Færslur: sóttkvíarhús

Tvær innlagnir á spítala í gær
Óbólusettir komufarþegar fá ekki lengur að fara í skimunarsóttkví í farsóttarhúsum og segir forstöðumaður húsanna að það létti verulega á álaginu. 83 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær.
171 land er nú hááhættusvæði
171 land er á nýjum lista heilbrigðisráðuneytisins yfir svæði og lönd sem talin eru hááhættusvæði vegna COVID-19. Löndunum á listanum hefur fjölgað um 33 frá síðasta lista. Allir sem koma frá þessum svæðum þurfa að fara í sóttkví í sóttvarnahúsi við komuna til landsins. Þó er hægt að sækja um undanþágu frá því. 
Fæðing á sóttkvíarhóteli eða næstum því
Við sluppum við að sjóða vatn og taka til handklæði, segir umsjónarmaður farsóttarhúsa, en þar fékk kona hríðir um helgina en var flutt á sjúkrahús þar sem barnið fæddist. Tveir greindust með smit á landamærunum í gær, samkvæmt bráðabirgðatölum, og fimm innanlands og voru þeir allir í sóttkví. 
Ferðafólki fjölgar og sóttkvíarhóteli bætt við á morgun
Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður sóttvarnarhúsa, segir að bætt verði við sóttkvíarhótelum vegna fjölgunar flugferða til landsins. Fjórar farþegaþotur eru þegar komnar til landsins í dag og fjórar væntanlegar. Búist er við átta vélum á morgun en ferðum frá Osló og Munchen hefur verið aflýst. 
Hátt í 300 á sóttkvíarhóteli og farsóttarhúsi
Hátt í 300 manns voru á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún og í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg í nótt. Gylfi Þór Þorsteinsson forstöðumaður farsóttarhúsa hjá Rauða krossi Íslands segir að þetta séu aðallega útlendingar með búsetu á Íslandi en einnig Íslendingar sem geta ekki tekið út sóttkví í heimahúsi.
19.04.2021 - 10:51
Fólk er almennt rólegt yfir að dvelja í einangrun
Enn er þétt setinn bekkurinn í sóttvarnahúsum. Hátt í 300 eru á Fosshótel Reykjavík og á Lind eru 42 þar af 27 í einangrun með COVID-19. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsanna segir að fólki líði almennt ágætlega.
Ferðamenn fyrirferðamestir í sóttkvíarhúsinu
Stutt er í að sóttkvíarhúsið í Reykjavík fyllist og er nú leitað að öðru hóteli til viðbótar. Fólk fær enn ekki að fara út undir bert loft. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa, segist viss um að heilbrigðisráðherra sýni því skilning að ekki verði hægt að leyfa öllum að viðra sig daglega. 
Fyrri skimun allra farþega Norrænu reyndist neikvæð
Fjórir farþegar sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar á miðvikudag þáðu gistingu í sóttvarnarhúsi á Hótel Hallormsstað á Egilstöðum. Allir komu frá svokölluðum rauðum svæðum en fimm aðrir frá slíkum svæðum áttu í önnur hús að venda.
Spurðist fyrir um bann við komu fólks frá áhættusvæðum
Heilbrigðisráðherra fékk lögmannsstofu til að kanna hvort mögulegt væri að loka fyrir komu fólks frá tilteknum áhættusvæðum til að hindra frekari útbreiðslu Covid-19. Ráðherra segir þó ekki standa til að ráðast í slíkar aðgerðir.
Leynd um gögn til grundvallar reglugerð um sóttkvíarhús
Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að leynd ríki yfir þeim gögnum sem liggja til grundvallar ákvörðun stjórnvalda um að skikka fólk frá rauðum og gráum ríkjum í sóttkvíarhús við komuna til landsins. Þetta segja Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, en velferðarnefnd Alþingis fundaði um ákvörðunina í morgun.
Fólki frjálst að ljúka sóttkví utan sóttkvíarhótela
Þeim sem dvelja á sóttkvíarhótelum verður tilkynnt að þeim sé frjálst að ljúka sóttkví annars staðar hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Umsjónarmaður sóttvarnarhótela segir að nú þurfi að endurmeta stöðuna í ljósi úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur í dag.
Úrskurðar héraðsdóms um sóttkvíarhús beðið
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðar síðar í dag í þremur málum er snúa að því hvort löglegt sé að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. Á þriðja hundrað farþega dvöldu í sóttkvíarhúsinu í Þórunnartúni í nótt og fara fyrstu hóparnir í síðari skimun á morgun.
05.04.2021 - 12:48
Lokað þinghald í sóttkvíarmálinu
Klukkan þrjú hófst fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem krafa Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um staðfestingu ákvörðunar um sóttkví í sóttvarnahúsi var tekin fyrir. Fjórar kærur fólks sem dvelst á sóttkvíarhótelinu hafa borist og eru nú þrjá þeirra til meðferðar. Þinghaldið er lokað að kröfu Reimar Péturssonar, eins lögmannanna, en hinir tveir lögmennirnir þeir Jón Magnússon og Ómar R. Valdimarsson höfðu sammælst um að þinghaldið yrði opið.
Nokkrir hafa yfirgefið sóttkvíarhótelið
Nokkrir hafa yfirgefið sóttkvíarhótelið við Þórunnartún og það hefur verið tilkynnt lögreglu sem brot á sóttvarnareglum. Á þriðja hundrað gestir dvöldu þar í nótt. Nokkuð hefur verið um að fólk safnist saman á herbergjum og hefur starfsfólk þurft að ítreka reglur.
Segist ekki verða var við ókyrrð meðal gesta
Nóttin á sóttkvíarhótelinu gekk vel að sögn upplýsingafulltrúa Rauða krossins. Hann segist ekki skynja ókyrrð meðal gesta þrátt fyrir að tveir hafi ákveðið að láta reyna á lögmæti vistunarinnar fyrir dómstólum. Von er á tveimur flugvélum til landsins í dag og gætu allt að 36 manns bæst í hóp gesta á hótelinu.
Telur fólk slaufa Íslandsferðum vegna skyldusóttkvíar
165 gestir eru í sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni í Reykjavík, en þangað er fólk sent sem kemur til landsins frá skilgreindum há-áhættusvæðum vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar. Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir móttöku fólks hafa gengið nokkuð vel til þessa en ómögulegt að spá um hversu mörg eiga eftir að bætast í hóp gesta um helgina. Hann telur nokkuð ljóst að fólk sé að hætta við Íslandsferðir á síðustu stundu vegna skyldusóttkvíarinnar.
Myndskeið
Áhugavert hvernig dómstólarnir munu bregðast við
Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir líklegt að fólk sem er skikkað í sóttkví í sóttvarnahúsi muni leita réttar síns. Áhugavert verði að sjá hvernig dómstólar bregðist við.
Tveir á sóttkvíarhóteli með smit
Tveir gestir sóttkvíarhótelsins í Þórunnartúni hafa greinst jákvæðir. Eitthvað hefur verið um að gestir brjóti reglur og fari á milli herbergja. Tekið hefur verið fyrir útivist gesta hótelsins.
02.04.2021 - 19:40
Myndskeið
Illnauðsynleg eða ólögmæt frelsissvipting?
Skiptar skoðanir eru á meðal þingmanna hvort það standist lög að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttvarnahús. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum dómsmálaráðherra segir aðgerðirnar í besta falli á gráu svæði en formaður Flokks fólksins segir aðgerðir stjórnvalda á landamærunum ekki ganga nógu langt.