Færslur: smitrakning

Nýtt afbrigði Covid-19 meira smitandi
Frá miðjum júní hefur covid smitum farið fjölgandi en yfirlæknir sóttvarna segir alvarleg veikindi ekki áberandi. Afbrigðið sem nú er ríkjandi er meira smitandi en hin fyrri. 
04.07.2022 - 11:56
Smitrakning vegna apabólu í Osló
Smitrakning vegna apabólusmits stendur nú yfir í Osló, höfuðborg Noregs. Staðfest er að erlendur maður sem heimsótti borgina fyrr í maí er smitaður af veirunni.
21.05.2022 - 22:50
Kennarar vilja fá greitt - sveitarfélög segja nei
Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar kröfu Félags grunnskólakennara um að greiða kennurum útkall samkvæmt kjarasamningi fyrir smitrakningu. Félagið er þegar með tvö mál gegn sveitarfélögunum fyrir félagsdómi tengd covid-vinnu. Formaður Félags grunnskólakennara segir útkallsgreiðslur líka enda fyrir dómi, takist ekki að semja. 
Vonar að smitrakning verði ekki að framtíðarstarfi
Vegna aukinna smita í samfélaginu fyrir jól var ákveðið að fjölga í smitrakningarteyminu. Á aðfangadag var þjónustuver Almannavarna á Akureyri sett upp, það fyrsta utan höfuðborgarinnar
Enginn vafi leikur á að omíkron er komið til Grænlands
Enginn vafi leikur á að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hefur skotið sér niður í Grænlandi líkt og víðast hvar um heiminn. Þetta er mat Henriks L. Hansen landlæknis sem óttast að smitum taki nú að fjölga verulega í landinu.
„Við höfum aldrei rakið svona mörg smit“
443 innanlandssmit gærdagsins halda smitrakningateyminu uppteknu fram eftir kvöldi, eðli málsins samkvæmt er þetta lang stærsti rakningadagur þeirra frá upphafi. Steinunn Bergs, hjúkrunarfræðingur í smitrakningateyminu segir að það sé nóg að gera og verulega hafi verið fjölgað í teyminu til að annað því.
23.12.2021 - 15:48
Minnisblað Þórólfs væntanlegt til Willums með morgninum
Minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis er væntanlegt til Willums Þór Þórssonar heilbrigðisráðherra með morgninum. Núverandi sóttvarnareglugerð rennur út á miðvikudaginn kemur.
Sjónvarpsfrétt
Þórólfur: Tillögur munu taka mið af ástandinu
Kórónuveiran er í veldisvexti, álagið á smitrakningateymi Almannavarna hefur aldrei verið jafn mikið og farið er að huga að ráðstöfunum á veirufræðideild Landspítala. Sóttvarnalæknir vinnur að tillögum til heilbrigðisráðherra og segir að þær muni taka mið af ástandinu.
Mikill fjöldi smita í litlum bæ á Grænlandi
Langstærstur hluti nýrra kórónuveirusmita á Grænlandi greindist í Qasigiannguit, bæ í vestanverðu landinu á suðausturströnd Diskó-flóa. Af þeim 87 nýju smitum sem tilkynnt var um í dag eru 53 í bænum. Seinast var greint frá nýjum smittölum í Grænlandi á mánudaginn var.
03.12.2021 - 02:45
Morgunvaktin
Stór hópur starfsfólks Landspítala skimaður eftir smit
Stór rakning stendur yfir vegna smits sem kom upp á Landspítalanum í gær. Hildur Helgadóttir, verkefnisstjóri hjá farsóttanefnd Landspítala, segir að málið verði rætt á rakningarfundi fyrir hádegi þar sem farið verði yfir atburði gærdagsins.
Viðtal
Styttist í að reglur verði hertar segir Þórólfur
Enn eitt kórónuveirusmitametið var slegið í gær en þá greindust 178 með smit og hafa ekki verið fleiri frá upphafi faraldurs á einum degi. Þórólfur Guðnason segir að það styttist í að þurfi að herða sóttvarnareglur ef þetta heldur áfram svona. 
Átta smit sem tengjast FSu
Átta manns, sem tengjast Fjölbrautaskólanum á Suðurlandi, eru smitaðir af kórónuveirunni. Skólinn er lokaður að minnsta kosti fram á mánudag. Fjarkennsla hefst á morgun. Olga Lísa Garðarsdóttir skólastjóri segir að ekki sé vitað hvernig starfsmenn hafi smitast.
Viðtal
Ekki vitað hvernig fimm starfsmenn FSu smituðust
Fimm starfsmenn við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi eru með covid-smit og því verður skólinn lokaður í dag og líklega næstu daga. Sumir starfsmannanna eru kennarar. Þá hefur einnig greinst smit hjá nemanda, segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari.
Síðdegisútvarpið
Rakningarforrit tekið í gagnið í Háskóla Íslands
Nýtt rakningarforrit hefur verið sett upp í Háskóla Íslands sérstaklega ætlað nemendum og starfsfólki skólans.
Gengur ekki að smitrakning sé á höndum skólastjórnenda
Skólastjórnendur telja ómögulegt að það sé í þeirra höndum að rekja smit meðal nemenda og ákveða hverjir fara í sóttkví og hverjir í smitgát. Því fylgi allt of mikið álag.
22.10.2021 - 12:41
Staða í skólum að mörgu leyti erfiðari en áður í COVID
Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur telur stöðuna í skólum að mörgu leyti erfiðari við að eiga nú en á fyrri stigum Covidfaraldursins. Dæmi eru um að skólabörn hafi þurft að fara allt að sjö sinnum í sóttkví.
20.10.2021 - 08:19
COVID-19 smit í Borgarhólsskóla
Smit hefur greinst meðal nemenda í Borghólsskóla, grunnskólans á Húsavík. Nemendur og starfsfólk sem urðu útsett fyrir smiti hafa verið send í sóttkví, samkvæmt fyrirmælum smitrakningarteymis almannavarna.
Smit í Viking Sky - Farþegum gert að bera GPS hálsmen
Tveir ferðamenn um borð í skemmtiferðarskipinu Viking Sky greindust smitaðir af COVID-19 í síðstu viku. Skipið siglir hringferðir um landið og hefur viðkomu í öllum landshlutum. Þetta er annað smitið sem greinist um borð í skipinu við Íslandsstrendur í sumar og hafa forsvarsmenn fyrirtækisins gripið til þess ráðs að láta farþega ganga með GPS hálsfestar til þess að auðvelda smitrakningu. Skipið er nú í Faxaflóahöfn og munu farþegar, sem lokið hafa sóttkví, fara með flugi úr landi í dag.
Smitin dreifð víða um land en smitrakning gengur vel
Þau covid-smit sem hafa verið greind síðustu daga dreifast víða um landið, og hafa verið greind svo sem í hópum á vinnustöðum og í vinahópum. Vel gengur að rekja smit, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Almannavarna.
26.08.2021 - 12:17
Minnst 52 smitaðir eftir dansbúðir á Laugarvatni
Alls hafa fimmtíu og tvö kórónuveirusmit verið rakin til dansbúða á Laugarvatni í síðustu viku. Um það bil 130 unglingar tóku þátt í búðunum, auk tólf kennara, og dvöldu ýmist í Héraðsskólanum á Laugarvatni, á Hostel Laugarvatni eða í húsnæði Ungmennafélags Íslands. Eftir að tveir nemendanna greindust með COVID-19 voru um það bil 120 sendir í sóttkví.
Unnið að því að fólk geti sjálft skráð sig í sóttkví
Um hundrað kórónuveirusmit greindust í gær, segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Hann segir að um tíma hafi smitrakning ekki verið eins góð og í fyrri bylgjum en núna séu hlutirnir að komast í samt lag. Stefnt sé að því að fólk geti sjálft skráð sig í sóttkví.
64 smit í gær og fækkar á gjörgæslu
64 greindust smitaðir af COVID-19 innanlands í gær. Þar af voru 38 utan sóttkvíar eða 59% prósent smitaðra. 31 manns liggja nú inni á sjúkrahúsi með veiruna en það er einum færra en í gær. 6 eru á gjörgæsludeild, en þeir voru 7 í gær.
Öll börn á leikskólanum Álftaborg í sóttkví
Öll börnin á leikskólanum Álftaborg í Safamýri í Reykjavík voru send í sóttkví í gær eftir að smit greindist hjá einum starfsmanni leikskólans. Alls eru 88 pláss á leikskólanum.
14.08.2021 - 08:13
Undirrita trúnaðaryfirlýsingu vegna starfa við rakningu
Allir sem starfa fyrir smitrakningarteymi almannavarna undirrita sérstaka trúnaðaryfirlýsingu, þar sem þagnarskylda er áréttuð, áður en þeir hefja störf. Þetta kemur fram í skriflegu svari Almannavarna við fyrirspurn fréttastofu. Í gær var greint frá því að sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins aðstoðuðu rakningarteymið þessa dagana.
12.08.2021 - 09:55
Segir ástandið tvísýnt og hvetur til varkárni
Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir mesta áherslu nú lagða á að koma útsettum í sóttkví. Í gær greindust 76 smituð af COVID-19, 54 þeirra teljast fullbólusett. Smit eru dreifð um allt land, sem er ólíkt fyrri bylgjum faraldursins.