Færslur: Söngvakeppnin 2022

Helmingur ánægður með framlag Eyþórsdætra
Fimmtíu prósent landsmanna er ánægður með framlag Íslands til Eurovision í ár. Þær Sigríður, Elísabet og Elín Eyþórsdætur flytja lagið Með hækkandi sól.
04.04.2022 - 20:05
Systurnar unnu einvígið með nokkrum yfirburðum
Sigga, Beta og Elín unnu hið svokallaða einvígi gegn Reykjavíkurdætrum með 11.686 atkvæðum með lagið Með hækkandi sól. Fram að því höfðu Reykjavíkurdætur haft nauma forystu með lagið Turn this around, bæði í símakosningu almennings og hjá dómnefnd.
15.03.2022 - 10:25
Söngvakeppnin
Tilfinningarík framkoma Tusse á Söngvakeppninni
Tónlistarmaðurinn Tusse, framlag Svía í Eurovision 2021, kom fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöld og tók magnaðan flutning á laginu Voices.
14.03.2022 - 16:59
Söngvakeppnin
Daði Freyr með nýtt lag á Söngvakeppninni
Daði Freyr, fyrrum Eurovision-fari, tók nýtt lag fyrir áhorfendur Söngvakeppninnar á laugardagskvöld.
Sigga, Beta og Elín fara alla leið í Eurovision
Sigga, Beta og Elín verða fulltrúar Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer á Ítalíu í maí.
12.03.2022 - 22:12
Söngvakeppnin
Kepptust um athygli við tónlistina
Systurnar Sigga, Beta og Elín, sem flytja lagið Með hækkandi sól í úrslitum Söngvakeppninnar, ólust upp á miklu tónlistarheimili þar sem djassinn náði á stundum yfirhöndinni.
12.03.2022 - 20:44
Söngvakeppnin
Sviðið er eins og hlý sæng
Stefán Óli Magnússon, sem flytur lagið All I Know í úrslitum Söngvakeppninnar, hefur tekist á við kvíða og lélegt sjálfsmat. Honum líður hins vegar hvergi betur en á sviðinu fyrir fullri Söngvakeppnishöll.
12.03.2022 - 20:36
Söngvakeppnin
Reykjavíkurdætur með þrautseigju í blóðinu
Reykjavíkurdætur, sem flytja lagið Turn This Around í úrslitum Söngvakeppninnar, eiga það allar sameiginlegt að hafa upplifað mótlæti á tónlistarferlinum.
12.03.2022 - 20:30
Söngvakeppnin
Var á skýlunni þegar lagið varð til
Tvíeykið Amarosis, sem samanstendur af systkinunum Ísold Wilberg og Má Gunnarssyni, flytur lagið Don't You Know í úrslitum Söngvakeppninnar. Lagið kom til Más þegar hann stakk sér á kaf í ástarsorg.
12.03.2022 - 20:14
Söngvakeppnin
Varð fyrir vímulíkum áhrifum þegar Katla söng
Katla Njálsdóttir og Króli, einn höfunda lagsins Þaðan af sem flutt er í úrslitum Söngvakeppninnar, kynntust þegar þau léku saman í söngleiknum We Will Rock You. Hann komst því sem næst í annarlegt ástand þegar hann heyrði hana syngja í fyrsta skipti.
12.03.2022 - 20:08
Í BEINNI
Úrslit Söngvakeppninnar
Bein útsending frá úrslitum Söngvakeppninnar. Í kvöld ræðst hvaða lag fer fyrir Íslands hönd í Eurovision á Ítalíu.
12.03.2022 - 19:24
Alþjóðleg dómnefnd í Söngvakeppninni tilkynnt
Í kvöld fara úrslit Söngvakeppninnar fram og þá kemur í ljós hvaða flytjendur verða fulltrúar Íslands í Eurovision í ár. Keppnin fer fram í Söngvakeppnishöllinni Gufunesi og verður í beinni útsendingu á RÚV. Fimm lög keppa en auk þess munu Daði Freyr Eurovision-fari og sænski Eurovision-söngvarinn Tusse stíga á svið.
12.03.2022 - 10:20
60 Minutes kafar ofan í Eurovision-æði Íslendinga
Sjö manna tökulið bandaríska fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes með fréttamanninn Jon Wertheim í broddi fylkingar er væntanlegt til Íslands í dag. Tökuliðið ætlar að fylgjast með úrslitum Söngvakeppninnar á laugardag og ræða við mann og annan um hvaðan þessi mikli áhugi Íslendinga á Eurovision kemur. Tökuliðið lætur ekki staðar numið þar því það ætlar að fylgja íslenska framlaginu í Eurovision á Ítalíu.
09.03.2022 - 17:16
Stúdíó 12
„Þetta er að fara að vera svo geggjað partí“
Daughters of Reykjavík heitir rappsveitin tíu ára gamla sem komst í úrslit Söngvakeppninnar með lagi sínu Turn this around. Þær freista þess á laugardag að sigra keppnina og fá að flytja framlag Íslands í Eurovision 2022 sem er langþráður draumur þeirra. Þær eru miklir Eurovision-aðdáendur og segja sveitina sannarlega eiga heima í keppninni.
Þrír af fimm halda sig við íslenskuna
Þrír af fimm flytjendum í Söngvakeppninni hyggjast flytja lög sín á íslensku komist þeir í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva um miðjan maí. Á úrslitum söngvakeppninnar hér heima á laugardaginn verða lögin flutt á þeim tungumálum sem þau verða flutt í keppninni úti, beri þau sigur úr bítum.
09.03.2022 - 15:48
Stúdíó 12
Eurovision-lag huggaði Kötlu þegar faðir hennar lést
Í maí árið 2018 var faðir söngkonunnar Kötlu orðinn afar veikburða og hún vissi hvert stefndi. Þá fann hún huggun í Eurovision-framlagi Þýskalands sem síðan hefur skipað stóran sess í hjarta hennar. Lagið varð innblástur að texta lagsins Then again sem hún syngur í Söngvakeppninni í ár.
08.03.2022 - 16:50
Söngvakeppnin
Frábær ábreiða GDRN á Open your heart
Mikil voru herlegheitin í Gufunesi í kvöld þar sem fólk skemmti sér konunglega á seinni undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Seinni fimm lögin voru flutt með glæsibrag og var skemmtiatriðið ekki af síðri kantinum þar sem söngkonan GDRN flutti frábæra ábreiðu af laginu Open your heart.
05.03.2022 - 22:01
Söngvakeppnin
Þaðan af, Tökum af stað og Don't you know í úrslit
Það voru þær Reykjavíkurdætur og Katla sem voru sigursælastar í seinni undan úrslitum Söngvakeppninnar í kvöld. Þar að auki valdi framkvæmdarstjórn keppninnar lagið Don't you know með Amarosis til að fara með í úrslitin.
05.03.2022 - 21:08
Söngvakeppnin
„Ég vildi vera Aretha Franklin“
Lagahöfundurinn Hanna Mia Brekkan er fædd á Íslandi en alin upp í Svíþjóð. Hún byrjaði ung að semja lög í mjög hvetjandi umhverfi þar sem foreldrar hennar fengust einnig við tónlist. Hún flytur lagið Séns með þér í Söngvakeppninni í kvöld.
Söngvakeppnin
„Atriðið snýst um að valdefla“
Rappsveitin Reykjavíkurdætur hefur nú verið starfandi hljómsveit í níu ár og þau hafa sannarlega verið ævintýrarík. Þær hafa á þeim tíma meðal annars túrað Evrópu og troðið upp í Kanada og sett upp sýningu í Borgarleikhúsinu. Nú flytja þær lagið Tökum af stað í annarri undankeppni Söngvakeppninnar.
Tusse kemur fram í stað Go_A
Úkraínska hljómsveitin Go_A mun ekki koma fram á úrslitakvöldi Söngakeppninnar eftir viku eins og til stóð. Þetta kom fram á seinna undanúrslitakvöldi keppninnar sem nú stendur yfir.
05.03.2022 - 20:14
Söngvakeppnin
„Við viljum að fólk gleðjist og dansi“
Tónlistarkonurnar Suncity, eða Sólborg Guðbrandsdóttir, og Sanna Martinez hafa ekki þekkst í langan tíma en segja tónlistina geta sameinað fólk. Þær flytja lagið Hækkum í botn í seinni undanúrslitum Söngvakeppninnar í kvöld.
Söngvakeppnin
Söngvakeppnin seinni undanúrslit - öll lögin
Seinni undanúrslit Söngvakeppninnar fóru fram í Kvikmyndaverinu Gufunesi í kvöld. Fimm lög kepptust um að verða á meðal þeirra tveggja sem fljúga beint í úrslit 12. mars þegar framlag Íslands í Eurovision 2022 verður valið. Lögin Þaðan af og Tökum af stað reyndust hlutskörpust í atkvæðagreiðslu þjóðarinnar.
05.03.2022 - 19:20
Söngvakeppnin
Vissi strax að hún vildi bara vinna með honum
Tónlistarkonan Markéta Irglová er upprunarlega frá Tékklandi og fékk að ferðast um heiminn og syngja á tónleikum ung að aldri. Árið 2008 vann hún Óskarinn fyrir lagið Falling Slowly í myndinni Once. Hún flytur lagið Mögulegt í seinni undanúrslitum Söngvakeppninnar í kvöld.
Söngvakeppnin
„Spennt að sýna hvað við erum búin að vera að gera“
Katla Njálsdóttir, eða bara Katla eins og hún kallar sig, útskrifaðist úr Verslunarskóla Íslands af listabraut fyrir rúmu ári síðan. Næst á dagskrá hjá henni er að læra leiklist í Listaháskólanum. Hún flytur lagið Þaðan af í seinni undanúrslitum Söngvakeppninnar í kvöld.
04.03.2022 - 15:55