Færslur: sorphirðumál

Þörf á aukinni heimild þótt að urðun minnki
Borgarbyggð vill ekki að urðunarheimild í Fíflholtum á Mýrum verði aukin um tíu þúsund tonn á ári. Framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands segir að það sé nauðsynlegt þó svo að það dragi úr urðun á næstu árum.
10.09.2020 - 22:35
Harma ástandið sem ólyktin veldur
Íslenska gámafélagið harmar það ástand sem hefur skapast vegna ólyktar sem hefur borist frá jarðgerð fyrirtækisins í Gufunesi.
25.08.2020 - 16:34
Sorphirða í borginni hefst á ný í fyrramálið
Efling hefur samþykkt beiðni Reykjavíkurborgar um undanþágu frá verkfalli vegna sorphirðu af lýðheilsuástæðum vegna COVID-19 veirunnar. Byrjað verður að hirða sorp í Breiðholti í fyrramálið. Verkfallið hefur staðið yfir síðan um miðjan febrúar.
01.03.2020 - 13:25
Myndskeið
Vilja hundruð bílhræja á Garðstöðum burt
Mörg hundruð bílhræjum hefur verið safnað saman við Garðstaði í Ísafjarðardjúpi í yfir tuttugu ár. Súðarvíkurhreppur ætlar að breyta jörðinni í iðnaðarsvæði til að hægt sé að veita starfsleyfi fyrir bílapartasölu í óþökk eigenda á næsta bæ.
Sækja bara flæðandi jólarusl í spes pokum
Heimilissorp sem kemst ekki í sorptunnu heimilisins þarf að fara í sérmerkta poka ef þeir eiga að vera hirtir með tunnunum. Starfsmenn Reykjavíkurborgar búast við auknu álagi á sorphirðu vegna neyslu og óstöðugs veðurs yfir jólahátíðina.
19.12.2019 - 15:28
Hætta við sameiningu Kölku og Sorpu
Starfshópi sem falið var að meta kosti og galla þess að sameina sorpeyðingarstöðvarnar Sorpu og Kölku telur best að fallið verði frá þeim hugmyndum. Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að hætta samningaviðræðum.
21.10.2019 - 14:07
Ósáttur við losun holræsaúrgangs á Glerárdal
Til stendur að hefja losun holræsaúrgangs á Glerárdal ofan Akureyrar. Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis á svæðinu er mjög ósáttur við framkvæmdirnar og íhugar að hætta starfsemi.
28.08.2019 - 20:15
Reisa girðingu til að fanga fjúkandi rusl
Gripið hefur verið til aðgerða til þess að sporna við ruslfjúki frá Sorpurðun Vesturlands í Fíflholtum á Mýrum. Umhverfisstofnun gerði þrjár athugasemdir við starfsemina í maí en bætt hefur verið úr. Erfitt er að koma í veg fyrir að rusl fjúki af ruslahaugunum, segir framkvæmdastjóri sorpurðunarinnar.
04.08.2019 - 19:41
Myndskeið
Endurvinnanlegt rusl fer nær allt til útlanda
Nánast allt endurvinnanlegt rusl á Íslandi fer til endurvinnslu í útlöndum. Nær allur pappír og pappi verður þar að nýjum vörum. Plastið er ýmist endurunnið eða brennt til orkuvinnslu. 
21.07.2019 - 10:50
Viðtal
Undirbúa aðgerðir til að hindra fjúkandi rusl
Mikilvægt er að koma í veg fyrir að rusl fjúki úr Urðunarstöð Vesturlands í Fíflholti og sömuleiðis að fræða íbúa um flokkun, að mati Páls S. Brynjarssonar, framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi. Urðunarstöðin er í eigu sveitarfélaganna á Vesturlandi og þaðan hefur töluvert af rusli fokið í vetur, íbúum til ama. Málið er til skoðunar hjá Umhverfisstofnun.
23.05.2019 - 09:23
Sorpurðun til skoðunar hjá Umhverfisstofnun
Umhverfisstofnun hefur sett sig í samband við Sorpurðun Vesturlands og er með mál fyrirtækisins til skoðunar, þar með talið hvort að skilyrðum starfsleyfis hafi verið framfylgt. Urðunin er í Fíflholti og þaðan hefur fokið nokkuð af rusli, íbúum í nágrenninu til ama.
23.05.2019 - 06:48
Blöskrar magn rusls sem fýkur frá urðunarstað
Íbúum í nágrenni við urðunarstað Sorpurðunar Vesturlands blöskrar að þaðan skuli fjúka töluvert magn af rusli og vilja ekki að þar verði urðað meira magn af sorpi, líkt og óskað hefur verið eftir. Framkvæmdastjóri urðunarinnar segir starfsemina samkvæmt reglum og að reynt sé að tína upp það rusl sem fjúki.
20.05.2019 - 18:28
Viðtal
Óvissa um sorpmál á Suðurlandi
Mikil óvissa er um sorpmál á Suðurlandi. Eftir margra ára árangurslausa leit að urðunarstað fyrir óflokkað sorp er áformað er að senda það utan til brennslu.
26.01.2019 - 20:35
Viðtal
Endurvinnsla ekki lausnin á plastvandanum
Ekki er ráðlegt að líta á endurvinnslu sem lausn á þeim vanda sem mikil plastnotkun jarðarbúa er. Vandamálið er ekki of lítil endurvinnsla á plasti heldur allt of mikil notkun á því, segir Birgitta Stefánsdóttir hjá Umhverfisstofnun.
21.01.2019 - 16:25
Mæta auknum kröfum við meðhöndlun úrgangs
Auknar kröfur og breyttar áherslur við meðhöndlun úrgangs valda því að sveitarfélög á Norðurlandi vilja endurskoða núverandi skipulag sorpmála. Þau vilja auka samstarf sveitarfélaga og fyrirtækja og efla umhverfisvernd, hagkvæmni og nýtingu.
20.12.2018 - 13:58
Jólapappírinn á að fara í bláu tunnuna
Í Reykjavík á allur jólapappír á heimilum að fara í bláar ruslatunnur eða pappírsgáma á grenndar- og endurvinnslustöðvum. Hægt er að þekkja pappír frá plasti því plast fer í sundur aftur ef því er kuðlað saman, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
23.12.2017 - 15:14
Erum að nálgast ruslið 2008
Heimilisúrgangur er að komast á það stig þegar hann var mestur 2008. Nú er stefnt að því að aðeins verði urðuð 10 prósent af heimilisúrgangi 2030 og að eftir tvö ár verði helmingur heimilissorps endurunninn.
25.08.2017 - 16:30
Dalvíkurbyggð gert að afhenda útboðsgögn
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skyldað Dalvíkurbyggð til að afhenda Íslenska gámafélaginu ehf. gögn er varða útboð á sorphirðu í sveitarfélaginu og þjónustu við endurvinnslustöðvar árin 2015-2020.
11.10.2016 - 10:48
Lækka sorphirðugjöldin með moltugerð
Íbúar á Fljótsdalshéraði sem stunda moltugerð heima við lækka sorphirðugjöld sín, segir moltugerðarmaður á Egilsstöðum. Lífrænt heimilissorp sem til fellur í sveitarfélaginu mun verða keyrt til til vinnslu hjá Moltu á Akureyri í framtíðinni. Hækkuð útgjöld í sorphirðu hjá sveitarfélaginu verða tæpar tvær milljónir á ári vegna þessa. Áætlað er að um 100 kíló af sorpi séu urðuð á hverju ári fyrir hvern íbúa á Fljótsdalshéraði. Fjórðungur fer í endurvinnslu en 30% eru lífrænt sorp.
07.12.2015 - 16:04