Færslur: Sorpflokkun

Spegillinn
Ný sorpflokkun á nýju ári
Nýjar reglur og lög um flokkunarkerfi sorps taka gildi um áramótin . Stóra breytingin fyrir almenning er sú að nú verður að flokka lífrænan úrgang eins og matarúrgang sér  - hann má ekki vera með öðrum blönduðum úrgangi - og þennan lífræna úrgang má ekki setja í plastpoka, heldur sérstaka pappírspoka.
Sjónvarpsfrétt
Fjórir ruslaflokkar við öll heimili á næsta ári
Fleiri ruslatunnur og breytt gjaldtaka á sorphirðu eru í vændum þegar ný lög um meðhöndlun úrgangs taka gildi á næsta ári. Sorphirða verður í fyrsta sinn samræmd á höfuðborgarsvæðinu.
28.11.2022 - 12:25
Sjónvarpsfrétt
Erfitt fyrir bíllausa að komast um vistvæna byggð
Það getur verið snúið og seinlegt að stunda bíllausan lífstíl í nýju vistvænu hverfi í Gufunesi. Íbúar í nýju vistvænu byggðinni í Gufunesi þurfa að ganga einn kílómetra upp ólýstan malastíg til að komast í strætó. Stendur til bóta, segir borgin.
03.11.2021 - 19:10
Ferðamenn kærulausari við flokkun á sorpi
Flokkun úrgangs var verri á Akureyri í sumar en í vetur. Orsökina má rekja til mikils fjölda ferðamanna sem dvaldi í bænum í sumar.
07.09.2021 - 11:15
Myndskeið
Nú er það glært og gagnsætt í Sorpu
Svarti ruslapokinn var kvaddur í endurvinnslustöðvum Sorpu um mánaðamótin og sá glæri er tekinn við. Tilgangurinn er að endurvinna meira og urða minna og viðskiptavinir taka vel í þessa nýbreytni.
03.07.2021 - 19:33
Sjónvarpsfrétt
Heybaggar verða að girðingarstaurum
Gæðaplast beint frá bónda verður að girðingarstaurum eftir að hafa farið í gegnum endurvinnslu Pure North Recycling í Hveragerði. Bændur í fjórum sveitarfélögum skila nú plasti utan af heyböggum til fyrirtækisins og fleiri sveitarfélög hafa sýnt því áhuga. Framkvæmdastjóri segir að stefnan sé að loka hringrásinni.
Myndskeið
Ítrekað reynt að komast inn í fatagáma Rauða krossins
Nokkuð er um að fólk reyni að komast inn í fatasöfnunargáma Rauða krossins og taka úr þeim föt og ítrekaðar skemmdir eru unnar á þeim. Til stendur að skipta út hluta þeirra fyrir gáma sem erfiðara er að komast inn í.  Um helgina voru fatasöfnunarbílar Rauða krossins skemmdir og föt tekin úr þeim.     
21.06.2021 - 20:00
Miklar annir á Sorpu í vorblíðunni í dag
Miklar bílaraðir hafa myndast við endurvinnslustöðvar Sorpu í dag, enda frídagur og blíðviðri sem eykur alltaf aðsóknina að sögn upplýsingafulltrúa og rekstrastjóra endurvinnslustöðva Sorpu.
02.05.2021 - 16:39
Myndskeið
Fagnar 30 árum með glærum pokum og nýjum Góðum hirði
Gegnsæi er orð dagsins í Sorpu en nú á allur úrgangur og efni, sem komið er með þangað að vera í glærum pokum þannig að sjá megi innihaldið. Sorpa er 30 ára í dag og í tilefni þess var miðbæjarverslun Góða hirðisins opnuð á ný.
26.04.2021 - 19:58
Sorphirðugjald hækkar um allt að 123%
Sorphirðugjöld í Reykjavík hækka meira en önnur gjöld borgarinnar um áramótin. Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg, segir það vera vegna hækkunar á móttökugjaldi og launakostnaði. Dæmi eru um að hækkunin nemi rúmum 123 prósentum.
Skoða framtíð úrgangsmála á Norðurlandi
Starfshópur hefur kynnt þrjár leiðir í framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi, þar á meðal er stórt líforkuver. 53% úrgangs á Norðurlandi fer í urðun og 23% í endurnýtingu.
08.04.2020 - 13:26
Myndskeið
Plastið fer ýmist í græna, bláa eða gráa tunnu
Umhverfisráðherra segir það ekki ganga upp að plast sé flokkað með mismunandi hætti í sveitarfélögum. Á höfuðborgarsvæðinu er plast ýmis sett í gráar tunnur, bláar eða grænar. Ráðherra undirbýr lagafrumvarp um samræmdar merkingar. Hann vonast til þess að það hljóti samþykki Alþingis fyrir þinglok í vor.

Mest lesið