Færslur: Sósíaldemókratar

Hnífjafnt á milli blokkanna fyrir kosningar í Svíþjóð
Afar mjótt er á munum milli flokkabandalaga hægri- og vinstrifylkinga fyrir þingkosningarnar í Svíþjóð 11. september. Flokkabandalögin tvö eru nánast hnífjöfn í nýjum skoðanakönnunum. Í samantekt sem birt var á vef sænska ríkisútvarpsins í gærkvöldi er nánast enginn munur á fylgi við blokkirnar.
Andersson með pálmann í höndunum
Fátt getur komið í veg fyrir að Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, verði næsti formaður Sósíaldemókrataflokksins. Flokksþing fer fram í byrjun næsta mánaðar, en meirihluti kjörmanna flokksins hefur þegar lýst yfir stuðningi við Andersson.
Löfven fær umboð til stjórnarmyndunar í Svíþjóð
Stefan Löfvén sitjandi forsætisráðherra Svíþjóðar fær umboð til stjórnarmyndunar eftir að Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, skilaði stjórnarmyndunarumboði sínu í morgun.