Færslur: Sónar

Allt að helmingur Sónargesta átti flug með WOW
Allt að helmingur væntanlegra gesta og margir af þeim erlendu listamönnum sem áttu að koma fram á Sónar-hátíðinni í Reykjavík áttu bókað flug með WOW air, en hátíðin var blásin af í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins.
03.04.2019 - 17:03
Hætta við Sónar vegna gjaldþrots WOW
Hætt hefur verið við Sónar-hátíðina í Reykjavík sem átti að fara fram í Hörpu 25.-27. apríl næstkomandi. Þetta kemur fram í tölvupósti til listamanna sem áttu að koma fram og helsta ástæðan sögð gjaldþrot flugfélagsins WOW air.
02.04.2019 - 17:09
Orbital og Little Dragon á Sónar Reykjavík
Breska raftónlistartvíeykið Orbital, sænska poppsveitin Little Dragon og hinn alíslenski Prins Póló eru á meðal rúmlega 20 listamanna hafa nú bæst við Sónarhátíðina á næsta ári.
14.12.2018 - 10:43
Tónlist Ólafs send tólf ljósár út í geiminn
Tónverk eftir Ólaf Arnalds var í dag sent af stað til plánetunnar GJ273b en talið er að þar gæti mögulega verið líf. Plánetan er 12,4 ljósár frá jörðu og munu útvarpsbylgjurnar berast þangað eftir 12 ár og 145 daga. Verk Ólafs mun ná til íbúa plánetunnar, ef einhverjir eru, þann 3. nóvember árið 2030, sem er einmitt afmælisdagur Ólafs.
17.11.2017 - 09:51
Detroit-rapparinn Danny Brown kemur á Sónar
Bandaríski rapparinn Danny Brown og hin upprennandi grime stjarna Nadia Rose frá London eru meðal þeirra sem staðfest er að komi fram á Sónar tónlistarhátíðinni í Reykjavík í mars.
10.11.2017 - 11:09
Fyrsta kvöld Sónar Reykjavík 2017
Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík hófst Hörpu í gær en hátíðin fer fram dagana 16., 17. og 18. febrúar á fjórum sviðum í Hörpu, m.a. bílakjallara tónlistarhússins sem breytt hefur verið í næturklúbb. Rúmlega 50 hljómsveitir og listamenn koma fram, bæði innlendir og erlendir. Hátíðin var fyrst haldin hér á landi árið 2013.
17.02.2017 - 11:19
Palli vissi alltaf að Jóhann Jóhannsson...
..myndi snúa sér að kvikmyndatónlist.