Færslur: Söngvakeppni

Spár veðbanka: Vonir og væntingar í Eurovision-landi
Í kvöld kemur í ljós hvort Daði og Gagnamagnið komast í úrslit Eurovision-söngvakeppninnar á laugardagskvöld. Tvær Norðurlandaþjóðir eru þegar komnar áfram. COVID-19 setur talsvert mark á keppnina þetta árið en notast verður við upptöku af flutningi lagsins 10 Years, sem einnig var sýnd á dómararennsli í gærkvöldi.
Spennan eykst í Rotterdam - stífar æfingar fram undan
Eurovision-vikan er hafin, fyrri undankeppnin er annað kvöld, sú síðari á fimmtudagskvöld og svo nær fjörið hámarki á laugardagskvöld þegar 26 keppendur gera hvað þeir geta til að heilla Evrópu með söng, dansi, vindvélablæstri og eldglæringum.
Myndskeið
Öll Norðurlöndin búin að velja sér lag
Í fyrsta sinn í 24 ár verður framlag Dana í Eurovision sungið á dönsku. Allar Norðurlandaþjóðirnar hafa nú valið lög til þátttöku í Eurovision.
16.03.2021 - 08:00
Myndskeið
Segja Eurovision-lag upphefja djöfladýrkun
Skipulögð mótmæli fóru fram við höfuðstöðvar ríkissjónvarps Kýpur vegna framlags landsins til Eurovision í ár. Mótmælendur segja lagið upphefja tilbeiðslu á djöflinum.
06.03.2021 - 17:12
Engin söngvakeppni - Daði keppir fyrir hönd Íslands
Ríkisútvarpið hefur tekið þá ákvörðun að velja Daða Frey og gagnamagnið til að taka þátt í Eurovision-keppninni í Rotterdam á næsta ári. Daði vann Söngvakeppnina hér heima með laginu Think About Things og fór myndbandið við lagið og ekki síður danssporin sem eldur í sinu um netheima. Daða var af mörgum talinn mjög sigurstranglegur fyrir Eurovision-keppnina sem síðan var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins.
23.10.2020 - 10:51
Jennifer Garner þvær þvott með Daða
Hollywood leikkonan Jennifer Garner er ein þeirra sem Daði og Gagnamagnið hafa heillað upp úr skónun en hún deildi skemmtilegu myndbandi af sér taka Daðadansinn svokallaða.
19.05.2020 - 08:57
Daði og Gagnamagnið fengu langflest stig frá Norðmönnum
Norðmenn kusu í kvöld lag Daða Freys og Gagnamagnsins, Think About Things, sem það besta sem senda átti í Eurovision söngvakeppnina í ár. Ekkert verður af keppninni vegna COVID-19. Haldin var símakosning í Noregi um besta lagið og þar unnu Daði Freyr og félagar með miklum yfirburðum.
15.05.2020 - 22:34
Forsetahjónin dönsuðu með Daða í kvöld
Fjölmargir óvæntir gestir tóku þátt í lokalagi Eurovision-gleðinnar á RÚV í kvöld þar sem Daði flutti lagið Think About Things. Á meðal þeirra sem dönsuðu með Daða má nefna ríkisstjórnina, starfsfólk Landspítalans, forsetahjónin og fleiri.
14.05.2020 - 22:07
Daði & Gagnamagnið með fullt hús stiga frá Svíum
Nú rétt í þessu lauk heimagerðri Eurovision keppni Svía sem líkt og Íslendingar velja sitt uppáhalds lag í keppninni í kvöld. Fór það svo að Daði og Gagnamagnið fengu 12 stig frá bæði áhorfendum og dómnefnd.
14.05.2020 - 21:41
Í BEINNI
Eurovision-gleði - Okkar 12 stig
Nú fá landsmenn að kjósa hvaða lag hefði fengið 12 stig frá Íslandi ef Eurovision-söngvakeppnin hefði farið fram. 15 lög úr keppninni koma til greina og geta lesendur kosið á milli þeirra, en þessi 15 lög voru valin af þjóðinni í gegnum vefkosningu og álitsgjöfum í þáttunum Alla leið.
14.05.2020 - 14:40
Eurovision-mynd Ferrell fékk 135 milljónir frá ríkinu
Eurovision mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell fékk 135 milljónir í endurgreiðslu frá ríkinu. Það þýðir að kostnaðurinn við tökur myndarinnar hér á landi nam rúmum hálfum milljarði. Sjónvarpsþættirnir Brot hafa fengið hæstu endurgreiðsluna á þessu ári eða 193 milljónir.
31.03.2020 - 10:14
Myndskeið
Daði Freyr fékk 12 stig frá BBC
Þó að Eurovision-keppnin í ár hafi verið blásin af telja ýmsir að lýsa ætti Íslendinga sem sigurvegara í keppninni. Daði og Gagnamagnið fengu fullt hús stiga hjá fréttaþul BBC í gær.
19.03.2020 - 20:07
Myndskeið
Öll Norðurlöndin búin að velja sér lag
Sigurvegarar frá því í fyrra og þáttakendur í hæfileikakeppnum í sjónvarpi eru meðal þeirra sem Norðurlandaþjóðirnar tefla fram í Eurovision í ár, en öll Norðurlöndin hafa nú valið sitt framlag. Sænskir og danskir sérfræðingar álíta íslenska lagið geta veitt þeirra framlögum einna mesta samkeppni.
08.03.2020 - 16:24
Íslendingar horfa þjóða mest á Eurovision
Engin þjóð er jafn æst í Eurovision og Íslendingar en næstum allir sjónvarpsáhorfendur hér á landi horfðu á keppnina. Áhugi yngra fólks á keppninni fer vaxandi og tugir milljóna horfðu á hana á YouTube.
28.05.2019 - 11:36
Viðtal
Enn ekkert heyrt vegna uppátækis Hatara
Enn er óljóst hverja afleiðingar verða af uppátæki meðlima Hatara en tóku upp palestínska fánann á Eurovision í Tel Aviv í Ísrael í gær. Felix Bergsson fararstjóri íslenska hópsins hefur ekkert heyrt frá fulltrúum keppninnar í dag vegna málsins.
19.05.2019 - 19:28
Býður Hatara til Palestínu
Palestínskur stjórnmálamaður, Mustafa Barghouti, hefur boðið hljómsveitinni Hatara að sækja Palestínu heim. Hann þakkað þeim fyrir að sýna málstað lands síns samstöðu í verki á Eurovision í gær í samtali við Matthías Tryggva Haraldsson annan söngvara hljómsveitarinnar.
19.05.2019 - 18:36
Veðbankar spá Hatara nú fimmta sæti
Hatari, framlag Íslands í lokakeppni Eurovision, sem fram fer þessa stundina lendir í fimmta sæti samkvæmt erlendum veðbönkum. Þeir hafa stigið hægt og rólega upp töfluna, voru fyrir spáð skömmu áttunda sæti og fyrr í dag í því sjötta.
18.05.2019 - 20:14
Mynd með færslu
Live
Eurovision Live: English coverage
Join RÚV English for live coverage of the Grand Final of the Eurovision Song Contest 2019. Hatari perform in Iceland's first Grand Final since 2014: can they bring the trophy (and next year's contest) home to Reykjavík? Tonight we find out!
18.05.2019 - 18:31
Mynd með færslu
Beint
Beint: Eurovision
Lokakeppni Eurovision fer fram í kvöld í Tel Aviv og fylgjast má með henni í beinni á RÚV. Framlag Íslands til keppninnar er hljómsveitin Hatari með lagið Hatrið mun sigra og er hún 17. atriðið á svið.
18.05.2019 - 18:30
Tvöfaldar líkur á Eurovision á Íslandi að ári
Sá orðrómur gengur nú fjöllum hærra í Tel Aviv í Ísrael, þar sem Eurovision fer fram í kvöld, að Ísland haldi keppnina að ári fari svo að Ástralía beri sigur úr býtum í kvöld. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri gat hvorki neitað nei játað hvort þessar sögusagnir séu á rökum reistar í viðtali við fréttastofu.
18.05.2019 - 17:10
Mynd með færslu
Upphitun með íslensku Eurovision-lögunum
Nú er hægt að horfa á öll íslensku Eurovision-lögin í streymi á vef RÚV og er það gert með að smella á myndbandið hér fyrir ofan. Þegar keppnin hefst í Tel Aviv klukkan sjö í kvöld verður hægt að horfa í útsendingu á ensku með sama streymi.
18.05.2019 - 16:42
„Við eigum besta sénsinn með besta atriðið“
Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari er er vongóður um íslenskan sigur í Eurovision í kvöld en hann les stigin frá Íslandi. Í viðtali við fréttastofu segir hann æfingar ganga vel, eðlilegt sé að vera stressaður fyrir að standa frammi fyrir 500 milljónum á sjónvarpsskjánum í beinni útsendingu.
18.05.2019 - 15:14
RÚV Núll
Fólkið á götunni bjartsýnt fyrir hönd Hatara
Það er langt síðan veðbankar hafa spáð Íslandi jafn góðu gengi í Eurovision. Spáin bendir til þess að Hatari nái að heilla Evrópu og lendi á meðal tíu efstu landanna í keppninni á laugardag.
17.05.2019 - 09:46
Jóhannes Haukur kynnir stigin í Eurovision
Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson verður stigakynnir fyrir Íslands hönd í Eurovison í ár. „Þegar ég var beðinn um þetta sagði ég strax já,“ segir Jóhannes Haukur.
15.05.2019 - 14:43
Öryggisorðið er „douze points“
Eldsnemma í morgun, eftir að hafa tryggt þátttöku Íslands á lokakvöldi Eurovision keppninnar, mættu þrír liðsmenn Hatara í viðtal við spjallþáttinn Good Morning Britain.