Færslur: Smávirkjanir

Hafnaði stöðvunarkröfu vegna Hnútuvirkjunar
Landvernd og fleiri kærendum varð ekki að ósk sinni um að framkvæmdir við Hnútuvirkjun í Skaftárhreppi yrðu stöðvaðar þar til afstaða yrði tekin til kæru þeirra um að hafna framkvæmdaleyfi sem gefið hefur verið út um virkjunina. Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hafnaði kröfu þeirra. Framkvæmdastjóri Landverndar, eins kærenda, segir víðerni og fossa í hættu verði af virkjuninni. 
Heimavirkjanir skemmdust í vatnavöxtunum
Talsverðar skemmdir urðu á smávirkjunum á Norðurlandi í miklum vatnavöxtum á dögunum. Mest varð tjónið á tveimur bæjum þar sem skemmdust bæði stíflur og inntaksmannvirki.
12.07.2021 - 16:21
Rúmlega 500 smávirkjanakostir kortlagðir á Norðurlandi
Rúmlega fimm hundruð smávirkjanakostir hafa nú verið kortlagðir í sveitarfélögum á Norðurlandi. Sérfræðingur hjá Orkustofnun segir gott fyrir hagsmunaðila að sjá hvaða möguleikar eru í boði.
29.06.2021 - 14:13
Ekkert heyrst frá þeim sem hyggjast virkja Svartá
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar tók fyrir í dag álit Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum fyrir Svartárvirkjun í Bárðardal. Stofnunin leggst gegn virkjuninni í áliti sínu.
14.01.2021 - 18:26
Ætla að reisa smávirkjun í Garpsdal
Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur auglýst tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps. Stefnt er að því að reisa vatnsaflsvirkjun við Múlá. Raforkan getur dugað allt að hundrað heimilum á ári.
10.09.2020 - 17:43
Telur of margar stórar „smávirkjanir“ á teikniborðinu
Umhverfisráðherra telur að verið sé að undirbúa of margar virkjanir í flokki svokallaðra smávirkjana sem hafi umtalsverð neikvæð umhverfisáhrif. Nauðsynlegt sé að endurskoða lög um smávirkjanir og meta áhrifin af þeim frekar er uppsett afl.