Færslur: Solaris
Ekki þótti ástæða til að hafa gæslu með fjölskyldunni
Ekki er vitað um dvalarstað Kehdr-fjölskyldunnar frá Egyptalandi, sex manna barnafjölskyldu, sem vísa átti úr landi í morgun. Tvær beiðnir um endurupptöku brottvísunarinnar eru á borði Kærunefndar útlendingamála. Lögmaður fjölskyldunnar segir að þessi nýja staða hafi engin áhrif á lagalega stöðu fjölskyldunnar.
16.09.2020 - 12:17
„Þau eiga sér framtíðardrauma“
Þau eiga sér framtíðardrauma. Þetta segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk, um aðstæður fjögurra egypskra barna sem hafa búið hér á landi í rúm tvö ár.
Samtökin gagnrýna ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í sjónvarpsfréttum í gær, um að ekki yrðu gerðar reglugerðarbreytingar til að bjarga einstökum fjölskyldum sem fara í fjölmiðla.
11.09.2020 - 12:43