Færslur: smitsjúkdómar

Gripið til fleiri varúðarráðstafana á Landspítala
Inniliggjandi COVID-sjúklingar á Landspítala eru nú orðnir þrír. Þá eru 369 í eftirliti á göngudeild COVID, þar af 28 börn. Sjö starfsmenn eru í einangrun, 14 í sóttkví og 229 í svokallaðri vinnusóttkví. Landspítali var færður á hættustig í gær.
23.07.2021 - 14:23
Þrír af fjórum sem veiktust alvarlega eru bólusettir
Enn fjölgar á COVID-göngudeild Landspítalans, en spítalinn var í gærkvöld færður á hættustig. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar segir það vonbrigði en að minna virðist um alvarleg veikindi en í fyrri bylgjum.
Sjónvarpsviðtal
Nýtt minnisblað sóttvarnalæknis komið til ráðherra
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent nýtt minnisblað til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vegna fjölgunar COVID-smita síðustu daga. Ríkisstjórnin kemur saman klukkan 12 á hádegi og ræðir um innihald minnisblaðsins. Sóttvarnalæknir vill ekki gefa mikið upp um innihaldið að öðru leyti en því að hann leggi til að hert verði á reglum á landamærunum.
Spegillinn
Loka verður flóttaleiðum veirunnar sem fyrst
Loka verður sem flestum flóttaleiðum kórónuveirunnnar sem fyrst segir Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum og yfirlæknir á Landspítalanum. Ef það verði ekki gert heldur hún áfram að breyta sér. Ólíklegt sé að hægt verði að útrýma henni alfarið. 
Tékkum heimilt að skylda börn í bólusetningu
Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp þann úrskurð í dag að yfirvöldum í Tékklandi væri heimilt að skylda ung, börn í bólusetningu við ýmsum sjúkdómum. Málið höfðuðu fjölskyldur sem höfðu hlotið sekt fyrir að neita að mæta með börn sín til bólusetningar. 
Spegillinn
Sýkingarmáttur veirunnar kallar á hertar aðgerðir
Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum segir að sýkingarmáttur breska veiruafbrigðisins sem gangi hér nú sé meiri en eldri afbrigða og því þurfi hertar aðgerðir til að sporna við ástandinu. Ef það sé ekki gert aukist líkur á hópsmiti hér á landi. Hann vonar að stjórnmálamenn byggi traustari lagastoð undir aðgerðirnar.
06.04.2021 - 17:53
Fréttaskýring
„Það má segja að heimurinn hafi snúist á hvolf“
„Manni finnst einhvern veginn að það sé miklu lengra síðan þetta gerðist allt saman,“ segir Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor í smitsjúkdómalækningum við læknadeild Háskóla Íslands. „Í raun má segja að heimurinn hafi snúist á hvolf.“
28.02.2021 - 08:45
Engin inflúensa í ár hér eða í Evrópu - ennþá 
Engin tilfelli inflúensu hafa greinst hér á landi í ár og hún hefur heldur ekki náð sér á strik á heimsvísu, segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítala. Hins vegar hafa greinst hér óvenjulega mörg tilfelli af veiru sem veldur heilahimnubólgu. 
Sífellt fleiri Danir greinast með „minka-COVID“
Þeim fjölgar sem greinast með svokallað minka-COVID í Danmörku. Sums staðar í landinu var hlutfall þeirra þriðjungur allra þeirra smita sem greindust í síðustu viku. Um er að ræða stökkbreytt afbrigði sem varð til þegar kórónuveiran barst úr fólki í minka og svo aftur í fólk.
07.12.2020 - 10:34
Myndskeið
Litlar aukaverkanir af COVID-bóluefni
Litlar aukaverkanir eru af bóluefni gegn kórónuveirunni, segir smitsjúkdómalæknir. Aukaverkanirnar líði hjá á nokkrum dögum. Þær séu ekki jafn miklar og afleiðingar COVID-19 geti verið. Mikilvægt sé að fólk þiggi bólusetningu því þannig verndi þeir ekki aðeins sjálfan sig heldur einnig þá sem eru veikastir fyrir.
Ísland er enn með flest klamydíusmit þrátt fyrir fækkun
Fleiri greindust með lekanda og sárasótt hér á landi í fyrra en árið áður. Klamydíutilfellum fækkaði, en Ísland er þó enn það land í Evrópu þar sem fjöldi tilkynntra klamydíusýkinga er hlutfallslega mestur. Þrettán tilfelli af berklum greindust hér á landi í fyrra og fjögur af malaríu.
myndskeið
Geysilega mikilvægur árangur við þróun bóluefnis
Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, segir árangur bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna við þróun bóluefnis við COVID-19 vera geysilega mikilvægan. Bóluefnið veitir vörn gegn veirunni í nær 95 prósentum tilvika. 
Dauðsföll vegna mislinga ekki fleiri í áratugi
Ekki hafa fleiri látist af völdum mislinga í 23 ár samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og bandaríska sóttvarnareftirlitsins. Aukninguna má meðal annars rekja til COVID-19 faraldursins sem og lækkandi tíðni bólusetninga gegn sjúkdómnum.
Þórólfur: Verðum að vera viss um að bóluefni sé öruggt
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að Íslendingar eins og aðrir verði að vera vissir um að bóluefni séu virk og örugg og rannsóknir eigi að tryggja það eins og hægt er. Bóluefni AstraZeneca er eitt þeirra bóluefna sem Ísland fær gegn kórónuveirunni.
Bóluefni gegn kórónuveirunni eitt kosningamála vestra
Nú stefnir í að bóluefni gegn kórónuveirunni verði eitt af helstu baráttumálunum í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs 3. nóvember næstkomandi.
Ekki fleiri dauðsföll í Svíþjóð síðan 1869
Talsvert fleiri hafa látist í Svíþjóð á fyrri hluta þessa árs en á sama tíma og í fyrra. Sænsk heilbrigðisyfirvöld gripu ekki til harðra viðbragða við kórónuveirufaraldrinum í vor. Ekki virðist hjarðónæmi það hafa náðst sem sóttvarnarlæknir bjóst við.
Framtíðarhöfuðverkur að velja hverjir fái bóluefni
Stefnt er að því að fimmtungur þjóðarinnar verði bólusettur gegn Covid-19 fyrir lok næsta árs. Þetta sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna. Reiknað er með því að kostnaður vegna þessa nemi um 700 milljónum króna. 
Knattspyrnukona greindist með COVID-19
Í dag greindist íslensk knattspyrnukona í efstu deild með jákvætt sýni í COVID-19 sýnatöku. Hún kom til landsins 17. júní sl. og reyndist sýnataka á landamærum neikvæð. Frá þessu greinir á Facebook-síðu almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra.
25.06.2020 - 17:55
COVID-bóluefnispróf á músum lofar góðu
Vísindamenn við Kaupmannahafnarháskóla tilkynntu í dag að bóluefni, sem þeir hafa unnið að og gagnast á gegn COVID-19, lofi góðu. Tilraunir á músum sýni góða virkni bóluefnisins. Vísindamennirnir vonast til að geta hafið klínískar rannsóknir innan árs.
09.06.2020 - 23:03
Fjórir smitaðir á Suðurlandi
126 eru smitaðir af Covid-19 hér á landi. 4 staðfest smit eru utan höfuðborgarsvæðisins, öll á Suðurlandi. 921 manns eru í sóttkví af þeim eru 98 á landsbyggðinni. Í heildina hafa 1188 sýni verið rannsökuð.
13.03.2020 - 11:50
Viðtal
Giskar á að veiran sé orðin töluvert útbreidd á Íslandi
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, veðjar á að veiran sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, sé orðin töluvert útbreidd á Íslandi. Íslensk erfðagreining stefnir að því að hefja skimun fyrir nýju kórónaveirunni meðal almennings í lok þessarar viku. Fyrirtækið vinnur verkefnið undir stjórn sóttvarnalæknis. Allt veltur á því hvort fyrirtækinu tekst að útvega veirupinna svo hægt sé að taka sýni.
Myndskeið
Sala á þurrmeti fimmfaldast hérlendis eftir COVID-smit
Forsvarsfólk matvöruverslana segja að sala á þurrmat hafi fimmfaldast síðan fyrsta COVID smitið greindist hérlendis. Sala í netverslunum hefur tvöfaldast. Handspritt er víðast hvar uppselt.
02.03.2020 - 21:53
Louvre lokað vegna COVID-19
Louvre-listasafninu í París í Frakklandi hefur verið lokað vegna útbreiðslu COVID-19 kórónaveirunnar. Safnið er það fjölsóttasta í heimi og var ákvörðun um tímabundna lokun þess tekin eftir að starfsfólkið neitaði að mæta til vinnu af ótta við að smitast af veirunni. Gestir safnsins koma alls staðar að úr heiminum. 
01.03.2020 - 18:47
Fréttaskýring
Hvað er vitað um nýju Wuhan-kórónaveiruna?
Ár rottunnar byrjar undarlega í Kína. Yfir þrjátíu milljónir Kínverja eru í hálfgerðri sóttkví í Hubei-héraði í Kína, almenningssamgöngur innan héraðsins liggja niðri og öllum leiðum út úr því hefur verið lokað. Aðgerðir stjórnvalda eru fordæmalausar. Þau hafa ráðlagt fólki að halda sig sem mest innan dyra og fá lækni heim ef þarf. Wuhan-borg er sögð minna á draugaborg, göturnar auðar og enginn fer út öðruvísi en grímuklæddur.
Vinna samkvæmt viðbragðsáætlun vegna kórónaveiru
Sóttvarnalæknir, í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hefur hafið vinnu í samræmi við fyrirliggjandi viðbragðsáætlanir um alvarlega smitsjúkdóma vegna aukinnar útbreiðslu hinnar nýju kórónaveiru víða um heim. Sú vinna tekur fyrst og fremst til samhæfingar og aukins samráðs.
24.01.2020 - 13:22