Færslur: Sóttkví

Kastljós
Tilslakanir ráðast á Landspítalanum
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að Landspítalinn þurfi að svara því hver þolmörk hans eru áður en hann ráðleggur frekari tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum.
53 smit innanlands og fjölgar í einangrun á Norðurlandi
Covid smit eru enn að koma upp á Norðurlandi eystra eftir hópsmit í tengslum við grunnskólana t.d. á Akureyri og Húsavík. Það fækkar þó umtalsvert í sóttkví.
08.10.2021 - 11:06
Sextán ný smit fyrir norðan — Flestir með væg einkenni
Hópsýkingin á Norðurlandi hefur áhrif á skólakerfið, sjúkrahúsið og forseta Íslands. Enn fleiri smit greindust á Akureyri og Húsavík í gær og yfir þúsund manns eru komin í sóttkví á svæðinu. Læknir segir að flesta enn sem komið er vera með væg eða engin einkenni.
04.10.2021 - 12:02
COVID-19 smit í Borgarhólsskóla
Smit hefur greinst meðal nemenda í Borghólsskóla, grunnskólans á Húsavík. Nemendur og starfsfólk sem urðu útsett fyrir smiti hafa verið send í sóttkví, samkvæmt fyrirmælum smitrakningarteymis almannavarna.
COVID-19 smit á hjúkrunarheimili á Akureyri
Íbúar á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri eru komnir ýmist í sóttkví eða smitgát, vegna starfsmanns á heimilinu sem greindist smitaður af COVID-19 í gær. Að auki þurfa nokkrir starfsmenn að fara í sóttkví vegna smitsins. Um er að ræða heimilin Víði- og Furuhlíð. Lokað verður fyrir allar heimsóknir á þau heimili til og með 4. október, en þá er gert ráð fyrir niðurstöðum úr sýnatök um þeirra sem urðu útsettir fyrir smiti.
02.10.2021 - 13:46
Að minnsta kosti tveir smitaðir á Framsóknarvökunni
Að minnsta kosti tveir gestir kosningavöku Framsóknarflokksins hafa greinst með Covid-19 í vikunni og einhverjir gestir eru komnir í sóttkví. Húsfyllir var á kosningavökunni við Grandagarð fram á nótt um helgina. 
Um þúsund kjósendur komast líklega ekki á kjörstað
Líklegt er að um eitt þúsund kjósendur verði í sóttkví eða einangrun á kjördag og megi því ekki mæta á hefðbundinn kjörstað. Opnaður hefur verið sérstakur upplýsingavefur fyrir þann hóp þar sem finna má leiðbeiningar um atkvæðagreiðsluna og hvar hægt sé að kjósa.
22.09.2021 - 14:38
Gæslan vísaði bát í land vegna gruns um covid-smit
Upp hafa komið nokkur covid-smit sem talin eru tengjast sjómönnum á Bakkafirði. Varðskipið Týr var fengið til að vísa trillu þeirra við Bakkaflóa í land, til þess að þeir færu í sýnatöku og í sóttkví.
16.09.2021 - 12:53
Smit á Hofsósi gæti sett göngur í uppnám
Nokkur Covid smit komu upp um helgina í Grunnskólanum á Hofsósi. Fjölmörg heimili í byggðarlaginu eru því í sóttkví og ef fleiri smit greinast hefði það mikil áhrif á fyrirhugaðar göngur og réttir um helgina á Tröllaskaga.
14.09.2021 - 16:17
25 innanlandssmit í gær en eitt á landamærunum
Tuttugu og fimm greindust innanlands með kórónuveirusmit í gær, eitt smit greindist á landamærunum. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Hjördísi Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannarvarna. Núverandi sóttvarnatakmarkanir gilda til 17. september næstkomandi
Neikvætt hraðpróf styttir hvorki sóttkví né einangrun
Hraðpróf, eða sjálfspróf, koma hvorki í stað sóttkvíar né stytta hana. Það sama á við um einangrun. Sóttkví vegna nándar við covid-smitaðan einstakling varir enn í, að minnsta kosti, sjö daga og lýkur með PCR-sýnatöku. Einangrun varir þá almennt í 14 daga og lýkur með útskrift covid-göngudeildar.
30.08.2021 - 13:39
Fimm í sóttkví í Laugalækjarskóla
Fimm voru sendir í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist hjá nemanda í 10. bekk Laugalækjarskóla í gær. Þetta kemur fram í tölvupósti skólastjórnenda til foreldra. Þrír nemendur í bekknum fara í sóttkví auk tveggja kennara. Allir eru hvattir til að fara varlega og huga að sóttvörnum, og allir sem finna fyrir einkennum COVID-19 hvattir til að bóka sér COVID-próf í gegnu heilsuveru.
Covid-smit í nokkrum skólum á fyrstu dögum haustannar
Minnst ellefu COVID-19 smit hafa greinst tengt skóla- eða frístundastarfi á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikuna. Töluvert færri fara nú í sóttkví tengt hverju smiti í skólastarfi en var í fyrri bylgjum faraldursins.
Sjónvarpsfrétt
Breyttar reglur um sóttkví í skólum
Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Með breytingunum standa vonir til þess að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp.
Fjögur smit tengd leikskólanum á Seyðisfirði
Fjögur COVID-19 smit hafa nú greinst á Seyðisfirði í tengslum við leikskóla bæjarins, en greint var frá smiti á leikskólanum í fyrradag. Töluverður fjöldi er í sóttkví í tengslum við þessi smit og er heildarfjöldi í sóttkví á Austurlandi kominn í 58 manns. Sjö manns eru nú í einangrun á svæðinu.
Unnið að því að fólk geti sjálft skráð sig í sóttkví
Um hundrað kórónuveirusmit greindust í gær, segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Hann segir að um tíma hafi smitrakning ekki verið eins góð og í fyrri bylgjum en núna séu hlutirnir að komast í samt lag. Stefnt sé að því að fólk geti sjálft skráð sig í sóttkví.
Fimm smitaðir í Grímsey — Nær öll eyjan í sóttkví
Fimm hafa greinst með kórónuveiruna í Grímsey en fyrstu tvö smitin greindust í síðustu viku og fóru nær allir á eyjunni í sóttkví í kjölfarið, ýmist í sjálfskipaða sóttkví eða formlega sóttkví. Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, segir eyjuna hafa lamast í nokkra daga en nú sé sóttkví lokið hjá flestum.
17.08.2021 - 08:11
Hægt að skylda starfsfólk til að vera bólusett
Vinnustaðir eins og skólar geta farið fram á að starfsfólk sé bólusett, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir að þegar smit koma upp í skólum sé ekki hægt að beita öðrum aðferðum en að sóttkví. 
Fjörutíu í sóttkví á leikskólanum Holti
Starfsmaður á leikskólanum Holti í Breiðholti greindist smitaður af COVID-19 í gær. Í kjölfarið þurftu þrjátíu börn og tíu starfsmenn að fara í sóttkví. Hópurinn fer í sýnatöku á föstudag.
14.08.2021 - 13:53
Öll börn á leikskólanum Álftaborg í sóttkví
Öll börnin á leikskólanum Álftaborg í Safamýri í Reykjavík voru send í sóttkví í gær eftir að smit greindist hjá einum starfsmanni leikskólans. Alls eru 88 pláss á leikskólanum.
14.08.2021 - 08:13
Starfsstöð leikskóla Seltjarnarness lokað vegna smits
Starfsmaður leikskóla Seltjarnarness greindist smitaður af kórónuveirunni í gær. Starfsstöð hans var þá lokað í kjölfarið og voru börnin á deildinni send í sóttkví. Lokun deildarinnar varðar um hundrað börn.
11.08.2021 - 10:35
Flestir smitast í gleðskap
Langflest smit sem nú greinast tengjast gleðskap, segir yfirlæknir covid-göngudeildarinnar. Hundrað og sjö greindust smituð í gær. Þá fjölgaði um rúmlega þrjú hundruð manns í sóttkví. 
Bólusetningar unglinga og sérreglur um sóttkví í skoðun
Til skoðunar er að setja sérstakar reglur um sóttkví og smitrakningu hjá skólabörnum og bólusetja unglinga. Menntamálaráðherra segir að í næstu viku komi í ljós hvernig skólum verði haldið opnum í vetur. Það sé mikilvægt að börn geti verið í staðnámi en ekki fjarnámi. 
108 smit í gær og 70 utan sóttkvíar
108 greindust smitaðir af COVID-19 innanlands í gær, þar af voru 70 utan sóttkvíar. Einn einstaklingur var lagður inn á sjúkrahús í gær. Nú liggja 16 inni á sjúkrahúsi með veiruna. Af þeim sem smituðust í gær voru 54 fullbólusettir, 45 óbólusettir og 2 sem höfðu hafið bólusetningu.
Nýjar reglur um fullbólusetta ferðamenn til Bretlands
Fullbólusettir Bandaríkjamenn og fólk frá ríkjum Evrópusambandsins þurfa ekki lengur að sæta sóttkví við komuna til Bretlands. Forsvarsmenn flugfélaga kalla eftir því að fleiri lönd komist á grænan lista í landinu.