Færslur: snjór

Bændur í Fljótum muna vart leiðinlegri vetur
Bændur í Fljótum í Skagafirði muna vart eftir erfiðari vetri. Hver lægðin á fætur annari hefur dunið á sveitina frá því um miðjan desember og þar gæti heyskapur tafist um meira en mánuð vegna snjóþyngsla.
22.04.2020 - 22:15
Segir mokstur ekki hafa verið erfiðari í aldarfjórðung
Vegurinn norður í Árneshrepp var opnaður í gær en ófært hafði verið síðan fyrir páska. Hann og fleiri vegir sem falla undir G-regluna svokölluðu lokast í þrjá mánuði á ári á meðan mokstur liggur niðri. Aðrir vegir sem falla undir regluna eru enn lokaðir.
16.04.2020 - 13:24
Myndskeið
„Þetta er ekki mokstur nema fyrir stóra jarðýtu“
Vegurinn norður í Árneshrepp á Ströndum hefur verið lokaður nær óslitið frá áramótum. Byrjað var að moka í vikunni en hætta varð við hálfnað verk. Bóndi, sem sér um að ryðja, segist ekki hafa séð svona mikinn snjó í aldarfjórðung.
28.03.2020 - 11:45
Myndskeið
Snjóþyngsli gera landanum erfitt fyrir
Snjóþyngsli og ófærð síðustu vikur hafa gert landsmönnum víða um land erfitt fyrir. Á Grenivík hafa snjókmoksturstæki verið á ferðinni um bæinn frá því í desember.
19.03.2020 - 11:48
„Þeir hörðustu labba yfir í byl til að fara í pottana“
Snjó hefur kyngt niður á Vestfjarðakjálka líkt og víðar eins og sjá má á myndum sem hafa verið sendar fréttastofu. Hrafnhildur Skúladóttir er forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík norður á Ströndum. Hún segir það ekki einfalt að reka útisundlaug í þeim veðrum sem geisað hafa.
18.03.2020 - 17:10
Enn óvissustig og mokstur gengur hægt
Enn er óvissustig á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Óvissustigi hefur verið aflétt á suðurfjörðunum. Hættustig er enn á Flateyri en búið að aflétta rýmingu að hluta. Byrjað er að ryðja vegi fyrir vestan en það gengur hægt vegna snjóþyngsla.
18.03.2020 - 12:31
Myndskeið
Snjóflóð og ófærð fyrir vestan: „Fólk hjálpast bara að"
Á Vestfjörðum hefur verið viðvarandi óveður og ófærð í viku. Snjóflóð hafa fallið og úrval ferskvöru er hverfandi. Íbúi segir þó ekki væsa um fólk, að undanskildum majónesskorti.
14.01.2020 - 20:56
Hálka á Öxnadalsheiði í nótt og í fyrramálið
Það má reikna með hálku, og jafnvel snjó, á Öxnadalsheiði í nótt og snemma í fyrramálið. Þá gráni víðar í fjöll norðanlands og á norðanverðum Vestfjörðum.
11.09.2019 - 18:14
Dregur úr snjóflóðahættu á Tröllaskaga
Þó heldur hafi dregið úr hættu á snjóflóðum á utanverðum Tröllaskaga er áfram hætta á að flóð fari af stað af mannavöldum. Veðurstofan hefur lækkað hættustig úr „mjög mikil hætta“ í „töluverð hætta.“ Sama hættustig er á Austfjörðum, en minni hætta á Vestfjörðum.
12.03.2018 - 11:23
Nýir mælar auka öryggi í Ólafsfjarðarmúla
Nýir snjó- og vindmælar sem í gær voru settir upp í Ólafsfjarðarmúla og við Dalvík eiga að bæta til muna eftirlit með snjóflóðahættu við Ólafsfjarðarveg. Þá verður hægt að vara betur við þeirri miklu hættu sem getur skapast þegar snjór safnast í hlíðina ofan við veginn.
12.12.2017 - 13:55
Slútandi snjóhengjur á húsum – myndskeið
Víða á höfuðborgarsvæðinu má sjá snjóhengjur sem skaga fram af húsþökum eftir metúrkomu aðfaranótt sunnudagsins síðasta. Allur þessi snjór endar að lokum á jörðinni, en hvernig í ósköpunum geta hengjur skagað svona langt niður fyrir þakið án þess að slitna í sundur? Svarið er til dæmis að finna á Vísindavef Háskóla Íslands, sem fékk einmitt spurningu um þetta í dag. Snjórinn og grýlukertin koma niður að endingu, og þá er best að vera ekki fyrir.
01.03.2017 - 17:00
  •