Færslur: smitrakning

Biden lofar að bæta í við bólusetningar
Joe Biden, viðtakandi forseti Bandaríkjanna, hét því í dag að ríkisstjórn hans myndi veita auknu fjármagni til uppbyggingar á sérstökum bólusetningarstöðvum.
Langflest nýgreind smit rakin til nánustu fjölskyldu
Langflestir sem hafa greinst með COVID-19 síðustu daga hafa smitast af fólki í nánustu fjölskyldu. Þetta segir Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna, í samtali við fréttastofu.
11.12.2020 - 11:50
Suður-Kóreumenn bregðast við aukinni útbreiðslu COVID
Gripið verður til hertra sóttvarnaraðgerða í Suður-Kóreu vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu verður bannað að koma saman í höfuðborginni Seoul og nágrannasveitarfélögum.
07.12.2020 - 01:09
Sóttvarnalæknir tvisvar fengið leyfi til að eyða gögnum
Sóttvarnalæknir hefur í tvígang fengið heimild frá Þjóðskjalasafni, eftir að COVID-19 faraldurinn hófst hér á landi, til að eyða opinberum gögnum sem safnað hefur verið um fólk vegna smitrakningar þess.
Myndskeið
Mest smitandi einum til tveimur dögum fyrir veikindi
Smitsjúkdómalæknir segir erfitt að ná utan um faraldurinn þar sem hver einstaklingur smiti að jafnaði einn til fjóra aðra, áður en hann geri sér grein fyrir að hann sé veikur. Þeir sem fái einkenni séu mest smitandi einum til tveimur dögum áður en þeir veikjast.
15.10.2020 - 19:11
Myndskeið
Tvær stórar hópsýkingar í þriðju bylgju faraldursins
Á fimmta hundrað smita eru rakin beint til tveggja hópsýkinga á höfuðborgarsvæðinu. Meira en fimmtán hundruð hafa veikst í þriðju bylgju faraldursins. Flestir smitast af sínum nánustu og lítið er um tilviljanakennd smit. Þetta segir yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna.
14.10.2020 - 19:07
 · COVID-19 · smitrakning
Mótvægisviðbrögð metin með vísindarannsókn
Álitið er að meta megi framvindu kórónuveirufaraldursins með tilliti til þeirra samfélagslegu aðgerða sem gripið hefur verið til. Ríkisstjórnin ákvað á fundi í gærmorgun að veita fimm milljónum af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til slíkrar rannsóknar.
Staðfest kórónuveirusmit í Fellaskóla
Alls eru nú 60 til 70 nemendur og sjö til átta starfsmenn Fellaskóla í Reykjavík í sóttkví. Staðfest er að kórónuveirusmit kom upp í tveimur árgöngum skólans í vikubyrjun.
09.10.2020 - 17:41
Á sjötta tug smita rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs
Á sjötta tug COVID-19 smita hafa nú verið rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs. Þetta er eina stóra hópsmitið sem nú er verið að rekja og allir sem hafa stundað hnefaleikastöð félagsins hafa verið boðaðir í skimun.
06.10.2020 - 16:51
Smitrakning gengur betur á ný
Smitrakning gengur nú betur en undanfarið, að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Víðir sagði í gær að tregða væri komin í rakninguna. Landlæknir segir álagið á Landspítala mikið, en verið sé að útskrifa sjúklinga til nágrannasveitarfélaganna til að létta álagið.
05.10.2020 - 19:48
Einn starfsmaður CCP smitaður, var á Irishman pub
Einn starfsmaður CCP á Íslandi greindist með virkt COVID-19 smit í gær og hafa átta aðrir starfsmenn verið skimaðir og sendir í sóttkví. Sigurður Stefánsson, fjármálastjóri CCP, staðfestir þetta við fréttastofu. Fyrir liggur að viðkomandi starfsmaður fór á Irishman pub síðstliðinn föstudag.
18.09.2020 - 10:54
Tólf í sóttkví á Ísafirði
Tólf hafa verið sett í sóttkví í kjölfar þess að tvö kórónuveirusmit greindust á Ísafirði í dag.
Öll leikskólabörn og starfsmenn á Huldubergi í sóttkví
Öll börn og allir starfsmenn leikskólans Huldubergs í Mosfellsbæ eiga að fara í 14 daga sóttkví til og með 3. september. Eitt staðfest COVID-19 smit greindist í leikskólanum. Ákveðið var að loka leikskólanum og var það gert í samstarfi við rakningarteymi Almannavarna.
23.08.2020 - 13:52
Myndskeið
Breytingar á hömlum á næsta leiti
Landamæraaðgerðir verða endurskoðaðar eftir eina til tvær vikur, segir sóttvarnalæknir. Þeim þurfi þó að halda áfram. Hann telur að fljótlega verði hægt að slaka á hömlum innanlands. 
Myndskeið
Ekki hefur tekist að rekja yfir 36 smit
Ekki hefur tekist að rekja uppruna að minnsta kosti 36 smita í stórri kórónuveiruhópsýkingu sem kom upp um miðjan júlí. Smit eru í öllum landsfjórðungum en yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna telur líklegt að veiran hafi dreifst um landið með fólki á ferðalagi í sumar.
14.08.2020 - 19:00
Danir óttast að faraldurinn gæti farið úr böndum
Ef útbreiðsla kórónuveirusmita í Danmörku heldur áfram að þróast með líkum hætti og undanfarna daga gæti verið hætta á að faraldurinn fari úr böndunum.
04.08.2020 - 04:25
Fjögur í einangrun á Akureyri
Fjögur eru í einangrun á Norðurlandi af þeim 72 sem skráðir eru í einangrun samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Apple og Google leyfðu ekki bluetooth-virkni í appið
Stórfyrirtækin Google og Apple tóku fyrir það að bluetooth-virkni væri sett í íslenska rakningarappið og eru sjálf að þróa nýja tækni fyrir alla síma. Þetta sagði Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag.
02.08.2020 - 17:44
Myndskeið
Aðeins einn þeirra sem greindust í gær var í sóttkví
Aðeins einn af þeim sjö sem greindust smitaðir af COVID-19 innanlands í gær var í sóttkví, samkvæmt heimildum frá almannavörnum. Eins og fram kom fyrr í dag er enn beðið eftir niðurstöðum úr einu sýni úr landamæraskimun. 58 eru nú í einangrun og 454 í sóttkví.
01.08.2020 - 16:21
Greindust smituð eftir að hafa verið neitað um sýnatöku
„Ég ætlaði í langt ferðalag um landið með félaga mínum. Ef ég hefði fylgt leiðbeiningum hjúkrunarfræðings væri ég sennilega núna á Borgarfirði eystra,“ segir Gilad Peleg í samtali við fréttastofu. 
01.08.2020 - 14:21
Ný staða komin upp, segir Þórólfur
Upp er komin ný staða í kórónuveirufaraldrinum hér á landi eftir að níu einstaklingar, sem ekki höfðu verið í sóttkví, greindust með smit í gær. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir að ekki liggi fyrir hvort tengsl séu á milli þeirr sem greindust í gær.
31.07.2020 - 13:08
Úr 100 í 20 í 50 í 200 í 500 og svo aftur í 100
Samkomutakmarkanirnar sem tilkynnt var um á fundi ríkisstjórnarinnar, Almannavarna og Embættis landlæknis í morgun eru þær mestu hér á landi vegna COVID-19 faraldursins síðan takmarkanir voru rýmkaðar úr 50 manns í 200 þann 25. maí. Þetta er í sjötta sinn síðan 16. mars sem takmarkanir eru settar á þann fjölda fólks sem má koma saman.
Færri mega koma í heimsókn á hjúkrunarheimili
Fjöldi gesta til íbúa á hjúkrunarheimilum hefur verið takmarkaður og þeir eru beðnir um að dvelja ekki í sameiginlegum rýmum heimilanna eftir að landlæknir hvatti hjúkrunarheimili í gær um að endurskoða heimsóknarreglur sínar í kjölfar fjölgunar COVID-19 smita Breytingarnar taka gildi frá og með deginum í dag og og verða endurskoðaðar, þyki þörf á því.
29.07.2020 - 12:45
Staðan tekin þegar niðurstaða greininga liggur fyrir
Samráðshópur Almannavarna, fulltrúa heilbrigðisráðherra, sóttvarnalæknis og landlæknis kemur saman til fundar í dag þegar niðurstöður smitrakningar og raðgreiningar sýna, sem tekin voru í kjölfar innanlandssmita, liggja fyrir. Þetta segir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri Almannavarna.
29.07.2020 - 08:00
Sex ný kórónuveirutilfelli í Færeyjum
Í gær bættust sex ný kórónuveirutilfelli við í Færeyjum. Um er að ræða skipverja á flutningaskipi sem liggur við bryggju í Klaksvík.
29.07.2020 - 01:43