Færslur: Snorri Ásmundsson

Okkar á milli
„Snorri, ætlarðu að vera glæpamaður eða listamaður?“
„Inni í fangaklefanum er eins og það birtist engill, einhver vera,“ segir listamaðurinn Snorri Ásmundsson um augnablik sem breytti lífi hans. Hann hafi tekið sig saman eftir erfiða tíma, orðið edrú og tekið listina alvarlega.
07.04.2022 - 09:45
Menningin
Dansaði, eldaði og málaði myndir
Snorri Ásmundsson lauk nýlega dvöl í iðrum sænskra skóga, þar sem hann linnti ekki látum í listasköpun. Afraksturinn má nú sjá á tveimur sýningum í Hannesarholti. 
03.06.2021 - 09:22
Viðtal
Fæddist inn í sorg og tók að sér hlutverk fíflsins
Þörf fyrir því að stuða fólk hefur fylgt Snorra Ásmundssyni listamanni alla tíð. „Ég hef þessa þörf fyrir að trufla fólk. Það er bara mitt hlutverk,“ segir hann. Snorri er skírður í höfuðið á látnum bróður sínum og telur að sorgin sem umlukti hann sem barn hafi haft áhrif á ævibrautina.
26.05.2021 - 13:41
Lestin
„Hún er rosalega bjánalegt fyrirbæri“
„Ég á svolítið erfitt með endurtekningar og hefðir og fannst tilvalið að brjótast út úr því,“ segir Snorri Ásmundsson myndlistarmaður sem vakti athygli við hátíðahöld á Austurvelli 17. júní þegar hann hélt sína eigin fjallkonuræðu af svölum í Pósthússtræti. Lögreglan stöðvaði hann eftir rétt um tvær mínútur.
19.06.2020 - 13:59
Víðsjá
Fjórar einkasýningar opna samtímis
Fjöldi nýrra sýninga opnaði um síðustu helgi á Listasafninu á Akureyri, þar af fjórar einkasýningar. Heimir Björgúlfsson opnaði sýninguna Zzyzx, Brynja Baldursdóttir sýninguna Sjálfsmynd, Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýninguna Meira en þúsund orð og Snorri Ásmundsson sýninguna Franskar á milli. Víðsjá heimsótti Listasafnið á Akureyri.
Viðtal
„Ég sé sjálfan mig sem fíflið í tarotspilunum“
Boðið er til hugleiðslustundar í Egilshöll um helgina þar sem dýrðlingurinn Hilaríon mun líkamnast í myndlistarmanninum Snorra Ásmundssyni. Snorri hefur aldrei gert svona lagað áður en segir að líf hans snúist alfarið um traust.
05.09.2019 - 16:05
Heilagleiki og helgispjöll í samtímanum
Hugtökin heilagleiki og helgispjöll hafa nokkuð verið í umræðunni eftir umdeildan gjörning Snorra Ásmundssonar í Hríseyjarkirkju um verslunarmannahelgina. Í Tengivagninum var rætt við Sólveigu Önnu Bóasdóttur, guðfræðing, um heilagleika og helgispjöll og merkingu þess í samtímanum.
„Við listamenn megum allt“
„Það er nefnilega það sem er svo fallegt við listina, sérstaklega kannski við sem leyfum okkur að gera allt,“ segir myndlistarmaðurinn Snorri Ásmundsson um gjörning sem hann var með í Hríseyjarkirkju um helgina og hefur vakið nokkra úlfúð hjá sóknarnefndinni og heimamönnum.
08.08.2018 - 16:07
Listamaður sagður misnota kirkjuna
Listamaður hefur vakið reiði Hríseyinga með gjörningi í Hríseyjarkirkju. Formaður sóknarnefndar segir að fólk sé ósátt við að hann hafi vaðið í messuklæði og hljóðfæri kirkjunnnar.
07.08.2018 - 12:16