Færslur: Söfn

Myndskeið
Hannesarholti lokað
Menningasetrinu Hannesarholti verður lokað á morgun. Fjármagn er á þrotum og ekki er lengur hægt að reka húsið án opinberra styrkja. Forstöðumaðurinn segir að rekstrarform stofnunarinnar hafi útilokað hana frá covid-styrkjum.
20.06.2021 - 19:15
Rússnesk lendingarferja til sölu
Rússar falbjóða nú eitt af geimförum sínum. Það er Soyuz MS-08 farið sem flutti rússneskan geimfara og tvo bandaríska frá Alþjóðlegu geimstöðinni árið 2018.
Fjársöfnun gengur þokkalega en betur má ef duga skal
Elfa Hlín Sigrúnar Pétursdóttir ráðgjafi hjá Tækniminjasafni Austurlands á Seyðisfirði segir að tryggingar bæti húsakost safnins eftir skriðuföllin í desember en innbú á söfnum sé erfitt að bæta. Því hafi verið ákveðið að leita annarra leiða.
13.03.2021 - 17:09
Stelur frá Louvre til að mótmæla nýlendustefnu
Stærstu söfn Evrópu gera upp blóði drifna nýlendufortíð. Hollendingar hafa heitið því að skila stolnum listmunum en kongólski aktívistinn Mwazulu Diyabanza lætur verkin tala með því að stela gripunum aftur til baka.
16.02.2021 - 20:00
Munir tengdir Lennon varðveittir fyrir framtíðina
Innsiglað málmhylki sem geymir ýmsa muni tengda lífsstarfi Johns Lennons er varðveitt á Borgarbókasafni Reykjavíkur. Hylkið og þrjú önnur varðveitt annars staðar má ekki opna fyrr en 2040, þegar hundrað ár eru liðin frá fæðingu Lennons.
10.10.2020 - 12:30
Ótal söfn hjá fámennri þjóð
Á Íslandi er nær eitt safn á hverja þúsund Íslendinga. Þetta segir rithöfundurinn A. Kendra Green sem hefur skoðað um þriðjung þeirra í sjö ferðum til landsins. Green fjallar um söfnin, sem hún segir vera lítil, heillandi og óhefðbundin, í nýrri bók.
27.07.2020 - 14:10
Uppgerðum áttæringi róið á ný
Hafliði Aðalsteinsson, skipasmíðameistari og formaður Bátasafns Breiðafjarðar, afhenti nýverið Hjálmari Kristjánssyni útgerðarmanni á Rifi áttæringinn Ólaf Skagfjörð. Hjálmar fjármagnaði endursmíði bátsins.
13.06.2020 - 03:45
Minjasafnið, Nonnahús og Listasafnið fá styrk
Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús og Listasafn Akureyrar fá styrki úr árlegri úthlutun úr safnasjóði. Safnstjóri segir styrkinn auka aðgengi almennings að gagnasafni safnsins.
27.03.2020 - 16:13
Söfnin heim með #safniðísófann
Söfn á Akureyri auka virkni sína á samfélagsmiðlum nú þegar samkomubann er skollið á. Hugmyndin er að teygja sig til eigenda safnanna, halda þeim lifandi og hafa gaman. Flugsafn Íslands bíður fólki til að mynda að fljúga til fortíðar.
27.03.2020 - 15:11
Pistill
Blóðmörskeppur og eilífiðin
Gengur að láta Marie Kondo taka til í safngeymslum heimssafnanna? Hvað gerir maður gamlan blóðmörskepp sem einu sinni var hluti listaverks? Er hann enn listaverk? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir velti fyrir sér forgengileika, forvörslu og yfirfullum safnageymslum í Víðsjá.
Tólf söfn sem eru aðgengileg ókeypis á netinu
Samkvæmt alþjóðlegu safnaskránni eru um 55 þúsund söfn í heiminum, starfrækt í um 137 löndum. Það er yfirþyrmandi tilhugsun fyrir unnendur lista og menningar og ein manneskja getur aðeins heimsótt brot af þeim fjölda á ævinni, þó að hún leggi sig fram. En sum söfn eru í „skýinu“ og á stafrænni öld hefur aðgengið aldrei verið betra.
16.01.2019 - 15:59
Wes Anderson og snjáldurmúsamúmían
Nýjasta verkefni leikstjórans Wes Andersons hefur vakið mikla athygli. Sýningin „Snjáldurmúsamúmían og aðrar gersemar”, sem nú stendur yfir í Listasögusafni Vínarborgar, var sett saman af Anderson og eiginkonu hans, Juman Malouf, úr safneigninni sem telur um fjóra milljón muni frá fimm þúsund ára tímabili.
17.11.2018 - 07:44
Afslappað, óformlegt, heimilislegt
„Ég er utan af landi, og flestar ferðir fjölskyldunnar í höfuðborgina á uppvaxtarárunum snerust um Kringluna og IKEA en ekki söfn og myndlist,“ Nýlistasafnið sendir Víðsjá mánaðarlegar pistlasendingar í tilefni af fjörtíu ára afmæli safnsins út afmælisárið. Að þessu sinni er Birkir Karlsson, safneignarfulltrúi safnins höfundur.
19.10.2018 - 16:56
Samþykktu 20 ára leigusamning við mjaldrafélag
Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti í gær 20 ára leigusamning við eitt stærsta skemmtigarðafélag heims um 800 fermetra húsnæði Fiskiðjunnar að Ægisgötu undir fiska- og náttúrugripasafn. Leiguverðið er 95 þúsund krónur á mánuði fyrstu fimm árin og tvöfaldast svo. Félagið stefnir að því að byggja annað 800 fermetra hús undir mjaldrasundlaug sunnan við Fiskiðjuna og tengja húsin saman með tengibyggingu.
09.05.2018 - 09:21
Myndskeið
Grafa göng úr Fógetahúsinu í Landnámssýninguna
Eitt elsta og merkasta hús Reykjavíkurborgar, fógetahúsið við Aðalstræti 10, var vígt sem safn í dag. Til stendur að grafa þaðan göng yfir í Landnámssýninguna tveimur húsum frá. Fógetahúsið við Aðalstræti 10 er elsta hús Reykjavíkurborgar sem stendur uppi á landi – einungis Viðeyjarstofa er eldri. Fógetahúsið var reist 1762 undir verksmiðjur Innréttinganna, félags Skúla fógeta Magnússonar.
05.05.2018 - 19:41
Eiga söfn að vera átakavettvangur?
„Er ekki mikilvægt að hatursorðræðunni sé ekki sópað undir teppið, heldur sé hún sett fram með orðræðu sem einkennist af því að efla samhyggð,“ segir Arndís Bergsdóttir safnafræðingur.
07.02.2018 - 11:58
Dagbækur kvenna eru vinsælar heimildir
Dagbækur kvenna miðla annarskonar þekkingu á fortíðinni. Rakel Adolphsdóttir safnstjóri Kvennasögusafns Íslands leiddi Víðsjá um safnið.
„Norðurljósabarinn ætti alltaf að vera uppi“
Dagný Heiðdal, listfræðingur og deildarstjóri listaverkadeildar Listasafns Íslands. leiddi hlustendur Víðsjá um geymslur safnsins og ræddi það sem fyrir augu bar.
04.12.2017 - 18:27
Sjaldséð tússverk eftir Kjarval
Í geymslu Kjarvalstaða leynist margur dýrgripurinn. Þeirra á meðal er óvenjuleg tússteikning eftir Kjarval sem ekki margir hafa séð, en sem mun fá sinn sess á sýningu í janúar.
15.11.2017 - 10:00
Fjársjóður sem þarf að minna á
„Hér er allt fullt upp í rjáfur,“ segir Inga Lára Baldvinsdóttir, sviðsstjóri ljósmyndadeildar Þjóðminjasafns Íslands. Hún leiddi hlustendur Víðsjár um geymslur safnsins.
Nýtt útlit LR tilnefnt til verðlauna
Nýtt útlit Listasafns Reykjavíkur hefur verið tilnefnt til Beazley hönnunarverðlaunanna. Hönnunarstofan Karlssonwilker hannaði útlitið.
17.10.2017 - 14:41
Þar sem þú hefur alltaf verið
Hvað eiga síðasta sígaretta Marilyn Monroe, brjóstmynd af Ronald Reagan og stytta af Prómeþeifi sameiginlegt? Þau eiga öll heima á safni.
31.05.2017 - 11:04
Nýjar áherslur hjá Listasafni ASÍ
Mörgum brá þegar húsnæðið sem hýst hafði Listasafn ASÍ í tvo áratugi var selt. Ásmundarsalur við Freyjugötu var í huga margra samrunninn safninu. Nú, ári síðar, vaknar Listasafn ASÍ af værum blundi með margar nýjar hugmyndir í kollinum, en heimilislaust, engu að síður.
06.04.2017 - 15:58