Færslur: Snæfellsnes

Síðasti kaflinn yfir Fróðárheiði bundinn slitlagi
Bundið slitlag var lagt á síðasta kafla nyja vegarins yfir Fróðárheiði í gær.
16.09.2020 - 05:45
Myndskeið
Álftafjörður einhver alversti staður fyrir grindhvali
Allir grindhvalirnir tíu sem ráku inn í Álftafjörð á Snæfellsnesi um helgina eru nú dauðir. Hvalurinn sem bjargað var úr fjörunni í gærkvöldi fannst dauður í fjarðarmynninu eftir hádegi í dag.
14.09.2020 - 16:13
Myndskeið
Grindhvalir syntu á land í Álftafirði
Rétt upp úr kl. 14 í dag barst Náttúrustofu Vesturlands tilkynning frá lögreglunni um hvali í vandræðum við austanverðan Álftafjörð á Snæfellsnesi.
Hvasst á norðanverðu Snæfellsnesi í nótt
Það gengur í hvassa suðaustanátt með hviðóttum vindi á norðanverðu Snæfellsnesi í nótt og fyrramálið, sem getur verið varasamt ökutækjum sem verða óstöðug í vindi, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands.
05.09.2020 - 21:52
„Þetta er óskrifað blað“
Enginn liggur undir grun vegna lambshræs sem fannst á Snæfellsnesi um miðjan mánuðinn. Hræið fannst í fjöruborðinu við Dritvík og bar þess merki að mannfólk hafi verið að verki. Lögreglustjórinn á Vesturlandi segir að málið sé óskrifað blað og hann á ekki von á því að misgerðarmennirnir finnist.
23.07.2020 - 12:14
Urðu fyrir kynþáttafordómum á ferð um Snæfellsnes
Magnús Secka og móðir hans Sara Magnúsdóttir urðu fyrir verulega óskemmtilegri upplifun í gær á ferð sinni um Snæfellsnes. Eftir að hafa ekið um sáu þau að límmiði með skilaboðunum: „If you are black or brown: please leave this town!“ hafði verið límdur á hliðarspegil bíls þeirra, en Magnús er dökkur á hörund.
13.07.2020 - 17:47
Leit að Andris Kalvans hafin að nýju
Leit að Andris Kalvans, göngumanni sem talið er að hafi týnst í Hnappadal á Snæfellsnesi 30. desember, hófst að nýju í síðustu viku. Frá þessu er greint í Skessuhorni. Hætta þurfti leit í byrjun janúar vegna veðurs og ekki hefur verið unnt að leita síðan.
26.05.2020 - 21:53
Töluverð uppbygging við Snæfellsjökul
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull fékk 234,5 milljónir krónur úthlutaðar frá Landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir árin 2018-2021. Þetta bætist við framlög úr Framkvæmdasjóði ferðamála. Átroðningur ferðamanna hefur aukist mikið á síðustu tíu árum.
Viðtal
Stríðinn listamaður þykist banna myndatökur
Á Snæfellsnesi má finna ýmis óvænt listaverk sem komið hefur verið fyrir vítt og breitt um svæðið. Verkin tilheyra sýningunni Umhverfing III og eru fjölbreytt verk listamanna sem tengjast svæðinu. Hefur eitt þeirra vakið hörð viðbrögð ferðamanna sem hafa sumir ekki húmor fyrir stríðninni.
21.08.2019 - 17:07
Rannsaka grindhvalahræin á morgun
„Við byrjum á lengdarmælingum og kyngreiningum á öllum dýrunum, þetta eru 52 dýr, skilst mér, þannig að það verður töluverð vinna við það,“ segir Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Sérfræðingar frá stofnuninni og Umhverfisstofnun hyggjast á morgun rannsaka grindhvalina 52 sem fundust dauðir í Löngufjörum í landi Litla-Hrauns á Snæfellsnesi í síðustu viku. Landhelgisgæslan flytur þá á staðinn. Að auki hyggjast sérfræðingarnir vinna viðvik fyrir Íslenska Reðasafnið.
22.07.2019 - 12:21
Fréttaskýring
Kartöfluræktun lítur betur út í ár
Bændur segja að kartöfluræktun líti vel út í ár. Þurrkar hafi þó haft áhrif. Kristján Gestsson, bóndi á bænum Forsæti IV í Flóahreppi, segir afnám innflutningsverndar á kartöflum í sumar sjálfsagðan hlut, þar sem bændur eigi ekki nóg, sökum slakrar uppskeru í fyrra.
Viðtal
Undirbúa aðgerðir til að hindra fjúkandi rusl
Mikilvægt er að koma í veg fyrir að rusl fjúki úr Urðunarstöð Vesturlands í Fíflholti og sömuleiðis að fræða íbúa um flokkun, að mati Páls S. Brynjarssonar, framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi. Urðunarstöðin er í eigu sveitarfélaganna á Vesturlandi og þaðan hefur töluvert af rusli fokið í vetur, íbúum til ama. Málið er til skoðunar hjá Umhverfisstofnun.
23.05.2019 - 09:23
Sorpurðun til skoðunar hjá Umhverfisstofnun
Umhverfisstofnun hefur sett sig í samband við Sorpurðun Vesturlands og er með mál fyrirtækisins til skoðunar, þar með talið hvort að skilyrðum starfsleyfis hafi verið framfylgt. Urðunin er í Fíflholti og þaðan hefur fokið nokkuð af rusli, íbúum í nágrenninu til ama.
23.05.2019 - 06:48
Blöskrar magn rusls sem fýkur frá urðunarstað
Íbúum í nágrenni við urðunarstað Sorpurðunar Vesturlands blöskrar að þaðan skuli fjúka töluvert magn af rusli og vilja ekki að þar verði urðað meira magn af sorpi, líkt og óskað hefur verið eftir. Framkvæmdastjóri urðunarinnar segir starfsemina samkvæmt reglum og að reynt sé að tína upp það rusl sem fjúki.
20.05.2019 - 18:28
Viðtal
Bráðnun Snæfellsjökuls hefur alvarleg áhrif
Snæfellsjökull er mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn en fjöldi þeirra sem sækir svæðið heim hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ hefur áhyggjur af hopun jökulsins og hugsanlegum áhrifum á efnahag bæjarfélagsins. Rætt var við hann á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
16.05.2019 - 10:00
Spá því að Snæfellsjökull hverfi um árið 2050
Talið er líklegt að Snæfellsjökull verði að mestu horfinn um miðja öldina, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Jökullinn hefur rýrnað mikið vegna hlýnandi loftslags síðustu áratugi og er flatarmál hans nú minna en 10 ferkílómetrar. Árið 1910 var flatarmálið um 22 ferkílómetrar.
26.04.2019 - 07:01
„Farnir að kalla okkur hvalreka“
Björgunarsveitin Lífsbjörg er orðin langþreytt á útköllum sem tengjast grindhvölum, enda var útkallið í dag ekki það fyrsta. Sumir ganga svo langt að kalla meðlimi sveitarinnar „hvalreka“. Þetta segir Helgi Már Bjarnason, formaður Lífsbjargar, sem var meðal þeirra sem ráku grindhvali frá höfninni í Rifi á Snæfellsnesi á haf út í dag.
18.08.2018 - 19:25
Tugir grindhvala heimsækja höfnina í Rifi
Nokkuð stór grindhvalavaða gerði sig heimakomna í hafn­argarðinum við Rif á Snæ­fellsnesi í dag. Mbl.is greindi fyrst frá, en fréttaritari miðilsins telur ólík­legt að þarna séu sömu hvalir á ferð og urðu inn­lyksa í Kolgrafaf­irði fyrr í mánuðinum, þar sem nú séu kálfar með í för.
18.08.2018 - 16:14
Hvalirnir hvergi sjáanlegir í dag
Grindhvalavaðan sem gerði sig heimakomna í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi í fyrradag og aftur í gær hefur ekki látið sjá sig þar í dag. Þetta segir björgunarsveitarmaðurinn Einar Þór Strand. Vaðan var rekin út úr firðinum í annað sinn í gærkvöld eftir að búið var að koma einum hvalanna á flot sem hafði strandað á grynningum.
14.08.2018 - 09:45
Viðtal
Grindhvalirnir komnir aftur í Kolgrafafjörð
Grindhvalavaðan sem björgunarsveitarfólk rak út úr Kolgrafafirði í gærkvöld er komin þangað aftur. Þetta staðfestir Bjarni Sigurbjörnsson, bóndi á Eiði, sem sér dýrin greinilega út um gluggann hjá sér, um 50 metra frá landi. „Þeir eru bara hér í rólegheitum – svamla hérna í einum bunka,“ segir hann. „Það er eitthvað sem segir þeim að fara hérna inn.“
13.08.2018 - 08:32
Sumar í Frystiklefanum
Sjávarþorpið Rif er ef til vill ekki fyrsti staðurinn sem margir hugsa sér að heimsækja en þar iðar allt af listum og menningu yfir sumarið, að hluta til vegna Frystiklefans, leikhúss og gistiheimilis staðarins.
07.06.2018 - 15:20
Salerni vantar fyrir ferðamenn á Snæfellsnesi
Salernismál eru í ólestri á Snæfellsnesi. Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri í Grundarfirði, segir að þegar hafi skapast vandræði vegna þess. Meir en hálf milljón ferðamanna koma á Snæfellsnes á hverju ári.
25.02.2018 - 12:51
Fimm slösuðust í árekstri á Snæfellsnesvegi
Fimm slösuðust í tveggja bíla árekstri á Snæfellsnesvegi, á móts við Haukatungu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi virðist á þessari stundu sem fólkið sé ekki alvarlega slasað. Veginum var lokað um stund en nú er búið að opna hann á ný.
08.02.2018 - 11:25
Þrír fluttir með þyrlu og sjö með sjúkrabíl
Þrír farþegar úr rútu sem fór á hliðina á sunnanverðu Snæfellsnesi á sjötta tímanum í dag voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á spítala í Reykjavík. Ekki hafa fengist upplýsingar um hversu alvarleg meiðsl þeirra eru. Verið er að flytja sjö til viðbótar með sjúkrabílum á Akranes. Þeir eru minna meiddir.
19.11.2017 - 21:39
Rútuslys við Lýsuhól
Rútuslys varð á sjötta tímanum við afleggjarann við Kálfárvelli, skammt frá Lýsuhól á sunnanverðu Snæfellsnesi. Minnst fimm eru slasaðir eftir að rútan fór á hliðina. Ekki er vitað hve mikið fólkið er slasað. Sjúkrabílar, tækjabílar, lögregla, björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar eru á vettvangi. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum voru um fimmtán manns í rútunni.
19.11.2017 - 17:49