Færslur: Söngvakeppnin 2021

Morgunútvarpið
Hver fetar í fótspor Daða og Hatara?
Frestur til að senda inn lag í Söngvakeppnina rennur út á miðnætti á morgun 6. október. Þá mun valnefnd fara yfir innsend lög og að lokum velur framkvæmdastjórn tíu þeirra til þátttöku í ár. Það er til mikils að vinna fyrir sigurvegara keppninnar auk þess að koma fram fyrir hönd Íslands í Eurovision í maí. Bæði Hatari og Daði Freyr öðluðust til dæmis heimsfrægð í gegnum keppnina.