Færslur: Smit

17 ný smit innanlands
17 ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og þrjú virk smit greindust úr landamæraskimun. 119 bættust í fjölda þeirra sem eru í sóttkví. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá almannavörnum liggur enginn á spítala vegna COVID-19. Enn er óljóst hversu margir þeirra smituðu voru í sóttkví.
07.08.2020 - 11:07
Smit í Eyjum eftir verslunarmannahelgi – 48 í sóttkví
Alls hafa nú 48 íbúar í Vestmannaeyjum verið sendir í sóttkví eftir að fólk sem var þar gestkomandi um síðustu helgi greindist smitað af COVID-19. Smitrakningarteymi almannavarna rekur nú ferðir þeirra smituðu og búist er við að fólki í sóttkví fjölgi eftir því sem líður á daginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni í Vestmannaeyjum.
07.08.2020 - 10:46
Mjög líklegt að Ísland lendi á rauða listanum
Mismunandi er eftir löndum hvenær og á hvaða forsendum þau setja önnur lönd á svokallaða „rauða lista“. Þetta sagði Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi Almannavarna í dag. „Það getur vel verið að Ísland lendi í svona flokki. Það er meira að segja mjög líklegt,“ sagði hann á fundinum. Á þessum listum eru lönd þar sem smit eru útbreiddari og ferðamenn, sem frá þeim koma, þurfa að sæta strangari reglum en aðrir.
05.08.2020 - 14:44
Staðfest smit í öllum landshlutum
Smit hafa nú aftur greinst í öllum landshlutum hér á landi. 67 eru í einangrun á höfuðborgarsvæðinu, fjórir á Suðurnesjum, níu á Vesturlandi og einn í hverjum hinna landshlutanna. RÚV greindi frá því á sunnudaginn síðasta að smit hefðu greinst í öllum landshlutum nema á Austurlandi. Nú er þar einn í einangrun.
05.08.2020 - 13:27
Níu ný smit innanlands
Níu ný smit greindust innanlands í gær, öll á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, en þar voru skimaðir 436. Enn er óvíst hversu margir þeirra smituðu voru í sóttkví.
Átta í einangrun í Færeyjum
Nú eru þrjátíu og þrjú virk kórónuveirusmit í Færeyjum að sögn þarlendra heilbrigðisyfirvalda.
02.08.2020 - 23:20
Fjögur í einangrun á Akureyri
Fjögur eru í einangrun á Norðurlandi af þeim 72 sem skráðir eru í einangrun samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Myndskeið
Smit í öllum landshlutum nema á Austurlandi
Smit hafa greinst í öllum landshlutum nema á Austurlandi, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þrettán greindust smitaðir af COVID-19 í gær, tveir þeirra á Norðurlandi og hinir á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins einn þeirra var í sóttkví. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna í dag.
02.08.2020 - 14:34
13 ný smit innanlands
13 ný smit greindust innanlands síðasta sólarhringinn og enn er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu vegna eins smits sem greindist í landamæraskimun. 72 eru nú í einangrun og 569 í sóttkví. Enn er óvíst hversu margir þeirra smituðu voru í sóttkví.
02.08.2020 - 11:09
Sjö ný smit greindust í gær
Sjö ný smit greindust í gær, að sögn Más Kristjánssonar, yfirlæknis á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Smitin greindust öll innanlands og eitt sýni úr landamæraskimun er í bið, samkvæmt upplýsingum frá almannavörum. Enn hafa ekki fengist upplýsingar um það hvort þeir smituðu hafi verið í sóttkví.
01.08.2020 - 10:03
Neytendum stafar ekki hætta af smiti í matvælafyrirtæki
Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og forstöðumaður neytendaverndar Matvælastofnunar eru sammála um að neytendum stafi engin hætta af smiti sem greindist í gær hjá starfsmanni fyrirtækis sem flytur inn og dreifir matvælum.   
Ný staða komin upp, segir Þórólfur
Upp er komin ný staða í kórónuveirufaraldrinum hér á landi eftir að níu einstaklingar, sem ekki höfðu verið í sóttkví, greindust með smit í gær. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir að ekki liggi fyrir hvort tengsl séu á milli þeirr sem greindust í gær.
31.07.2020 - 13:08
Úr 100 í 20 í 50 í 200 í 500 og svo aftur í 100
Samkomutakmarkanirnar sem tilkynnt var um á fundi ríkisstjórnarinnar, Almannavarna og Embættis landlæknis í morgun eru þær mestu hér á landi vegna COVID-19 faraldursins síðan takmarkanir voru rýmkaðar úr 50 manns í 200 þann 25. maí. Þetta er í sjötta sinn síðan 16. mars sem takmarkanir eru settar á þann fjölda fólks sem má koma saman.
Myndskeið
„Þannig staða að það verður að bregðast hratt við“
„Þessar tillögur eru algjörlega eins og búast má við miðað við þá stöðu sem er uppi ,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar, Almannavarna og Embættis landlæknis í morgun þar sem hertar takmarkanir vegna COVID-19 faraldursins voru kynntar.
Tíu ný innanlandssmit - 39 í einangrun
Tíu greindust með virkt COVID-19 smit í gær, allt voru það innanlandssmit og virk smit í landinu eru nú 39. Tveir bíða niðurstaðna úr mótefnamælingum.
30.07.2020 - 11:43
Innlent · COVID-19 · Smit
Búist við að ríkisstjórnin ræði hertar aðgerðir
Ríkisstjórnin kemur saman til fundar klukkan 9 á eftir. Búist er við að þar verði ræddar tillögur sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir vegna faraldurs kórónuveirunnar. Alma Möller landlæknir sagði í samtali við Fréttastofu RÚV gær að hún teldi að herða ætti fjöldatakmarkanir.
Færri mega koma í heimsókn á hjúkrunarheimili
Fjöldi gesta til íbúa á hjúkrunarheimilum hefur verið takmarkaður og þeir eru beðnir um að dvelja ekki í sameiginlegum rýmum heimilanna eftir að landlæknir hvatti hjúkrunarheimili í gær um að endurskoða heimsóknarreglur sínar í kjölfar fjölgunar COVID-19 smita Breytingarnar taka gildi frá og með deginum í dag og og verða endurskoðaðar, þyki þörf á því.
29.07.2020 - 12:45
Fjögur innlend smit til viðbótar - 28 virk smit
Fjögur COVID-19 smit greindust innanlands í gær og því til viðbótar er beðið eftir mótefnamælingu úr fimmta sýninu. Einn þeirra sem greindist var í sóttkví. Nú eru 28 virk smit á landinu, 201 er í sóttkví og hefur þeim fjölgað um 28 síðan í gær.
29.07.2020 - 10:47
Staðan tekin þegar niðurstaða greininga liggur fyrir
Samráðshópur Almannavarna, fulltrúa heilbrigðisráðherra, sóttvarnalæknis og landlæknis kemur saman til fundar í dag þegar niðurstöður smitrakningar og raðgreiningar sýna, sem tekin voru í kjölfar innanlandssmita, liggja fyrir. Þetta segir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri Almannavarna.
29.07.2020 - 08:00
Sex ný kórónuveirutilfelli í Færeyjum
Í gær bættust sex ný kórónuveirutilfelli við í Færeyjum. Um er að ræða skipverja á flutningaskipi sem liggur við bryggju í Klaksvík.
29.07.2020 - 01:43
Eitt innanlandssmit í viðbót greindist í dag
Eitt innanlandssmit kórónuveirunnar greindist síðdegis í dag, það er rakið til manns, sem kom hingað til lands 15. júlí og fékk neikvætt sýni í landamæraskimun. Þegar höfðu sex smit verið rakin til mannsins og nú eru þau orðin sjö.Nú eru 22  með staðfest smit veirunnar hér á landi.
27.07.2020 - 21:43
Innlent · COVID-19 · Smit · Skimun
Ekki tímabært að herða aðgerðir
Ekki er tímabært að herða aðgerðir vegna hópsmitsins sem kom upp núna um helgina. Þetta segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur í sóttvörnum hjá Embætti landlæknis. Hún segir að það geti þó breyst verði verulegt samfélagssmit.
27.07.2020 - 18:44
Myndskeið
Gætum þurft að grípa til harðari aðgerða
Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur í sóttvörnum hjá Embætti landlæknis , segir alltaf áhyggjuefni þegar upp komi hópsmit. Það bendi til þess að smitandi einstaklingur sé í samfélaginu. Verið sé að skoða hverjir þurfi að fara í sóttkví út frá þeim sem greinst hafa undanfarna daga. Haldi innanlandssmitum áfram að fjölga gæti þurft að grípa til harðari aðgerða.
26.07.2020 - 19:28
Þrjú innanlandssmit greindust í gær - tugir í sóttkví
Þrjú smit af COVID-19 greindust innanlands í gær og tvö við landamærin. Eitt innanlandssmitanna uppgötvaðist á íþróttamótinu ReyCup, hann er nú í einangrun og 16 manns, sem voru í nánu samneyti við viðkomandi, eru nú í 14 daga sóttkví. Við greiningu Íslenskrar erfðagreiningar kom í ljós ný tegund veiru sem ekki hefur greinst hér áður.
26.07.2020 - 11:07
COVID-smit greindist á Rey-Cup
COVID-19 smit greindist á Rey-Cup í dag. Nokkrir þurftu að fara í sóttkví í kjölfarið. Gunnhildur Ásmundsdóttir, upplýsingafulltrúi mótsins, segir að um hafi verið að ræða fullorðinn einstakling sem hafi haldið sig á afmörkuðu svæði. Á þriðja tug manna sem voru með honum á því svæði hafa verið settir í sóttkví..
25.07.2020 - 21:19
Innlent · Íþróttir · Covid 19 · Smit · rey-cup