Færslur: Sóttkví

Bíða þess um borð að hafa siglt í fjórtán daga
Menntaskólanemar frá Öckerö í Svíþjóð bíða þess nú um borð í skútunni Gunillu rétt fyrir utan Reykjavíkurhöfn að fjórtándi dagur siglingarinnar til landsins líði. Þá hafa þau í raun verið í fjórtán daga sóttkví um borð og stíga loks í land.
13.08.2020 - 16:02
Enginn þeirra sem greindust í sóttkví
Enginn þeirra fjögurra sem greindust með COVID-19 við skimun í gær var í sóttkví, en smitin voru öll staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. 
Íslendingar þurfa í sóttkví á Grænlandi
Íslendingar og Færeyingar verða framvegis að fara í 14 daga sóttkví við komu til Grænlands. Landsstjórnin í Nuuk tilkynnti í dag að farþegar frá Færeyjum og Íslandi væru ekki lengur undanþegnir reglum um sóttkví vegna fleiri kórónaveirusmita í löndunum.
11.08.2020 - 17:51
Borgarstjóri Farsund varar við ferðum til Óslóar
Borgarstjórinn í Farsund í Agða-fylki í Suður-Noregi varar íbúa borgarinnar við ferðalögum til Óslóar. Heimsæki fólk höfuðborgina skuli það fara í sjálfskipaða sóttkví við komuna heim.
Ferðafólki vísað frá Færeyjum
Þremur ferðalöngum frá Rúmeníu og Spáni sem komu til Færeyja um helgina var synjað um að koma inn í landið. Fólkið lenti á Voga-flugvelli á föstudag og laugardag. Öllum var gert að snúa til síns heima.
Á fjórða tug starfsmanna Torgs í sóttkví
Á fjórða tug starfsmanna Torgs, sem heldur úti miðlunum Fréttablaðinu, DV og Hringbraut, hefur nú verið sendur í sóttkví.
09.08.2020 - 16:19
79 í sóttkví í Vestmannaeyjum
79 eru nú í sóttkví í Vestmannaeyjum og tveir eru í einangrun, en einn einstaklingur hefur lokið sóttkví. 75 voru í sóttkví í gær og þrír í einangrun.
09.08.2020 - 14:08
Rignir inn beiðnum um undanþágur
Það rignir inn beiðnum til Almannavarna frá fólki og fyrirtækjum sem vilja fá undanþágu frá samkomutakmörkunum.
09.08.2020 - 10:54
Ísland á rauðum lista allra Eystrasaltsríkjanna
Litháen bætist á mánudag í hóp þeirra ríkja sem hafa sett Ísland á svo nefndar rauðan lista vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Yfirvöld í Litháen hafa tilkynnt að bann verði lagt við komum frá Íslandi, Hollandi og Tyrklandi, en að þeir sem koma frá Póllandi og Kýpur þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví.
09.08.2020 - 10:14
Ekki greinst fleiri smit í Danmörku frá því í apríl
169 ný kórónuveirusmit greindust í Danmörku síðasta sólarhringinn og hafa ekki greinst fleiri smit frá því í apríl. Tæpur helmingur tilfellanna, eða 79 greindust í Árósum.
08.08.2020 - 17:30
Íbúinn ekki með kórónuveirusmit
Ekki reyndist um kórónuveirusmit að ræða hjá íbúa á Hrafnistu. Greint var frá því fyrr í dag að sterkur grunur hefði vaknað um COVID-19 smit hjá einum íbúanna sem veiktist og hafði verið fluttur á Landspítalann.
08.08.2020 - 16:26
Sterkur grunur um COVID-smit á Hrafnistu
Íbúar á tveimur hjúkrunardeildum Hrafnistu í Laugarási hafa verið settir í sóttkví vegna gruns um kórónuveirusmit hjá einum íbúanna. María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri Hrafnistu, segir að ákveðið hafi verið að setja deildirnar Sólteig og Mánateig í sóttkví eftir að grunurinn vaknaði í hádeginu í dag.
08.08.2020 - 14:39
Lentu mínútu of seint og þurftu að fara í sóttkví
Farþegar sem komu með farþegaþotu SAS frá Nice í Frakklandi til Noregs í nótt þurfa nú að fara í 10 daga sóttkví af því að vélin lenti eina mínútu yfir miðnætti.
08.08.2020 - 09:55
Yfir hundrað smit á dag í Danmörku
136 ný kórónuveirutilfelli greindust í Danmörku í dag og er það þriðji dagurinn í röð sem yfir hundrað ný smit greinast. Á fimmtudag greindist 121 nýtt tilfelli og á miðvikudag voru þau 112. Helmingur tilfellanna í dag greindist í Árósum.
07.08.2020 - 15:22
Ísland á rauðan lista hjá Eistlandi og Lettlandi
Ísland er nú komið á rauðan lista stjórnvalda í Eistlandi og Lettlandi vegna fjölgunar kórónuveirusmita undanfarið. Er þeim ferðalöngum sem koma frá Íslandi nú skylt að fara í tveggja vikna sóttkví. Litháen er þar með eitt Eystrasaltsríkja sem fer ekki fram á sóttkví eftir Íslandsdvöl.
07.08.2020 - 14:27
Herða smitvarnir um borð í Norrænu
Farþegar um borð í Norrænu þurfa nú að bera grímu á þeim stöðum þar sem tveggja metra fjarlægð verður ekki viðkomið. Linda Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri Smyrilline, segir fyrirtækið hafa tekið þessa ákvörðun í morgun í kjölfar fjölgunar kórónuveirusmita í Færeyjum og á Íslandi.
07.08.2020 - 12:26
Lögreglumaður greinist með COVID
Einn lögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur verið greindur með COVID-19. Þrettán lögreglumenn hafa verið sendir í sóttkví vegna þessa og fimm lögreglumenn til viðbótar eru nú í úrvinnslusóttkví.
Vilja laun í heimkomusmitgát
Bandalag háskólamanna krefst þess að ríkisstarfsmenn sem ekki geta mætt til vinnu á meðan þeir viðhafa heimkomusmitgát fái greidd laun. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir heimkomusmitgát sambærilega sóttkví og engu máli skipta þótt starfsfólk ákveði sjálft að fara í frí til útlanda. 
Staðfest smit í öllum landshlutum
Smit hafa nú aftur greinst í öllum landshlutum hér á landi. 67 eru í einangrun á höfuðborgarsvæðinu, fjórir á Suðurnesjum, níu á Vesturlandi og einn í hverjum hinna landshlutanna. RÚV greindi frá því á sunnudaginn síðasta að smit hefðu greinst í öllum landshlutum nema á Austurlandi. Nú er þar einn í einangrun.
05.08.2020 - 13:27
Íslensk erfðagreining skimar fólk í sóttkví
Skimun fólks í sóttkví hófst í bílakjallara við hús Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni í morgun. 600 voru kallaðir í sýnatöku, þar af er áformað að skima 400 í dag.
05.08.2020 - 13:26
Tæp hálf milljón í sekt fyrir að rjúfa einangrun
Þeir íbúar Victoriu-ríkis í Ástralíu sem fylgja ekki reglum um einangrun þurfa frá og með deginum í dag að greiða hátt í hálfa milljón króna sekt.
04.08.2020 - 07:06
Heimsóknir á Hofstaði verða að bíða betri tíma
Allir fjórir starfsmenn Hofstaða í Mývatnssveit eru í sóttkví, að sögn Kristínar Huldar Sigurðardóttur, forstöðumanns Minjastofnunar Íslands. Starfsfólkið starfar á vegum Háskóla Íslands og dvelst í tvær vikur á Hofstöðum þar sem það vinnur að fornleifauppgrefti og rannsóknum.
02.08.2020 - 15:34
Myndskeið
Smit í öllum landshlutum nema á Austurlandi
Smit hafa greinst í öllum landshlutum nema á Austurlandi, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þrettán greindust smitaðir af COVID-19 í gær, tveir þeirra á Norðurlandi og hinir á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins einn þeirra var í sóttkví. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna í dag.
02.08.2020 - 14:34
13 ný smit innanlands
13 ný smit greindust innanlands síðasta sólarhringinn og enn er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu vegna eins smits sem greindist í landamæraskimun. 72 eru nú í einangrun og 569 í sóttkví. Enn er óvíst hversu margir þeirra smituðu voru í sóttkví.
02.08.2020 - 11:09
Myndskeið
Brýnir fyrir heilbrigðisstarfsfólki að taka sýni
„Þegar kemur að snemmgreiningu þá er ekki ásættanlegt að heyra sögur af því að fólk sem er með einkenni komist ekki í sýnatöku. Ég vil brýna fyrir heilbrigðisstarfsfólki að hafa lágan þröskuld á því að taka sýni,“ sagði Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi almannavarna í dag.
01.08.2020 - 14:38