Færslur: Smitvarnir
Víðtækar lokanir á Ítalíu yfir jól og áramót
Ítölsk stjórnvöld hafa fyrirskipað viðtækar lokanir yfir jól og áramót til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu COVID-19. Giuseppe Conte forsætisráðherra kynnti ráðstafanirnar í kvöld.
19.12.2020 - 00:22
Nektardans leyfður áfram í San Diego
Dómari í San Diego í Kaliforníu-ríki úrskurðaði á miðvikudaginn að tveir nektardanstaðir í borginni megi vera opnir áfram. Yfirvöld í ríkinu höfðu þó ákveðið að öllum fyrirtækjum nema þeim sem veita nauðsynlegustu þjónustu skyldi lokað vegna gríðarlegrar útbreiðslu kórónuveirufaraldursins.
18.12.2020 - 04:25
Yfir tólf milljón kórónuveirutilfelli í Bandaríkjunum
Kórónuveirutilfelli í Bandaríkjunum fóru yfir tólf milljónir í dag samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Alls hafa 255.414 Bandaríkjamenn endað ævina af völdum COVID-19.
21.11.2020 - 23:10
Mánaðarlangt útgöngubann fyrirskipað í Kaliforníu-ríki
Útgöngubann tekur gildi í Kaliforníu-ríki næstkomandi laugardag og verður í gildi til 21. desember. Nýjum kórónuveirutilfellum hefur fjölgað mjög þar undarfarnar vikur.
20.11.2020 - 02:50
Fauci segir bóluefnin traust
Anthony Fauci helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna segir óháðar prófanir sýna að tvö ný bóluefni gegn kórónuveirunni séu traust. Hann tilkynnti þetta fyrr í dag.
20.11.2020 - 01:09
Útgöngubann fyrirskipað í Suður-Ástralíu
Gripið hefur verið til sex daga útgöngubanns í Suður-Ástralíu fylki eftir að hópsmit kom upp í höfuðborginni Adelaide.
18.11.2020 - 03:29
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar í sóttkví
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar er kominn í sjálfskipaða sóttkví. Hann tilkynnti þetta á Facebook eftir að einhver nákominn honum greindist með COVID-19.
05.11.2020 - 12:13
Fauci segir harða tíma framundan án harðra viðbragða
Anthony Fauci yfirmaður ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna setur harðlega ofan í við ríkisstjórn Donalds Trump vegna viðbragða hennar við útbreiðslu kórónuveirunnar.
01.11.2020 - 21:36
Ætla að skála í kampavíni þegar hömlum verður aflétt
Hvorki hafa verið skráð ný tilfelli kórónuveirusmita né dauðsfalla af völdum sjúkdómsins í Melbourne í Ástralíu undanfarna tvo sólarhringa.
27.10.2020 - 06:28
Baráttan við COVID-19 harðnar í Evrópu
Nýjum kórónuveirutilfellum fjölgar dag frá degi í Evrópu og met eru slegin nánast daglega. Nokkur mismunur er milli landa en ekkert þeirra er óhult fyrir mikilli útbreiðslu veirunnar.
26.10.2020 - 00:42
Yfir milljón kórónuveirutilfelli í Kólumbíu
Yfir milljón kórónuveirutilfelli hafa verið skráð í Suður-Ameríkuríkinu Kólumbíu frá því að heimsfaraldurinn skall á. Á síðasta sólarhring bættust við tæplega níu þúsund tilfelli en það fyrsta var skráð í landinu 6. mars. Yfir 30 þúsund hafa látist af völdum COVID-19.
25.10.2020 - 00:41
Bæta við vegna fólks í einangrun
Ein hæð til viðbótar verður tekin í notkun í farsóttarhúsinu í Hótel Rauðará við Rauðarárstíg fyrir fólk í einangrun. Hingað til hefur húsið eingöngu verið notað fyrir fólk í sóttkví og fólk í einangrun hefur verið á Hótel Lind, sem nú er að fyllast.
12.10.2020 - 07:20
Niðurgreidd hitaveita gæti minnkað útbreiðslu veirunnar
Íslendingar geta notað hitaveituna gegn COVID-19 með því að opna glugga til að bæta loftræstingu og skrúfa frá ofnum til að tryggja að hlýtt sé innandyra.
11.10.2020 - 09:55
Ólafur Jóhann hvetur til samstöðu í baráttu við veiruna
Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warne hvetur til sömu eindrægni í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og ríkti á Íslandi í vor.
10.10.2020 - 09:29
Dagdvöl Hrafnistu lokað vegna kórónuveirusmits
Dagdvalargestur í Röst hjá Hrafnistu við Sléttuveg hefur greinst með kórónuveirusmit. Því hefur dagdvölinni verið lokað tímabundið til 12. október næstkomandi.
09.10.2020 - 09:12
Búist við svipuðum fjölda smita - Fólk haldi sig heima
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til að halda sig heima um helgina og vera sem minnst á ferðinni. Rætt var við Víði í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.
09.10.2020 - 08:33
Smitrakning gengur betur á ný
Smitrakning gengur nú betur en undanfarið, að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Víðir sagði í gær að tregða væri komin í rakninguna. Landlæknir segir álagið á Landspítala mikið, en verið sé að útskrifa sjúklinga til nágrannasveitarfélaganna til að létta álagið.
05.10.2020 - 19:48
Skorað á ráðherra að bregðast við einangrun fanga
Nú þegar þarf að gera ráðstafanir vegna mikillar einangrunar og innilokunar sem heimsfaraldur kórónuveiru hefur valdið í fangelsum landsins. Þetta kemur fram í áskorun Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna, um bætt fangelsismál og betrun, til dómsmálaráðherra.
01.10.2020 - 13:45
Dönsk stjórnvöld hlaupa undir bagga með veitingahúsum
Dönsk stjórnvöld eru með leið á prjónunum til að draga úr áhrifum kórónuveirufaraldursins á rekstur veitingahúsa, kaffihúsa og öldurhúsa í landinu. Úrræðin byggja á samkomulagi ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðuflokka
21.09.2020 - 01:18
Grímuskylda í framhalds- og háskólum höfuðborgarsvæðis
Nú ber nemendum, kennurum og öðru starfsfólki framhalds- og háskóla á höfuðborgarsvæðinu skylda til að nota grímur í skólabyggingum og í öllu skólastarfi.
20.09.2020 - 23:24
Allt í sóma á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með sóttvörnum á samkomustöðum og lokun skemmtistaða og kráa í gærkvöldi. Lögreglumenn sóttu á sjötta tug samkomustaða heim um alla borg.
19.09.2020 - 06:48
Hertar reglur en fjöldi smita nær óbreyttur í Danmörku
Ekki er útilokað að næturlífið í Danmörku þurfi að þola frekari takmarkanir ef ekki dregur úr útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi.
13.09.2020 - 17:14
Færeyingar langeygir eftir að losna af rauða listanum
Það tekur of langan tíma að hreinsa Færeyinga af rauða lista Norðmanna sem veldur færeyskum verkamönnum í Noregi miklum vanda.
12.09.2020 - 21:55
Sex úr færeyskri flugáhöfn í sóttkví
Sex úr áhöfn þotu færeyska flugfélagsins Atlantic Airways hafa þurft að sæta sóttkví frá því á fimmtudagskvöld eftir að einn greindist með kórónuveirusmit.
11.09.2020 - 22:54
Danskir veitingamenn lítt hrifnir af samkomutakmörkunum
Hertar samkomutakmarkanir taka gildi í Danmörku á morgun. Nú mega aðeins fimmtíu koma saman í stað hundrað áður.
08.09.2020 - 06:20