Færslur: Smitvarnir

Förgun fjár hafin á Syðra-Skörðugili
Förgun fjár er hafin á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Starfandi yfirdýralæknir telur mikilvægt að draga framvegis úr samgangi fjár á milli bæja til að auka smitvarnir auk meiri sýnatöku. Allsherjarniðurskurður sé ekki á dagskrá.
11.10.2021 - 13:34
Skora á sóttvarnalækni að skýra strangar aðgerðir
Framtíðarsýn sóttvarnalæknis er eins og blaut tuska framan í stóran hluta veitingamarkaðarins, segir í yfirlýsingu frá Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Markaðurinn hafi verið nánast óstarfhæfur frá því í upphafi faraldursins og þurfi áfram að lúta ströngum sóttvarnaaðgerðum án þess færð séu fyrir því séu haldbær rök að því er fram kemur í yfirlýsingunni. Samtökin skora á sóttvarnalækni að skýra þessar ströngu aðgerðir.
Viðtal
Ótímabært að fullyrða að fjórða bylgjan sé hafin
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kveðst í samtali við fréttastofu ekki tilbúin að fullyrða um að herða þurfi aðgerðir vegna nýrra kórónuveirusmita innanlands undanfarna daga. Hún segir of snemmt að fullyrða að fjórða bylgja faraldursins sé skollin á.
Þakka auknum smitvörnum færri dauðsföll í Færeyjum
Dauðsföllum fækkaði í Færeyjum um einn tíunda milli áranna 2019 og 2020. Það sýna tölur frá þjóðskrá eyjanna. Leitt er líkum að því að þakka megi það fjarlægðartakmörkunum ásamt aukinni áherslu á persónulegar sóttvarnir.
25.01.2021 - 12:19
Víðtækar lokanir á Ítalíu yfir jól og áramót
Ítölsk stjórnvöld hafa fyrirskipað viðtækar lokanir yfir jól og áramót til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu COVID-19. Giuseppe Conte forsætisráðherra kynnti ráðstafanirnar í kvöld.
Nektardans leyfður áfram í San Diego
Dómari í San Diego í Kaliforníu-ríki úrskurðaði á miðvikudaginn að tveir nektardanstaðir í borginni megi vera opnir áfram. Yfirvöld í ríkinu höfðu þó ákveðið að öllum fyrirtækjum nema þeim sem veita nauðsynlegustu þjónustu skyldi lokað vegna gríðarlegrar útbreiðslu kórónuveirufaraldursins.
Yfir tólf milljón kórónuveirutilfelli í Bandaríkjunum
Kórónuveirutilfelli í Bandaríkjunum fóru yfir tólf milljónir í dag samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Alls hafa 255.414 Bandaríkjamenn endað ævina af völdum COVID-19.
Mánaðarlangt útgöngubann fyrirskipað í Kaliforníu-ríki
Útgöngubann tekur gildi í Kaliforníu-ríki næstkomandi laugardag og verður í gildi til 21. desember. Nýjum kórónuveirutilfellum hefur fjölgað mjög þar undarfarnar vikur.
Fauci segir bóluefnin traust
Anthony Fauci helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna segir óháðar prófanir sýna að tvö ný bóluefni gegn kórónuveirunni séu traust. Hann tilkynnti þetta fyrr í dag.
Útgöngubann fyrirskipað í Suður-Ástralíu
Gripið hefur verið til sex daga útgöngubanns í Suður-Ástralíu fylki eftir að hópsmit kom upp í höfuðborginni Adelaide.
18.11.2020 - 03:29
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar í sóttkví
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar er kominn í sjálfskipaða sóttkví. Hann tilkynnti þetta á Facebook eftir að einhver nákominn honum greindist með COVID-19.
05.11.2020 - 12:13
Fauci segir harða tíma framundan án harðra viðbragða
Anthony Fauci yfirmaður ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna setur harðlega ofan í við ríkisstjórn Donalds Trump vegna viðbragða hennar við útbreiðslu kórónuveirunnar.
Ætla að skála í kampavíni þegar hömlum verður aflétt
Hvorki hafa verið skráð ný tilfelli kórónuveirusmita né dauðsfalla af völdum sjúkdómsins í Melbourne í Ástralíu undanfarna tvo sólarhringa.
Baráttan við COVID-19 harðnar í Evrópu
Nýjum kórónuveirutilfellum fjölgar dag frá degi í Evrópu og met eru slegin nánast daglega. Nokkur mismunur er milli landa en ekkert þeirra er óhult fyrir mikilli útbreiðslu veirunnar.
Yfir milljón kórónuveirutilfelli í Kólumbíu
Yfir milljón kórónuveirutilfelli hafa verið skráð í Suður-Ameríkuríkinu Kólumbíu frá því að heimsfaraldurinn skall á. Á síðasta sólarhring bættust við tæplega níu þúsund tilfelli en það fyrsta var skráð í landinu 6. mars. Yfir 30 þúsund hafa látist af völdum COVID-19.
25.10.2020 - 00:41
Bæta við vegna fólks í einangrun
Ein hæð til viðbótar verður tekin í notkun í farsóttarhúsinu í Hótel Rauðará við Rauðarárstíg fyrir fólk í einangrun. Hingað til hefur húsið eingöngu verið notað fyrir fólk í sóttkví og fólk í einangrun hefur verið á Hótel Lind, sem nú er að fyllast.
12.10.2020 - 07:20
Niðurgreidd hitaveita gæti minnkað útbreiðslu veirunnar
Íslendingar geta notað hitaveituna gegn COVID-19 með því að opna glugga til að bæta loftræstingu og skrúfa frá ofnum til að tryggja að hlýtt sé innandyra.
11.10.2020 - 09:55
Ólafur Jóhann hvetur til samstöðu í baráttu við veiruna
Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warne hvetur til sömu eindrægni í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og ríkti á Íslandi í vor.
Dagdvöl Hrafnistu lokað vegna kórónuveirusmits
Dagdvalargestur í Röst hjá Hrafnistu við Sléttuveg hefur greinst með kórónuveirusmit. Því hefur dagdvölinni verið lokað tímabundið til 12. október næstkomandi.
09.10.2020 - 09:12
Viðtal
Búist við svipuðum fjölda smita - Fólk haldi sig heima
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til að halda sig heima um helgina og vera sem minnst á ferðinni. Rætt var við Víði í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.
Smitrakning gengur betur á ný
Smitrakning gengur nú betur en undanfarið, að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Víðir sagði í gær að tregða væri komin í rakninguna. Landlæknir segir álagið á Landspítala mikið, en verið sé að útskrifa sjúklinga til nágrannasveitarfélaganna til að létta álagið.
05.10.2020 - 19:48
Skorað á ráðherra að bregðast við einangrun fanga
Nú þegar þarf að gera ráðstafanir vegna mikillar einangrunar og innilokunar sem heimsfaraldur kórónuveiru hefur valdið í fangelsum landsins. Þetta kemur fram í áskorun Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna, um bætt fangelsismál og betrun, til dómsmálaráðherra.
Dönsk stjórnvöld hlaupa undir bagga með veitingahúsum
Dönsk stjórnvöld eru með leið á prjónunum til að draga úr áhrifum kórónuveirufaraldursins á rekstur veitingahúsa, kaffihúsa og öldurhúsa í landinu. Úrræðin byggja á samkomulagi ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðuflokka
Grímuskylda í framhalds- og háskólum höfuðborgarsvæðis
Nú ber nemendum, kennurum og öðru starfsfólki framhalds- og háskóla á höfuðborgarsvæðinu skylda til að nota grímur í skólabyggingum og í öllu skólastarfi.
Allt í sóma á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með sóttvörnum á samkomustöðum og lokun skemmtistaða og kráa í gærkvöldi. Lögreglumenn sóttu á sjötta tug samkomustaða heim um alla borg.