Færslur: Söngvakeppnin

Ánægð að koma vænghafi og skammdegisskuggum að
Einlægni og að orðin fljóti vel með laglínunni eru aðalatriðin þegar kemur að góðri textasmíð að mati Lovísu Elísabetar Sigrúnardóttur, laga- og textahöfundi íslenska Eurovision lagsins í ár, Með hækkandi sól.
Kastljós
Mjög sáttur við að vera fjórða systirin
„Ég er orðinn svo þreyttur á þessu tali,“ segir Eyþór Ingi Eyþórsson, Eurovision-fari, um þá háværu gagnrýni að hann gleymist í umræðunni um keppendurna frá Íslandi í ár. Tórínó er undirlögð af undirbúningi fyrir Eurovision sem er í næstu viku. Íslenska listafólkið fær nú tilfinninguna af því að stíga inn í Eurovision-búbbluna beint í æð. Þau segja að það sé í takt við það sem þau sáu fyrir sér.
04.05.2022 - 19:00
Talað frá Tórínó: Sjarmerandi systur og sólarklúður
Það er víst ómögulegt að týnast í Tórínó. Finni fólk sig í slíkum aðstæðum er ágætt að hafa í huga að Alparnir standa óhreyfðir norðvestan við borgina en hinum megin er gróðri vaxin Superga-hæðin. Áin Pó liðast svo örugglega gegnum borgina og setur svip sinn á hana með reisulegum brúm með voldugum styttum af vel byggðum gyðjum og goðum. Það er víst óvenju lítið í ánni um þessar mundir og því má segja að hún beri nafn með rentu en Po á ítölsku þýðir lítill. Allavega samkvæmt Google Translate.
04.05.2022 - 15:30
Systurnar unnu einvígið með nokkrum yfirburðum
Sigga, Beta og Elín unnu hið svokallaða einvígi gegn Reykjavíkurdætrum með 11.686 atkvæðum með lagið Með hækkandi sól. Fram að því höfðu Reykjavíkurdætur haft nauma forystu með lagið Turn this around, bæði í símakosningu almennings og hjá dómnefnd.
15.03.2022 - 10:25
Iceland has decided
Sigga, Beta og Elín will be Iceland’s representatives at the Eurovision Song Contest 2022 in Italy this May, it was confirmed at this weekend’s glittering Söngvakeppnin Grand Final.
15.03.2022 - 10:14
Sjónvarpsfrétt
Mataræði úlfa meðal yrkisefna í Eurovision
Öll Norðurlöndin fimm hafa nú valið sinn fulltrúa í Eurovision í ár. Matarræði úlfa og sterkar sjálfstæðar konur eru meðal yrkisefna.
14.03.2022 - 17:01
Söngvakeppnin
Tilfinningarík framkoma Tusse á Söngvakeppninni
Tónlistarmaðurinn Tusse, framlag Svía í Eurovision 2021, kom fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöld og tók magnaðan flutning á laginu Voices.
14.03.2022 - 16:59
Söngvakeppnin
Daði Freyr með nýtt lag á Söngvakeppninni
Daði Freyr, fyrrum Eurovision-fari, tók nýtt lag fyrir áhorfendur Söngvakeppninnar á laugardagskvöld.
Sjónvarpsfrétt
Héldu að Reykjavíkurdætur myndu vinna
Með hækkandi sól í flutningi systranna Sigríðar, Elísabetar og Elínar Eyþórsdætra, verður framlag Íslands í Eurovision þetta árið. Höfundur lagsins er Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir sem landsmenn þekkja betur sem LayLow.
13.03.2022 - 20:40
Engin bilun í símkerfum og 99,6% atkvæða náðu í gegn
Með hækkandi sól í flutningi systranna Sigríðar, Elísabetar og Elínar Eyþórsdætra, verður framlag Íslands í Eurovision þetta árið. Höfundur lagsins er Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir sem landsmenn þekkja betur sem LayLow. Umræða hefur verið um að ekki hafi verið hægt að hringja inn í ákveðin númer í kosningunni í gærkvöldi. Að sögn framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar er við fyrstu greiningu ekki að sjá að neitt hafi farið úrskeiðis.
13.03.2022 - 13:40
Sigga, Beta og Elín fara alla leið í Eurovision
Sigga, Beta og Elín verða fulltrúar Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer á Ítalíu í maí.
12.03.2022 - 22:12
Söngvakeppnin
Kepptust um athygli við tónlistina
Systurnar Sigga, Beta og Elín, sem flytja lagið Með hækkandi sól í úrslitum Söngvakeppninnar, ólust upp á miklu tónlistarheimili þar sem djassinn náði á stundum yfirhöndinni.
12.03.2022 - 20:44
Söngvakeppnin
Sviðið er eins og hlý sæng
Stefán Óli Magnússon, sem flytur lagið All I Know í úrslitum Söngvakeppninnar, hefur tekist á við kvíða og lélegt sjálfsmat. Honum líður hins vegar hvergi betur en á sviðinu fyrir fullri Söngvakeppnishöll.
12.03.2022 - 20:36
Söngvakeppnin
Reykjavíkurdætur með þrautseigju í blóðinu
Reykjavíkurdætur, sem flytja lagið Turn This Around í úrslitum Söngvakeppninnar, eiga það allar sameiginlegt að hafa upplifað mótlæti á tónlistarferlinum.
12.03.2022 - 20:30
Söngvakeppnin
Var á skýlunni þegar lagið varð til
Tvíeykið Amarosis, sem samanstendur af systkinunum Ísold Wilberg og Má Gunnarssyni, flytur lagið Don't You Know í úrslitum Söngvakeppninnar. Lagið kom til Más þegar hann stakk sér á kaf í ástarsorg.
12.03.2022 - 20:14
Söngvakeppnin
Varð fyrir vímulíkum áhrifum þegar Katla söng
Katla Njálsdóttir og Króli, einn höfunda lagsins Þaðan af sem flutt er í úrslitum Söngvakeppninnar, kynntust þegar þau léku saman í söngleiknum We Will Rock You. Hann komst því sem næst í annarlegt ástand þegar hann heyrði hana syngja í fyrsta skipti.
12.03.2022 - 20:08
Í BEINNI
Úrslit Söngvakeppninnar
Bein útsending frá úrslitum Söngvakeppninnar. Í kvöld ræðst hvaða lag fer fyrir Íslands hönd í Eurovision á Ítalíu.
12.03.2022 - 19:24
Hlustaðu á lögin sem keppa til úrslita í kvöld
Í kvöld fara fram úrslit Söngvakeppninnar og þá verður ljóst hvaða flytjendur verða fulltrúar Íslands í Eurovision í ár.
12.03.2022 - 16:55
Alþjóðleg dómnefnd í Söngvakeppninni tilkynnt
Í kvöld fara úrslit Söngvakeppninnar fram og þá kemur í ljós hvaða flytjendur verða fulltrúar Íslands í Eurovision í ár. Keppnin fer fram í Söngvakeppnishöllinni Gufunesi og verður í beinni útsendingu á RÚV. Fimm lög keppa en auk þess munu Daði Freyr Eurovision-fari og sænski Eurovision-söngvarinn Tusse stíga á svið.
12.03.2022 - 10:20
Stúdíó 12
„Þetta er að fara að vera svo geggjað partí“
Daughters of Reykjavík heitir rappsveitin tíu ára gamla sem komst í úrslit Söngvakeppninnar með lagi sínu Turn this around. Þær freista þess á laugardag að sigra keppnina og fá að flytja framlag Íslands í Eurovision 2022 sem er langþráður draumur þeirra. Þær eru miklir Eurovision-aðdáendur og segja sveitina sannarlega eiga heima í keppninni.
Söngvakeppnin
Bestu lög Úkraínu í Eurovision
Fáar þjóðir hafa náð eins góðum árangri í Eurovision í gegnum tíðina og Úkraína. Til stóð að úkraínska sveitin Go_A træði upp á úrslitum Söngvakeppninnar á laugardag en af augljósum ástæðum munu þau ekki komast til okkar. Söngvakeppnin rifjar upp stórkostlegt lag þeirra Shum og önnur frábær lög sem Úkraína hefur sent frá sér.
09.03.2022 - 11:49
Stúdíó 12
Eurovision-lag huggaði Kötlu þegar faðir hennar lést
Í maí árið 2018 var faðir söngkonunnar Kötlu orðinn afar veikburða og hún vissi hvert stefndi. Þá fann hún huggun í Eurovision-framlagi Þýskalands sem síðan hefur skipað stóran sess í hjarta hennar. Lagið varð innblástur að texta lagsins Then again sem hún syngur í Söngvakeppninni í ár.
08.03.2022 - 16:50
Go_A will not perform: Tusse to Iceland instead
Due to the war in Ukraine, the visit of the Ukrainian Eurovision act Go_A to Iceland has been cancelled. The band was scheduled to perform at the Söngvakeppnin Grand Final 2022, on 12th March.
07.03.2022 - 15:44
Stúdíó 12
Ekki hægt að segja nei við hvolpaaugum Lay Low
Systurnar Sigga, Beta og Elín kíktu í stúdíó 12 og fluttu gullfallega ábreiðu af laginu Euphoria sem var sigurlag Eurovision árið 2012. Á laugardaginn flytja þær svo lagið Með hækkandi sól í úrslitum Söngvakeppninnar. Lagið er eftir Lay low en það tók hana ekki langan tíma að sannfæra systurnar um að vinna með sér.
07.03.2022 - 14:56
„Við erum mætt aftur til leiks með bros á vör“
Systkinin Már Gunnarsson og Ísold Wilberg komust áfram í Söngvakeppninni síðasta laugardag sem „eitt lag enn“ í úrslitin. Þau segjast afar spennt að fá að stíga aftur á svið að syngja lagið Don't you know á ensku fyrir landsmenn og freista þess að fá að flytja framlag Íslands í Eurovision 2022.