Færslur: Snjalltækjavæðing

Sjónvarpsfrétt
Undirbúa nemendur fyrir framtíðina en ekki fortíðina
Grunnskóli á Akureyri hefur séð til þess að allir nemendur hafi nú aðgang að spjaldtölvu eða tölvu við nám sitt. Markmiðið er að nútímavæða skólastarfið og auka við fjölbreytni og leiðir í námi.
Snjalldyrasímar ógna friðhelgi einkalífs
Snjalldyrasímar auka togstreitu milli öryggisgæslu og friðhelgi einkalífs, segir Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar. Vinsældir slíkra tækja virðast hafa aukist hérlendis á síðustu árum.
Myndband
Safna íslenskum röddum
Í dag hófst söfnun íslenskra raddsýna á vefnum Samrómur, en söfnunin er liður í því að gera kleift að tala íslensku við tölvur og tæki. Forseti Íslands sagði í erindi sínu að nú, með íslenskum talgervlum, sé í raun verið að bjarga íslenskri tungu í annað sinn. Fyrst hafi henni verið bjargað á miðöldum þegar ákveðið var að þýða Biblíuna yfir á íslensku.
16.10.2019 - 23:20
Flash-spilarinn á útleið
Flash Player-viðbótin er nú á útleið úr vefvöfrum tæknirisanna en var eitt sinn ein algengasta viðbót veraldarvefsins. Bandaríska fyrirtækið Adobe sem rekur Flash hættir að uppfæra spilarann frá árslokum 2020. Tæknifyrirtæki eins og Google, Microsoft, Mozilla og Facebook vinna nú við að færa vefvafra og forrit yfir á opinn staðal líkt og HTML5.
Myndskeið
FaceApp eignast myndirnar
Andlitsmyndir sem snjallsímaforritið FaceApp fær og notar til að gera fólk gamalt eru eign forritsins. Persónuverndarskilmálar FaceApp eru svipaðir og skilmálar stærstu samfélagsmiðla.
18.07.2019 - 20:01
Viðtal
Snjallsímar ekki leyfðir á skólatíma
Birna Sif Bjarnadóttir skólastjóri Ölduselsskóla tók sér þriggja ára hlé frá störfum í skólanum og þegar hún sneri aftur fann hún sláandi mun. Kvíði hafði aukist meðal barnanna og það heyrðist varla í þeim lengur, öll voru þau sokkin í símaskjáinn. „Borðtennis- og þythokkíborðin voru farin að rykfalla.“
11.04.2019 - 16:33
Myndskeið
Foreldrarnir megi líka líta í eigin barm
Áhrif samfélagsmiðla og snjallsíma á líf okkar voru til umfjöllunar í sérstökum þemaþætti af Kastljósi í kvöld. Fjallað var um það hvaða áhrif ný tæki og tól hafa á samskiptin okkar, börnin okkar og fullorðið fólk.
Viðtal
Geri ekki kröfu um málkunnáttu fyrri kynslóða
Við getum ekki ætlast til þess að börnin tali enn eins og þegar handritin voru skrifuð eða hafi sömu málkunnáttu og fólk sem liggur í Hólavallagarði hafði,“ þetta segir Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslenskri málfræði. Hún og Eiríkur Rognvaldsson, prófessor emerítus í sama fagi, kynntu á Skólamálaþingi Kí í dag niðurstöður nýrrar rannsóknar á stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi þar sem enskan er allt um lykjandi. Forsetinn lýsti sig andvígan málfarsfasisma á þinginu.