Færslur: smitsjúkdómar

Framtíðarhöfuðverkur að velja hverjir fái bóluefni
Stefnt er að því að fimmtungur þjóðarinnar verði bólusettur gegn Covid-19 fyrir lok næsta árs. Þetta sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna. Reiknað er með því að kostnaður vegna þessa nemi um 700 milljónum króna. 
Knattspyrnukona greindist með COVID-19
Í dag greindist íslensk knattspyrnukona í efstu deild með jákvætt sýni í COVID-19 sýnatöku. Hún kom til landsins 17. júní sl. og reyndist sýnataka á landamærum neikvæð. Frá þessu greinir á Facebook-síðu almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra.
25.06.2020 - 17:55
COVID-bóluefnispróf á músum lofar góðu
Vísindamenn við Kaupmannahafnarháskóla tilkynntu í dag að bóluefni, sem þeir hafa unnið að og gagnast á gegn COVID-19, lofi góðu. Tilraunir á músum sýni góða virkni bóluefnisins. Vísindamennirnir vonast til að geta hafið klínískar rannsóknir innan árs.
09.06.2020 - 23:03
Fjórir smitaðir á Suðurlandi
126 eru smitaðir af Covid-19 hér á landi. 4 staðfest smit eru utan höfuðborgarsvæðisins, öll á Suðurlandi. 921 manns eru í sóttkví af þeim eru 98 á landsbyggðinni. Í heildina hafa 1188 sýni verið rannsökuð.
13.03.2020 - 11:50
Viðtal
Giskar á að veiran sé orðin töluvert útbreidd á Íslandi
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, veðjar á að veiran sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, sé orðin töluvert útbreidd á Íslandi. Íslensk erfðagreining stefnir að því að hefja skimun fyrir nýju kórónaveirunni meðal almennings í lok þessarar viku. Fyrirtækið vinnur verkefnið undir stjórn sóttvarnalæknis. Allt veltur á því hvort fyrirtækinu tekst að útvega veirupinna svo hægt sé að taka sýni.
Myndskeið
Sala á þurrmeti fimmfaldast hérlendis eftir COVID-smit
Forsvarsfólk matvöruverslana segja að sala á þurrmat hafi fimmfaldast síðan fyrsta COVID smitið greindist hérlendis. Sala í netverslunum hefur tvöfaldast. Handspritt er víðast hvar uppselt.
02.03.2020 - 21:53
Louvre lokað vegna COVID-19
Louvre-listasafninu í París í Frakklandi hefur verið lokað vegna útbreiðslu COVID-19 kórónaveirunnar. Safnið er það fjölsóttasta í heimi og var ákvörðun um tímabundna lokun þess tekin eftir að starfsfólkið neitaði að mæta til vinnu af ótta við að smitast af veirunni. Gestir safnsins koma alls staðar að úr heiminum. 
01.03.2020 - 18:47
Fréttaskýring
Hvað er vitað um nýju Wuhan-kórónaveiruna?
Ár rottunnar byrjar undarlega í Kína. Yfir þrjátíu milljónir Kínverja eru í hálfgerðri sóttkví í Hubei-héraði í Kína, almenningssamgöngur innan héraðsins liggja niðri og öllum leiðum út úr því hefur verið lokað. Aðgerðir stjórnvalda eru fordæmalausar. Þau hafa ráðlagt fólki að halda sig sem mest innan dyra og fá lækni heim ef þarf. Wuhan-borg er sögð minna á draugaborg, göturnar auðar og enginn fer út öðruvísi en grímuklæddur.
Vinna samkvæmt viðbragðsáætlun vegna kórónaveiru
Sóttvarnalæknir, í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hefur hafið vinnu í samræmi við fyrirliggjandi viðbragðsáætlanir um alvarlega smitsjúkdóma vegna aukinnar útbreiðslu hinnar nýju kórónaveiru víða um heim. Sú vinna tekur fyrst og fremst til samhæfingar og aukins samráðs.
24.01.2020 - 13:22
Viðtal
„Það á eftir að koma í ljós hversu skæð sýkingin er“
Kínversk stjórnvöld hafa staðfest að ný veira, sem nýlega greindist í landinu, getur borist manna á milli. Á annað hundrað hafa sýkst af veirunni og þrír látist. Upptök sýkingarinnar eru rakin til fiskmarkaðar í borginni Wuhan í suðurhluta Kína og hafa flest tilfellanna greinst þar í borg. Kínverska nýárið er handan við hornið og margir á faraldsfæti en stjórnvöld segjast hafa stjórn á aðstæðum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur ekki tilefni til að grípa til sérstakra aðgerða hér.
Hugsanlegt að Prep-meðferð ýti undir kæruleysi
Hvergi í Evrópu greinast hlutfallslega fleiri tilfelli sárasóttar en á Íslandi. Samkynhneigðir karlmenn eru í meirihluta þeirra sem greinast. Sóttvarnalæknir telur homma hugsanlega vera orðna værukærari eftir að  fyrirbyggjandi meðferð við HIV fór að bjóðast hér. 
15.07.2019 - 21:23