Færslur: Söngvakeppnin

Daði og gagnamagnið á topp tíu lista Time
Lag Daða og Gagnamagnsins Think About Things er á lista tímaritsins Time yfir tíu bestu lög ársins. Það eru lögin sem voru spiluð aftur og aftur árið 2020 og svo aftur.
24.11.2020 - 00:11
„Ætla að reyna að koma fyrir tveimur upphækkunum“
„Við vorum bara bæði að suða í hvort öðru,“ segir Daði Freyr um hvernig hann og RÚV sættust á að hann flytti framlag Íslands í Eurovision á næsta ári. „Þetta var aðallega spurning með Söngvakeppnina. En ég er til í að hafa þetta svona,“ sagði Daði við Gísla Martein sem sló á þráðinn til Berlínar í Vikunni í gær.
24.10.2020 - 11:26
Hollendingar lofa því að keppnin verði haldin
„Daði er nú farinn af stað að semja næsta hittara,“ segir Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri hjá RÚV en í dag var tilkynnt að Daði Freyr myndi taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd og engin forkeppni yrði haldin.
23.10.2020 - 17:32
Ameríka heldur sitt eigið Eurovision
Það er komið að því, Ameríka fær sína eigin söngvakeppni í anda Eurovision. The American Song Contest lítur dagsins ljós á næsta ári.
07.08.2020 - 12:11
Það er kúl að hlýða
Rapplagið Það er kúl að hlýða með þeim Önnu Maríu og Marínó vakti verðskuldaða athygli í þættinum Eurovision-gleði - Okkar 12 stig en þar reyna þau að vera góðar fyrirmyndir fyrir börn. Lagið kom fyrir í grínatriði sem sýnt var í þættinum.
18.05.2020 - 15:16
Sjónvarpsfréttum flýtt um 40 mínútur
Sjónvarpsfréttir í kvöld byrja 40 mínútum fyrr en venjulega, eða klukkan 18:20. Þetta er vegna sérstakrar Eurovision skemmtidagskrár sem send er beint út frá Hollandi í kvöld.
16.05.2020 - 14:19
Daði og Gagnvagninn keyra um götur borgarinnar í dag
Daði Freyr og Gagnamagnið hefðu átt að koma fram fyrir Íslands hönd í forkeppni Eurovision í kvöld en af því verður ekki eins og þekkt er orðið. En það kann að verða einhverjum sárabót að sérstakur strætisvagn mun keyra götur Reykjavíkur í dag íslenska atriðinu til heiðurs, eða Daði og Gagnavagninn.
14.05.2020 - 12:02
Okkar 12 stig
Will Ferrell í Eurovision-veislu á RÚV í kvöld
Stórstjarnan Will Ferrell  mun koma fram í sjónvarpsþættinum Eurovisiongleði – Okkar 12 stig sem sýndur verður í beinni útsendingu á RÚV í kvöld kl. 19.40. Í þættinum gefst Íslendingum kostur á að kjósa hvaða land hefði fengið 12 stig frá Íslandi ef keppninni hefði ekki verið aflýst.
14.05.2020 - 10:57
Morgunútvarpið
Íslendingar sætta sig ekki við að missa af Eurovision
Í vikunni hefst fjölbreytt upphitun fyrir Eurovision-gleði á RÚV en mikið verður um að vera næstu daga. Felix Bergsson, einn helsti Eurovision-sérfræðingur þjóðarinnar, segir dagskrána fram undan vera tvískipta. Það verði boðið upp á fyrirpartí og aðalpartí.
11.05.2020 - 12:37
Fjölbreytt Eurovision-gleði á RÚV
Það verður sannkölluð Eurovision gleði á RÚV næstu daga og verður áhorfendum boðið upp á fjölbreytta dagskrá af nýjum þáttum sem fjalla um keppnina auk þess sem gamlar perlur verða endursýndar. Þrátt fyrir að hefðbundin keppni fari því ekki fram í ár ættu allir að geta upplifað sanna Eurovision stemningu.
08.05.2020 - 16:54
Núllstilling
Daði: „Við hefðum náttúrulega 100% unnið þetta“
„Ég er alveg til í að vera í Eurovision ef fólk vill hleypa mér áfram. En ég er búinn með Söngvakeppnina,“ sagði Daði Freyr þegar Núllstillingin sló á þráðinn til hans í upptökuverið í Berlín.
Corden og Pink dýrka Gagnamagns-dansinn
„Þetta lag hefur komið okkur gegn um sóttkvína,“ tístir Garett Williams sem tók upp myndband af sér og félögum sínum taka eigin snúning á dansi Daða og Gagnamagnsins við lagið Think About Things. Tugir þúsunda hafa deilt myndbandinu og meðal þeirra eru spjallþáttastjórnandinn James Corden og poppstjarnan Pink.
01.04.2020 - 12:48
Daði og Gagnamagnið mega keppa 2021 en þurfa annað lag
Daði Freyr og Gagnamagnið geta keppt fyrir Íslands hönd í Eurovision 2021 án undangenginnar forkeppni hér heima, standi vilji til þess. Hins vegar verða Daði Freyr, Gagnamagnið og RÚV að leggja fram nýtt lag, því til skoðunar er að halda einhvers konar söngvahátíð á vegum EBU í stað söngvakeppninnar, með þeim lögum og flytjendum sem þar áttu að etja kappi. Lagið Think about things mun því ekki óma í Eurovision 2021.
20.03.2020 - 23:50
Eurovision aflýst vegna COVID-19
Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva sem átti að fara fram í maí í Rotterdam hefur verið aflýst vegna COVID-19 faraldursins.
18.03.2020 - 13:36
Daði og Gagnamagnið sigruðu með yfirburðum
Lagið Think about Things með Daða og Gagnamagninu sigraði með yfirburðum í úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið og var með meirihluta atkvæða í báðum símakosningum sem og flest stig alþjóðlegrar dómnefndar.
02.03.2020 - 16:07
Söngvakeppnin
„Hundurinn Birta pissaði á Benna?!“
Söngvakeppnin hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem eins konar árshátíð íslenska Twitter-samfélagsins. Tístarar landsins létu svo sannarlega ekki sitt eftir liggja í kvöld og buðu upp á hnyttnar athugasemdir og háðsglósur í hundruða tali.
29.02.2020 - 23:08
Daði Freyr bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni
Daði og Gagnamagnið verða fulltrúar Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Hollandi í maí.
29.02.2020 - 22:25
Söngvakeppnin
Stjórnin leynigestur í Söngvakeppninni
Sigga Beinteins og Grétar Örvarsson komu óvænt á svið í úrslitum Söngvakeppninnar og tóku hið fornfræga Eitt lag enn sem er einmitt 30 ára um þessar mundir.
29.02.2020 - 21:54
Daði Freyr og Dimma áfram í úrslitaeinvígið
Lagið Think About Things með Daða Frey og Almyrkvi með þungarokkshljómsveitinni Dimmu eru komin í úrslitaeinvígi Söngvakeppninnar.
29.02.2020 - 21:36
Söngvakeppnin
Hatari, Bashar Murad og barnakór Kársnessskóla
Gjörningasveitin Hatari kom fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í Laugardalshöll ásamt góðum gestum.
29.02.2020 - 21:21
Mynd með færslu
Söngvakeppnin 2020 – Úrslitin ráðast í Laugardalshöll
Bein útsending frá úrslitum Söngvakeppninnar í Laugardalshöll hefst klukkan 19:45. Þar ræðst hvaða lag keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision í Hollandi í maí.
29.02.2020 - 19:27
Ein stærsta beina útsending ársins í kvöld
Úrslit Söngvakeppninnar fara fram í Laugardalshöll í kvöld og þá mun ráðast hvaða lag verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. Búist er við miklu áhorfi á keppnina í ár enda þykir hún afar sterk og erfitt að spá fyrir um sigurvegara.
29.02.2020 - 15:13
Alþjóðleg dómnefnd Söngvakeppninnar tilkynnt
Í kvöld fara úrslit Söngvakeppninngar 2020 fram og þá kemur í ljós hvaða flytjendur verða fulltrúar Íslands í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Rotterdam í Hollandi í maí. Framkvæmdastjórn keppninnar hefur nú sent frá sér tilkynningu um hver skipar dómnefndina í ár.
29.02.2020 - 10:20
Íva gefur út tónlistarmyndband
Tónlistarkonan Íva hefur sent frá sér myndband við lagið Oculis Videre sem er eitt laganna sem tekur þátt í úrslitakeppni Söngvakeppninnar á laugardag.
26.02.2020 - 17:30
Söngvakeppnin
Russell Crowe tístir um Gagnamagnið
Fjör er að færast í leikana í aðdraganda Söngvakeppnisúrslitanna og keppendum berst stuðningur úr ýmsum áttum. Fátt hefur reynst jafn óvænt enn sem komið er og þegar Russell Crowe blandaði sér óvænt í málið í morgun. Það kom meðlimum Gagnamagns Daða sjálfsagt skemmtilega á óvart þegar stórleikarinn tvítaði um lag þeirra.
19.02.2020 - 10:40