Færslur: Sorphirða

Gætu þurft að bíða í þrjár vikur til viðbótar
Sorptunnur og -geymslur borgarinnar virðast víðast hvar vera yfirfullar af pappírs- og plastrusli. Tæming bláu og grænu tunnanna lá niðri um tíma með þeim afleiðingum að sums staðar hefur endurvinnslusorp ekki verið hirt svo vikum skipti.
17.03.2022 - 19:32
Meira sorp í urðun
Þrjú sveitarfélög á Norðurlandi hentu hundrað tonnum meira af sorpi árið 2020 en árið 2017 samkvæmt nýjum tölum frá Gaumi, sem er sjálfbærniverkefni á Norðausturlandi. Verkefnisstjóri veltir fyrir sér hvort þar megi merkja áhrif faraldursins.
23.01.2022 - 16:09
Nóg að gera við sorphirðu eftir jólaneysluna
Desember er mánuður mikillar neyslu. Sorphirða er því umtalsvert meiri en aðra mánuði ársins og teygir sig fram í miðjan janúar. Almenningur virðist þó vera farinn að kunna betur að flokka jólaruslið.
29.12.2021 - 12:14
Mygla kostar Sorpu tugi milljóna króna
Mygla er komin upp í þaki og burðarvirki GAJU, gas- og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi, og hefur jarðgerð verið stöðvuð af þeim sökum. Framkvæmdastjóri segir tjónið líklega hlaupa á tugum milljóna króna. Myglan hreiðraði um sig í límtré sem notað var í burðarvirkið.
15.09.2021 - 12:55
Myndskeið
Nú er það glært og gagnsætt í Sorpu
Svarti ruslapokinn var kvaddur í endurvinnslustöðvum Sorpu um mánaðamótin og sá glæri er tekinn við. Tilgangurinn er að endurvinna meira og urða minna og viðskiptavinir taka vel í þessa nýbreytni.
03.07.2021 - 19:33
Sjónvarpsfrétt
Heybaggar verða að girðingarstaurum
Gæðaplast beint frá bónda verður að girðingarstaurum eftir að hafa farið í gegnum endurvinnslu Pure North Recycling í Hveragerði. Bændur í fjórum sveitarfélögum skila nú plasti utan af heyböggum til fyrirtækisins og fleiri sveitarfélög hafa sýnt því áhuga. Framkvæmdastjóri segir að stefnan sé að loka hringrásinni.