Færslur: Sólheimasandur

Óvíst hvort bráðabirgðabrú á Sólheimasandi haldi
Óvíst er hvort bráðabirgðabrúin við Jökulsá á Sólheimasandi standi af sér vatnsflauminn í nótt og á morgun.
26.07.2022 - 22:18
Ferðamenn ganga að flakinu
„Það hefur enginn boðið fram ráð eða aðstoð. Bílaumferð er bönnuð að flakinu og verður áfram á meðan við getum ekkert gert“, segir Benedikt Bragason á Ytri Sólheimum. Hann er einn landeigenda á Sólheimasandi þar sem er vinsæll ferðamannastaður við flak af Douglas Dakota flugvél. Leiðsögumaður með ferðamenn rauf lokun bænda í morgun og ók með ferðamenn að flakinu.
16.03.2016 - 16:47
Loka leið að flugvélarflakinu
Landeigendur á Sólheimasandi hafa lokað leiðinni að flugvélaflaki sem þar er og hefur dregið að sér mikinn fjölda ferðamanna. „ Við erum búnir að loka tímabundið á meðan við leitum ráða um hvernig við eigum að bregðast við utanvegaakstri. Þetta lítur orðið illa út og við getum ekki haft þetta svona“, segir Benedikt Bragason á Ytri Sólheimum, einn landeigenda.
14.03.2016 - 17:25

Mest lesið