Færslur: Smit

110 smit í gær - 24 á sjúkrahúsi
110 greindust með kórónuveirunar hérlendis í gær. Þar af voru 101 sem greindust innanlands og 9 á landamærunum. Um helgar eru iðulega tekin færri sýni, en þau voru 2.057 í gær. Hlutfall jákvæðra sýna var um fimm prósent. Nú eru 24 inniliggjandi á sjúkrahúsi, 5 á gjörgæslu og þrír í öndunarvél.
115 smit innanlands og nýgengi lækkar
115 greindust innanlands með kórónuveirusmit í gær og greindust 3 til viðbótar á landamærunum Nýgengi smita fer lækkandi og er nú nýgengi smita 501 á hverja hundrað þúsund íbúa.
30.11.2021 - 11:07
192 smit í gær og 179 innanlands - fjölgar á spítala
Í gær greindust alls 192 með COVID-19 hérlendis. 179 þeirra greindust innanlands en 13 á landamærunum. Þá voru 88 bólusettir og 88 óbólusettir af þeim sem greindust innanlands, en þrír bólusettir að hluta. 3545 einstaklingar mættu í sýnatökur í gær og voru því um fimm prósent þeirra sem reyndust vera smitaðir. Þá fjölgar um fimm sem liggja inni á sjúkrahúsi vegna veirunnar.
19.11.2021 - 11:00
Nýgengi smita aldrei verið hærra
Nýgengi covid smita hefur aldrei verið hærra, en nú eru rétt tæplega sautján hundruð með covid á landinu öllu, þar af 466 börn. Þá hafa aldrei jafn margir verið í einangrun og sóttkví samtímis.
15.11.2021 - 12:12
Töluverðar raskanir á skólastarfi vegna smita
Framkvæmdastjóri almannavarna höfuðborgarsvæðisins segir töluverðar raskanir vera á skólastarfi vegna fjölda smita. Heilu árgangarnir og bekkirnir séu í sóttkví og hann segir mikilvægt að fólk fari varlega því smit séu út um allt.
15.11.2021 - 09:00
Fjórföld bílaröð í sýnatökur á Selfossi
Löng bílaröð myndaðist þegar fólk var á leið í Covid sýnatökur á Selfossi í morgun, er fram kemur í frétt Sunnlenska. Ákveðið var að hafa opið fyrir sýnatökur í dag í kjallara verslunarmiðstöðvarinnar Kjarnans, vegna mikils fjölda smita sem greinst hafa á suðurlandi síðustu daga. Lögreglan stýrði röðinni sem taldi nokkur hundruð bíla . Röðin var fjórföld og 800 metra löng þegar mest var.
44 ný smit
44 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, þau voru 31 í fyrradag og 25 daginn þar áður. Af þeim sem greindust í gær voru 27 fullbólubólusettir og átján voru ekki í sóttkví.
06.10.2021 - 11:04
250 í sóttkví á Austurlandi en engin ný smit
Alls eru um 250 manns í sóttkví á Austurlandi flestir í tengslum við smit í Grunnskóla Reyðarfjarðar og leikskólanum Lyngholti. Skólahald á Reyðarfirði hefur legið niðri síðan í síðustu viku og skólarnir verða ekki opnaðir fyrr en á fimmtudag.
21.09.2021 - 07:41
Covid-smit í nokkrum skólum á fyrstu dögum haustannar
Minnst ellefu COVID-19 smit hafa greinst tengt skóla- eða frístundastarfi á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikuna. Töluvert færri fara nú í sóttkví tengt hverju smiti í skólastarfi en var í fyrri bylgjum faraldursins.
Fjögur smit tengd leikskólanum á Seyðisfirði
Fjögur COVID-19 smit hafa nú greinst á Seyðisfirði í tengslum við leikskóla bæjarins, en greint var frá smiti á leikskólanum í fyrradag. Töluverður fjöldi er í sóttkví í tengslum við þessi smit og er heildarfjöldi í sóttkví á Austurlandi kominn í 58 manns. Sjö manns eru nú í einangrun á svæðinu.
Hægt að skylda starfsfólk til að vera bólusett
Vinnustaðir eins og skólar geta farið fram á að starfsfólk sé bólusett, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir að þegar smit koma upp í skólum sé ekki hægt að beita öðrum aðferðum en að sóttkví. 
64 smit í gær og fækkar á gjörgæslu
64 greindust smitaðir af COVID-19 innanlands í gær. Þar af voru 38 utan sóttkvíar eða 59% prósent smitaðra. 31 manns liggja nú inni á sjúkrahúsi með veiruna en það er einum færra en í gær. 6 eru á gjörgæsludeild, en þeir voru 7 í gær.
Fjörutíu í sóttkví á leikskólanum Holti
Starfsmaður á leikskólanum Holti í Breiðholti greindist smitaður af COVID-19 í gær. Í kjölfarið þurftu þrjátíu börn og tíu starfsmenn að fara í sóttkví. Hópurinn fer í sýnatöku á föstudag.
14.08.2021 - 13:53
Smit á Sóltúni – Greind sýni á Eirborgum öll neikvæð
Niðurstaða liggur fyrir úr skimun langflestra íbúa í Eirborgum, öryggisíbúðum í eigu hjúkrunarheimilisins Eirar. Alls voru 113 íbúar skimaðir eftir að sex kórónuveirusmit greindust í nokkrum húsum Eirborga og komin er niðurstaða úr um það bil hundrað sýnum sem öll hafa reynst neikvæð. Þetta segir Þórdís Hulda Tómasdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar.
12.08.2021 - 11:01
Sjónvarpsfrétt
Aldrei fleiri smit og framhaldið óskrifað blað
Metfjöldi smita greindist innanlands í gær og landlæknir segir delta-afbrigðið breyta leikreglum faraldursins. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að næstu dagar skeri úr um framhaldið.
27.07.2021 - 19:58
Engin ný smit
Enginn greindist með COVID-19 hér á landi í gær, hvorki innanlands né á landamærunum. Þetta er fjórða daginn í röð sem engin smit greinast innanlands.
24.05.2021 - 11:08
10 smit innanlands í gær – eitt utan sóttkvíar
Tíu greindust með COVID-19 innanlands í gær og einn þeirra sem greindust var ekki í sóttkví. Tvö smit greindust á landamærunum, annað þeirra er virkt smit en enn er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu á hinu. Þeim fjölgar sem liggja á sjúkrahúsi með COVID-19, í gær voru þeir þrír en nú fjórir.
23.04.2021 - 10:57
Pólverjar líklegri til að greinast smitaðir við komu
Hæst hlutfall smita á landamærum greinist meðal fólks með pólskt ríkisfang. Næsthæsta hlutfallið er hjá Íslendingum.
Bargestir 9. apríl boðaðir í skimun
Föstudaginn 9. apríl var COVID-sýktur einstaklingur á Íslenska barnum á Ingólfsstræti í Reykjavík. Þeir sem voru á barnum þann dag kunna að hafa verið útsettir fyrir COVID-19 og því hvattir til að fara í skimun. Þeir þurfa ekki að fara í sóttkví en eru beðnir að halda sig til hlés þar til niðurstaða berst. Frá þessu greinir barinn á Facebook og Vísir.is vakti athygli á færslunni í kvöld. 
18.04.2021 - 18:36
Smit síðustu daga rakin til sóttkvíarbrots á landamærum
Þau smit sem greinst hafa síðustu daga eru rakin til einstaklings sem virti ekki reglur um sóttkví eftir komuna til landsins í kringum mánaðamótin. Þetta segir Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna og landlæknisembættisins. 13 smit greindust innanlands í gær, fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví en höfðu verið það mjög stutt.
18.04.2021 - 17:44
22 börn og starfsfólk í leikskólanum Jörfa í sóttkví
Starfsmaður í leikskólanum Jörfa í Reykjavík greindist með COVID-19 í gær og öll börn og starfsmenn á deildinni Hlíð, og allir stjórnendur leikskólans, eru í sóttkví. Alls eru 22 fimm ára börn á deildinni og Bergljót Jóhannsdóttir leikskólastjóri segir að samkvæmt tilmælum rakningarteymisins eigi fjölskyldur barnanna og starfsfólksins líka að sæta sóttkví. 
17.04.2021 - 10:41
Tvö smit greindust utan sóttkvíar í gær
Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, bæði utan sóttkvíar. Eitt smit greindist á landamærunum. Óljóst er hvort smitin sem greindust utan sóttkvíar tengjast. Rakning stendur yfir og því gæti það skýrst þegar líður á daginn. Þá á raðgreining eftir að leiða í ljós af hvaða afbrigði smitin voru.
11.04.2021 - 10:51
Þrjú ný smit – eitt utan sóttkvíar
Þrír greindust með COVID-19 innanlands í gær og einn þeirra var ekki í sóttkví. Eitt smit greindist á landamærunum.
05.04.2021 - 10:42
Innlent · COVID-19 · Smit · Sýnataka · Skimun
Smit fannst fyrir tilviljun - var að ná í vottorð
Tveir greindust með kórónuveirusmit utan sóttkvíar í gær og fjórir sem voru í sóttkví. 124 eru nú með COVID-19 hérlendis. Tilviljun réði því að annað smitið utan sóttkvíar kom í ljós.
Sex smit innanlands í gær – fimm í sóttkví
Sex kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og allir nema einn þeirra sem greindust voru í sóttkví. Þrír greindust með COVID-19 á landamærunum.
01.04.2021 - 10:50