Færslur: Snjóflóðavarnagarðar

Viðtal
Gagnrýnir upplýsingagjöf vegna rýminganna á Siglufirði
„Við viljum fá svör við af hverju þessir garðar veita ekki núna það öryggi sem þeir áttu að gera þegar þeir voru byggðir,“ segir Helena Dýrfjörð á Siglufirði. Hún er ein þeirra sem þurftu að yfirgefa heimili sitt þegar níu hús voru rýmd út af snjóflóðahættu. Helena segir að þetta hafi komið flatt upp á íbúa og margir séu undrandi.
Myndskeið
300.000 rúmmetrar jarðvegs í varnargarða á Patreksfirði
Á Patreksfirði eru framkvæmdir hafnar við tvo nýja ofanflóðagarða. Um 300 þúsund rúmmetrar jarðvegs fara í varnirnar sem kosta 1,3 milljarða króna. Hafist var handa við nýju garðana vor. Framkvæmdaaðilinn er Suðurverk sem annast einnig gerð Dýrafjarðarganga á Vestfjörðum. Vinnan er umfangsmikil og dylst engum sem í þorpið kemur að staðið sé í stórræðum.
Myndskeið
Kraftur flóðsins sem fór yfir garða mikið áhyggjuefni
Snjóflóðaverkfræðingur segir að kraftur flóðsins sem fór yfir varnargarðana á Flateyri sé mikið áhyggjuefni. Brýnt sé að leggja strax mat á það hvort bæta þurfi snjóflóðavarnir ofan við þorpið.
Viðtal
„Við þurfum að fá nýtt hættumat“
Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar leggur áherslu á að fá nýtt ofanflóða hættumat á Vestfjörðum. Unnið sé að því að meta umfang flóðsins og af hverju það féll. „Við þurfum að fá þessar upplýsingar og koma þeim skýrt á framfæri á íbúafundum með fólkinu og svo þarf að endurmeta hættuna. Við þurfum að fá nýtt hættumat. Í framhaldinu getum við farið að tala um hvað við gerum í framhaldinu tl að tryggja öryggið og byggja áfram traust.“
Segir 23 milljarða uppsafnaða í snjóflóðavarnir
Halldór Halldórsson, stjórnarmaður í Ofanflóðasjóði, segir að Alþingi skammti of naumt til uppbyggingu snjóflóðavarnagarða um byggðir landsins.