Færslur: smitsjúkdómar

Omíkron-afbrigðið greint í Noregi
Omíkron-afbrigði COVID-19 hefur verið greint í Noregi. Tveir greindust með það í sveitarfélaginu Øygarden sem er í nágrenni Björgvinjar. Þá þykir líklegt að eitt omíkron-smit hafi fundist í Ósló en það hefur ekki verið staðfest. Tilkynnt verður um hertar takmarkanir þar í dag.
01.12.2021 - 13:16
Sjónvarpsfrétt
Ferðabönn ekki til góða
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, telur að ferðabönn, líkt og mörg ríki hafa gripið til í kjölfar frétta af omicron afbrigði COVID-19 letji ríki frá því að greina frá nýjum afbrigðum veirunnar. Þá sagði hann að ástandið vegna afbrigðisins sýna að heimurinn standi frammi fyrir mestu heilsu krísu aldarinnar.
Sjónvarpsfrétt
Þúsundir mótmæltu hertum takmörkunum í Vínarborg
Þúsundir mótmæltu hertum covid-takmörkunum í Austurríki og Hollandi í dag. Til óeirða kom í Rotterdam í nótt. Lögregla skaut viðvörunarskotum og særði tvo.
20.11.2021 - 18:58
Fegin að skólar verði opnir en takmarkanir vonbrigði
Austurríkismönnum er fyrirskipað að halda sig að mestu heima frá og með næsta mánudegi, því ekkert lát er á útbreiðslu faraldursins. Herdís Ósk Helgadóttir, sem býr í Vínarborg ásamt eiginmanni og tveimur sonum, gleðst yfir því að skólar verði opnir en segir að tíðindi af hertum aðgerðum hafi verið vonbrigði. 
20.11.2021 - 06:56
Óttast að mislingafaraldur geti verið yfirvofandi
Bakslag kom í baráttuna gegn mislingum í covid-faraldrinum. Mun færri ungabörn voru bólusett á heimsvísu við mislingum í fyrra en árin á undan og er óttast að faraldur brjótist út þegar lífið kemst í sama takt og fyrir kórónuveirufaraldurinn. 
Skólum lokað í Sandgerði vegna covid-smita
Aðgerðastjórn Suðurnesjabæjar hefur ákveðið að loka leikskólanum Sólborgu í Sandgerði um óákveðinn tíma vegna covid-smita meðal starfsfólks. Lokunin varir meðan á smitrakningu stendur.
04.11.2021 - 21:56
Ekkert lát á útbreiðslu COVID-19 og reglur hertar
Færeyingar herða takmarkanir eftir mikla fjölgun covid-smita síðustu daga og er þeim tilmælum beint til fólks að halda ekki viðburði fyrir fleiri en 50. Tveir hafa látist úr sjúkdómnum síðustu daga. 
Danir taka upp hraðpróf að nýju
Danska ríkisstjórnin ákvað í gær að taka upp hraðpróf að nýju og efla möguleika á PCR-prófum eftir að kórónuveirusmitum tók að fjölga aftur í landinu. Smitsjúkdómafræðingur telur ekki það ekki nægja til að stemma stigu við útbreiðslunni.
30.10.2021 - 05:35
Fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur af þróun faraldurs
Fjórtán daga nýgengi covid-smita innanlands er 230 á hverja 100.000 íbúa, sem er með því mesta sem sést hefur síðan faraldurinn hófst, að því er fram kemur í pistli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis á covid.is. Hann segir að fyllsta ástæða sé til að hafa áhyggjur af fjölgun smita.
Yfir 4.000 tilkynningar um aukaverkanir
Lyfjastofnun hafa borist 4.467 tilkynningar um grun um aukaverkanir vegna bólusetningar við COVID-19. Þar af eru 224 tilkynningar um grun um alvarlegar aukaverkanir, að því er fram kemur á vef Lyfjastofnunar.
Andlátum af völdum berkla fjölgaði á síðasta ári
Andlátum af völdum berkla hefur fjölgað í heiminum í fyrsta sinn í meira en áratug. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir það vera vegna álags af völdum kórónuveirufaraldurins sem hefur orðið til þess að færri hafa fengið greiningu og viðeigandi meðferð við berklum.
Kúariða veldur frestun útflutnings nautgripaafurða
Tvö óvenjuleg tilfelli kúariðu hafa greinst í Brasilíu. Það varð til þess að ákveðið var að fresta útflutningi nautgripaafurða til Kína. Ekkert er sagt benda til að lífi dýra eða manna sé ógnað.
05.09.2021 - 01:41
Reyna að fá íslenska hjúkrunarfræðinga heim
Landspítali hefur sent starfsmannaleigum í Evrópu fyrirspurnir og óskað eftir íslensku heilbrigðisstarfsfólki og þá sérstaklega sérhæfðum hjúkrunarfræðingum. Auk þess er til skoðunar að ráða erlenda heilbrigðisstarfsmenn.
Næstum einn af hverjum tíu sýktum Dönum fullbólusettur
Næstum einn af hverjum tíu Dönum sem greinst hafa með Delta-afbrigði kórónuveirunnar teljast fullbólusettir. Það er hærra hlutfall en af öðrum afbrigðum þar í landi.
Enn nokkurt jafnvægi milli innlagna og útskrifta
Fjórtán liggja nú á smitsjúkdómadeild Landspítalans með COVID-19 og tveir á gjörgæslu ef miðað er við stöðuna á hádegi í dag. Til stendur að útskrifa nokkra sjúklinga síðar í dag og jafnframt er búist við innlögnum á móti. Það er því nokkuð jafnvægi á milli innlagna og útskrifta eins er, að sögn Más Kristjánssonar, formanns farsóttarnefndar Landspítalans.
03.08.2021 - 13:02
Gripið til fleiri varúðarráðstafana á Landspítala
Inniliggjandi COVID-sjúklingar á Landspítala eru nú orðnir þrír. Þá eru 369 í eftirliti á göngudeild COVID, þar af 28 börn. Sjö starfsmenn eru í einangrun, 14 í sóttkví og 229 í svokallaðri vinnusóttkví. Landspítali var færður á hættustig í gær.
23.07.2021 - 14:23
Þrír af fjórum sem veiktust alvarlega eru bólusettir
Enn fjölgar á COVID-göngudeild Landspítalans, en spítalinn var í gærkvöld færður á hættustig. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar segir það vonbrigði en að minna virðist um alvarleg veikindi en í fyrri bylgjum.
Sjónvarpsviðtal
Nýtt minnisblað sóttvarnalæknis komið til ráðherra
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent nýtt minnisblað til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vegna fjölgunar COVID-smita síðustu daga. Ríkisstjórnin kemur saman klukkan 12 á hádegi og ræðir um innihald minnisblaðsins. Sóttvarnalæknir vill ekki gefa mikið upp um innihaldið að öðru leyti en því að hann leggi til að hert verði á reglum á landamærunum.
Spegillinn
Loka verður flóttaleiðum veirunnar sem fyrst
Loka verður sem flestum flóttaleiðum kórónuveirunnnar sem fyrst segir Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum og yfirlæknir á Landspítalanum. Ef það verði ekki gert heldur hún áfram að breyta sér. Ólíklegt sé að hægt verði að útrýma henni alfarið. 
Tékkum heimilt að skylda börn í bólusetningu
Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp þann úrskurð í dag að yfirvöldum í Tékklandi væri heimilt að skylda ung, börn í bólusetningu við ýmsum sjúkdómum. Málið höfðuðu fjölskyldur sem höfðu hlotið sekt fyrir að neita að mæta með börn sín til bólusetningar. 
Spegillinn
Sýkingarmáttur veirunnar kallar á hertar aðgerðir
Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum segir að sýkingarmáttur breska veiruafbrigðisins sem gangi hér nú sé meiri en eldri afbrigða og því þurfi hertar aðgerðir til að sporna við ástandinu. Ef það sé ekki gert aukist líkur á hópsmiti hér á landi. Hann vonar að stjórnmálamenn byggi traustari lagastoð undir aðgerðirnar.
06.04.2021 - 17:53
Fréttaskýring
„Það má segja að heimurinn hafi snúist á hvolf“
„Manni finnst einhvern veginn að það sé miklu lengra síðan þetta gerðist allt saman,“ segir Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor í smitsjúkdómalækningum við læknadeild Háskóla Íslands. „Í raun má segja að heimurinn hafi snúist á hvolf.“
28.02.2021 - 08:45
Engin inflúensa í ár hér eða í Evrópu - ennþá 
Engin tilfelli inflúensu hafa greinst hér á landi í ár og hún hefur heldur ekki náð sér á strik á heimsvísu, segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítala. Hins vegar hafa greinst hér óvenjulega mörg tilfelli af veiru sem veldur heilahimnubólgu. 
Sífellt fleiri Danir greinast með „minka-COVID“
Þeim fjölgar sem greinast með svokallað minka-COVID í Danmörku. Sums staðar í landinu var hlutfall þeirra þriðjungur allra þeirra smita sem greindust í síðustu viku. Um er að ræða stökkbreytt afbrigði sem varð til þegar kórónuveiran barst úr fólki í minka og svo aftur í fólk.
07.12.2020 - 10:34
Myndskeið
Litlar aukaverkanir af COVID-bóluefni
Litlar aukaverkanir eru af bóluefni gegn kórónuveirunni, segir smitsjúkdómalæknir. Aukaverkanirnar líði hjá á nokkrum dögum. Þær séu ekki jafn miklar og afleiðingar COVID-19 geti verið. Mikilvægt sé að fólk þiggi bólusetningu því þannig verndi þeir ekki aðeins sjálfan sig heldur einnig þá sem eru veikastir fyrir.