ breiðist út um Norður Kóreu með ógnarhraða
COVID-19 breiðist hratt út í Norður-Kóreu þar sem yfirvöld hafa nú staðfest að rúmlega 820.000 hafi smitast af því sem þau kalla „hitasótt“ og 42 hafi látið lífið frá því að sóttin skaut fyrst upp kollinum, þar af 15 undanfarinn sólarhring. Minnst 324.550 af þeim sem smituð eru njóta aðhlynningar á sjúkrahúsum, segir í tilkynningu stjórnvalda í Pjong Jang.
Norður Kórea
Yfir 20 dáin úr bráðsmitandi „hitasótt“
Yfirvöld í Norður Kóreu greina frá því að 21 hafi látist úr „hitasótt“ þar í landi síðasta sólarhring. Tveir dagar eru síðan stjórnvöld greindu frá fyrstu, staðfestu tilfellum COVID-19 í landinu og tilkynntu harðar sóttvarnaaðgerðir, útgöngubann og lokanir. Fyrsta dauðsfallið af völdum farsóttarinnar var staðfest í gær.
Banna kanadískum vélhjólamönnum mótmæli við þinghúsið
Kanadískum vélhjólamönnum í mótmælahug verður bannað að safnast saman við þinghúsið í höfuðborginni Ottawa. Flutningabílstjórar og stuðningsmenn þeirra stóðu fyrir langvinnum mótmælum fyrr á árinu og stjórnvöld óttast að sagan endurtaki sig.
750 milljónum varið í viðbrögð vegna afleiðinga COVID
Ríkisstjórnin ákvað á síðasta fundi sínum fyrir páska að verja 750 milljónum króna til sértækra aðgerða svo mæta megi félags- og heilsufarslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Ætlunin er að ráðast í níu verkefni af því tagi í ár.
Sjö COVID-sjúklingar til viðbótar látnir í Sjanghæ
Kínversk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu í morgun andlát sjö COVID-19-sjúklinga í milljónaborginni Sjanghæ síðasta sólarhringinn. Í gær var greint frá þremur slíkum dauðsföllum í borginni, þeim fyrstu í Sjanghæ frá því að bylgja omíkron-afbrigðis veirunnar skall á Kína. Áður hafði verið greint frá tveimur COVID-19 tengdum dauðsföllum í norðanverðu Kína í mars, þeim fyrstu í landinu, utan Hong Kong, í rúmt ár.
Bandaríkin
Grímuskylda dæmd ólögmæt og er úr sögunni
Dómari við alríkisdómstól í Flórídaríki í Bandaríkjunum úrskurðaði á mánudag að reglugerð sem kveður á um grímuskyldu í flugvélum, lestum og öðrum almenningssamgöngum stæðist ekki lög og að hún félli þar með úr gildi. Ekki er liðin vika síðan heilbrigðisyfirvöld vestra framlengdu gildistíma reglugerðarinnar til 15. maí.
Sóttvarnatakmarkanir að mestu afnumdar í Þýskalandi
Nær allar sóttvarnatengdar takmarkanir, boð og bönn vegna COVID-19 falla úr gildi í Þýskalandi í dag, í samræmi við lög sem þýska þingið samþykkti í vikunni þrátt fyrir að hundruð þúsunda smita greinist enn í landinu á degi hverjum. Löggjöfin felur meðal annars í sér að grímuskylda verður að mestu felld úr gildi á landsvísu og að neikvæð COVID-próf verða ekki lengur skilyrði fyrir inngöngu á hina ýmsu viðburði og staði, fyrir utan hjúkrunarheimili.
20.03.2022 - 08:02
Hráolíuverð komið niður fyrir 100 dali tunnan
WTI Hráolíuverð er komið niður fyrir 100 Bandaríkjadali fyrir tunnuna. Meðal ástæðna er minnkandi eftirspurn í Kína og bjartsýni um að friðarviðræður milli Rússa og Úkraínumanna skili árangri.
Þurfi að ræða alvarlega hvort grípa eigi inn í
Yfir 80 sjúklingar liggja á sjúkrahúsi með covid og hafa ekki verið fleiri síðan í fyrstu bylgju faraldursins, samkvæmt upplýsingum frá Landspítala. Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá Embætti Landlæknis segir að ræða þurfi alvarlega hvort grípa þurfi inn í með takmörkunum. Ástandið sé nokkuð alvarlegt.
Sóttvarnalæknir: Of snemmt að spá endalokum faraldurs
Í gær greindust 4.333 kórónuveirusmit innanlands, bæði með hraðgreiningarprófum og PCR-prófum. „Þannig að það er mjög mikill fjöldi sem er með smit núna úti í samfélaginu. Það er alveg augljóst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur segir að ekki sjái enn fyrir endann á faraldrinum. „Nei, við getum ekki gert það. Við getum ekki sagt það með vissu fyrr en við sjáum að við séum búin að ná einhverjum toppi.“
Engar samkomutakmarkanir lengur
Öllum samkomutakmörkunum vegna COVID-19 og takmörkunum á landamærum var aflétt á miðnætti. Krafa um einangrun er einnig afnumin en finni fólk til einkenna er það hvatt til að fara í hraðpróf og mælst til að það haldi sig heima.
Neyðarástandi lýst yfir í Hong Kong
Neyðarlög tóku gildi í Hong Kong nú í morgun sem heimila læknum og hjúkrunarfólki frá meginlandinu að aðstoða í baráttunni við gríðarlega útbreiðslu COVID-19. Hingað til hefur heilbrigðisstarfsfólki af meginlandinu verið meinað að starfa í Hong Kong.
24.02.2022 - 05:30
„Þetta verður nýr þjóðhátíðardagur“
„Drottinn minn dýri bara þetta verður nýr þjóðhátíðardagur. Upp með blysin og skjótum upp flugeldum,“ segir Kormákur Geirharðsson, veitingamaður vegna tilkynningar ríkisstjórnarinnar um að aflétta öllum takmörkunum, bæði innanlands og á landamærunum aðfaranótt föstudags. 
Síðustu trukkarnir dregnir út úr miðborg Ottawa
Síðustu leifar mótmælabúðanna og umferðartálmanna í miðborg Ottawa, höfuðborgar Kanada, voru fjarlægðar í dag, sunnudag. Hátt í 200 manns voru handtekin í aðgerðum lögreglu á föstudag og laugardag og nær 60 stórir flutningabílar gerðir upptækir.
Mótmælin í Ottawa leyst upp - 170 handtekin
Settur lögreglustjóri í Ottawa lýsti því yfir í gærkvöld að hertöku flutningabílstjóra og stuðningsfólks þeirra á miðborg kanadísku höfuðborgarinnar hefði verið hnekkt. Sókn fjölmenns lögregluliðs alstaðar að frá Kanada gegn þúsundum andstæðinga bólusetningarskyldu og annarra sóttvarnaaðgerða kanadískra stjórnvalda, sem haldið höfðu miðborg Ottawa lokaðri um þriggja vikna skeið hófst á föstudag og lauk á laugardagskvöld.
Yfir 100 mótmælendur handteknir í Ottawa
Lögregla í Kanada lét til skarar skríða gegn mótmælendum í miðborg höfuðborgarinnar Ottawa í dag og hefur þegar handtekið um eða yfir 100 úr þeirra hópi í aðgerðum dagsins og fjarlægt fjölda flutningabíla. Hundruð lögreglumanna, bæði heimamenn og liðsauki frá öðrum umdæmum, alríkislögreglunni og riddaralögreglunni, sóttu á föstudag hægt en ákveðið að þeim hundruðum mótmælenda sem haldið hafa miðborginni í gíslingu um nokkurra vikna skeið.
Sjónvarpsfrétt
Öryggi sjúklinga í hættu - stjórnvöld skoði aðgerðir
Öryggi í sjúklinga í hættu vegna manneklu á Landspítala, segir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala,Stjórnendur spítalans eru í stökustu vandræðum með að manna vaktir um helgina. Staðan er erfið á mörgum deildum, bæði vegna covid-veikinda hjá sjúklingum og starfsfólki. Sóttvarnalæknir segir að stjórnvöld verði að íhuga að herða aðgerðir áður en allt fer í óefni.
17.02.2022 - 19:23
Nýja Sjáland
Spila Manilow og Macarena til að fæla brott mótmælendur
Nýsjálensk yfirvöld tóku upp á þeirri nýlundu að spila í sífellu nokkur lög bandaríska söngvarans Barry Manilow og spænskan danssmell til að hrekja mótmælendur brott frá þinghúsinu í Wellington. Mótmælendur svöruðu í svipaðri mynt.
Mótmælendur flykktust í átt til Parísar
Þúsundir Frakka flykktust í dag í átt til höfuðborgarinnar Parísar til að mótmæla sóttvarnar- og bólusetningareglum stjórnvalda. Aðgerðirnar eru í anda þeirra sem staðið hafa um hálfs mánaðar skeið í Kanada.
Smitum fækkar á Grænlandi nema í tveimur bæjum
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað talsvert í Tasiilaq stærsta þéttbýlisstaðnum á Austur-Grænlandi en annars staðar í landinu hefur smitum fækkað nokkuð. Öllum sóttvarnaraðgerðum var aflétt í landinu um miðja vikuna.
12.02.2022 - 01:10
Ákvörðunar um frekari afléttingar beðið
Búist er við því að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynni í dag næstu skref í afléttingum sóttvarnarráðstafana vegna covid. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar fyrir hádegi og er gert ráð fyrir að afléttingar verði tilkynntar að honum loknum. Síðast var létt á sóttvarnarráðstöfunum í lok janúar. Þá voru fjöldatakmarkanir rýmkaðar úr tíu manns í fimmtíu.
11.02.2022 - 07:44
Segir ekki tímabært að afnema einangrun
Heilbrigðisráðherra segir stöðuna í kórónuveirufaraldrinum mjög viðkvæma, enda útbreiðsla smita mikil. Hann villl fara varlega í afléttingar, en ítrekaði á Alþingi í morgun að blessunarlega hafi þeim fækkað sem veikist illa. Nýjar tillögur eru boðaðar á morgun og hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilað Willum Þór Þórssyni minnisblaði um næsta skref afléttinga.
Ástralir opna dyr sínar fyrir erlendu ferðafólki
Ástralía verður aðgengileg erlendu ferðafólki á ný hinn 21. febrúar. Scott Morrison forsætisráðherra tilkynnti þetta í morgun. Þar með lýkur einni lengstu lokun lands fyrir erlendum gestum sem gripið hefur verið til í heimsfaraldri kórónuveirunnar, en Ástralir skelltu í lás í mars 2020 í von um að geta þannig sloppið vel og helst alveg við farsóttina. Landið hefur verið nánast alveg lokað síðan,