Færslur: Smit

Sjónvarpsfrétt
Aldrei fleiri smit og framhaldið óskrifað blað
Metfjöldi smita greindist innanlands í gær og landlæknir segir delta-afbrigðið breyta leikreglum faraldursins. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að næstu dagar skeri úr um framhaldið.
27.07.2021 - 19:58
Engin ný smit
Enginn greindist með COVID-19 hér á landi í gær, hvorki innanlands né á landamærunum. Þetta er fjórða daginn í röð sem engin smit greinast innanlands.
24.05.2021 - 11:08
10 smit innanlands í gær – eitt utan sóttkvíar
Tíu greindust með COVID-19 innanlands í gær og einn þeirra sem greindust var ekki í sóttkví. Tvö smit greindust á landamærunum, annað þeirra er virkt smit en enn er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu á hinu. Þeim fjölgar sem liggja á sjúkrahúsi með COVID-19, í gær voru þeir þrír en nú fjórir.
23.04.2021 - 10:57
Pólverjar líklegri til að greinast smitaðir við komu
Hæst hlutfall smita á landamærum greinist meðal fólks með pólskt ríkisfang. Næsthæsta hlutfallið er hjá Íslendingum.
Bargestir 9. apríl boðaðir í skimun
Föstudaginn 9. apríl var COVID-sýktur einstaklingur á Íslenska barnum á Ingólfsstræti í Reykjavík. Þeir sem voru á barnum þann dag kunna að hafa verið útsettir fyrir COVID-19 og því hvattir til að fara í skimun. Þeir þurfa ekki að fara í sóttkví en eru beðnir að halda sig til hlés þar til niðurstaða berst. Frá þessu greinir barinn á Facebook og Vísir.is vakti athygli á færslunni í kvöld. 
18.04.2021 - 18:36
Smit síðustu daga rakin til sóttkvíarbrots á landamærum
Þau smit sem greinst hafa síðustu daga eru rakin til einstaklings sem virti ekki reglur um sóttkví eftir komuna til landsins í kringum mánaðamótin. Þetta segir Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna og landlæknisembættisins. 13 smit greindust innanlands í gær, fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví en höfðu verið það mjög stutt.
18.04.2021 - 17:44
22 börn og starfsfólk í leikskólanum Jörfa í sóttkví
Starfsmaður í leikskólanum Jörfa í Reykjavík greindist með COVID-19 í gær og öll börn og starfsmenn á deildinni Hlíð, og allir stjórnendur leikskólans, eru í sóttkví. Alls eru 22 fimm ára börn á deildinni og Bergljót Jóhannsdóttir leikskólastjóri segir að samkvæmt tilmælum rakningarteymisins eigi fjölskyldur barnanna og starfsfólksins líka að sæta sóttkví. 
17.04.2021 - 10:41
Tvö smit greindust utan sóttkvíar í gær
Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, bæði utan sóttkvíar. Eitt smit greindist á landamærunum. Óljóst er hvort smitin sem greindust utan sóttkvíar tengjast. Rakning stendur yfir og því gæti það skýrst þegar líður á daginn. Þá á raðgreining eftir að leiða í ljós af hvaða afbrigði smitin voru.
11.04.2021 - 10:51
Þrjú ný smit – eitt utan sóttkvíar
Þrír greindust með COVID-19 innanlands í gær og einn þeirra var ekki í sóttkví. Eitt smit greindist á landamærunum.
05.04.2021 - 10:42
Innlent · COVID-19 · Smit · Sýnataka · Skimun
Smit fannst fyrir tilviljun - var að ná í vottorð
Tveir greindust með kórónuveirusmit utan sóttkvíar í gær og fjórir sem voru í sóttkví. 124 eru nú með COVID-19 hérlendis. Tilviljun réði því að annað smitið utan sóttkvíar kom í ljós.
Sex smit innanlands í gær – fimm í sóttkví
Sex kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og allir nema einn þeirra sem greindust voru í sóttkví. Þrír greindust með COVID-19 á landamærunum.
01.04.2021 - 10:50
„Einkenni barnanna eru varla merkjanleg“
Þrjú börn í Ísaksskóla greindust með COVID-19 í gær og í fyrradag. Smitin eru ekki rakin til skólans, enda hafa börnin ekki mætt í skólann síðustu vikuna. „Einkenni þessara barna voru svo lítil að þau voru varla merkjanleg, þess vegna er svo mikilvægt að vera á varðbergi fyrir minnstu einkennum. Maður er vanur að hrista af sér hor í nos en það gildir ekki núna,“ segir Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, í samtali við fréttastofu.
01.04.2021 - 10:36
Einn skipverjanna á Reyðarfirði fluttur á Landspítala
Einn þeirra tíu skipverja sem greindust með COVID-19 um borð í súrálsskipi við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði um síðustu helgi var síðdegis í dag fluttur með sjúkraflugi á Landspítala vegna versnandi einkenna. Ástand annarra smitaðra um borð er stöðugt. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi og þar segir að flutningurinn hafi gengið snurðulaust fyrir sig.
28.03.2021 - 18:18
Uppruni nokkurra smita enn óþekktur
Smitrakningarteymi almannavarna vinnur enn að því að rekja smitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Nú eru tæplega þrettán hundruð í sóttkví hér á landi og Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður rakningarteymisins, segist ekki búast við að þeim fjölgi mikið eftir smitrakningu í dag.
28.03.2021 - 18:07
Um 100 sendir í sóttkví — 50 starfsmenn Landspítala
Að minnsta kosti hundrað manns eru í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist í gær utan sóttkvíar, samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum. Smitrakning stendur enn yfir og beðið er eftir niðurstöðu úr raðgreiningu á smitinu.
18.03.2021 - 16:09
Þrjú smit í seinni skimun: Mikilvægt að virða sóttkví
Tuttugu og sex virk smit hafa greinst á landamærunum það sem af er mars. Þrír greindust með virk smit í seinni landamæraskimun í gær, og höfðu því ekki greinst í fyrri sýnatöku. Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna, segir að það sýni hversu mikilvægt sé að fólk virði sóttkví við komuna til landsins og að aðstandendur þeirra sem eru nýkomnir til landsins umgangist þá ekkert fyrr en að lokinni sóttkví og seinni skimun.
16.03.2021 - 12:24
Komufarþegar í sóttkví þar sem er sérinngangur
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir koma til greina að skylda þá sem koma frá útlöndum til að vera í sóttkví þar sem ekki er sameiginlegur inngangur í ljósi þess að starfsmaður Landspítalans virðist hafa smitast í stigagangi fjölbýlishúss síns þar sem annar smitaður býr.
08.03.2021 - 16:00
Vissu ekki um smitið fyrr en á hádegi í gær
Starfsmenn á Landspítalanum sem vinna á sama gangi og starfsmaðurinn sem greindist með breska afbrigði kórónuveirunnar vissu ekkert um smitið fyrr en þeir fengu tilkynningu á hádegi í gær um að koma í sýnatöku.
08.03.2021 - 08:16
Ísland er ennþá eina græna landið í Evrópu
Ísland er eina landið í Evrópu sem er allt merkt grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem sýnir útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Græni liturinn merkir þau lönd þar sem tíðni smita er lægst og norðurhluti Noregs er eina svæðið, fyrir utan Ísland, sem er merkt grænt.
Ekkert smit innanlands, eitt á landamærunum
Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær og nýgengi hefur ekki verið lægra síðan í lok júlí. Margir fóru út að skemmta sér í gærkvöld en lítið var um sóttvarnabrot. 
14.02.2021 - 11:20
Milli sjö og átta hundruð í sýnatöku í dag
Fjöldi fólks fer í sýnatöku á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þá er verið að mæla hvort mótefni fyrir kórónuveirunni greinist í þeim fjórtán farþegum sem greindust með smit í gær og fyrradag. Hver einasti nanódropi af bóluefni var nýttur á Landspítalanum í bólusetningunni í vikunni.
03.01.2021 - 12:21
Birta engar tölur yfir fjölda smita næstu daga
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra birtir engar tölur yfir fjölda kórónuveirusmita á upplýsingavefnum covid.is í dag, og heldur ekki næstu þrjá daga. Næstu tölur verða birtar mánudaginn 28. desember. Þá verða engar tölur birtar frá gamlársdegi og fram til 3. janúar.
24.12.2020 - 07:30
Myndskeið
Þrettán andlát eru rakin til Landakots
Sjúklingur lést síðastliðinn sólarhring af völdum COVID-19. Tuttugu og sex hafa því látist hér á landi, þar af 13 sem rekja má til hópsýkingarinnar á Landakoti. 
18.11.2020 - 20:11
Góðar niðurstöður og við vitum hvað þarf til
Þetta er góðar niðurstöður, segir sóttvarnalæknir um fá innanlandssmit í gær. Hann segir almenning vita hvað þurfi til svo árangurinn verði áfram góður. Innanlandssmit hafa nú verið færri en 30 á dag í sautján daga og undir tíu síðustu þrjá daga. 
Myndskeið
Börn í 5. - 7. bekk mega vera grímulaus
Grímuskylda grunnskólabarna í 5. til 7. bekk verður afnumin frá og með miðvikudegi og tveggja metra reglan líka. Tveir nýir kórónuveirustofnar sem valdið hafa hópsýkingum tengjast Póllandi og Bretlandi.