Færslur: Smitsjúkdómalæknir

Íþyngjandi fyrir spítalann þegar innlögnum fjölgar
Innlögnum á covid-göngudeild Landspítalans hefur fjölgað undanfarna daga. Alls eru nú níu inniliggjandi, þar af einn á gjörgæsludeild. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segir að það sé alltaf íþyngjandi fyrir spítalann þegar tilfellum fjölgi og fleiri leggist inn. Mikill viðbúnaður sé á spítalanum til að verja aðra sjúklinga.
Tvö eða færri smit í fjórum landshlutum
Í fjórum af átta landshlutum eru nú tvö eða færri kórónuveirusmit. Enginn er í sóttkví á Norðurlandi vestra og einn á Austurlandi. Flestir þeirra sem nú eru með virkt smit eru á sextugsaldri. 
Ísland er enn með flest klamydíusmit þrátt fyrir fækkun
Fleiri greindust með lekanda og sárasótt hér á landi í fyrra en árið áður. Klamydíutilfellum fækkaði, en Ísland er þó enn það land í Evrópu þar sem fjöldi tilkynntra klamydíusýkinga er hlutfallslega mestur. Þrettán tilfelli af berklum greindust hér á landi í fyrra og fjögur af malaríu.
58 innanlandssmit - 45 voru í sóttkví
58 greindust með kórónuveiruna í gær, en af þeim voru 45 í sóttkví og 13 utan sóttkvíar. Þá er beðið niðurstöðu mótefnamælingar á einu sýni sem tekið var við landamærin.
93% smitanna í gær voru á höfuðborgarsvæðinu
81 af þeim 87 sem greindust með kórónuveirusmit í gær eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er svipað hlutfall smita þar og verið hefur undanfarna daga.
07.10.2020 - 16:04
Knattspyrnukona greindist með COVID-19
Í dag greindist íslensk knattspyrnukona í efstu deild með jákvætt sýni í COVID-19 sýnatöku. Hún kom til landsins 17. júní sl. og reyndist sýnataka á landamærum neikvæð. Frá þessu greinir á Facebook-síðu almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra.
25.06.2020 - 17:55
Fjórir smitaðir á Austurlandi
Fjögur kórónuveirusmit hafa nú greinst á Austurlandi. Enginn þeirra fjögurra sem greinst hafa eru mikið veikir. Tveir voru í sóttkví þegar smit var greint, en alls eru 160 í sóttkví í fjórðungnum.
26.03.2020 - 17:58
Sérstök Covid-deild tilbúin á Sjúkrahúsinu á Akureyri
Forstöðuhjúkrunarfræðingur hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri segir starfsfólk vel undirbúið til að taka á móti fólki með kórónuveirusmit. Tvær öndunarvélar eru væntanlegar til sjúkrahússins í viðbót við þrjár sem þar eru fyrir.