Færslur: Sóttkvíarhótel

Viðtal
Byrjar með nýrri reglugerð en lagasetning möguleg
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að ný reglugerð sem tekur gildi á miðnætti taki mið af lögum og niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um reglugerðina sem var úrskurðuð ólögleg um páskahelgina. Hún vonar að hægt verði að draga úr takmörkunum innanlands í næstu viku, svo sem á vettvangi íþrótta og sviðslista og með því að rýmka samkomutakmarkanir.
Vonbrigði að ekki fékkst efnisleg niðurstaða
Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri-grænna, segir það ákveðin vonbrigði að ekki hafi fengist efnisleg niðurstaða í Landsrétti um reglugerð heilbrigðisráðherra um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ólöglega. Hann segir ráðherra ekki þurfa að segja af sér. Ábyrgð ráðherra sé að svara skilaboðum héraðsdóms með nýrri reglugerð.
Viðtal
Forsætisráðherra sér ekki fyrir sér að loka landinu
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að fari svo að Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að lagastoð skorti fyrir reglugerð ráðherra um dvöl fólks frá áhættusvæðum í sóttkvíarhúsi þurfi annað hvort að breyta sóttvarnarlögum eða reglugerðinni þannig að hún rúmist innan laga.
Myndskeið
Viðbúið að Landsréttur úrskurði um sóttkví á morgun
Viðbúið er að Landsréttur dæmi á morgun um lögmæti þess að skikka fólk á sóttkvíarhótel. Sárafáir völdu að fara á hótelið í dag þegar það var ekki lengur skylda. Mál fjögurra af þeim sjö sem Héraðsdómur dæmdi í hag í gær fara fyrir Landsrétt. Hin þrjú mál gera það ekki vegna þess að þeir sem þau höfðuðu eru lausir úr sóttkví og hafa því ekki lögvarða hagsmuni af málinu.
Viðtal
Sóttvarnareglugerð sett í góðri trú
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra segir að reglugerð um að skylda farþega frá áhættusvæðum í sóttkví á sóttkvíarhótel hafi verið sett í góðri trú. Staðfesti Landsréttur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að lagastoð skorti verði brugðist við því. Mikið velti á því hver niðurstaðan verður í Landsrétti; hann geti staðfest niðurstöðu héraðsdóms, snúið henni eða vísað málinu frá.
Sárafáir fóru á sóttkvíarhótelið
Sárafáir þeirra sem komu til landsins með flugi í dag fóru á sóttkvíarhótel, segir yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Karlmaður sem ákvað að fara heim til sín og kona sem ákvað að fara á sóttkvíarhótel gefa sömu skýringuna, það hafi verið þægilegast. Í dag gat fólk í fyrsta skipti komið frá löndum utan Schengen og vísað vottorðum um bólusetningu eða fyrra smit.
„Úrskurður héraðsdóms alvarleg aðför að sóttvörnum“
Læknafélag Íslands vill að Alþingi breyti lögum svo sóttvarnir haldi í kjölfar þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði að lagastoð skorti fyrir reglugerð ráðherra um dvöl fólks frá áhættusvæðum í sóttkvíarhóteli. Tryggja þurfi lagastoð fyrir ítrustu sóttvörnum.
Eingöngu fjallað um lagaheimild en stjórnarskráin nærri
Það er mat Kára Hólmars Ragnarssonar, lektors við lagadeild Háskóla Íslands, að úrskurður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær snúi eingöngu að lagaheimildinnni sem liggur til grundvallar því að skikka fólk til dvalar í sóttvarnarhóteli. 
Breyta þarf lögum ef tryggja á lögmæti skyldudvalar
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur um að stjórnvöldum sé ekki heimilt að skylda alla, sem koma hingað frá dökkrauðum og gráum löndum, í sóttvarnahús við komuna til landsins er mikil vonbrigði að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þetta kom fram í viðtali við hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Komufarþegum býðst áfram að dvelja í sóttvarnahúsi
Fáir yfirgáfu sóttvarnahótelið í gærkvöldi þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld hefðu gefið það út að öllum sem þar dveldu væri frjálst að ljúka sóttkví heima hjá sér. Það var gert eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurð um að ríkið hefði ekki mátt skikka á sóttvarnahótelið þá sem kærðu dvölina.
Mæta á fund velferðarnefndar eftir úrskurð héraðsdóms
Heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknir hafa staðfest komu sína á fund velferðarnefndar Alþingis klukkan tíu til þess að ræða næstu skref í sóttvarnaaðgerðum, eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðdegis í gær að ríkið mætti ekki skikka þá í sóttkví í sóttvarnahúsi sem kærðu dvölina,
Fólki frjálst að ljúka sóttkví utan sóttkvíarhótela
Þeim sem dvelja á sóttkvíarhótelum verður tilkynnt að þeim sé frjálst að ljúka sóttkví annars staðar hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Umsjónarmaður sóttvarnarhótela segir að nú þurfi að endurmeta stöðuna í ljósi úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur í dag.
Lokað þinghald í sóttkvíarmálinu
Klukkan þrjú hófst fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem krafa Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um staðfestingu ákvörðunar um sóttkví í sóttvarnahúsi var tekin fyrir. Fjórar kærur fólks sem dvelst á sóttkvíarhótelinu hafa borist og eru nú þrjá þeirra til meðferðar. Þinghaldið er lokað að kröfu Reimar Péturssonar, eins lögmannanna, en hinir tveir lögmennirnir þeir Jón Magnússon og Ómar R. Valdimarsson höfðu sammælst um að þinghaldið yrði opið.
Hjón með þriggja mánaða barn kæra skyldusóttkví
Hjón með þriggja mánaða gamalt barn hafa kært þá ákvörðun stjórnvalda að vera skikkuð í sóttkví í sóttvarnahúsi er þau komu til landsins. Fólkið krefst þess að því verði birt ákvörðun sóttvarnalæknis um að þau skulu vera í sóttvarnahúsi og að sú ákvörðun verði borin undir héraðsdóm.
Nokkrir hafa yfirgefið sóttkvíarhótelið
Nokkrir hafa yfirgefið sóttkvíarhótelið við Þórunnartún og það hefur verið tilkynnt lögreglu sem brot á sóttvarnareglum. Á þriðja hundrað gestir dvöldu þar í nótt. Nokkuð hefur verið um að fólk safnist saman á herbergjum og hefur starfsfólk þurft að ítreka reglur.
  •