Færslur: smitrakning

Myndskeið
Íslendingar fari í sóttkví og tvisvar í sýnatöku
Tvö smit hafa greinst í konum sem greindust ekki við landamæraskimun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að Íslendingar og fólk sem býr hér á landi fari í sóttkví í nokkra daga við komuna til landsins og fari svo aftur í sýnatöku nokkrum dögum síðar. Frá og með deginum í dag þarf að greiða fyrir sýnatöku á Keflavíkurflugvelli en farþegar munu ekki þurfa að borga aukalega fyrir seinna sýnið.
Kári staðfestir bandarískan uppruna smitsins
Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar á stökkbreytingu veirunnar í þeim þremur einstaklingum sem smituðust af knattspyrnukonunni sem nýkomin var til landsins frá Bandaríkjunum í síðustu viku staðfestir að smitið kom upphaflega þaðan.
29.06.2020 - 13:10
Tvö sýni greindust jákvæð í gær
Eitt jákvætt sýni var greint við landamæraskimun í gær og eitt á sýka- og veirufræðideild Landspítalans. Virk smit í landinu eru tólf, líkt og í gær.
29.06.2020 - 11:30
Morgunútvarpið
Knattspyrnan bara þversnið af samfélaginu, segir Klara
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ segir að erfitt sé fyrir sambandið að gera áætlanir eftir að smit greindust hjá leikmönnum nokkurra knattspyrnuliða hér á landi. Leikjum hefur þegar verið frestað og meiri breytinga er að vænta.
29.06.2020 - 08:33
Myndskeið
Nýtt smit með sömu tenginguna - samtals fjögur smit
Fjórir með sömu tengingu hafa nú greinst með kórónuveirusmit. Það fjórða greindist í dag. Það tengist Fylki en fyrir eru tveir knattspyrnumenn smitaðir í Breiðabliki og Stjörnunni.Tæplega fjögur hundruð manns eru í sóttkví þeirra á meðal hópar á vinnustöðum, í íþróttum og í unglingavinnunni. Aukamannskapur var kallaður í smitrakningateymið sem vinnur nú fram á nótt. 
28.06.2020 - 18:40
Uppruni hópsmitsins hugsanlega annar en talið var
Uppruni hugsanlegs hópsmits, sem hefur valdið því að hundruð manns eru nú í sóttkví, kann að vera allt annar en talið var. Starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar hefur verið kallað út til að komast að hinu sanna. Á meðan eru gestir úr fimm veislum sem haldnar voru síðustu helgi komnir í sóttkví. 
Margir þurfa í sóttkví í dag vegna Stjörnuleikmanns
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir líklegt að margir þurfi að fara í sóttkví í dag vegna leikmanns Stjörnunnar sem greindist með kórónuveirusmit í morgun. Smitið er talið tengjast leikmanni Breiðabliks sem kom frá Bandaríkjunum 17. júní. Sýni hans á landamærunum var neikvætt en hins vegar fór hann aftur í sýnatöku á miðvikudaginn og það reyndist jákvætt.
27.06.2020 - 12:33
Stærsta hópsýking síðan faraldurinn hófst
Þrjú hundruð eru í sóttkví vegna smits sem rekja má til leikmanns Breiðabliks. Þetta er stærsta verkefni smitrakningarteymisins til þessa. Til greina kemur að skimaðir farþegar frá áhættulöndum, fari líka í sóttkví.