Færslur: Smygl

Fundu 700 kíló kókaíns innan um banana
Þýskir tollverðir gerðu upptækt vel á sjöunda hundrað kíló af kókaíni undir lok síðasta mánaðar. Efnið var falið innan um banana sem komu til landsins frá Ekvador gegnum Holland.
Viðurkennir að hafa smyglað skriðdýrum í buxunum sínum
Bandaríkjamaður sem skipulagði viðamikið smygl á skriðdýrum inn í landið gæti átt áratuga fangelsi yfir höfði sér. Hann og menn sem hann borgaði fyrir viðvikið földu varninginn jafnvel í buxunum sínum.
25.08.2022 - 01:25
Stöðvuðu smygl á hálfu tonni kókaíns til furstadæmanna
Lögregluyfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum tilkynntu í dag að um hálft tonn af hreinu kókaíni hefði verið gert upptækt í afar viðamikilli lögregluaðgerð sem gekk undir heitinu „Sporðdrekinn“. Þung viðurlög liggja við eiturlyfjasmygli til landsins.
Hálft kíló kókaíns kom í hraðpósti
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um hálft kíló af kókaíni í síðustu viku, en það hafði verið sent til landsins með hraðsendingarþjónustu. Einn var handtekinn í þágu rannsóknarinnar.
Tíminn gerist naumur í Brexit-viðræðum
Bresk stjórnvöld og Evrópusambandið eiga enn eftir að ná samkomulagi um mikilvæga þætti varðandi útgöngu Breta úr sambandinu.
Myndskeið
Fundu 1,7 tonn af metamfetamíni
Samvinna bandarískra og ástralskra yfirvalda leiddi til þess að upp komst um smygl á rúmlega einu komma sjö tonnum af metamfetamíni til Ástralíu. Sendingin fannst í Kaliforníu í síðasta mánuði. Ástralska lögreglan greindi frá málinu í dag.
08.02.2019 - 09:25
Sex og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnasmygl
Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á 11,5 lítrum af amfetamínbasa. Efnið, sem var 23 prósent að styrkleika, var flutt inn með Norrænu í október á síðasta ári. Ferðafélagi mannsins var hins vegar sýknaður en dómurinn telur hann ekki hafa vitað hvert raunverulegt erindi Ambrozy hafi verið til landsins.
03.05.2018 - 17:09

Mest lesið