Færslur: Sorpurðun

Meira sorp í urðun
Þrjú sveitarfélög á Norðurlandi hentu hundrað tonnum meira af sorpi árið 2020 en árið 2017 samkvæmt nýjum tölum frá Gaumi, sem er sjálfbærniverkefni á Norðausturlandi. Verkefnisstjóri veltir fyrir sér hvort þar megi merkja áhrif faraldursins.
23.01.2022 - 16:09
Sjónvarpsfrétt
Hugmyndir um stóra sorpbrennslu í Álfsnesi
Hagkvæmara er að brenna sorp en urða og þykir álitlegasti kosturinn að byggja sorpbrennslustöð í Álfsnesi. Kostnaður við slíka stöð er á bilinu 20 til 35 milljarðar króna.
15.12.2021 - 19:45
Glæru pokarnir taka við af þeim svörtu á morgun
Í dag eru síðustu forvöð að fara í Sorpu með blandaða ruslið sitt í svörtum poka. Frá og með morgundeginum, 1. júlí, tekur Sorpa aðeins við úrgangi í glærum, gagnsæjum pokum á endurvinnslustöðvum. Þeir eiga að auðvelda starfsmönnum endurvinnslustöðvanna að leiðbeina fólki við flokkun. 
30.06.2021 - 15:14
Ísland fjarri markmiðum ESB í úrgangsmálum
Íslendingar eiga langt í land með að ná markmiðum Evrópusambandsins í úrgangsmálum fyrir árið 2030 eins og gert er ráð fyrir í tilskipunum ESB frá 2018. Þetta segir dósent við Viðskiptafræðideild HA sem rannsakað hefur sorpmál og úrgangsstjórnun hér á landi og borið saman við önnur Norðurlönd og önnur ríki Evrópusambandsins. 
03.06.2021 - 13:20
Ekkert verður af urðunarskatti
Ríkisstjórnin hefur ákveðið í samráði við sveitarfélögin að falla frá áformum um urðunarskatt. Þetta kom fram í máli Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra á Alþingi á morgun í umræðu um fjármálaáætlun til næstu fjögurra ára.
Þörf á aukinni heimild þótt að urðun minnki
Borgarbyggð vill ekki að urðunarheimild í Fíflholtum á Mýrum verði aukin um tíu þúsund tonn á ári. Framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands segir að það sé nauðsynlegt þó svo að það dragi úr urðun á næstu árum.
10.09.2020 - 22:35

Mest lesið