Færslur: Sósíalistaflokkurinn

Stærsti sigur Framsóknar - versta tap Sjálfstæðismanna
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn biðu sinn versta ósigur í Reykjavík í sögunni á sama tíma og Framsóknarflokkurinn og Píratar vinna sinn stærsta sigur.
Framsókn bætir mestu við sig á landsvísu
Enginn flokkur vann jafn mikið á í sveitarstjórnarkosningunum í gær og Framsóknarflokkurinn. Flokkurinn tvöfaldaði fylgi sitt frá síðustu kosningum og fékk 22 fleiri fulltrúa kjörna nú en fyrir fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn, Samfylkingin og Viðreisn töpuðu öll sveitarstjórnarsætum milli ára. Sjálfstæðisflokkurinn á sem fyrr langflesta kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum.
Myndband
Margar dyr opnar í meirihlutaviðræðum
Oddvitar flokkanna sem náðu inn í borgarstjórn lýstu allir vilja á að komast í meirihlutasamstarf í umræðum í sjónvarpssal en voru misjafnlega opinskáir um hvert væri óskasamstarfið. Oddviti Framsóknarflokksins sagðist engan hafa rætt við um hugsanlegt samstarf. Forystumenn núverandi meirihluta lýstu áhuga á að halda því samstarfi áfram í einhverri mynd og oddviti Sósíalista kallaði eftir félagshyggjustjórn vinstrimanna.
Skoðanakönnun
Miklar sveiflur í fylgi flokka og ríkisstjórnin fallin
Ríkisstjórnarflokkarnir þrír tapa allir umtalsverðu fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent vann fyrir Fréttablaðið. Þeir mælast samtals með tæplega fjörutíu prósenta fylgi og myndu tapa tólf þingmönnum af 38 ef kosið yrði nú og ríkisstjórnin því falla. Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi samkvæmt þessari könnun, en Samfylking og Píratar bæta mestu við sig.
Sjónvarpsfrétt
Í forgangi að auka jöfnuð og bregðast við samgönguvanda
Oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík segir það vera forgangsverkefni að auka jöfnuð meðal borgarbúa. Til þess að svo megi verða þurfi að skattleggja fjármagnstekjur til jafns við laun. Þá þurfi að bregðast strax við samgönguvanda, en ekki bíða eftir Borgarlínu.
Meirihlutinn í borginni héldi knöppum meirihluta
Meirihlutinn í Reykjavík heldur naumlega velli yrði kosið í dag. Framsóknarflokkur og Píratar auka verulega fylgi sitt en stuðningur kjósenda við aðra flokka minnkar nokkuð eða töluvert.
Sanna leiðir lista Sósíalista í borginni
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, leiðir lista Sósíalista í borginni.
Kveður stjórnmálin vegna ásakana um kynferðisofbeldi
Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi sósíalistaflokksins, er hættur í stjórnmálum vegna ásakana um kynferðisofbeldi.
Velþóknun með ráðherraval vex með hækkandi tekjum
Ánægja almennings með val á ráðherrum í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eykst eftir því sem fjölskyldutekjur eru hærri. Sömuleiðis er nokkur munur á velþóknun með ríkisstjórnina eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk kýs.
Forseti Portúgals leysti upp þingið og boðar kosningar
Marcelo Rebelo de Sousa, forseti Portúgals, tilkynnti í dag að þing landsins skyldi leyst upp og því þarf að boða til kosninga. Tvö ár eru eftir af yfirstandandi kjörtímabili.
Myndskeið
Ætti ekki að reka opinberar stofnanir eins og fyrirtæki
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, segist vilja hverfa frá þeirri stefnu að opinberar stofnanir séu reknar eins og þær séu fyrirtæki. Það sé afleiðing nýfrjálshyggjunnar og gangi ekki upp. Hagræðingarkrafa hafi verið sett á Landspítalann í miðjum covid-faraldri. Efla þurfi heilbrigðiskerfið úti á landi og læra megi af mesta nýsköpunarafreki seinni ára með göngudeild covid. Þetta vilji Sósíalistar innleiða í þjónustu úti á landi og við aldraða.
„Burt með kvótakerfið og völdin af auðvaldinu!“
Sósíalistaflokkurinn kynnti stefnumál sín á þingi sem haldið var í Tjarnarbíói í dag. Flokkurinn leggur höfuðáherslu á að vinda ofan af nýfrjálshyggju, brjóta upp kvótakerfið, stöðva spillingu, útrýma fátækt og fella elítustjórnmál.
Morgunútvarpið
Hluti fylgis Samfylkingarinnar mögulega til Sósíalista
Aukinn kraftur er að færast í kosningabaráttuna nú þegar innan við mánuður er til kosninga og flestir eru komnir til baka úr sumarleyfum. Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að litlar breytingar hafi orðið á fylgi flokkanna síðustu misseri. Sósíalistaflokkurinn sé þó á ákveðinni siglingu og að fylgi Samfylkingarinnar haldi áfram að dala.
Helga Thorberg oddviti Sósíalista í NV
Helga Thorberg, leikkona og garðyrkjufræðingur, leiðir lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi í þingkosningum í næsta mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.
Listi Sósíalista í Norðaustur kjördæmi kynntur
Sósíalistaflokkur Íslands hefur sent frá sér tilkynningu með framboðslista í Norðaustur kjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.
Gunnar Smári leiðir Sósíalista í Reykjavík norður
Sósíalistaflokkurinn hefur birt lista sinn í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Gunnar Smári Egilsson, atvinnulaus blaðamaður og formaður framkvæmdastjórnar flokksins, skipar fyrsta sæti listans. Í öðru sæti er Laufey Líndal Ólafsdóttir, stjórnmálafræðingur og aktívisti. Atli Gíslason, tölvunarfræðingur, er í þriðja sæti og fjórða sæti listans vermir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. 
07.08.2021 - 11:44
Katrín og Símon efst á lista Sósíalista
Katrín Baldursdóttir atvinnulífsfræðingur skipar efsta sætið á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Símon Vestarr Hjaltason kennari er annar og María Lilja Þrastardóttir Kemp laganemi í þriðja sæti.
María leiðir lista Sósíalista í Suðvesturkjördæmi
Sósíalistaflokkur Íslands hefur birt framboðslista sinn í Suðvesturkjördæmi vegna þingkosninga í haust. María Pétursdóttir, myndlistarkona og öryrki, skipar efsta sæti listans og Þór Saari, fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar, er í öðru sæti. Agnieszka Sokolowska bókavörður og Luciano Dutra þýðandi skipa þriðja og fjórða sæti.
Útiloka samstarf með „auðvaldsflokkum“
Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins segir að flokkurinn sé tilbúinn til að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum eftir næstu kosningar ef sú staða kemur upp. Ekki komi þó til greina að vinna með Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Miðflokki.
Gunnar Smári gefur kost á sér
Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins ætlar að gefa kost á sér á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Flokkurinn ætlar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum og verða þeir kynntir í byrjun næsta mánaðar. 
Minni flokkar huga að framboðslistum
Þegar rúmir þrír mánuðir eru til alþingiskosninga hefur fengist nokkuð skýr mynd á framboðslista flestra þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis.
Sósíalistaflokkurinn vill stofnun ofbeldiseftirlits
Sósíalistaflokkurinn leggur til að ofbeldiseftirlit verði stofnað sem geti brugðist við þar sem sýnt sé að ofbeldi og áreiti vaði uppi. Eftirlitið hafi vald til að fjarlægja ofbeldismenn, svipta staði starfsleyfi og tryggja öryggi með öðrum leiðum.
Viðtal
„Ég einsetti mér að hlífa engum“
Kjartan Ólafsson segir ljóst að eitt og annað sem kemur fram í frásögn hans um sögu kommúnistahreyfingarinnar á Íslandi frá upphafi þriðja áratugarins sé ekki þægilegt fyrir suma af hans gömlu félögum og þeirra niðja að lesa. Kjartan, sem er eini maðurinn enn á lífi úr innsta hring Sósíalistaflokksins, segir frá þessum sögulegu tímum í bók sinni Draumar og veruleiki þar sem hann dregur ekkert undan.
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mestrar hylli í nýrri könnun MMR, fengi tæplega 29 prósenta fylgi og er það hátt í 6 prósentustigum meira en í síðustu könnun MMR sem gerð var í byrjun apríl. 
Gallup: Borgarstjórnarmeirihlutinn eykur fylgi sitt
Borgarstjórnarmeirihlutinn eykur fylgi sitt milli kannana og myndi bæta við sig borgarfulltrúa, en núverandi minnihluti missa tvo ef kosið yrði nú. Þetta er meginniðurstaða skoðanakönnunar sem Gallup gerði og birt er í Fréttablaðinu í dag.