Færslur: smitrakningarteymi
Vonar að smitrakning verði ekki að framtíðarstarfi
Vegna aukinna smita í samfélaginu fyrir jól var ákveðið að fjölga í smitrakningarteyminu. Á aðfangadag var þjónustuver Almannavarna á Akureyri sett upp, það fyrsta utan höfuðborgarinnar
07.01.2022 - 15:22
Smitrakningarappið hefur ekki nýst sem skyldi
Smitrakningarappið, sem á að auðvelda smitrakningarteymi Almannavarna störf sín, hefur ekki nýst sem skyldi. Þetta segir Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður teymisins. Uppfærsla er væntanleg.
20.12.2021 - 12:31
Þórólfur: Tillögur munu taka mið af ástandinu
Kórónuveiran er í veldisvexti, álagið á smitrakningateymi Almannavarna hefur aldrei verið jafn mikið og farið er að huga að ráðstöfunum á veirufræðideild Landspítala. Sóttvarnalæknir vinnur að tillögum til heilbrigðisráðherra og segir að þær muni taka mið af ástandinu.
19.12.2021 - 19:12
Harðari reglur um sóttkví barna hér en í nágrannalöndum
Bjarni Már Magnússon, prófessor við Háskólann í Reykjavík, segir að harðari reglur gildi um sóttkví barna hér á landi en í löndunum í kring.
18.11.2021 - 06:22
Unnið að því að fólk geti sjálft skráð sig í sóttkví
Um hundrað kórónuveirusmit greindust í gær, segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Hann segir að um tíma hafi smitrakning ekki verið eins góð og í fyrri bylgjum en núna séu hlutirnir að komast í samt lag. Stefnt sé að því að fólk geti sjálft skráð sig í sóttkví.
17.08.2021 - 08:13
Leggja enn kapp á smitrakningu – Rauði krossinn hjálpar
Smitrakningarteymi almannavarna vinnur að því hörðum höndum að rekja hvert einasta smit á sama hátt og gert hefur verið í fyrri bylgjum. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannvarna. Til að bregðast við auknu álagi leituðu almannavarnir til Rauða krossins og sjálfboðaliðar úr viðbragðshópum þaðan aðstoða nú við smitrakningu.
11.08.2021 - 15:57
Hraðinn í útbreiðslu og fjöldi smita kemur á óvart
Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir það hafa áhrif á útbreiðslu smita að fólk sé í sumarfríi og á faraldsfæti. Síðustu fjóra daga hafa samtals 248 greinst með COVID-19 innanlands og á tíunda þúsund hefur mætt í sýnatöku.
23.07.2021 - 16:17
Segir ástandið tvísýnt og hvetur til varkárni
Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir mesta áherslu nú lagða á að koma útsettum í sóttkví. Í gær greindust 76 smituð af COVID-19, 54 þeirra teljast fullbólusett. Smit eru dreifð um allt land, sem er ólíkt fyrri bylgjum faraldursins.
23.07.2021 - 12:42
Telur fólk hafa áttað sig eftir smittölur síðustu daga
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir smitrakningu ganga ágætlega. Hann segir fólk almennt hafa skilning á að það þurfi að fara í sóttkví.
15.07.2021 - 16:14