Færslur: Smáforrit

Íbúar Peking hamstra mat af ótta við útgöngubann
Ótti um að kínversk stjórnvöld hyggðust grípa til útgöngubanns vegna COVID-19 varð til þess að íbúar höfuðborgarinnar hömstruðu mat og aðrar nauðsynjar af miklum móð í morgun. Langar raðir mynduðust við fjöldasýnatökustöðvar í borginni.
Mannlegi þátturinn
App fyrir þolendur tilbúið og nú vantar bara fjármagn
Þróaður hefur verið bjargráður fyrir þolendur í formi smáforrits fyrir snjallsíma þar sem þolendum ofbeldis, hvort sem er heimilis- eða kynferðisofbeldis, býðst að skrásetja sína upplifun af ofbeldinu í máli og myndum. Vonir standa til þess að forritið hjálpi þolendum og geti jafnvel stutt þá fyrir dómi.
Bilun í smáforriti gerði rafbíla óvirka um stund
Allmargir eigendur rafmagnsbíla bandaríska framleiðandans Tesla víða um heim lentu í því að koma bílnum sínum ekki í gang. Forstjóri fyrirtækisins hafði persónulega samband við marga og hét því að vandinn endurtæki sig ekki.
20.11.2021 - 04:47
Lögregla varar við sviksamlegum símtölum
Lögreglan á Norðurlandi eystra varar símtölum úr erlendu númeri þar sem reynt er að telja fólki trú um að það eigi hlut að umferðaróhappi. Jafnvel er uppi grunur að smáforrit eða app sé notað til að hrella fólk með þessum hætti.
Rússneskt snjallkosningaforrit ekki lengur aðgengilegt
Bandaríski tæknirisinn Google er sagður hafa verið beittur miklum þrýstingi til að fjarlægja snjallkosninga-smáforrit sem bandamenn rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalny buðu upp á í smáforritaverslun fyrirtækisins.
18.09.2021 - 00:26
Erlent · Stjórnmál · google · Smáforrit · app · Alexei Navalny · Rússland · Dúman · þingkosningar · Apple · Kreml · ritskoðun
Sjónvarpsfrétt
Tæknilausn til að fækka bílferðum
Ný tæknilausn ætti að verða til þess að fækka bílferðum og auka vægi göngu- og hjólreiða. Einn af hönnuðum verkefnisins segir fólk oft vanmeta hversu langt það kemst án þess að nota einkabílinn.
13.09.2021 - 11:59
Myndskeið
Talgervill sannfærður um að helvíti sé á Íslandi
Talgervilsappið Embla meðtekur nánast allt sem sagt er við hana á íslensku og getur veitt gagnlegar upplýsingar. Í svörum hennar örlar þó stundum á fordómum eða pólitískum skoðunum. Miðeind, fyrirtækið sem þróar Emblu, stefnir að því að hún verði jafningi erlendra starfssystra sinna, þeirra Siri og Alexu. 
Dýrt og tímafrekt að þróa app sem talar íslensku
Heimsendingarþjónustan Aha.is hefur þróað innkaupaapp sem skilur íslensku. Maron Kristófersson, framkvæmdastjóri Aha.is segir bætt aðgengi að raddgreiningarbúnaði á íslensku, forsendu þess að fyrirtæki sjái hag sinn í að hanna forrit sem tala og skilja íslenskt mál. 
13.02.2021 - 18:50
 · Innlent · Verslun · Smáforrit · tækni · Máltækni
Enn næst ekki samkomulag um TikTok
Ekki hefur enn náðst samkomulag milli núverandi eigenda smáforritsins TikTok og ríkisstjórnar Donalds Trump um sölu þess.
Verðmæti Apple nær 2 billjónum Bandaríkjadala
Markaðsvirði tæknirisans Apple náði í dag 2 billjónum Bandaríkjadala. Það eru tvær milljónir milljóna dala eða jafngildi um 273 þúsund milljarða króna. Verðmæti fyrirtækisins hefur tvöfaldast frá árinu 2018.
Smáforrit leiddi unglinga að líkamsleifum í ferðatösku
Smáforritið Randonautica leiddi unglinga að líkamsleifum í ferðatösku undir brú í Seattle í Bandaríkjunum. Forritið spýtir út hnitum sem notendur eiga að elta og lofar ævintýrum á áfangastað.
02.08.2020 - 10:05
Myndskeið
Íslenskt smáforrit til hjálpar hjartveikum
Snjalltækni verður brátt beitt til að bæta líðan hjartveikra. Íslenskir læknar vinna nú að gerð smáforrits sem á að hjálpa fólki til að halda sig á beinu brautinni, taka lyfin á réttum tíma, hreyfa sig reglulega og borða hollan mat.
Starfsfólk Facebook hlustar á hljóðupptökur
Samfélagsmiðillinn Facebook viðurkennir að starfsfólk félagsins hlusti á hljóðupptökur notenda Messenger-apps Facebook. Félagið segir að notendur hafi samþykkt að upptökur þeirra yrðu skrifaðar upp. Hins vegar hafi þeim hugsanlega ekki verið ljóst að það yrði gert af mannfólki.
14.08.2019 - 19:47
Erlent · Innlent · Facebook · google · Apple · Smáforrit
Vill láta rannsaka FaceApp
Síðustu daga hafa fjölmargir notendur samfélagsmiðla nýtt sér smáforritið FaceApp og deilt myndum af sér þar sem þeir líta út fyrir að hafa elst um nokkra áratugi. Leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings vill að bandaríska alríkislögreglan taki smáforritið til rannsóknar.
18.07.2019 - 06:54
Tíu undarleg smáforrit fyrir helgina
Hugvitsfólk í hugbúnaðargeiranum hefur þróað margskonar öpp í gegnum tíðina en þau eru mis-gagnleg. Við tökum saman tíu öpp sem eiga það sameiginlegt að vera frumleg eða hafa notagildi sem er ekki augljóst við fyrstu sýn.
WhatsApp, Instagram og Messenger sameinast
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, leggur á ráðin um sameiningu spjallvirkni þriggja smáforrita í eigu fyrirtækisins en það eru WhatsApp, Instagram og Facebook Messenger. Sérfróðir ætla að þar herði hann stjórnartaumana á hinum fjölbreyttu miðlum fyrirtækisins sem hefur beðið hnekki af ýmsu tagi síðustu misseri.
25.01.2019 - 15:54