Færslur: Sóttkví

Fóru í hlífðargöllum að handtaka foreldri með COVID-19
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð á heimili fjögurra barna fjölskyldu í gær vegna erfiðleika annars foreldrisins við að framfylgja reglum um einangrun í heimahúsi. Sá hafði fengið jákvæða niðurstöðu úr sýnatöku í gær og í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að aðrir íbúar á heimilinu hafi verið orðnir úrræðalausir. Eins og stendur er óljóst hver tilkynnti um vandræðin.  
„Veikindin mín í vor voru COVID-19“
„Ég var að komast að því núna eftir mótefnamælingu hjá ÍE að veikindin mín í vor voru COVID,“ skrifar Alexandra Ýr van Erven í Twitter-færslu í dag.  
Myndskeið
Skoðað að skima alla landsmenn tvisvar við heimkomu
Sóttvarnarlæknir segir til skoðunar að allir búsettir hér verði að sæta heimkomusmitgát við komuna til landsins og fara tvisvar í sýnatöku. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að málið sé metið nú og hvort unnt sé að auka afkastagetu í sýnatöku og rannsóknum. Þórólfur segir viðbúið að fleiri smit greinist daglega næstu daga.
Kórónuveirusmit í matvælafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu
Kórónuveirusmit er komið upp hjá starfsmanni fyrirtækis á höfuðborgarsvæðinu sem flytur inn og dreifir matvælum. Forstjóri fyrirtækisins segir í samtali við fréttastofu að smitið hafi komið upp í byrjun vikunnar í tíu manna deild þar sem vörum er pakkað og þær merktar. Eitt smit til viðbótar hafi greinst hjá starfsmanni í þeirri deild og alls séu því smitin tvö í fyrirtækinu.
Þrír COVID flutningar hjá slökkviliðinu
Þrír COVID-19 flutningar voru meðal verkefna Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sólarhring, en þann sólarhring var metfjöldi sjúkraflutninga. Alls sinnti slökkviliðið 127 slíkum verkefnum, þar af 53 á næturvaktinni.
Spænsk yfirvöld segja aðgerðir Breta ósanngjarnar
Bresk yfirvöld hafa fyrirskipað fjórtán daga sóttkví fyrir alla sem koma til landsins frá Spáni og ráðið fólki frá ferðum þangað. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir ákvörðunina „ósanngjarna“.
Innflytjendur aðskotahlutur sem ekki er gert ráð fyrir
Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingar, segir það umhugsunarefni að ekki hafi verið gert ráð fyrir að manneskja sem ekki tali nógu góða „stjórnsýslu-íslensku“ sé með íslenska kennitölu.
Yfirvöld í Hong Kong herða aðgerðir
Yfirvöld í Hong Kong herða nú aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar. Fólki er skylt að bera andlitsgrímur og í mesta lagi tveir mega hittast á almenningssvæðum. Veitingastaðir mega aðeins bjóða fólki upp á að taka mat með heim.
27.07.2020 - 09:43
Aldrei fleiri kórónuveirutilfelli greinst í Ástralíu
532 ný kórónuveirutilfelli greindust í Victoriu-ríki í Ástralíu síðasta sólarhringinn og er það mesti fjöldi sem greinst hefur með sjúkdóminn í landinu á einum degi frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Fyrra metið var frá 28. mars, en þann dag greindust 497 ný tilfelli.
27.07.2020 - 09:29
Myndskeið
Gætum þurft að grípa til harðari aðgerða
Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur í sóttvörnum hjá Embætti landlæknis , segir alltaf áhyggjuefni þegar upp komi hópsmit. Það bendi til þess að smitandi einstaklingur sé í samfélaginu. Verið sé að skoða hverjir þurfi að fara í sóttkví út frá þeim sem greinst hafa undanfarna daga. Haldi innanlandssmitum áfram að fjölga gæti þurft að grípa til harðari aðgerða.
26.07.2020 - 19:28
Kjósendur Framsóknar og VG þvo og spritta oftar
22% Íslendinga óttast að smitast af COVID-19. 27% hafa áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum sjúkdómsins á Ísland og meirihlutinn hefur breytt venjum sínum til að forðast smit. Fjölgað hefur í hópi þeirra sem telja að heilbrigðisyfirvöld og almannavarnir geri of lítið til að bregðast við faraldrinum og kjósendur VG og Framsóknar þvo og spritta hendur sínar oftar en aðrir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup þar sem spurt er um viðhorf fólks til áhrifa COVID-19.
26.07.2020 - 12:22
Smitum og dauðsföllum fækkar stöðugt í New York
Nýjum smitum hefur fækkað hratt í New York síðustu vikur og í gær urðu færri dauðsföll þar af völdum veirunnar en orðið hafa á einum degi síðan um miðjan mars. Íbúar í þrjátíu og einu fylki í Bandaríkjunum þurfa nú að fara í sóttkví við komuna til New York, New Jersey og Connecticut.
22.07.2020 - 16:26
Enginn kemur til landsins vitandi að hann er sýktur
Dæmi eru um að fólk hafi þurft að dvelja allt að sex vikur í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg. Þetta sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnarhúsa í Morgunútvarpinu í morgun.
Tuttugu í sóttkví í Færeyjum
Nú eru fleiri en tuttugu í sóttkví í Færeyjum. Á laugardaginn greindist þriggja manna erlend fjölskylda með virkt smit við komuna til eyjanna.
21.07.2020 - 03:27
Sautján farþegavélar lenda í Keflavík í dag
Sautján farþegaflugvélar lenda á Keflavíkurflugvelli í dag, samkvæmt upplýsingum á vef Isavia. Tíu þeirra koma frá löndum sem eru á lista yfir þau lönd sem ekki eru flokkuð sem áhættusvæði vegna COVID-19.
16.07.2020 - 06:48
Skotinn af lögreglu eftir deilu um grímur
Lögreglumaður í Michigan ríki skaut í gær mann til bana, sem grunaður var um að hafa stungið annan mann með hnífi vegna deilna um andlitsgrímur.
14.07.2020 - 23:42
Lilja fagnar sóttkvíarlokum
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er laus úr sóttkví sem hún hefur verið í undanfarnar tvær vikur eftir að eiginmaður hennar greindist með COVID-19 smit.
Hjólaði frá Skotlandi til Grikklands vegna COVID-19
Grikki sem var í háskólanámi í Skotlandi ákvað að hjóla heim, um 3.500 km leið, eftir að allar flugleiðir lokuðust vegna kórónuveirunnar.
13.07.2020 - 23:46
Mega fara í búð en ekki hitta fleiri en 10 í einu
Þeir sem eru búsettir hér á landi eða eru íslenskir ríkisborgarar og fara í sýnatöku á landamærunum eiga að viðhafa svokallaða heimkomusmitgát í fjóra til fimm daga, að því er kemur fram í minnisblaði heilbrigðisráðherra til ríkisstjórnarinnar. Fólk má fara út í búð, í strætó en ekki hitta fleiri en tíu í einu. Þá má það ekki faðma, heilsa með handabandi eða umgangast viðkvæma.
Myndskeið
Löndin þar sem Íslendingar þurfa ekki að fara í sóttkví
Íslendingar geta nú ferðast til flestra ríkja í Evrópu án þess að fara í sóttkví við komuna þangað. Til skoðunar er hvaða önnur ríki sem Evrópusambandið telur að séu örugg geti einnig verið opin fyrir Íslendinga.
09.07.2020 - 19:19
Starfsfólk fari í sóttkví á eigin kostnað
Ef starfsfólk Landspitalans fer til útlanda þarf það að fara í sóttkví í frítíma sínum.
09.07.2020 - 12:23
Virkt smit greindist við landamærin í fyrradag
Eitt virkt smit greindist við landamæraskimun í fyrradag. Á mánudag greindust tvö virk smit við landamærin en fimm óvirk. Í gær greindust að minnsta kosti tvö smit við landamæraskimun. Enn er beðið eftir mótefnamælingu og því ekki vitað hvort um óvirk eða virk smit er að ræða.
09.07.2020 - 11:14
Þarf að vera 14 daga utan Schengen fyrir Bandaríkjaferð
Það virðist ekki vera hlaupið að því fyrir þá íslensku nema sem stunda nám í Bandaríkjunum að komast þangað. Körfuboltaleikmaðurinn og háskólaneminn Ásta Júlía Grímsdóttir er þessa dagana að leita leiða til að komast í skólann.
08.07.2020 - 16:37
Starfsfólk sem ferðast fari í sóttkví á eigin kostnað
Farsóttanefnd Landspítalans sendi í dag út tilkynningu þess efnis að starfsfólk sem færi til útlanda í frí frá og með 10. júlí þyrfti að fara í sóttkví við heimkomu á eigin kostnað.
07.07.2020 - 21:26
Lögreglufólki í sóttkví meinað um yfirvinnugreiðslur
Lögreglumenn sem þurft hafa að fara í sóttkví vegna gruns um Covid-19 smit fá ekki greidda yfirvinnu á meðan. BSRB segir óviðunandi að starfsfólk í framlínustörfum sem gæti smitast af lífshættulegum sjúkdómi, fái ekki borgað fyrir þann tíma sem verja þarf í sóttkví.