Færslur: Sniglarnir

Myndskeið
Endurheimtu mótorhjól undan stiga eftir 50 ára bið
Mótorhjól sem steypt var inni undir stiga á Akureyri á áttunda áratugnum kom í ljós á ný í dag. Hjólið, sem dúsað hefur undir stiganum í tæp fimmtíu ár, var það fyrsta í eigu Heiðars Jóhannssonar, en hann lést í mótorhjólaslysi árið 2006. Það fær nú sinn stað á Mótorhjólasafni Íslands.
25.11.2020 - 19:43
Lýsa yfir „fullkomnu vantrausti“ til Vegagerðarinnar
Stjórn Sniglanna bifhjólasamtaka lýsa yfir „fullkomnu vantrausti til Vegagerðarinnar og forstjóra Vegagerðarinnar“ í kjölfar umfjöllunar Kveiks í gærkvöld um stöðu vegakerfisins og vinnubrögð stofnunarinnar.
09.10.2020 - 07:08
Myndskeið
„Það þurfti slys til að eitthvað yrði gert“
Ekki stendur til að skipta um verktaka við endurlagningu malbiks á Kjalarnesi þar sem tveir létust í umferðarslysi á sunnudag. Bifhjólafólk krefst þess að öryggi allra vegfarenda verði sett í forgang.
30.06.2020 - 19:14
Myndskeið
Sniglarnir minntust látinna félaga
Félagsmenn í bifhjólasamtökunum Sniglunum minntust látinna félaga á samstöðufundi við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í Borgartúni eftir hádegi í dag. Yfirlýsing var lesin upp þar sem krafist var breytinga, hjólafólk yrði að geta treyst vegum landsins betur.
30.06.2020 - 14:02
Mótmælafundur verður samstöðufundur
Boðaður mótmælafundur Sniglanna, Bifhjólasamtaka lýðveldsins, sem halda átti í dag við hús Vegagerðarinnar í Borgartúni vegna ástands vega, hefur verið breytt í samstöðufund.
30.06.2020 - 08:44