Færslur: Smitvarnir

Bretar flykkjast heim áður en sóttkví skellur á
Tugþúsundir bresks ferðafólks eru í kapphlaupi við tímann að komast heim áður en nýjar reglur um sóttkví taka gildi klukkan fjögur næstu nótt.
Gætu fyrirskipað notkun andlitsgríma með haustinu
Danskur sérfræðingur í smitsjúkdómum telur líklegt að þarlend yfirvöld fyrirskipi fljótlega notkun andlitsgríma á opinberum vettvangi.
CNN líkir Íslandi við „hliðstæðan veruleika“
CNN Travel fjallar ítarlega um ástandið á Íslandi eftir COVID-19 faraldurinn. Fréttin birtist á forsíðu vefjar CNN en í umfjölluninni segir að ástandið á Íslandi komi gestum fyrir sjónir sem „hliðstæður veruleiki þar sem líkast er að COVID-faraldurinn hafi aldrei orðið. “
18.06.2020 - 21:22
Rakningarappið uppfært og tungumálum fjölgar
Talsverðra breytinga er að vænta á smitrakningarappinu C-19. Ingi Steinar Ingason, teymisstjóri hjá Embætti landlæknis, segir að ekki verði fylgst með hvort ferðamenn sem hingað koma muni hlaða appinu í síma sína. Hann segir að enn mikilvægara sé fyrir Íslendinga að nota appið nú eftir að ýmsum hömlum hefur verið aflétt. Um 140.000 notendur hafa hlaðið því niður.
Verjast smiti um borð í frystitogurum
Útgerðir frystitogara hafa gert sérstakar varúðarráðstafanir til að lágmarka hættuna á kórónuveirusmiti um borð í skipunum. Á fáum vinnustöðum er nándin jafn mikil og um borð í frystitogurum.
23.03.2020 - 18:15
Þrefaldur verðmunur á spritti á milli verslana
Handspritt selst nú sem aldrei fyrr. Í flestum verslunum og apótekum er það uppselt og erfitt að verða sér út um sprittið hjá birgjum. Talsvert mikill verðmunur er á sambærilegu spritti á milli verslanna, samkvæmt verðkönnun fréttastofu. Munurinn á hæsta og lægsta verði á handspritti er rúmlega 300 prósent.
04.03.2020 - 16:58