Færslur: Sósíalistaflokkurinn

María leiðir lista Sósíalista í Suðvesturkjördæmi
Sósíalistaflokkur Íslands hefur birt framboðslista sinn í Suðvesturkjördæmi vegna þingkosninga í haust. María Pétursdóttir, myndlistarkona og öryrki, skipar efsta sæti listans og Þór Saari, fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar, er í öðru sæti. Agnieszka Sokolowska bókavörður og Luciano Dutra þýðandi skipa þriðja og fjórða sæti.
Útiloka samstarf með „auðvaldsflokkum“
Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins segir að flokkurinn sé tilbúinn til að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum eftir næstu kosningar ef sú staða kemur upp. Ekki komi þó til greina að vinna með Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Miðflokki.
Gunnar Smári gefur kost á sér
Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins ætlar að gefa kost á sér á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Flokkurinn ætlar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum og verða þeir kynntir í byrjun næsta mánaðar. 
Minni flokkar huga að framboðslistum
Þegar rúmir þrír mánuðir eru til alþingiskosninga hefur fengist nokkuð skýr mynd á framboðslista flestra þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis.
Sósíalistaflokkurinn vill stofnun ofbeldiseftirlits
Sósíalistaflokkurinn leggur til að ofbeldiseftirlit verði stofnað sem geti brugðist við þar sem sýnt sé að ofbeldi og áreiti vaði uppi. Eftirlitið hafi vald til að fjarlægja ofbeldismenn, svipta staði starfsleyfi og tryggja öryggi með öðrum leiðum.
Viðtal
„Ég einsetti mér að hlífa engum“
Kjartan Ólafsson segir ljóst að eitt og annað sem kemur fram í frásögn hans um sögu kommúnistahreyfingarinnar á Íslandi frá upphafi þriðja áratugarins sé ekki þægilegt fyrir suma af hans gömlu félögum og þeirra niðja að lesa. Kjartan, sem er eini maðurinn enn á lífi úr innsta hring Sósíalistaflokksins, segir frá þessum sögulegu tímum í bók sinni Draumar og veruleiki þar sem hann dregur ekkert undan.
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mestrar hylli í nýrri könnun MMR, fengi tæplega 29 prósenta fylgi og er það hátt í 6 prósentustigum meira en í síðustu könnun MMR sem gerð var í byrjun apríl. 
Gallup: Borgarstjórnarmeirihlutinn eykur fylgi sitt
Borgarstjórnarmeirihlutinn eykur fylgi sitt milli kannana og myndi bæta við sig borgarfulltrúa, en núverandi minnihluti missa tvo ef kosið yrði nú. Þetta er meginniðurstaða skoðanakönnunar sem Gallup gerði og birt er í Fréttablaðinu í dag.
Lítil breyting á fylgi stjórnar og stjórnarandstöðu
Ný skoðanakönnun Zenter og Fréttablaðsins sýnir tiltölulega litlar breytingar á fylgi stjórnar og stjórnarandstöðu í heild en eilítið meiri sveiflur í fylgi einstakra flokka, einkum í stjórnarandstöðunni. Fréttablaðið greinir frá.
Fylgi Miðflokks og Sósíalistaflokks minnkar mikið
Stuðningur við ríkisstjórnina hefur aukist um sjö prósentustig frá því í febrúar og mælist 55 prósent í nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Fylgi Miðflokksins og Sósíalistaflokksins minnkar mikið. 
Sósíalistaflokkurinn ályktar um Samherjamál
Sósíalistaflokkur Íslands sendi í gærkvöld frá sér ályktun þar sem flokkurinn ávarpar landsmenn í „tilefni af afhjúpun á glæpum Samherja í Namibíu og hvernig eigendum fyrirtækisins hefur tekist að sölsa undir sig auðlindir þarlendis, á Íslandi og víðar.“
19.11.2019 - 03:10
Of lítið fyrir fátæka í meirihlutasamningi
Borgarfulltrúi Sósíalista segir málefnasamning nýs meirihluta í Reykjavík ekki boða neinar aðgerðir til að bæta lífskjör hinna verst settu. Yfirlýsing um að fjölga félagslegum íbúðum um 500 á kjörtímabilinu sé í raun yfirlýsing um áframhaldandi húsnæðiskreppu fyrir hina verst settu. 
13.06.2018 - 12:40
Viðtal
Sanna: Enginn haft samband við mig
Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík, segir að enginn hafi enn komið að máli við hana varðandi mögulega myndun meirihlutastjórnar í borginni. Hún segir mestu máli skipta að finna flöt á því hvernig hægt verði að koma til móts við þá hópa sem hingað til hafi ekki átt sér málsvara, svo sem láglaunafólk, verkafólk, lífeyrisþega, innflytjendur, öryrkja og fátækt fólk.
Myndskeið
Hart sótt að borgarstjóra í oddvitaþætti
Hart var sótt að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í kvöld í umræðu um húsnæðismál í fyrri umræðuþætti oddvita framboðanna í borginni. 
Meirihlutinn heldur í borginni
Sjö flokkar fá fulltrúa í borgarstjórn reynist niðurstöður sköðanakönnunar Fréttablaðsins og frettabladid.is réttar. Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata heldur velli samkvæmt könnuninni.
Átta flokkar fá borgarfulltrúa
Átta flokkar hljóta borgarfulltrúa samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Samfylkingin er með svipað fylgi í könnuninni og síðustu kosningum, tæp 32 prósent, og dugir það til þess að ná átta mönnum inn í borgarstjórn.
Framboðsfundur í Kópavogi
Umræður um sveitarstjórnarmál með oddvitum flokkanna níu sem bjóða fram í Kópavogi. Þættinum var útvarpað í beinni útsendingu á Rás 2.
Gunnar Smári leiðir ekki lista Sósíalista
Það stefnir í að Sósíalistaflokkurinn bjóði fram í borgarstjórnarkosningunum í maí, sagði Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, í Silfrinu í dag. Hann sagði að sjálfur myndi hann ekki leiða lista flokksins, heldur teldi hann sitt hlutverk innan hreyfingarinnar vera annað.