Færslur: Snjóflóð janúar 2020

Myndskeið
„Hversdagsleikinn að fara að taka við“
„Þetta er náttúrlega fyrsta skipti í dag sem að skóli og leikskóli er, kannski hversdagsleikinn að fara að taka við,“ segir Magnús Einar Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri.
17.01.2020 - 19:24
Viðtal
Leggjast yfir áætlanir og reyna að flýta uppbyggingu
Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, og Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, finnst skjóta skökku við að gjald sé innheimt í ákveðnum tilgangi en hluti þess svo notaður í eitthvað annað. Þeir ætla að fara yfir áætlanir um uppbyggingu snjóflóðavarna með það að markmiði að reyna að flýta framkvæmdum. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Almannavarnir stefna á þjónustumiðstöð fyrir vestan
Óvissustig almannavarna á norðanverðum Vestfjörðum er enn í gildi. Liðsauki björgunarmanna sem var sendur vestur í kjölfar snjóflóðanna kemur aftur til Reykjavíkur seinnipartinn og það er ekki búið að biðja um fleiri í staðinn fyrir þá.
17.01.2020 - 10:26
Flotbryggjan á Flateyri er ótryggð
Einn bátur sem var í höfninni á Flateyri er líklega ótryggður. Þá fæst flotbryggjan ekki bætt. Þetta segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands sem er fyrir vestan að meta umfang tjóns eftir snjóflóðin.
17.01.2020 - 10:05
Myndskeið
Hafa tapað tugum milljóna vegna raskana á flugi
Air Iceland Connect hefur fellt niður nærri helming ferða sinna það sem af er ári vegna veðurs. Flogið var til Ísafjarðar í dag í fyrsta sinn í nærri viku. Farþegar taka röskuninni af rósemi.
16.01.2020 - 22:37
Myndskeið
„Aldrei of seint að vinna úr áföllum“
Snjóflóðin sem féllu á Flateyri á miðvikudagskvöld geta rifjað upp minningar frá því fyrir aldarfjórðungi, en 20 manns létust þegar flóð féll á þorpið árið 1995. Berglind Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur LSH, segir að nú gæti verið tækifæri fyrir fólk að vinna úr fyrri áföllum.
16.01.2020 - 20:57
Myndskeið
Hefði átt að vera hægt að koma í veg fyrir skemmdirnar
Flóðbylgjan sem skall á Suðureyri olli tjóni á bílum, húsum og tækjum. Sjómaður á Suðureyri telur að brimvarnargarðurinn við þorpið hefði átt að koma í veg fyrir skemmdirnar en gerði það ekki. Umfang þeirra er ekki komið í ljós ennþá.
16.01.2020 - 19:57
Óvissustig á Flateyri á ný eftir lítið snjóflóð
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu var aftur lýst yfir við Flateyri nú klukkan sex eftir að lítið snjóflóð féll nokkuð utan byggðar á svæðinu. Stefnt var að því að opna Flateyrarveg þar sem Vegagerðin vann að mokstri í dag, en nú er bið á því að vegurinn opni á ný. Almannavarnir eru að meta ástandið.
16.01.2020 - 18:19
Með stærstu snjóflóðum á leiðigarða í heiminum
Snjóathugunarmenn og sérfræðingar Veðurstofunnar hafa í gær og dag unnið við mælingar á snjóflóðunum á Flateyri. Niðurstöður benda til þess að flóðin eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum, en snjóflóðavarnargarðarnir ofan Flateyrar eiga að leiða flóð frá byggð en ekki stöðva þau.
16.01.2020 - 17:39
Viðtal
„Ég gat hreyft mig um svona tvo sentimetra“
„Svo voru þetta drunur í tvær sekúndur og svo bara gler að brotna, svo var ég þakin í snjó,“ segir Alma Sóley Ericsdóttir Wolf, fjórtán ára stúlka sem lenti í snjóflóðinu á Flateyri í fyrrakvöld.
16.01.2020 - 16:27
Viðtal
„Við þurfum að fá nýtt hættumat“
Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar leggur áherslu á að fá nýtt ofanflóða hættumat á Vestfjörðum. Unnið sé að því að meta umfang flóðsins og af hverju það féll. „Við þurfum að fá þessar upplýsingar og koma þeim skýrt á framfæri á íbúafundum með fólkinu og svo þarf að endurmeta hættuna. Við þurfum að fá nýtt hættumat. Í framhaldinu getum við farið að tala um hvað við gerum í framhaldinu tl að tryggja öryggið og byggja áfram traust.“
Viðtal
Verkefni dagsins: Huga að verðmætum og mengun
Neyðarstig almannavarna á norðanverðum Vestfjörðum hefur verið lækkað niður í óvissustig. Þessi ákvörðun var tekin eftir fund með aðgerðarstjórn á Ísafirði nú fyrir hádegið. Í dag verður unnið að því að bjarga verðmætum og að meta umfang á mengun vegna báta og olíutanka sem fóru í höfnina á Flateyri. Rögnvaldur Ólafsson stýrir aðgerðum í Samhæfingastöð almannavarna.
16.01.2020 - 12:42
Almannavarnarstig fært niður á óvissustig
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við Lögreglustjórann á Vestfjörðum að færa almannavarnastig í umdæmi lögreglustjórans af neyðarstigi niður á óvissustig. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var fjölmiðlum í hádeginu.
16.01.2020 - 12:24
Katrín, Bjarni og Sigurður fara vestur með þyrlunni
Formenn stjórnarflokkanna, þau Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, fara með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Flateyrar eftir hádegið í dag og kynna sér aðstæður.
16.01.2020 - 12:17
Segir 23 milljarða uppsafnaða í snjóflóðavarnir
Halldór Halldórsson, stjórnarmaður í Ofanflóðasjóði, segir að Alþingi skammti of naumt til uppbyggingu snjóflóðavarnagarða um byggðir landsins.
Róleg nótt á Vestfjörðum
Samhæfingarstjórnstöð almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra var starfrækt í alla nótt vegna snjóflóðanna sem féllu á Vestfirði í fyrrakvöld auk þess sem björgunarsveitarmenn og lögreglumenn voru til staðar. Nóttin var þó tíðindalaust með öllu.
16.01.2020 - 06:56
Búast við að geta aflétt óvissustigi á morgun
Veðurstofan býst við því að geta aflétt óvissustigi vegna snjóflóðahættu á morgun, en það hefur verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum síðustu daga.
15.01.2020 - 23:30
Myndskeið
Taldi sig örugga í skjóli varnargarða
Kona, sem býr í næsta húsi við það sem snjóflóð ruddi niður á Flateyri í gærkvöld, segist endurupplifa þegar snjóflóð féll þar fyrir tuttugu og fimm árum. Hún taldi sig örugga í skjóli varnargarða.
15.01.2020 - 23:02
Myndskeið
„Erum bara búnir að vera að halda samfélaginu gangandi“
Þegar ein manneskja biður um aðstoð eru tíu mættar til að svara kallinu, segir björgunarsveitarmaður á Flateyri sem hefur tekið þátt í aðgerðum frá því nótt.
15.01.2020 - 22:41
Þyrla Gæslunnar á leið vestur á ný
Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið til Vestfjarða á ný með óþreytta björgunarsveitarmenn til þess að styðja við björgunarstarf á svæðinu í kjölfar snjóflóðanna sem þar féllu í gær.
15.01.2020 - 22:23
Flóðin mæld með dróna á morgun
Snjóflóðin sem féllu á Flateyri flæddu bæði að hluta yfir varnargarðana ofan bæjarins, en ekki bara annað eins og fyrst var talið. Doktor í straumfræði ofanflóða fer til Flateyrar á morgun til að kanna aðstæður. Flóðin verða mæld upp með dróna sem búinn er sérstökum skanna. Með nýrri tækni er unnt að mæla upp flóðin mun nákvæmar en nokkru sinni fyrr.
15.01.2020 - 21:36
Búið að aflétta rýmingu á Vestfjörðum
Lögreglan á Vestfjörðum tilkynnti í kvöld að búið er að aflétta rýmingu húsa og svæða á norðanverðum Vestfjörðum. 
15.01.2020 - 21:09
Kastljós
Forsætisráðherra: „Mikilvægt að við vinnum úr þessu“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Rauði krossinn sinni gríðarlega mikilvægu starfi eftir snjóflóðin sem féllu á Vestfjörðum í gærkvöldi. Áfallahjálp til íbúa skipti mjög miklu máli.
15.01.2020 - 20:57
Snjóflóðavarnir: Fyrri áætlanir hafa ekki gengið eftir
Fjármálaráðherra segir varnargarða hafa sannað gildi sitt en horfast verði í augu við að fyrri áætlanir um uppbyggingu snjóflóðavarna annars staðar hafi ekki gengið eftir. Forsætisráðherra segir viðbrögð hafa verið mjög góð. Miklu hafi munað að varðskip hafi verið við Ísafjörð vegna slæmrar veðurspár.
Myndskeið
Horfði á flóðbylgjuna skella á stofugluggunum
„Þetta var ansi mikill hávaði og rosaleg læti,“ segir íbúi á Suðureyri um hamfarirnar í gærkvöldi. Þegar hún heyrði drunur frá snjóflóðinu hinum megin í firðinum stökk hún inn í stofu þar sem hún sá flóðbylgju skella á húsinu.
15.01.2020 - 19:38