Færslur: Slysfarir

Minnst sex slösuðust á bílasýningu í Ósló
Að minnsta kosti sex slösuðust á bílasýningu í Ósló höfuðborg Noregs í dag, þar á meðal börn. Lögregla segir að ekið hafi verið með fólkið í skyndingu á sjúkrahús en að ekki sé vitað hversu illa það slasaðist.
25.04.2022 - 02:00
Tíu saknað eftir námuslys í Póllandi
Tíu er saknað eftir slys í kolanámu í Zofiowka sunnanvert í Póllandi. Fulltrúar fyrirtækisins JSW sem á og rekur námuna greindu frá þessu í morgun. Jarðskjálfti reið yfir á öðrum tímanum í nótt, sem olli metanleka.
23.04.2022 - 07:20
Varð fyrir jarðlest og slasaðist illa
Ungur maður var fluttur á sjúkrahús í Osló, höfuðborg Noregs, eftir að hann varð fyrir jarðlestarvagni á Forskningsparken-lestarstöðinni. Talið er að maðurinn sé alvarlega slasaður en lögreglan telur að um óhapp hafi verið að ræða.
23.04.2022 - 01:50
Erlent · Evrópa · Noregur · Osló · Slysfarir · lögregla · jarðlest
Köfurum bjargað eftir þriggja daga leit en eins saknað
Björgunarlið í Malasíu fann í morgun breskan karlmann á fimmtugsaldri og franska stúlku eftir þriggja daga leit. Fjórtán ára sonar mannsins er enn leitað en norskri konu úr hópnum var bjargað á fimmtudaginn.
09.04.2022 - 07:40
Einn hinna slösuðu fluttur á Landspítalann
Þrír lentu í snjóflóði í Svarfaðardal, nærri Dalvík, í kvöld. Laust fyrir miðnættið greindi Lögreglan á Norðurlandi vestra frá því að einn hinna slösuðu hefði verið fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann en hinir tveir á Sjúkrahúsið á Akureyri.
Einn lést og fjórir slösuðust í snjóflóðum í Noregi
Einn lést og fjórir slösuðust í tveimur snjóflóðum sem féllu í Lyngen í Noregi í gær.
31.03.2022 - 03:44
Annar flugriti kínversku farþegaþotunnar fundinn
Annar flugriti, eða svokallaður svartur kassi, farþegaþotu kínverska flugfélagsins China Eastern fannst í nótt. Þotan hrapaði í fjalllendi sunnanvert Kína á mánudag og fórust allir þeir 132 sem voru um borð.
27.03.2022 - 04:00
Erlent · Asía · Kína · flugslys · Banaslys · Slysfarir · China Eastern
Rannsaka tildrög mannskæðs flugslyss í Kína
Rannsókn stendur yfir á tildrögum mannskæðs flugslyss í Kína, þegar 132 fórust. Flugvélin hrapaði skyndilega í fjalllendi nærri borginni Wuzhou á mánudag, skömmu áður en vélin átti að lækka flug. 
24.03.2022 - 04:23
Erlent · flugslys · Slysfarir · Kína
Slasaðist við að hjóla á rafskútu sem þveraði hjólastíg
Maður var fluttur á með sjúkrabíl á slysadeild fyrir helgi, eftir að hjóla á rafskútu, eða rafmagnshlaupahjól, sem þveraði hjólastíg. Aðstoðaryfirlögregluþjónn umferðardeildar lögreglunnar segir afar fáar tilkynningar hafa borist um slys á hjólreiðafólki vegna rafmagnshlaupahjóla sem sé óvarlega lagt eftir notkun.
Sex fórust í bruna á spænsku dvalarheimili
Sex fórust og tveir slösuðust alvarlega þegar eldur kom upp í dvalarheimili fyrir eldri borgara nærri Valencia á Spáni í gærkvöld. Rúmlega sjötíu var bjargað úr brennandi húsinu sem er í bænum Moncada.
19.01.2022 - 14:15
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Spánn · Eldsvoði · Slökkvilið · Andlát · Slysfarir · Valencia
Umferðarslys undir Hafnarfjalli
Þjóðveginum undir Hafnarfjalli hefur verið lokað vegna umferðarslyss. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Töluverðar umferðartafir eru á veginum en opnuð hefur verið hjáleið um Geldingadraga.
17.12.2021 - 16:39
Ástralía
Rannsókn stendur yfir á tildrögum hoppukastalaslyss
Rannsókn stendur nú yfir á því í Ástralíu hvort hoppukastali sem tókst á loft upp með þeim afleiðingum að fimm börn létust, hafi verið tryggilega festur niður. Búist er við að rannsóknin taki nokkurn tíma.
17.12.2021 - 01:29
Fjögur börn látin og mörg slösuð eftir slys í Ástralíu
Fjögur lítil börn létu lífið í Ástralíu í morgun og nokkur til viðbótar slösuðust alvarlega þegar hoppukastali þeyttist í loft upp. Börnin voru að fagna skólalokum Hillcrest grunnskólans í Tasmaníuríki þegar slysið varð.
16.12.2021 - 03:54
Lögregla þurfi að hraðamæla rafmagnshjól
Árni Davíðsson, formaður landssamtaka hjólreiðamanna, telur ekki þörf á því að gerðir séu sérstakir hjólastígar fyrir hraðari hjólaumferð. Þá bendir hann á að það sé í verkahring lögreglunnar að taka rafmagnshjól eða létt bifhjól úr umferð sem fari of hratt á göngu- eða hjólastígum.
Bátsfólkið í Hörðalandi talið af
Kona og tveir karlar sem saknað hefur verið í Hörðalandsfylki í Vestur-Noregi eru talin af. Fólkið sem er frá Askey hugðist róa árabáti yfir Langvotnevatn en þungur straumur hreif bátinn með sér í straumharða Tokagjelsána.
26.10.2021 - 03:26
Einn fluttur á slysadeild eftir bílveltu á Kjalarnesi
Einn var fluttur á slysadeild eftir bílveltu á Kjalarnesi, rétt utan við Grundarhverfi um sjöleytið í kvöld. Viðbragðsaðilar á Kjalarnesi fóru að slysinu auk eins sjúkrabíls.
Átta látnir eftir í flugslys í Mílanó
Einkaflugvél með átta farþega um borð brotlenti í borginni Mílanó á Ítalíu í dag. Allir um borð létust. Vélin lenti inni í tómri byggingu í útjaðri borgarinnar og engin slys urðu á jörðu niðri. Til stóð að fljúga til eyjunnar Sardiníu í norðri, en vélin brotlenti hins vegar skömmu eftir flugtak frá Linate-flugvellinum í Mílanó.
03.10.2021 - 16:03
Maður fluttur á slysadeild eftir fjallahjólaslys
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að Esjunni í dag um klukkan hálf þrjú, vegna manns sem slasaðist við fjallahjólreiðar. Maðurinn nokkuð hátt uppi þegar slysið varð, eða um 300-400 metra. Hann var fluttur niður af fjallinu á sexhjóli, þangað sem hægt var að koma honum í sjúkraflutningabíl.
02.10.2021 - 20:55
Drukkinn barði rangt hús að utan og vildi komast inn
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sá um að koma drukknum manni heim til sín eftir að hann hafði farið húsavillt, ekki komist inn og því barið húsið allt að utan. Nokkuð var um ölvun á svæðinu auk þess sem kona hlaut brunasár af djústeikingarfeiti og unglingur datt og slasaðist.
Bílvelta á Suðurstrandarvegi
Fólksbíll valt út af Suðurstrandarvegi um klukkan sex í kvöld. Lögreglan á Suðurnesjum gat ekki gefið nánari upplýsingari um slysið að svo stöddu en meiðsl á fólki eru talin vera minniháttar.
05.09.2021 - 20:36
Ók á sjö ára stúlku og flúði vettvang
Sjö ára stúlka á reiðhjóli varð fyrir bíl um kvöldmatarleytið í Reykjavík í gær. Ökumaðurinn flúði vettvang. Stúlkan fór með sjúkrabíl á bráðadeild og er hún talin vera handleggsbrotin.
14.08.2021 - 08:33
Enginn rútufarþeganna í lífshættu
Enginn af þeim farþegum sem slösuðust þegar rúta valt út af vegi við Drumboddstaði í Biskupstungum er í lífshættu. Þetta staðfesti Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli.
Rúta með ferðamenn fór út af vegi í Biskupstungum
Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting fór út af vegi í Biskupstungum á sjöunda tímanum í kvöld. Lögreglan á Suðurlandi fékk tilkynningu um slysið laust fyrir klukkan sjö. Rútan var full af farþegum sem voru að koma frá Hvítá eftir flúðasiglingar. Enginn slasaðist alvarlega.
Konan sem slasaðist í Úlfarsfelli komin á sjúkrahús
Kona sem slasaðist í vesturhlíðum Úlfarsfells í kvöld er komin á sjúkrahús. Meiðsl hennar eru minniháttar að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Hraðakstur talinn ástæða banaslyss á Suðurlandsvegi
Rannsóknarnefnd samgönguslysa álítur að kenna megi vanbúnaði ökumanns bifhjóls og of miklum hraða um banaslys sem varð á Suðurlandsvegi vestan við Stígá um miðjan ágúst í fyrra.