Færslur: sorpbrennslustöð

Sjónvarpsfrétt
Hugmyndir um stóra sorpbrennslu í Álfsnesi
Hagkvæmara er að brenna sorp en urða og þykir álitlegasti kosturinn að byggja sorpbrennslustöð í Álfsnesi. Kostnaður við slíka stöð er á bilinu 20 til 35 milljarðar króna.
15.12.2021 - 19:45
Kanna kosti brennslustöðvar fyrir allt landið
Nokkrir þingmenn hafa falið auðlinda- og umhverfisráðherra að kanna möguleikann á því að reisa hátæknisorpbrennslustöð þar sem hægt væri að brenna sorp frá landinu öllu. Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokks, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar.
15.10.2019 - 11:31
Sameining Kölku og Sorpu til skoðunar
Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum meta nú kosti þess og galla að sameina Sorpu og Kölku. Capacent hefur unnið greiningu um málið sem verið er að kynna fyrir sveitarstjórnarfólki um þessar mundir. Jón Norðfjörð, framkvæmdastjóri Kölku, segir að sorpmálin séu eitt af stóru málum samtímans og framtíðarinnar. Ríkar skyldur hvíli á sveitarfélögum og fyrirséð að reglur verði hertar. Því hafi verið ákveðið að skoða kosti og galla mögulegrar sameiningar.
17.02.2019 - 16:47
Vilja byggja nýja sorpbrennslu í Eyjum
Starfshópur um framtíðarlausn í sorpmálum í Vestmannaeyjum telur vænlegast að byggja nýja sorpbrennslu. Hópurinn vill fyrir alla muni hafa núverandi hátt á áfram í flokkun og skilun sorps í Eyjum, enda megi með því minnka það sorp sem brenna þarf.
10.12.2015 - 16:07