Færslur: Snjallsímar

Sama snúran fyrir alla síma
Aðildarríki Evrópusambandsins hafa sammælst um nýja reglugerð sem miðar að því að skylda framleiðendur síma, spjaldtölva og myndavéla að nota eins hleðslusnúrur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Evrópuþinginu.
07.06.2022 - 10:33
Njósnað um finnska diplómata með óværunni Pegasusi
Njósnað hefur verið um finnska stjórnarerindreka með fulltingi tölvuóværunnar Pegasus sem notuð er meðal annars til að brjótast inn í snjallsíma manna.
29.01.2022 - 02:20
Ekki tókst að endurheimta skilaboð úr síma Frederiksen
Sérfræðingum dönsku lögreglunnar hefur ekki tekist að endurheimta sms-skilaboð úr símum Mette Frederiksen forsætisráðherra og Barböru Berthelsen ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins. Skilaboðin voru talin geta innihaldið mikilvægar upplýsingar í minkamálinu svonefnda.
Uppfæra þarf stýrikerfi iPhone síma
Notendur iPhone snjallsíma eru hvattir til að uppfæra stýrikerfi þeirra sem fyrst. Þannig koma þeir í veg fyrir að ísraelska njósnaforritinu Pegasus verði komið fyrir í símunum án þess að þeir verði varir við það. 
14.09.2021 - 12:57
Myndskeið
Fengu 1.963 tilkynningar í farsíma
Þrettán ára nemendur í einum bekk í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði fengu tæplega tvö þúsund tilkynningar í farsíma sína á einum skóladegi. Börnin segja að fæstar af tilkynningum hafi verið mikilvægar. Dæmi eru um að krakkar vakni á nóttunni við tilkynningar.
18.05.2021 - 09:25
Myndskeið
Sendi 12 ára barni verðskrá fyrir kynferðislegar myndir
Tólf ára barn fékk senda verðskrá frá ókunnugum fullorðnum íslenskum karlmanni sem vildi kaupa af því kynferðislegar myndir. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur verið tilkynnt um málið. Nokkur mál eru til rannsóknar hjá lögreglu þar sem börn á unglingsaldri hafa fengið greiðslu fyrir kynferðislegar myndir.
Viðtal
Segja COVID hafa eyðilagt allt það skemmtilega í lífinu
Í næsta mánuði klára fjórir þrettán ára félagar barnaskólann og hefja nám í gagnfræðaskóla. Þeir eru sammála um að þá taki við bjartari tímar með meira frelsi en barnaskólinn bjóði upp á. Og vonandi engu COVID.
20.04.2021 - 14:40
LG hættir snjallsímaframleiðslu vegna milljarða taps
Suður-kóreski rafeindarisinn LG Electronics hættir framleiðslu á snjallsímum hinn 31. júlí næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í morgun. Tap hefur verið á snjallsímaframleiðslu fyrirtækisins samfellt síðan á öðrum ársfjórðungi 2015.
Huawei tekur toppsætið af Samsung
Kínverska fjarskipta- og snjalltækjafyrirtækið Huawei hefur nú tekið fram úr Samsung og er orðin stærsti seljandi snjallsíma í heimi.
30.07.2020 - 16:00
Lestin
Hljóðguð með mörg hliðarsjálf
Tónlistarmaðurinn Hermigervill sá um hljóðhönnun og tónlistarsköpun fyrir snjallsímatölvuleikinn Trivia Royale sem fyrirtækið Teatime gaf út á dögunum.
27.06.2020 - 11:54
Myndskeið
Sérsniðu snjallforrit fyrir COVID-sjúklinga á 2 vikum
Á hálfum mánuði tókst að sníða fjarheilbrigðisþjónustu sérstaklega að þörfum þeirra sem hafa smitast af kórónuveirunni. Sjúklingarnir skrá líðan sína og breytingar sem verða á henni í sérstakt snjallforrit.   
Myndband
Takkasímarnir sækja í sig veðrið á ný
Aldurshópurinn 18 til 24 ára er sá hópur þar sem fæstir eiga snallsíma samkvæmt nýrri norrænni könnun. Ungt fólk í nágrannalöndum kýs í auknum mæli minna áreiti og salan á gamla góða takkasímanum hefur aukist.
15.12.2019 - 20:43
Lofa nýjum og betri iPhone eftir tíu daga
Apple boðaði þrjár útgáfur af nýjum iPhone 11 síma og snjallúr „sem aldrei sefur“, á sérstökum viðburði fyrirtækisins, í höfuðstöðvum Apple í Kaliforníu í dag. Tæknirisinn lofar betri myndgæðum og kröftugri myndavélum. Nýi síminn virðist vera útbúinn tveimur og jafnvel þremur myndavélum á bakhlið.
10.09.2019 - 19:21
Flash-spilarinn á útleið
Flash Player-viðbótin er nú á útleið úr vefvöfrum tæknirisanna en var eitt sinn ein algengasta viðbót veraldarvefsins. Bandaríska fyrirtækið Adobe sem rekur Flash hættir að uppfæra spilarann frá árslokum 2020. Tæknifyrirtæki eins og Google, Microsoft, Mozilla og Facebook vinna nú við að færa vefvafra og forrit yfir á opinn staðal líkt og HTML5.
Myndskeið
FaceApp eignast myndirnar
Andlitsmyndir sem snjallsímaforritið FaceApp fær og notar til að gera fólk gamalt eru eign forritsins. Persónuverndarskilmálar FaceApp eru svipaðir og skilmálar stærstu samfélagsmiðla.
18.07.2019 - 20:01
Myndband
Tvöfalt lengur í símanum en æskilegt er talið
Grunnskólanemendur sem fréttastofa tók tali í dag eru allt að átta klukkustundir á dag í símanum. Það er tvöfalt lengri tími en ný viðmið um skjátíma segja til um. Nemandi segir gott að hafa viðmið, annars sé auðvelt að skýla sér á bak við skjátíma skólasystkina sinna til að réttlæta hann.
11.04.2019 - 21:01
Myndskeið
Foreldrarnir megi líka líta í eigin barm
Áhrif samfélagsmiðla og snjallsíma á líf okkar voru til umfjöllunar í sérstökum þemaþætti af Kastljósi í kvöld. Fjallað var um það hvaða áhrif ný tæki og tól hafa á samskiptin okkar, börnin okkar og fullorðið fólk.
Tíu undarleg smáforrit fyrir helgina
Hugvitsfólk í hugbúnaðargeiranum hefur þróað margskonar öpp í gegnum tíðina en þau eru mis-gagnleg. Við tökum saman tíu öpp sem eiga það sameiginlegt að vera frumleg eða hafa notagildi sem er ekki augljóst við fyrstu sýn.
Viðtal
Snjalltækin skilja bráðum íslensku
Við ættum að geta talað íslensku við tækin okkar innan nokkurra ára, segir forstöðumaður gerivgreindarseturs. En svo það verði að veruleika þurfa allir að leggja hönd á plóg.
25.01.2019 - 22:35
Myndskeið
Að meðaltali sjö tíma á dag í símanum
Margir kannast við það að eyða of miklum tíma í símanum en með nýlegri uppfærslu getur fólk nú stjórnað skjátíma sínum betur. Sviðsstjóri hjá landlæknisembættinu segir að skjátími sé áskorun en ekki sé rétt að hræðast afþreyingu eins og samfélagsmiðla. Háskólanemi segist verja sjö klukkustundum á dag í símanum og sautján tímum á viku á samfélagsmiðlum.
21.11.2018 - 22:01
Siri eða Sirrý?
Hvernig lærir fólk framtíðarinnar? Er spurning sem viðskiptaráð vonar að svar fáist við í verkkeppninni sem ráðið stendur fyrir nú í október. Verður það hin mennska Sirrý sem mun sjá um kennsluna eða kannski bara Siri?
05.10.2018 - 08:09
Allsherjar snjallsímabann í frönskum skólum
Algjört snjallsímabann mun ríkja í frönskum almenningsskólum þegar þeir taka aftur til starfa eftir sumarleyfi. Lög sem kveða á um að grunnskólanemendum sé óheimilt að vera með snjallsíma í hönd, vasa eða skólatösku á skólatíma voru samþykkt á franska þinginu í gær. Þingmenn stjórnarflokksins La République en Marche og Frjálslynda flokksins samþykktu frumvarpið en aðrir þingmenn sátu hjá.
31.07.2018 - 05:31
Kanna hvort takmarka eigi snjallsímanotkun
Borgarstjórn vill kanna í víðtæku samráði hvort tilefni er til þess að takmarka snjalltækjanotkun og skjátíma nemenda í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Borgarstjórn samþykkti að fela skóla- og frístundasviði að kanna slíka takmörkun í samstarfi við skólastjórnendur, kennara, nemendur og fleiri.
13.04.2018 - 13:38
Snjallsímabann til umræðu í borgarstjórn
Borgarstjórn Reykjavíkur ræðir á fundi sínum, sem stendur núna, tillögu Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, um snjallsímabann í grunnskólum borgarinnar. Fjórir borgarfulltrúar hafa lýst yfir andstöðu við bannið. Umræðum er ekki lokið.
06.03.2018 - 16:14
Endalok tækninnar og eilíft líf
Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar í pistli sínum um lokamarkmið og ystu mörk hins almenna hugtaks okkar um tækni sem og hvernig hún varpar ljósi á mannleikann sjálfan.
13.09.2017 - 12:02