Færslur: Sniglarnir

Síðdegisútvarpið
83 ára og gerir upp bifhjól líkt og á færibandi
Hilmar Lúthersson, stofnfélagi í Sniglunum, er 83 ára og enn að. „Það er varla til sá mótorhjólamaður eða -kona sem ekki þekkir hann,“ segir Njáll Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður samtakanna, en þau sem ekki þekkja til Hilmars fá tækifæri til að kynnast honum og verkstæði hans þar sem hann gerir upp gömul bifhjól í nýjum viðtalsþætti.
08.06.2021 - 09:25
Myndskeið
Endurheimtu mótorhjól undan stiga eftir 50 ára bið
Mótorhjól sem steypt var inni undir stiga á Akureyri á áttunda áratugnum kom í ljós á ný í dag. Hjólið, sem dúsað hefur undir stiganum í tæp fimmtíu ár, var það fyrsta í eigu Heiðars Jóhannssonar, en hann lést í mótorhjólaslysi árið 2006. Það fær nú sinn stað á Mótorhjólasafni Íslands.
25.11.2020 - 19:43
Lýsa yfir „fullkomnu vantrausti“ til Vegagerðarinnar
Stjórn Sniglanna bifhjólasamtaka lýsa yfir „fullkomnu vantrausti til Vegagerðarinnar og forstjóra Vegagerðarinnar“ í kjölfar umfjöllunar Kveiks í gærkvöld um stöðu vegakerfisins og vinnubrögð stofnunarinnar.
09.10.2020 - 07:08
Myndskeið
„Það þurfti slys til að eitthvað yrði gert“
Ekki stendur til að skipta um verktaka við endurlagningu malbiks á Kjalarnesi þar sem tveir létust í umferðarslysi á sunnudag. Bifhjólafólk krefst þess að öryggi allra vegfarenda verði sett í forgang.
30.06.2020 - 19:14
Myndskeið
Sniglarnir minntust látinna félaga
Félagsmenn í bifhjólasamtökunum Sniglunum minntust látinna félaga á samstöðufundi við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í Borgartúni eftir hádegi í dag. Yfirlýsing var lesin upp þar sem krafist var breytinga, hjólafólk yrði að geta treyst vegum landsins betur.
30.06.2020 - 14:02
Mótmælafundur verður samstöðufundur
Boðaður mótmælafundur Sniglanna, Bifhjólasamtaka lýðveldsins, sem halda átti í dag við hús Vegagerðarinnar í Borgartúni vegna ástands vega, hefur verið breytt í samstöðufund.
30.06.2020 - 08:44