Færslur: Sóttkví

Fjöldaskimunum frestað í Hong Kong
Carrie Lam, æðsti embættismaður Hong Kong, segir ekki lengur forgangsmál að skylda alla íbúa borgarinnar í PCR-próf. Þó stendur ekki til að hætta algerlega við þær fyrirætlanir.
sjónvarpsfrétt
Til greina kæmi að kalla inn einkennalítið starfsfólk
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að ef áhrif veikinda verði mikil á starfsemina verði það leyst með tilfærslu starfsfólks. Til greina komi að kalla smitaða til starfa ef þeir eru með minniháttar einkenni.
Segja sóttvarnareglur valda fjarvistum frekar en COVID
Um það bil 450 þúsund Norðmenn þurfa að halda sig heimavið og taka veikindaleyfi vegna kórónuveirufaraldursins á hverjum tíma að mati Lýðheilsustofnunar Noregs (FHI). Það sé fyrst og fremst vegna sóttvarnatakmarkana en ekki vegna þess að fólk sé mjög veikt.
Blendnar tilfinningar vegna nýrra sóttkvíarreglna
Blendnar tilfinningar eru meðal stjórnenda í grunnskólum, leikskólum, frístundaheimilum og skólahljómsveitum í Reykjavík að sögn Helga Grímssonar, forstöðumanns skóla- og frístundasviðs. Um leið og þeir hafa áhyggjur af veikindum barna og starfsmanna, sé það mikið fagnaðarefni að rakningarstarf heyri sögunni til í skóla- og frístundastarfi.
Sjónvarpsfrétt
Þúsundir losna úr sóttkví á miðnætti
Þúsundir skólabarna sem verið í sóttkví undanfarna daga snúa aftur í skóla á morgun eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um tilslakanir á reglum um sóttkví. Afléttingaráætlun stjórnvalda verður kynnt á föstudaginn.
Skólafólk taki þátt í að ná hjarðónæmi
Nýjar reglur um sóttkví taka gildi á miðnætti þannig að fjöldi manns mun geta mætt til skóla og vinnu á morgun. Sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyrarbæjar segir að ef hjarðónæmi eigi að nást í samfélaginu sé eðlilegt að skólafólk þátt í því eins og aðrir.
25.01.2022 - 15:52
Breyttar reglur um sóttkví taka gildi á miðnætti
Þeir sem verða útsettir fyrir COVID-19 smiti utan heimilis þurfa ekki lengur að fara í sóttkví, samkvæmt nýjum sóttvarnarreglum sem taka gildi á miðnætti. Þeir þurfa þess í stað að viðhafa smitgát, er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Börn á leik- og grunnskólaaldri eru undanþegin þeirri smitgát.
Breytingar á sóttkví og sýnatökum í sjónmáli
Sóttvarnalæknir ætlar að gera tillögur um tilslakanir í vikunni en ekki er von á að þær taki gildi fyrr en í næstu viku. Búast má við að fyrstu afléttingar snúi að sóttkví og sýnatöku.
24.01.2022 - 12:45
Enginn liggur inni á Akureyri vegna covid
Á Sjúkrahúsinu á Akureyri liggur enginn covid-sjúklingur inni og hefur ekki gert í tvær vikur. Aðal áskorunin er að manna stöður sjúkrahússins vegna einangrunar og sóttkvíar starfsfólks. Gjörgæsluhjúkrunarfræðingar frá Sjúkrahúsinu á Akureyri hafa þó undanfarnar vikur fært sig yfir á Landspítalann til að létta undir þar.
Kláraði sóttkví í síðustu viku er komin í aðra
Umboðsmaður barna segir að faraldurinn og aðgerðir honum tengdar muni hafa langvarandi áhrif á börn. Móðir átta ára stúlku sem er í sinni sjöundu sóttkví segir að ástandið leggist þungt á hana.
20.01.2022 - 21:36
Sjónvarpsfrétt
Flúðu norður í land eftir fjórðu sóttkvína í Reykjavík
Fjölskylda í Vesturbæ Reykjavíkur sem þurfti að fara fjórum sinnum í sóttkví á síðasta ári hefur flúið ástandið alla leið til Húsavíkur. Móðirin segir að sér hrylli við þeirri tilhugsun að fara í enn eina sóttkvína.
20.01.2022 - 19:11
Sjónvarpsfrétt
Vilja að ríkið borgi laun í Covid-veikindaleyfi
Samtök atvinnulífsins segja að launakostnaður í covid-veikindaleyfi kosti fyrirtæki landsins 100 milljónir á dag og vilja að ríkið greiði laun þeirra sem lenda í einangrun. Forseti ASÍ er ekki hrifin af frekari skilyrðislausum ívilnunum fyrir atvinnulífið.
Djokovic bíður enn niðurstöðu
Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic er nú á farsóttarhóteli í Melbourne í Ástralíu þar sem hann bíður þess að beiðni hans um endurnýjun vegabréfsáritunar verði tekin fyrir. Honum var neitað um vegabréfsáritun öðru sinni í gær.
Kemur ekki á óvart að leitað sé til dómstóla 
Félagsmálaráðherra segir eðlilegt að ágreiningur sé um hvort rétt sé að draga orlofstíma frá launafólki ef sóttkvíardagar lendi á slíkum dögum. Ekki komi á óvart að málið komi til kasta dómstóla. 
Rýmka sóttkvíarreglur fyrir þríbólusetta
Heilbrigðisráðherra samþykkti síðdegis rýmkaðar reglur um sóttkví fyrir þá sem fengið hafa þrjár bólusetningar, í samræmi við tillögur sóttvarnarlæknis. Reglurnar gilda einnig fyrir þá sem hafi fengið tvær bólusetningar og hafa jafnað sig af staðfestu covid-smiti. Reglurnar hafa þegar tekið gildi.
07.01.2022 - 17:55
Hefur vantað tugi til starfa vegna sóttvarnaaðgerða
Fjörutíu til sextíu heilbrigðisstarfsmenn hefur vantað til starfa á degi hverjum á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í þessari viku. Þetta segir framkvæmdastjóri lækninga en covid-tengd verkefni hafa einnig aukið álag á heilsugæsluna og því getur verið bið eftir tíma hjá heimilislækni.
Sjónvarpsfrétt
Fjarvistir farnar að bíta í matvælaiðnaði
Þótt vel á sautjánda þúsund séu í einangrun eða sóttkví þá hefur lykilfyrirtækjum og stofnunum tekist að halda úti grunnþjónustu. Staðan í matvælaiðnaði er hins vegar orðin afar erfið.
06.01.2022 - 09:30
Viðtal
Covid-smitaðir tengdasynir byggðu snjóhús á Akureyri
Fjölskylda á Akureyri sat alls ekki auðum höndum yfir hátíðirnar heldur byggði sér glæsilegt snjóhús. Danskir tengdasynir í fjölskyldunni eiga mestan heiðurinn af verkinu en þegar húsið var tilbúið var haldin veisla.
04.01.2022 - 14:33
Telur ákvörðun ráðherra vera byrjendamistök
Formaður félags grunnskólakennara telur byrjendamistök liggja að baki því að mennta- og barnamálaráðherra ætli ekki að fresta skólabyrjun eins og sóttvarnalæknir lagði til fyrir jól vegna kórónuveirunnar og fjöldasmita í samfélaginu.</p>
03.01.2022 - 09:21
Brasilía
Rannsaka sóttvarnabrot um borð í skemmtiferðaskipum
Heilbrigðisyfirvöld í Brasilíu heita að rannsaka hvort útgerðir skemmtiferðaskipa hafi brotið sóttvarnareglur þegar hópsmit kom upp í þremur skipum við strendur landsins.
Ættu að vera viðbúin sóttkví eða einangrun í janúar
Flestir ættu að vera við því búnir að lenda í sóttkví eða einangrun í janúar, segir Víðir Reynisson, og gerir ráð fyrir sama ástandi jafnvel fram í febrúar. Ekki hafa eins margir covid sjúklingar legið á gjörgæslu síðan í ágúst. 
Viðbúið að hökt verði í vinnu og skóla í vikunni
Gera má ráð fyrir að hjól atvinnulífsins verði ekki á fullum gangi fyrstu vinnuviku ársins þegar nærri fjórtán þúsund manns eru frá vegna covid og engin kennsla í skólum á morgun þar sem skipuleggja á sóttvarnir. 
Breytingar gerðar á sóttkvíarreglum í Frakklandi
Slakað verður á sóttvíarreglum í Frakklandi á mánudaginn. Ætlunin er að með því dragi úr áhrifum á efnahaginn og samfélagið allt í ljósi mikillar útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar.
Að óbreyttu þurfi að skerða heimaþjónustu í Reykjavík
Hætt er við því að skerða þurfi félagslega heimaþjónustu og heimahjúkrun í Reykjavík vegna fjölda starfsmanna sem eru í einangrun eða sóttkví. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir að reynt sé að halda allri starfsemi gangandi, en að óbreyttu þurfi bráðlega að forgangsraða þjónustunni vegna manneklu.
Sjónvarpsfrétt
Gefur von um að faraldurinn sé á undanhaldi
Sóttvarnalæknir gaf landsmönnum von um að þjóðin kæmist brátt út úr faraldrinum og gæti horfið til eðlilegs lífs á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Hann leggur þó ekki til breytingar á sóttkví eða einangrun að svo stöddu.