Færslur: Sóttkví

Fólk verður hvatt til að hvíla sig eftir flug
Almannavarnir ætla að breyta skilaboðum sínum um sóttkví sem send eru til fólks sem kemur til landsins. Framvegis verða þau sem eiga langt ferðalag fyrir höndum, utan suðvesturhornsins, hvatt til að hvíla sig áður en haldið er af stað.
53 grunnskólabörn í sóttkví eftir bíóferð
53 börn í þriðja bekk í Breiðagerðisskóla eru í sóttkví eftir bíóferð á sunnudaginn. Bíóferðin var í tilefni af afmæli eins barnsins og daginn eftir greindist eitt barnanna með COVID-19. Skólastjóri Breiðagerðisskóla segir að sem betur fer hafi verið starfsdagur í skólanum í gær, annars hefðu mun fleiri verið útsettir fyrir smiti.
19.01.2021 - 12:57
Hátt í tuttugu manns úr björguninni í úrvinnslusóttkví
Hátt í tuttugu manns, sem komu að björgun fólksins úr bílnum sem lenti í sjónum í Skötufirði í morgun, eru komin í úrvinnslusóttkví. Í bílnum var fjölskylda, maður og kona fædd 1989 og 1991, og ungt barn þeirra. Þau komu frá Póllandi í nótt og voru á leið heim til sín í sóttkví eftir fyrri sýnatöku á Keflavíkurflugvelli.
16.01.2021 - 15:38
Myndskeið
Bjarni segir að reglugerð snerti takmarkað viðfangsefni
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um að skylda alla flugfarþega í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli sé afskaplega takmarkað viðfangsefni.
Börnum sem koma til landsins nú skylt að fara í sóttkví
Frá og með morgundeginum, 13. janúar, verður börnum fæddum 2005 eða síðar skylt að sæta sóttkví með foreldri eða forráðamanni við komu til landsins, samkvæmt reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19.
Forseti Portúgals með COVID-19
Forseti Portúgals, Marcelo Rebelo de Sousa, hefur greinst með kórónuveirusmit og hefur frestað öllum opinberum athöfnum sínum. Tilkynning þessa efnis barst frá forsetaskrifstofunni í dag.
12.01.2021 - 00:20
Á annað þúsund tilkynningar vegna sóttvarnarbrota
Um 1.200 tilkynningar vegna grunsemda um brot gegn reglugerðum um sóttvarnir, sóttkví eða einangrun bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu árið 2020.
Nýjum tilfellum COVID-19 fækkar í Sydney
Undanfarna tvo daga hefur nýjum kórónuveirutilfellum fækkað í Sydney í Ástralíu. Það glæðir vonir íbúa borgarinnar um að geta haldið jól með fjölskyldu og vinum en í síðustu viku var gripið til hertra aðgerða til að stemma stigu við skyndilegri útbreiðslu veirunnar.
22.12.2020 - 03:55
Smitin nú ekki rakin til hópamyndunar um helgina
Sóttvarnalæknir segir fjölgun kórónuveirusmita vera áhyggjuefni. Tólf greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær og fjórir þeirra voru ekki í sóttkví. Smitin eru þó rakin til mannfagnaða um síðustu helgi. Töluvert var um að fólk kæmi saman um síðustu helgi og myndaðist meðal annars stór hópur miðbænum. Sóttvarnalæknir segir að næstu dagar skeri úr um það hvernig þróunin í smitum verði.
18.12.2020 - 19:36
Á sjötta tug 1. bekkinga í sóttkví
Hátt í 60 nemendur í þremur bekkjum í Laugarnesskóla eru nú komnir í sóttkví eftir að smit greindist hjá nemanda í 1. bekk skólans. Í síðustu viku þurftu rúmlega 100 nemendur í 5. bekk skólans að fara í sóttkví vegna smits hjá starfsmanni. Skólastjóri Laugarnesskóla segir að smitin tengist ekki.
Myndskeið
Þarf að vera einn á hótelherbergi í Tókýó um jólin
Tómir flugvellir, tengiflug, sýnatökur og sóttkvíar einkenna líf þeirra sem þurfa að ferðast vegna vinnu. Flug falla niður og því þarf þekktasti píanóleikari landsins að verja jólum einn á hótelherbergi í Japan.
Donald Trump yngri með COVID-19
Donald Trump yngri, 42 ára gamall sonur Bandaríkjaforseta greindist með COVID-19 í upphafi vikunnar.
20.11.2020 - 23:52
Góðar niðurstöður og við vitum hvað þarf til
Þetta er góðar niðurstöður, segir sóttvarnalæknir um fá innanlandssmit í gær. Hann segir almenning vita hvað þurfi til svo árangurinn verði áfram góður. Innanlandssmit hafa nú verið færri en 30 á dag í sautján daga og undir tíu síðustu þrjá daga. 
Að mestu óbreyttar heimsóknarreglur á hjúkrunarheimilum
Hjúkrunarheimilið Mörk í Reykjavík hefur ákveðið að létta á ströngum heimsóknarreglum sem gilt hafa frá 7. október. Að sögn Ragnhildar Hjartardóttur hjúkrunarframkvæmdastjóra var þá eingöngu leyft að heimsækja heimilismann sem kominn var að lífslokameðferð eða veiktist skyndilega og alvarlega.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, laus úr sóttkví
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er nú laus úr sóttkví. Hann fór í skimun í morgun.
09.11.2020 - 12:05
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar í sóttkví
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar er kominn í sjálfskipaða sóttkví. Hann tilkynnti þetta á Facebook eftir að einhver nákominn honum greindist með COVID-19.
05.11.2020 - 12:13
Viðtal
Guðni forseti hefst við í kjallaranum á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, dvelur í kjallaranum á Bessastöðum meðan hann er í sóttkví. Hann segist hafa stytt sér stundir við að spila netskrafl og lesa. Hann geti áfram sinnt störfum sínum sem forseti með því að nýta sér tölvutækni. Greint var frá því í gærkvöld að Guðni væri kominn í sóttkví fram á mánudag eftir að starfsmaður á Bessastöðum greindist með kórónuveiruna. 
04.11.2020 - 17:53
Stór hluti ríkisstjórnar Danmerkur í sóttkví
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og tveir af hverjum þremur ráðherrum öðrum hófu sjálfskipaða sóttkví í dag eftir að Nick Hækkerup dómsmálaráðherra greindist með COVID-19.
04.11.2020 - 12:30
Myndskeið
Níundi hver Dalvíkingur í sóttkví
Átján manns eru í einangrun í Dalvíkurbyggð. Sýnatökum hefur fylgt álag á heilsugæsluna sem tók tíu sinnum fleiri sýni en venjulega fyrir helgina. Fimm starfsmenn á leikskólanum eru smitaðir. Fjölskylda í sóttkví reynir að njóta tímans og halda rútínu.
02.11.2020 - 20:21
Næstflestu hópsmitin tengd Ölduselsskóla
Að hópsmitinu á Landakoti frátöldu er næstfjölmennasta hópsmitið tengt Ölduselsskóla í Reykjavík. 44 smit eru tengd skólanum. Skólahald hófst aftur í morgun. 
Sóttkvíartími styttur í Færeyjum
Færeysk stjórnvöld hafa ákveðið að stytta þann tíma sem fólk þarf að vera í sóttkví úr fjórtán dögum í tíu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem sóttvarnareftirlit eyjanna sendi frá sér í gær.
Tæpur helmingur nemenda Seljaskóla í sóttkví
304 nemendur  í fimm árgöngum í Seljaskóla í Breiðholti og á fjórða tug starfsmanna skólans eru komnir í úrvinnslusóttkví eftir að smit kom upp í tveimur árgöngum í skólanum í gær. Þetta er hátt í helmingur af nemendafjölda skólans.
21.10.2020 - 09:12
Myndskeið
Skólabörn í sóttkví „Þetta er alveg drepleiðinlegt“
Meira en tíundi hver unglingur í grunnskólum Reykjavíkur er í sóttkví. Eitt smit hjá nemanda getur haft víðtæk áhrif á skólastarf. Tveir vinir í Réttarholtsskóla segjast vera orðnir mjög þreyttir á einverunni sem faraldurinn veldur. Þeir eru orðnir þreyttir á að hanga heima og geta ekki hitt vinina, farið í skólann eða stundað íþróttir. Þeir vona að lífið fari að komast í samt horf.
18.10.2020 - 19:11
Myndskeið
Þórólfur: Verra en í vor
Áttatíuogeinn greindist með kórónuveirusmit í gær og voru langflestir þeirra í sóttkví. Nú eru 1.170 manns með smit og 3.035 í sóttkví. Sóttvarnalæknir segir að lengri tíma taki að ná kúrfuinni niður en í vor því veiran hafi dreift sér víðar. 
Fólk í sóttkví fer í Sorpu og íþróttafólk æfir inni
Starfsfólk Sorpu hefur ítrekað orðið vart við að fólk komi inn á endurvinnslustöðvarnar þrátt fyrir að vera í sóttkví. „Við fáum þónokkrar ábendingar um að fólk sæki sér þjónustu þótt það sé í sóttkví,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarnadeildar lögreglunnar, í samtali við fréttastofu. „Við hvetjum fólk til að virða reglurnar um sóttkví, sem eru alveg skýrar, enda eru þær eitt af aðalvopnum okkar gegn útbreiðslu veirunnar,“ bætir hann við.