Færslur: Sólmyrkvi

Myndskeið
Eins og hundur sé að éta tunglið
Það er eins og hundur sé að éta tunglið, sagði íbúi í Suður-Asíu þar sem fjöldi fólks kom saman til að sjá hringlaga sólmyrkva í dag. Það er þegar tunglið skyggir á sólina, en þó ekki að fullu. Sumir lögðu á sig töluvert ferðalag til að berja myrkvann augum.
26.12.2019 - 20:52
 · Erlent · Asía · Sólmyrkvi
Myndir
Sáu fátíðan eldhring á himni
Þeir sem störðu til himins og fylgdust með sólmyrkvanum í Asíu eða Mið-Austurlöndum nótt fengu að sjá fátíðan eldhring á himni. Sólmyrkvar verða þegar tunglið gengur fyrir sólina og varpar skugga á jörðina. Það gerist reglulega og sést yfirleitt víða.
26.12.2019 - 09:06
Myndskeið
„Við sjáum sólarkórónuna í kringum myrkvann“
„Sólmyrkvinn byrjar og verður í tvær klukkustundir. En almyrkvinn sjálfur þegar tunglið fyllir alveg upp í sólarskífuna mun ekki endast nema í tvær mínútur og þá verður myrkur og við sjáum sólarkórónuna í kringum myrkvann sjálfan,“ segir Kári Helgason stjarneðlisfræðingur um almyrkva á sólu sem verður sýnilegur hér á landi eftir sjö ár. Almyrkvi sást vel í Chile í gærkvöldi.
03.07.2019 - 23:00
Myndskeið
Fjöldi fylgdist með almyrkva á sólu
Mörg hundruð þúsund ferðamenn lögðu leið sína í eyðimörkina í norðurhluta Chile í gær til þess að berja eitt magnaðasta fyrirbæri náttúrunnar augum, almyrkva á sólu. Samkvæmt stjörnufræðingafélagi Chile er þetta í fyrsta sinn síðan undir lok 16. aldar sem hægt var að sjá almyrkva í Chile. Næst verður það líklega hægt árið 2165.
03.07.2019 - 05:51
Gott að eiga gleraugun eftir 11 ár
Það er skólastjóra grunnskólanna að ákveða hvort börn fái að eiga sólmyrkvagleraugu sem Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness gaf þeim. Þetta segir varaformaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Hins vegar stuðli það að sjálfbærni að skólarnir fái gleraugun sem kennslugögn.
22.03.2015 - 13:20
Hefur sólmyrkvi áhrif á sjávarföll?
Í erlendum miðlum var því haldið fram að eftir sólmyrkvann kæmu mestu sjávarföll aldarinnar. „Ekki alls kostar rétt, alla vega ekki hér á landi," sagði Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur í viðtali í Samfélaginu í gær.
21.03.2015 - 09:43
Sólmyrkvi á fleygiferð
Tunglið gekk fyrir sólu í dag. Sólmyrkvinn stóð yfir í um tvær klukkustundir. Almar Ingason myndaði allt ferlið sem gengur mun hraðar fyrir sig eftir að búið er að hraða upptökunni.
20.03.2015 - 19:22
Sólmyrkvinn á Íslandi í myndum
Þúsundir fylgdust með sólmyrkvanum í morgun. Tunglið huldi 98 prósent sólar þegar klukkuna vantaði um 20 mínútur í tíu. Þá rökkvaði og kólnaði í veðri. RÚV hafa borist margar myndir af atburðum morgunsins og hér má sjá nokkrar þeirra.
20.03.2015 - 13:58
Börnin fái sólmyrkvagleraugun til eignar
„Frá okkar dýpstu hjartarótum þá er þetta gjöf til krakkanna en ekki skólanna frá okkur," segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, um sólmyrkvagleraugun sem félagið gaf skólabörnum landsins.
20.03.2015 - 13:36
„Héldu að þau myndu bráðna undan sólinni“
Á Akureyri var fólk í hópum um allan bæ að fylgjst með sólmyrkvanum. Margir voru í Hlíðarfjalli til að fylgjast með, en þar er hægt að taka lyftur í 1000 metra hæð. Dýrin brugðust við eins og mannfólkið því mikill fuglasöngur heyrðist í Kjarnaskógi þegar birti á ný eftir myrkvann.
20.03.2015 - 12:59
Brotnaði niður í morgun eftir allt áreitið
Fjöldi fólks fylgdist með sólmyrkvanum í morgun. Svona mikill myrkvi sást síðast hér á landi fyrir 61 ári. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir að tilfinningarnar hafi borið hann ofurliði í morgun eftir áreiti síðustu daga.
20.03.2015 - 12:26
Sólmyrkvinn á tveimur mínútum
Sólmyrkvinn fangaði athygli fólks víða um heim í um tvær klukkustundir í morgun, frá því tunglið byrjaði að ganga fyrir sólu þar til það hætti að skyggja á hana. Ívar Kristján Ívarsson myndaði sólmyrkvann, hér má sjá upptökuna á miklum hraða svo ferlið allt tekur aðeins rúmar tvær mínútur.
20.03.2015 - 11:57
Sjáið hvernig Héraðið myrkvaðist
Austfirðingar sáu lítið til sólmyrkvans í morgun enda skýjahula yfir landsfjórðungnum. Engum leyndist hinsvegar að eitthvað var ekki eins og venjulega þegar skyndilega byrjaði að dimma en samkvæmt mælingu fréttastofu logaði á ljósastaurum við Fagradalsbraut í rúmar 6 mínútur.
20.03.2015 - 11:29
Sólmyrkvinn í myndum
Íslendingar stóðu þöglir og störðu á sólina um stund á meðan tunglið bar fyrir sólu. Raunar var fylgst með sólmyrkvanum allt frá norðurhveli niður að vesturströnd Afríku. Við erum með bestu myndirnar.
20.03.2015 - 10:44
Hundruð á sólmyrkvahátíð við HÍ
„Miðað við hvernig skýin eru núna þá getur verið að þau hjálpi okkur og virki sem náttúruleg sía. Þannig að ég hvet alla til að fara út eftir tæplega klukkutíma og fylgjast með þegar hámarkið er,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness í samtali við Morgunútgáfuna.
20.03.2015 - 09:08
Mynd með færslu
Í beinni núna: Sólmyrkvinn
Fylgist með sólmyrkvanum í beinni hér. Tunglið þokast fyrir sólu og varpar skugga sínum á Ísland frá klukkan 8.38. Hann nær hámarki um tuttugu mínútur fyrir tíu og verður lokið um klukkustund síðar.
20.03.2015 - 08:19
 · Sólmyrkvi
Víða léttskýjað á meðan sólmyrkvinn verður
Veðurspá fyrir sólmyrkvann, sem nær hámarki upp úr klukkan hálf tíu, lofar mjög góðu. Víða verður léttskýjað. Það er helst á Austurlandi og Norðausturlandi sem síst mun birta til.
20.03.2015 - 08:06
Skýjahuluspá lofar góðu fyrir sólmyrkvann
Skýjahuluspáin fyrir sólmyrkvann lofar góðu, það er að létta til og draga úr úrkomu í nótt, en þegar sólmyrkvinn á sér stað liggur hæðarhryggur yfir landinu og útlit er fyrir að það verði víða léttskýjað. Þetta segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur í samtali við fréttastofu.
19.03.2015 - 21:04
Myndskeið: Þúsundir ferðamanna í Færeyjum
Stjórnendur ferðamála í Færeyjum áætla að um það bil átta þúsund ferðamenn séu komnir til eyjanna eða séu á leið þangað vegna sólmyrkvans í fyrramálið. Þar af komu átta hundruð með skemmtiferðaskipinu Princess Seaways sem kom í gær.
19.03.2015 - 17:09
Byrjaðir að kalla sólmyrkvann sálmyrkva
Félagar í Stjörnuskoðunarfélaginu hafa orðið fyrir aðkasti af hálfu ferðaþjónustufyrirtækja og fleiri fyrir að eiga ekki til sólmyrkvagleraugu. Síminn hefur ekki stoppað hjá þeim. Þeir segjast orðnir andlega uppgefnir og farnir að kalla sólmyrkvann sálmyrkva.
19.03.2015 - 16:36
Fylgst með sólmyrkva á fyrsta farrými
18 þotur og einkavélar frá fjórum löndum verða á svæði flugstjórnarmiðstöðvarinnar í Reykjavík gagngert til að fylgjast með sólmyrkvanum. Löngu er uppselt í þessar ferðir. Vélarnar verða flestar norður og norðvestur af Færeyjum og fá ákveðna hæð og svæði til að vera á.
19.03.2015 - 15:41
Sólmyrkvagleraugu uppseld á Akranesi
„Það eru mjög margir búnir að koma og hringja,“ segir Viktoría Rós Viktorsdóttir, starfsmaður í Pennanum Eymundsson á Akranesi. Þangað komu 40 pör af sólmyrkvagleraugum í morgun og þau eru öll frátekin eða seld. Viktoría segir að enn eigi eftir að sækja 15 pör sem tekin hafi verið frá.
19.03.2015 - 14:38
Reynt að kaupa gleraugu af skólabörnum
Dæmi eru um að ferðaþjónustuaðilar hafi haft samband við grunnskóla í þeim tilgangi að reyna að kaupa sólmyrkvagleraugu af þeim. Sem kunnugt er fengu öll grunnskólabörn landsins slík gleraugu gefins frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness til að þau gætu séð sólmyrkvann.
19.03.2015 - 14:36
Mesti sólmyrkvi frá árinu 1954
Sólmyrkvi verður á Íslandi í fyrramálið, sá mesti síðan 1954. Hann sést best á Suður-, Suðvestur- og Suðausturlandi.
19.03.2015 - 12:46
Sólmyrkvi með pappaspjaldi
Á föstudagsmorgun verður mesti sólmyrkvi sem orðið hefur á Íslandi í 61 ár. Þeir sem ætla að horfa á sólmyrkvann þurfa að grípa til sérstakra ráðstafana, til að skaða ekki augun.
17.03.2015 - 20:08