Færslur: Sóttkví

Sóttkvíartími styttur í Færeyjum
Færeysk stjórnvöld hafa ákveðið að stytta þann tíma sem fólk þarf að vera í sóttkví úr fjórtán dögum í tíu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem sóttvarnareftirlit eyjanna sendi frá sér í gær.
Tæpur helmingur nemenda Seljaskóla í sóttkví
304 nemendur  í fimm árgöngum í Seljaskóla í Breiðholti og á fjórða tug starfsmanna skólans eru komnir í úrvinnslusóttkví eftir að smit kom upp í tveimur árgöngum í skólanum í gær. Þetta er hátt í helmingur af nemendafjölda skólans.
21.10.2020 - 09:12
Myndskeið
Skólabörn í sóttkví „Þetta er alveg drepleiðinlegt“
Meira en tíundi hver unglingur í grunnskólum Reykjavíkur er í sóttkví. Eitt smit hjá nemanda getur haft víðtæk áhrif á skólastarf. Tveir vinir í Réttarholtsskóla segjast vera orðnir mjög þreyttir á einverunni sem faraldurinn veldur. Þeir eru orðnir þreyttir á að hanga heima og geta ekki hitt vinina, farið í skólann eða stundað íþróttir. Þeir vona að lífið fari að komast í samt horf.
18.10.2020 - 19:11
Myndskeið
Þórólfur: Verra en í vor
Áttatíuogeinn greindist með kórónuveirusmit í gær og voru langflestir þeirra í sóttkví. Nú eru 1.170 manns með smit og 3.035 í sóttkví. Sóttvarnalæknir segir að lengri tíma taki að ná kúrfuinni niður en í vor því veiran hafi dreift sér víðar. 
Fólk í sóttkví fer í Sorpu og íþróttafólk æfir inni
Starfsfólk Sorpu hefur ítrekað orðið vart við að fólk komi inn á endurvinnslustöðvarnar þrátt fyrir að vera í sóttkví. „Við fáum þónokkrar ábendingar um að fólk sæki sér þjónustu þótt það sé í sóttkví,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarnadeildar lögreglunnar, í samtali við fréttastofu. „Við hvetjum fólk til að virða reglurnar um sóttkví, sem eru alveg skýrar, enda eru þær eitt af aðalvopnum okkar gegn útbreiðslu veirunnar,“ bætir hann við.
900 börn í borginni í sóttkví og smit í 35 skólum
Hátt í 900 börn í leik- og grunnskólum Reykjavíkur eru nú í sóttkví. Sjö leikskólabörn hafa greinst með kórónuveiruna og 34 grunnskólabörn. Smit hafa komið upp í 25 af 44 grunnskólum borgarinnar og í tíu af 88 leikskólum.
13.10.2020 - 14:04
50 innanlandssmit, 33 í sóttkví og færri á sjúkrahúsi
50 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Fimm bíða niðurstöðu mótefnamælingar eftir landamæraskimun. Nýgengi innanlandssmita, fjöldi smita síðustu 14 daga á hverja hundrað þúsund íbúa, er nú 240,3 en mest var það í byrjun apríl þegar það var 267,2. Í gær var það 237,3 og hækkar því aðeins á milli daga.
12.10.2020 - 11:06
Bæta við vegna fólks í einangrun
Ein hæð til viðbótar verður tekin í notkun í farsóttarhúsinu í Hótel Rauðará við Rauðarárstíg fyrir fólk í einangrun. Hingað til hefur húsið eingöngu verið notað fyrir fólk í sóttkví og fólk í einangrun hefur verið á Hótel Lind, sem nú er að fyllast.
12.10.2020 - 07:20
Allir á unglingastigi í Lindaskóla í sóttkví
Allir nemendur og kennarar á unglingastigi í Lindaskóla í Kópavogi voru sendir í sóttkví í gær eftir að kennari sem kennir öllum bekkjunum greindist með COVID-19. Sóttkvíin gildir til föstudags og Guðrún G. Halldórsdóttir skólastjóri segir í samtali við fréttastofu að nú sé unnið að því að skipuleggja hvernig fjarkennslu verður háttað í næstu viku.
11.10.2020 - 17:01
Staðfest kórónuveirusmit í Fellaskóla
Alls eru nú 60 til 70 nemendur og sjö til átta starfsmenn Fellaskóla í Reykjavík í sóttkví. Staðfest er að kórónuveirusmit kom upp í tveimur árgöngum skólans í vikubyrjun.
09.10.2020 - 17:41
Dagdvöl Hrafnistu lokað vegna kórónuveirusmits
Dagdvalargestur í Röst hjá Hrafnistu við Sléttuveg hefur greinst með kórónuveirusmit. Því hefur dagdvölinni verið lokað tímabundið til 12. október næstkomandi.
09.10.2020 - 09:12
Íbúar Eirar lausir úr sóttkví - 5 á COVID-deild
Sóttkví hefur verið aflétt á hjúkrunarheimilinu Eir eftir að skimun á íbúum sýndi að engin ný COVID-19 smit höfðu komið upp á heimilinu. Fimm íbúar á Eir og tveir starfsmenn þar greindust í síðustu viku og fóru þá allir íbúar deildarinnar, þar sem smitið greindist, í sóttkví.
06.10.2020 - 10:10
Fjórtán heimilislausir menn boðaðir í sóttkví
Fjórtán gestir gistiskýlisins á Granda í Reykjavík þurfa að fara í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með smit. Níu eru þegar komnir í sóttvarnarhúsið við Rauðarárstíg en ekki er vitað hvar hinir fimm eru.
05.10.2020 - 12:44
Hátt í þúsund nemendur í sóttkví um helgina
Samtals hátt í þúsund nemendur hafa verið settir í sóttkví um helgina eftir að kórónuveirusmit greindist í skólum þeirra.
04.10.2020 - 15:02
Fá laun í sóttkví með börnum en ekki ef þau smitast
Foreldrar barna sem þurfa að fara í sóttkví eiga rétt á því að fá greidd laun á meðan þau annast börn í sóttkví, en fari svo að barnið smitist af veirunni fellur sá réttur úr gildi. Þá þurfa foreldrar að ganga á veikindarétt sinn.
30.09.2020 - 13:22
Nærri 600 börn í sóttkví á Íslandi
45 börn eru nú með virkt smit, flest á táningsaldri. Þrjú ungabörn eru með sjúkdóminn á Íslandi. Meira en 200 börn í Vesturbæ Reykjavíkur þurftu að fara í sóttkví um helgina eftir að smit greindist á frístundaheimili. Fimmtungur þeirra sem var í sóttkví í dag eru börn á aldrinum 6 til 12 ára.
29.09.2020 - 19:49
Myndskeið
Ekki fylgst með því hvort ferðamenn stoppi stutt
Ekki er sérstaklega fylgst með því hvort fólk sem kemur hingað til lands ætlar sér að stoppa stutt, jafnvel í færri daga en það á að vera í sóttkví við komuna til landsins. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Íbúi á Eir með COVID-19
Einn íbúi á hjúkrunarheimilinu Eir greindist með COVID-19 í dag. Í tilkynningu frá Eir kemur fram að sá smitaði sé í einangrun og ekki með nein einkenni sjúkdómsins. Líðan hans sé eftir atvikum góð.
25.09.2020 - 15:41
37 starfsmenn Skattsins í sóttkví
37 starfsmenn hjá Skattinum hafa verið sendir í sóttkví eftir að einn starfsmaður greindist með COVID-19. Starfsfólkið fer í skimun á mánudaginn og Elín Alma Arthursdóttir, vararíkisskattstjóri og sviðsstjóri álagningarsviðs, segir í samtali við fréttastofu að starfsfólkið vinni heima eftir því sem hægt er og að starfsemi stofnunarinnar skerðist lítið sem ekkert vegna þessa.
25.09.2020 - 15:12
Þórólfur: „Við erum á þröskuldinum“
Við erum á þröskuldinum við að grípa til harðari sóttvarnaaðgerða. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.  Hann hyggst þó ekki leggja til hertar aðgerðir að svo stöddu.
Loka göngu- og dagdeild skurðlækninga á Landsspítala
Loka þarf göngudeild skurðlækinga B3 á Landspítalanum í Fossvogi, sem er sérhæfð göngudeildarþjónusta vegna greiningar og meðferðar á vegum háls- nef og eyrnalækna, heila- og taugaskurðlækna, lýtalækna og taugaskurðlækna.
Myndskeið
Skorar á börn í sóttkví að vera dugleg að lesa
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, hvatti í dag ungt fólk sem er í sóttkví til þess að nýta tímann vel. Mikilvægt væri að læra, en einnig lesa eitthvað sem ekki tengist skólanum.
24.09.2020 - 16:07
Nemendur í sóttkví taka samræmd próf síðar
Grunnskólanemendum sem eru í sóttkví og geta því ekki tekið samræmd próf í næstu viku verður boðið að taka prófin síðar. Þetta segir Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs hjá Menntamálastofnun, í samtali við fréttastofu.
19.09.2020 - 18:16
Smit í Seðlabanka Íslands
Starfsmaður í Seðlabanka Íslands greindist með COVID-19 í morgun. Stór hluti starfsfólks Seðlabankans er í fjarvinnu í dag og Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, segir að nú sé unnið að því að skoða málið og að enn sé óljóst hvort senda þurfi starfsfólk í sóttkví.
18.09.2020 - 11:55
Hægt að stytta sóttkví frá og með deginum í dag
Frá og með deginum í dag gefst fólki, sem hefur þurft að fara í sóttkví vegna nándar við smit, kostur á að stytta hana með því að fara í sýnatöku eftir sjö daga. Greinist ekki smit, losnar viðkomandi úr sóttkví. Þessi seinni sýnataka er fólki að kostnaðarlausu.
14.09.2020 - 13:58