Færslur: smitrakning

Einn starfsmaður CCP smitaður, var á Irishman pub
Einn starfsmaður CCP á Íslandi greindist með virkt COVID-19 smit í gær og hafa átta aðrir starfsmenn verið skimaðir og sendir í sóttkví. Sigurður Stefánsson, fjármálastjóri CCP, staðfestir þetta við fréttastofu. Fyrir liggur að viðkomandi starfsmaður fór á Irishman pub síðstliðinn föstudag.
18.09.2020 - 10:54
Tólf í sóttkví á Ísafirði
Tólf hafa verið sett í sóttkví í kjölfar þess að tvö kórónuveirusmit greindust á Ísafirði í dag.
Öll leikskólabörn og starfsmenn á Huldubergi í sóttkví
Öll börn og allir starfsmenn leikskólans Huldubergs í Mosfellsbæ eiga að fara í 14 daga sóttkví til og með 3. september. Eitt staðfest COVID-19 smit greindist í leikskólanum. Ákveðið var að loka leikskólanum og var það gert í samstarfi við rakningarteymi Almannavarna.
23.08.2020 - 13:52
Myndskeið
Breytingar á hömlum á næsta leiti
Landamæraaðgerðir verða endurskoðaðar eftir eina til tvær vikur, segir sóttvarnalæknir. Þeim þurfi þó að halda áfram. Hann telur að fljótlega verði hægt að slaka á hömlum innanlands. 
Myndskeið
Ekki hefur tekist að rekja yfir 36 smit
Ekki hefur tekist að rekja uppruna að minnsta kosti 36 smita í stórri kórónuveiruhópsýkingu sem kom upp um miðjan júlí. Smit eru í öllum landsfjórðungum en yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna telur líklegt að veiran hafi dreifst um landið með fólki á ferðalagi í sumar.
14.08.2020 - 19:00
Danir óttast að faraldurinn gæti farið úr böndum
Ef útbreiðsla kórónuveirusmita í Danmörku heldur áfram að þróast með líkum hætti og undanfarna daga gæti verið hætta á að faraldurinn fari úr böndunum.
04.08.2020 - 04:25
Fjögur í einangrun á Akureyri
Fjögur eru í einangrun á Norðurlandi af þeim 72 sem skráðir eru í einangrun samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Apple og Google leyfðu ekki bluetooth-virkni í appið
Stórfyrirtækin Google og Apple tóku fyrir það að bluetooth-virkni væri sett í íslenska rakningarappið og eru sjálf að þróa nýja tækni fyrir alla síma. Þetta sagði Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag.
02.08.2020 - 17:44
Myndskeið
Aðeins einn þeirra sem greindust í gær var í sóttkví
Aðeins einn af þeim sjö sem greindust smitaðir af COVID-19 innanlands í gær var í sóttkví, samkvæmt heimildum frá almannavörnum. Eins og fram kom fyrr í dag er enn beðið eftir niðurstöðum úr einu sýni úr landamæraskimun. 58 eru nú í einangrun og 454 í sóttkví.
01.08.2020 - 16:21
Greindust smituð eftir að hafa verið neitað um sýnatöku
„Ég ætlaði í langt ferðalag um landið með félaga mínum. Ef ég hefði fylgt leiðbeiningum hjúkrunarfræðings væri ég sennilega núna á Borgarfirði eystra,“ segir Gilad Peleg í samtali við fréttastofu. 
01.08.2020 - 14:21
Ný staða komin upp, segir Þórólfur
Upp er komin ný staða í kórónuveirufaraldrinum hér á landi eftir að níu einstaklingar, sem ekki höfðu verið í sóttkví, greindust með smit í gær. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir að ekki liggi fyrir hvort tengsl séu á milli þeirr sem greindust í gær.
31.07.2020 - 13:08
Úr 100 í 20 í 50 í 200 í 500 og svo aftur í 100
Samkomutakmarkanirnar sem tilkynnt var um á fundi ríkisstjórnarinnar, Almannavarna og Embættis landlæknis í morgun eru þær mestu hér á landi vegna COVID-19 faraldursins síðan takmarkanir voru rýmkaðar úr 50 manns í 200 þann 25. maí. Þetta er í sjötta sinn síðan 16. mars sem takmarkanir eru settar á þann fjölda fólks sem má koma saman.
Færri mega koma í heimsókn á hjúkrunarheimili
Fjöldi gesta til íbúa á hjúkrunarheimilum hefur verið takmarkaður og þeir eru beðnir um að dvelja ekki í sameiginlegum rýmum heimilanna eftir að landlæknir hvatti hjúkrunarheimili í gær um að endurskoða heimsóknarreglur sínar í kjölfar fjölgunar COVID-19 smita Breytingarnar taka gildi frá og með deginum í dag og og verða endurskoðaðar, þyki þörf á því.
29.07.2020 - 12:45
Staðan tekin þegar niðurstaða greininga liggur fyrir
Samráðshópur Almannavarna, fulltrúa heilbrigðisráðherra, sóttvarnalæknis og landlæknis kemur saman til fundar í dag þegar niðurstöður smitrakningar og raðgreiningar sýna, sem tekin voru í kjölfar innanlandssmita, liggja fyrir. Þetta segir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri Almannavarna.
29.07.2020 - 08:00
Sex ný kórónuveirutilfelli í Færeyjum
Í gær bættust sex ný kórónuveirutilfelli við í Færeyjum. Um er að ræða skipverja á flutningaskipi sem liggur við bryggju í Klaksvík.
29.07.2020 - 01:43
Kanna hvort fleiri en 7 séu smitaðir á Akranesi
Sjö starfsmenn á sama vinnustað á Akranesi eru smitaðir af Covid-19. Sævar Freyr Þráinsson, bæjar­stjóri Akra­ness, hvetur fólk til að fara varlega og virða sóttvarnarlög svo ekki verði frekri bylgja hér á landi. Verið er að athuga hvort fleiri en 7 eru smitaðir á Akranesi.   
28.07.2020 - 10:38
Ekki tímabært að herða aðgerðir
Ekki er tímabært að herða aðgerðir vegna hópsmitsins sem kom upp núna um helgina. Þetta segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur í sóttvörnum hjá Embætti landlæknis. Hún segir að það geti þó breyst verði verulegt samfélagssmit.
27.07.2020 - 18:44
Leitað að uppruna þriggja aðskilinna innanlandssmita
Tuttugu og einn er með staðfest kórónuveirusmit hér á landi og hátt í tvö hundruð í sóttkví. Ekki er útilokað að gripið verði til hertari aðgerða til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Rakningateymi Almannavarna reynir nú að finna uppruna þriggja aðskilinna smita sem öll virðast eiga sama uppruna.
21 staðfest smit hér á landi
Tuttugu og einn eru í einangrun hér á landi með virkt COVID-19 smit. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis. Smitin hafa greinst frá 8. júlí síðastliðnum. 173 eru í sóttkví.
27.07.2020 - 10:43
Þrjú innanlandssmit greindust í gær - tugir í sóttkví
Þrjú smit af COVID-19 greindust innanlands í gær og tvö við landamærin. Eitt innanlandssmitanna uppgötvaðist á íþróttamótinu ReyCup, hann er nú í einangrun og 16 manns, sem voru í nánu samneyti við viðkomandi, eru nú í 14 daga sóttkví. Við greiningu Íslenskrar erfðagreiningar kom í ljós ný tegund veiru sem ekki hefur greinst hér áður.
26.07.2020 - 11:07
Myndskeið
Íslendingar fari í sóttkví og tvisvar í sýnatöku
Tvö smit hafa greinst í konum sem greindust ekki við landamæraskimun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að Íslendingar og fólk sem býr hér á landi fari í sóttkví í nokkra daga við komuna til landsins og fari svo aftur í sýnatöku nokkrum dögum síðar. Frá og með deginum í dag þarf að greiða fyrir sýnatöku á Keflavíkurflugvelli en farþegar munu ekki þurfa að borga aukalega fyrir seinna sýnið.
Kári staðfestir bandarískan uppruna smitsins
Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar á stökkbreytingu veirunnar í þeim þremur einstaklingum sem smituðust af knattspyrnukonunni sem nýkomin var til landsins frá Bandaríkjunum í síðustu viku staðfestir að smitið kom upphaflega þaðan.
29.06.2020 - 13:10
Tvö sýni greindust jákvæð í gær
Eitt jákvætt sýni var greint við landamæraskimun í gær og eitt á sýka- og veirufræðideild Landspítalans. Virk smit í landinu eru tólf, líkt og í gær.
29.06.2020 - 11:30
Morgunútvarpið
Knattspyrnan bara þversnið af samfélaginu, segir Klara
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ segir að erfitt sé fyrir sambandið að gera áætlanir eftir að smit greindust hjá leikmönnum nokkurra knattspyrnuliða hér á landi. Leikjum hefur þegar verið frestað og meiri breytinga er að vænta.
29.06.2020 - 08:33
Myndskeið
Nýtt smit með sömu tenginguna - samtals fjögur smit
Fjórir með sömu tengingu hafa nú greinst með kórónuveirusmit. Það fjórða greindist í dag. Það tengist Fylki en fyrir eru tveir knattspyrnumenn smitaðir í Breiðabliki og Stjörnunni.Tæplega fjögur hundruð manns eru í sóttkví þeirra á meðal hópar á vinnustöðum, í íþróttum og í unglingavinnunni. Aukamannskapur var kallaður í smitrakningateymið sem vinnur nú fram á nótt. 
28.06.2020 - 18:40