Færslur: Smáralind

Töluvert aukin skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Upp úr klukkan ellefu í kvöld jókst skjálftavirkni á Reykjanesskaga verulega. Fram að þessu hafa sex skjálftar yfir þremur mælst, þar af þrír yfir fjórum. Engin merki eru um gosóróa.
Barnagæslan enn lokuð á meðan unnið er að endurbótum
Þriggja ára barn komst fylgdarlaust út úr Barnalandi, barnagæslunni í Smáralind, um miðjan júní. Barnaland lokaði þá í kjölfarið og er enn lokað á meðan unnið er að endurbótum. Vonir eru bundnar við að hægt verði að opna barnagæsluna á ný í september. Í tilkynningu frá Senu kom fram að daginn sem barnið komst út, hafi læsing á hliði ekki virkað sem skyldi.
19.08.2021 - 18:36
Barnaland enn lokað eftir að barn slapp út í júní
Barnaland, barnagæslan í Smáralind, er enn lokað eftir að barn komst fylgdarlaust þaðan út og týndist um miðjan júní. Barnið slapp út á meðan starfsmaður Barnalands var upptekinn við að innrita önnur börn.
16.08.2021 - 14:07
Barnagæsla í Smáralind enn lokuð eftir að barn komst út
Barnaland, barnagæslan í Smáralind, er enn lokað eftir að barn komst út úr gæslunni og týndist í síðasta mánuði. Sena, rekstraraðili og eigandi Barnalands, sendi frá sér tilkynningu í kjölfarið um að Barnaland yrði ekki opið á meðan unnið væri að endurbótum en þeim er ekki enn lokið.
08.07.2021 - 14:33
Viðtal
Kringlan stefnir á öskudagsviðburð í samkomubanni
Viðbúið er að allt að þrjú þúsund börn verði í Kringlunni á miðvikudaginn eftir hálfan mánuð, öskudaginn, þar sem efnt verður til viðburða og sælgæti í boði. Í fyrra komu um þrjú þúsund börn í Kringluna á öskudag. Kaupmenn í Kringlunni eru uggandi. Smáralind verður ekki viðburð á öskudag vegna aðstæðna og vísar til samkomubanns og sóttvarna. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir að mikilvægt sé að gleðja börnin.
04.02.2021 - 12:40