Færslur: Sósíalistaflokkurinn
Lítil breyting á fylgi stjórnar og stjórnarandstöðu
Ný skoðanakönnun Zenter og Fréttablaðsins sýnir tiltölulega litlar breytingar á fylgi stjórnar og stjórnarandstöðu í heild en eilítið meiri sveiflur í fylgi einstakra flokka, einkum í stjórnarandstöðunni. Fréttablaðið greinir frá.
23.12.2020 - 06:18
Fylgi Miðflokks og Sósíalistaflokks minnkar mikið
Stuðningur við ríkisstjórnina hefur aukist um sjö prósentustig frá því í febrúar og mælist 55 prósent í nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Fylgi Miðflokksins og Sósíalistaflokksins minnkar mikið.
31.03.2020 - 09:35
Sósíalistaflokkurinn ályktar um Samherjamál
Sósíalistaflokkur Íslands sendi í gærkvöld frá sér ályktun þar sem flokkurinn ávarpar landsmenn í „tilefni af afhjúpun á glæpum Samherja í Namibíu og hvernig eigendum fyrirtækisins hefur tekist að sölsa undir sig auðlindir þarlendis, á Íslandi og víðar.“
19.11.2019 - 03:10
Of lítið fyrir fátæka í meirihlutasamningi
Borgarfulltrúi Sósíalista segir málefnasamning nýs meirihluta í Reykjavík ekki boða neinar aðgerðir til að bæta lífskjör hinna verst settu. Yfirlýsing um að fjölga félagslegum íbúðum um 500 á kjörtímabilinu sé í raun yfirlýsing um áframhaldandi húsnæðiskreppu fyrir hina verst settu.
13.06.2018 - 12:40
Sanna: Enginn haft samband við mig
Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík, segir að enginn hafi enn komið að máli við hana varðandi mögulega myndun meirihlutastjórnar í borginni. Hún segir mestu máli skipta að finna flöt á því hvernig hægt verði að koma til móts við þá hópa sem hingað til hafi ekki átt sér málsvara, svo sem láglaunafólk, verkafólk, lífeyrisþega, innflytjendur, öryrkja og fátækt fólk.
28.05.2018 - 22:42
Hart sótt að borgarstjóra í oddvitaþætti
Hart var sótt að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í kvöld í umræðu um húsnæðismál í fyrri umræðuþætti oddvita framboðanna í borginni.
25.05.2018 - 21:08
Meirihlutinn heldur í borginni
Sjö flokkar fá fulltrúa í borgarstjórn reynist niðurstöður sköðanakönnunar Fréttablaðsins og frettabladid.is réttar. Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata heldur velli samkvæmt könnuninni.
25.05.2018 - 04:41
Átta flokkar fá borgarfulltrúa
Átta flokkar hljóta borgarfulltrúa samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Samfylkingin er með svipað fylgi í könnuninni og síðustu kosningum, tæp 32 prósent, og dugir það til þess að ná átta mönnum inn í borgarstjórn.
23.05.2018 - 04:08
Framboðsfundur í Kópavogi
Umræður um sveitarstjórnarmál með oddvitum flokkanna níu sem bjóða fram í Kópavogi. Þættinum var útvarpað í beinni útsendingu á Rás 2.
14.05.2018 - 17:40
Gunnar Smári leiðir ekki lista Sósíalista
Það stefnir í að Sósíalistaflokkurinn bjóði fram í borgarstjórnarkosningunum í maí, sagði Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, í Silfrinu í dag. Hann sagði að sjálfur myndi hann ekki leiða lista flokksins, heldur teldi hann sitt hlutverk innan hreyfingarinnar vera annað.
11.03.2018 - 14:45