Færslur: Söngvakeppnin 2017

Myndskeið
Æfingar hafnar fyrir Eurovision – sjáðu brot
Þrátt fyrir að Svala og íslenski Eurovision-hópurinn komi ekki til Kænugarðs fyrr en í kvöld eru aðrir keppendur byrjaðir að æfa sín atriði á stóra sviðinu í tónleikahöllinni þar í borg.
30.04.2017 - 13:42
Daði slær í gegn með nýrri útgáfu af Paper
Daði Freyr Pét­urs­son, sem lenti í öðru sæti í Söngv­akeppn­inni, hef­ur búið til eigin út­gáfu af sig­ur­lagi keppn­inn­ar, Paper, sem Svala Björgvinsdóttir flytur.
25.03.2017 - 14:05
Måns söng Heroes í höllinni
Hinn sænski Måns Zelmerlöw, sem sigraði í Eurovision árið 2015, var gestur Söngvakeppninnar í ár og var auk þess í dómnefnd. Hann flutti sigurlag sitt, „Heroes“ af miklum glæsibrag.
11.03.2017 - 23:00
Söngvakeppnin 2017: Úrslit – öll lögin
Bein útsending frá úrslitum Söngvakeppninnar 2017 í Laugardalshöll. Í kvöld ræðst hvaða lag, af þeim sjö sem komust í úrslit, fer fyrir Íslands hönd í Eurovision í Úkraínu.
11.03.2017 - 19:25
Måns Zelmerlöw mættur til landsins – myndskeið
Måns Zelmerlöw, sem sigraði í Eurovision árið 2015 með lagið „Heroes“, er mættur til landsins en hann tekur lagið á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í ár.
09.03.2017 - 13:05
Lagaröð og símanúmer í úrslitakeppninni
Búið er að ákveða í hvaða röð lögin sjö verða flutt í úrslitum Söngvakeppninnar næsta laugardagskvöld. Eins og áður hefur komið fram ætla allir keppendur að flytja lagið með enskum texta. Keppnin hefst kl. 19.45 og verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV.
07.03.2017 - 14:53
Sycamore Tree flytur „Save Your Kisses for Me“
Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunnar Hilmarsson úr Sycamore Tree fluttu Eurovisionslagarann „Save Your Kisses for Me“ á seinna undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Lagið færði Bretlandi sigurinn í Eurovision 1976, þar sem hljómsveitin Brotherhood of Man flutti það.
04.03.2017 - 22:25
Seinni undanúrslitin – öll lögin
Seinna kvöld undankeppni Söngvakeppninnar fór fram í Háskólabíói í kvöld en lögin „Ég veit það“, „Hvað með það“ og „Þú hefur dáleitt mig“ komust áfram. Hér má sjá öll atriðin sem tóku þátt í Háskólabíói í þeirri röð sem þau komu fram.
04.03.2017 - 22:10
Svala, Daði og Aron komust áfram
Þrjú lög komust í kvöld áfram í úrslitakeppni Söngvakeppninnar. Það eru lögin „Ég veit það“, í flutningi Svölu Björgvinsdóttur, „Hvað með það“, lag Daða Freys Péturssonar, og „Þú hefur dáleitt mig“ með Aroni Brink.
04.03.2017 - 21:31
Seinni undanúrslit Söngvakeppninnar
Bein útsending frá seinni undanúrslitum Söngvakeppninnar sem fram fara í Háskólabíói. Í kvöld keppa sex lög um hylli hlustenda og áhorfenda í símakosningu, en þrjú þeirra komast áfram í úrslitin í Laugardalshöllinni 11. mars.
04.03.2017 - 19:22
Seinni undanúrslitin fara fram í kvöld
Æfingar í Háskólabíói standa nú yfir en í kvöld fara seinni undanúrslit Söngvakeppninnar fram. Síðasta laugardag komust þrjú lög áfram en alls komast sex lög í úrslitakeppnina í Laugardalshöll 11. mars. Þess ber þó að geta að samkvæmt reglum keppninnar er RÚV heimilt að grípa til svokallaðs Svarta Péturs (wild card) og hleypa sjöunda laginu áfram í úrslitin, ef svo ber undir.
04.03.2017 - 14:57
Söngvakeppnin í Háskólabíói
Bein útsending frá fyrri undankeppni Söngvakeppninnar sem fram fer í Háskólabíói. Í kvöld er það sex lög sem keppa um hylli hlustenda og áhorfenda í símakosningu en þrjú þeirra komast áfram í úrslitin í Laugardalshöllinni 11. mars.
25.02.2017 - 18:56
Spurningakeppnin #12stig
Keppendur í fyrri undankeppni Söngvakeppninngar hituðu upp fyrir stóru keppnina með laufléttri eurovision-spurningakeppni.
25.02.2017 - 18:13
Söngvakeppnin sýnd í færeyska ríkissjónvarpinu
Færeyska ríkissjónvarpið mun sýna allar 3 keppnirnar í Söngvakeppninni í ár í beinni útsendingu.  Fyrri undankeppnin hefst í kvöld en þá keppa 6 lög af 12 um að komast áfram í úrslitin sem verða haldin í Laugardalshöll 11. mars.
25.02.2017 - 16:22
Páll Rósinkranz og Kristina í beinni
Söngvakeppnin tók hús á Páli Rósinkrans og Kristinu Bærendssen í beinni útsendingu á facebook í dag. Páll og Kristina syngja lagið „Þú og ég“ eftir Mark Brink í seinni undankeppninni ár, í Háskólabíói 4. mars.
15.02.2017 - 14:40
Keppendurnir - Kristina og Páll Rósinkranz
Þau Kristina Bærendssen frá Færeyjum og Páll Rósinkranz syngja saman lagið Þú og ég í keppninni í ár. Kristina er hrædd við köngulær en Páll hræðist ekkert! Við spurðum þau spjörunum úr.
Gauti flytur þekkt íslenskt Eurovision lag
Rapparinn Emmsjé Gauti kemur fram á fyrri undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar í Háskólabíói þann 25. febrúar og þekur þar sitt uppáhalds íslenska Eurovision lag. Rætt var við Gauta í Morgunútvarpinu á Rás 2 í dag og reynt að fá upp úr honum hvaða lag þetta væri.
09.02.2017 - 10:48
Linda í beinni
Linda Hartmannsdóttir semur og flytur lagið Ástfangin í Söngvakeppninni í ár. Við hittum hana í Alþjóðasetrinu og fengum að leggja fyrir hana nokkrar spurningar í beinni útsendingu á Facebook.
08.02.2017 - 13:54
Júlí Heiðar og Þórdís Birna í beinni
Við hittum Þórdísi Birnu og Júlí Heiðar í Listaháskólanum og lögðum fyrir þau nokkrar spurningar í beinni útsendingu á Facebook. Júlí og Þórdís flytja lagið Heim til þín í Söngvakeppninni í ár.
08.02.2017 - 10:15
Keppendurnir - Júlí Heiðar og Þórdís Birna
Þórdís Birna og Júlí Heiðar syngja lagið Heim til þín í keppninni í ár. Við spurðum þau spjörunum úr.
07.02.2017 - 13:37
Mynd með færslu
Myndband: Þú hefur dáleitt mig
Út er komið tónlistarmyndband við lagið Þú hefur dáleitt mig sem Aron Brink flytur í Söngvakeppninni í ár.
07.02.2017 - 10:45
Rúnar Eff í beinni
Við gerðum okkur ferð í Kringluna og rákumst þar á Rúnar Eff, sem samdi lagið Mér við hlið og flytur það í Söngvakeppninni í ár. Rúnar svaraði nokkrum léttum spurningum í beinni útsendingu á Facebook.
06.02.2017 - 17:27
Keppandinn - Hildur í hnotskurn
Hildur er 29 ára söngkona, laga- og textasmiður. Hún syngur lagið Bammbaramm í keppninni í ár. Við spurðum hana spjörunum úr.
Myndband: Tonight
Í dag var frumsýnt myndband við lagið Nótt, (Tonight), framlag Sveins Rúnars Sigurðssonar til Söngvakeppninnar í ár, sem er flutt af Aroni Hannesi.
04.02.2017 - 13:09
Myndband við Bammbaramm
Komið er út myndband við framlag Hildar til Söngvakeppninnar í ár, lagið „Bammbaramm“.