Færslur: Sorp

Sjónvarpsfrétt
Hugmyndir um stóra sorpbrennslu í Álfsnesi
Hagkvæmara er að brenna sorp en urða og þykir álitlegasti kosturinn að byggja sorpbrennslustöð í Álfsnesi. Kostnaður við slíka stöð er á bilinu 20 til 35 milljarðar króna.
15.12.2021 - 19:45
Ósátt við að þurfa að aka 18 kílómetra með ruslið
Bóndi í Kelduhverfi íhugar að fara að brenna rusl heima á bæ, eftir að sveitarfélagið fjarlægði ruslagám í grennd við heimili hennar. Formaður framkvæmda- og skipulagsráðs Norðurþings, segir að verið sé að bæta þjónustuna með stærra og betra gámaplani fjær bænum. Ekki sé óalgengt að bændur þurfi að aka töluverðan spöl með sorp.
22.10.2021 - 15:58
Myndskeið
Nú er það glært og gagnsætt í Sorpu
Svarti ruslapokinn var kvaddur í endurvinnslustöðvum Sorpu um mánaðamótin og sá glæri er tekinn við. Tilgangurinn er að endurvinna meira og urða minna og viðskiptavinir taka vel í þessa nýbreytni.
03.07.2021 - 19:33
Ísland fjarri markmiðum ESB í úrgangsmálum
Íslendingar eiga langt í land með að ná markmiðum Evrópusambandsins í úrgangsmálum fyrir árið 2030 eins og gert er ráð fyrir í tilskipunum ESB frá 2018. Þetta segir dósent við Viðskiptafræðideild HA sem rannsakað hefur sorpmál og úrgangsstjórnun hér á landi og borið saman við önnur Norðurlönd og önnur ríki Evrópusambandsins. 
03.06.2021 - 13:20
Myndskeið
Plastmenguð molta úr GAJU einungis nothæf á haugana
Moltan sem Sorpa framleiðir í GAJU; Gas- og jarðgerðarstöðinni í Álfsnesi, inniheldur allt of mikið plast og nýtist ekki annars staðar en á haugunum. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ætla að byrja að safna lífrænum úrgangi til að hráefnið í moltuna verði boðlegt.