Færslur: snjór

Freistast á snjóþungar heiðar fram hjá lokunarhliðum
Nokkur dæmi voru um að vegfarendur hefðu lokanir á Öxnadalsheiði að engu en hún var lokuð í næstum einn og hálfan sólarhring í vikunni vegna veðurs og fannfergis. Snjómokstursmenn urðu að byrja á að draga fjóra bíla í burtu áður en þeir gátu hafist handa við mokstur.
15.01.2022 - 02:14
Suðvestan hvassviðri eða stormur og él
Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði og Strandir, norðurland vestra og Suðurland.
12.01.2022 - 01:28
Einn fundinn heill á húfi í Colorado en tveggja leitað
Einn þeirra sem saknað var eftir gróðureldana miklu í Colorado í Bandaríkjum er fundinn heill á húfi. Tveggja er enn saknað. Rannsókn stendur yfir á upptökum eldanna.
03.01.2022 - 01:14
Þriggja saknað eftir gróðureldana í Colorado
Þriggja er saknað eftir að gróðureldar ollu gríðarlegu tjóni í Colorado í Bandaríkjunum. Þykkt snjólag þekur nú jörð sem torveldar leit og tefur rannsókn á því hve mikið tjónið varð.
02.01.2022 - 00:26
Viðtal
Allt á kafi á Akureyri — „Leiður á þessum mokstri“ 
Rúmlega þrjátíu snjómoksturstæki hafa vart haft undan við að moka götur og göngustíga á Akureyri í allan dag. Mokstur hófst klukkan fjögur í nótt og stendur fram eftir degi. Maður sem unnið hefur við mokstur í bænum í tæp 40 ár segist orðinn leiður á að moka snjó.
29.12.2021 - 15:53
Viðtal
Kalt fram eftir viku
Seint verður sagt að sumarlegt sé um að lítast á landinu. Vetrarveður er víða um land og hefur nokkuð snjóað í byggð. 
13.06.2021 - 13:33
Innlent · Veður · veður · snjór · Veðurstofan
Viðtal
Um 170 manns gistu á Laugarbakka í nótt vegna veðurs
Rúmlega 170 manns gistu á Laugarbakka í nótt eftir að vörubíll lokaði þjóðvegi eitt við Hvammstanga. Flestir fóru á Hótel Laugarbakka, sem var opnað í snatri, auk þess sem opnuð var fjöldahjálparstöð. Fjölmennar björgunarsveitir tóku þátt í aðgerðum. Vegurinn var opnaður í morgun.
12.03.2021 - 11:39
Alhvít jörð á höfuðborgarsvæðinu fyrsta sinni frá jólum
Alhvít jörð er á höfuðborgarsvæðinu eftir talsverða snjókomu í nótt. Það er nýlunda fyrir íbúa því slík sjón hefur ekki sést síðan annan í jólum að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
10.02.2021 - 06:52
Myndskeið
Vetrarfærð og fimbulfrost víða í Evrópu
Vetrarfærð og fimbulfrost gera mörgum Evrópubúum erfitt fyrir þessa dagana - en þó ekki öllum. Hagur þeirra sem selja og skerpa skauta í Hollandi hefur sannarlega vænkast.
09.02.2021 - 22:39
Erlent · Vetur · snjór · Ófærð · Evrópa · Danmörk · Holland · Þýskaland · Tékkland
Myndir
Grenivík á kafi í snjó — „Gengur þokkalega vel að moka“
Töluvert hefur snjóað á Grenivík í Grýtubakkahreppi síðustu daga, eins og víða á norðanverðu landinu. Á Grenivík eru tvö moksturstæki sem sem hafa síðustu daga mokað bæinn frá fimm á morgana og fram á kvöld.
27.01.2021 - 14:30
„Vesturfarasetrið er þarna beint fyrir neðan“
Lögreglan á Norðurlandi vestra ákvað í nótt að loka hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. Vesturfarasetrið á Hofsósi er staðsett undir stórum fleka sem lögreglan óttast að geti farið af stað. Björgunarsveitir vakta svæðið.
27.01.2021 - 10:40
Hafa áhyggjur að því að fólk flykkist til fjalla
Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enn í gildi á norðanverðum Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. Rúmlega hundrað snjóflóð hafa fallið á landinu síðustu tíu daga. Snjóflóðasérfræðingur varar við ferðum til fjalla.
26.01.2021 - 11:41
Myndir
Allt á kafi á Akureyri — „Allir eru að gera sitt besta“
Töluvert hefur snjóað á Akureyri síðustu daga, eins og víða á norðanverðu landinu. Rúmlega 30 moksturstæki sem hafa verið á ferð um bæinn í dag hafa vart undan við að ryðja helstu götur og göngustíga.
25.01.2021 - 14:09
Innlent · Norðurland · Akureyri · snjór · veður · Óveður
Myndskeið
„Höfum svosem engar áhyggjur en það er fylgst vel með“
Búið er að rýma níu íbúðarhús við tvær götur á Siglufirði vegna snjóflóðahættu. Snjóflóð hafa fallið yfir skíðasvæðið á Siglufirði og Ólafsfjarðarmúla. Þá er varðskipið Týr á leiðinni norður.
20.01.2021 - 19:27
Einn snjóléttasti vetur í manna minnum
Veturinn hingað til hefur verið mjög snjóléttur hér á landi, og snjókoma í desember var langt undir meðaltali bæði í Reykjavík og á Akureyri. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur, segir að fyrri hluti vetrar sé sennilega með þeim allra snjóléttustu í manna minnum.
18.01.2021 - 11:43
Myndband
Gripu tækifærið þegar Akureyrarbær boðaði niðurskurð
Nokkrir 15 ára strákar á Akureyri gripu tækifærið þegar bærinn tilkynnti að skera ætti niður í snjómokstri í vetur og komu upp litlu fyrirtæki sem býður upp á snjómokstur við innkeyrslur, bílaplön og tröppur. Þeir segja að viðskiptavinirnir séu ánægðir enda verðið sanngjarnt.
29.12.2020 - 13:45
„Þetta hefur einhvern veginn bjargast hjá okkur í dag“
Lögreglan á Norðurlandi eystra segir daginn hafa gengið vonum framar. Vonskuveður hefur verið í umdæminu en fólk lítið á ferðinni. Það sama má segja um umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra þar sem allt er með kyrrum kjörum.
03.12.2020 - 15:30
Hvít jörð blasti við Akureyringum í morgunsárið
Hvít jörð blasti við Akureyringum í morgunsárið. Snjórinn ætti þó að hafa stutta viðkomu en hiti er nú um fjórar gráður og við búið að snjórinn hverfi að mestu þegar líður á daginn. Það fór að snjóa seint í gærkvöldi en stytti upp snemma í morgun.
11.11.2020 - 09:39
Skerða snjómokstur á Akureyri til að spara
Akureyrarbær stefnir á að spara allt að fimmtíu milljónir króna með því að skerða snjómokstur í vetur. Formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs segir að heimsfaraldurinn hafi sýnt að ekki sé nauðsynlegt fyrir alla að komast leiðar sinnar klukkan átta alla morgna.
30.09.2020 - 16:41
Bændur í Fljótum muna vart leiðinlegri vetur
Bændur í Fljótum í Skagafirði muna vart eftir erfiðari vetri. Hver lægðin á fætur annari hefur dunið á sveitina frá því um miðjan desember og þar gæti heyskapur tafist um meira en mánuð vegna snjóþyngsla.
22.04.2020 - 22:15
Segir mokstur ekki hafa verið erfiðari í aldarfjórðung
Vegurinn norður í Árneshrepp var opnaður í gær en ófært hafði verið síðan fyrir páska. Hann og fleiri vegir sem falla undir G-regluna svokölluðu lokast í þrjá mánuði á ári á meðan mokstur liggur niðri. Aðrir vegir sem falla undir regluna eru enn lokaðir.
16.04.2020 - 13:24
Myndskeið
„Þetta er ekki mokstur nema fyrir stóra jarðýtu“
Vegurinn norður í Árneshrepp á Ströndum hefur verið lokaður nær óslitið frá áramótum. Byrjað var að moka í vikunni en hætta varð við hálfnað verk. Bóndi, sem sér um að ryðja, segist ekki hafa séð svona mikinn snjó í aldarfjórðung.
28.03.2020 - 11:45
Myndskeið
Snjóþyngsli gera landanum erfitt fyrir
Snjóþyngsli og ófærð síðustu vikur hafa gert landsmönnum víða um land erfitt fyrir. Á Grenivík hafa snjókmoksturstæki verið á ferðinni um bæinn frá því í desember.
19.03.2020 - 11:48
„Þeir hörðustu labba yfir í byl til að fara í pottana“
Snjó hefur kyngt niður á Vestfjarðakjálka líkt og víðar eins og sjá má á myndum sem hafa verið sendar fréttastofu. Hrafnhildur Skúladóttir er forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík norður á Ströndum. Hún segir það ekki einfalt að reka útisundlaug í þeim veðrum sem geisað hafa.
18.03.2020 - 17:10
Enn óvissustig og mokstur gengur hægt
Enn er óvissustig á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Óvissustigi hefur verið aflétt á suðurfjörðunum. Hættustig er enn á Flateyri en búið að aflétta rýmingu að hluta. Byrjað er að ryðja vegi fyrir vestan en það gengur hægt vegna snjóþyngsla.
18.03.2020 - 12:31