Færslur: smábátasjómenn

444 komnir með leyfi til að stunda strandveiðar
Fleiri ætla að stunda veiðarnar í ár en í fyrra en þá voru leyfin 395. Heimilt er að stunda veiðarnar í 12 daga í mánuði frá maí til ágúst.
Sjónvarpsfrétt
Strandveiðibátar lönduðu á 51 stað í sumar
Þorskafli smábáta á strandveiðum hefur aukist um 40 prósent undanfarin fimm ár, en tæplega 700 bátar voru við strandveiðar í sumar. Það er krafa smábátasjómanna að geta stundað strandveiðar í fjóra mánuði ár hvert, án þess að hægt sé að stöðva veiðar eins og gert hefur verið tvö undanfarin sumur.
Vilja að veiðar með dragnót verði óheimilar
Smábátasjómenn á Húsavík vilja að veiðar með dragnót verði óheimilar á Skjálfandaflóa. Þeir segja að það sé nauðsynlegt til verndunar fiskistofnum í flóanum.
23.08.2021 - 08:47
Ósanngjarnt að kvóti fari frá smáum til stórra útgerða
Smábátasjómenn sem stunda makrílveiðar hafa ákveðið að áfrýja til Landsréttar dómi héraðsdóms sem sýknaði ríkið af kröfum þeirra um að fyrirkomulag úthlutunar veiðiheimilda verði fellt úr gildi. Formaður félagsins segir ósanngjarnt hve stóran hlut af aflanum stóru útgerðirnar fái.