Færslur: slydda

Skil nálgast landið með skúrum og slydduéljum
Veðurstofan spáir rigningu, fimm til 13 metrum á sekúndu en þurrviðri fram eftir degi norðan- og norðaustanlands. Skilum sem nálgast landið fylgir smá vindstrengur suðvestantil.
12.10.2021 - 06:48
Austlægar áttir með skúrum eða slydduéljum
Austlægar áttir leika um landið og gengur á með skúrum eða slydduéljum, síst norðantil á landinu. Ástæðan er víðáttumikið hæðasvæði sem liggur enn yfir Grænlandi og Íslandi en dýpkandi lægð sem er langt suður í hafi þokast austur.
14.05.2021 - 06:45
Skúrir eða slydduél norðan- og austanlands í kvöld
Veðurstofan spáir suðlægri átt, víða 3 til 8 metrum á sekúndu og rigningu með köflum. Síðdegis gengur í norðan 5 til 10 og styttir upp sunnantil en búast má við skúrum eða slydduéljum norðan- og austanlands í kvöld.
25.04.2021 - 06:26
Spáir suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum
Talsverð rignir á Suðausturlandi fram eftir morgni en svo dregur úr úrkomunni. Gert er ráð fyrir suðvestan 8 til13 metrum á sekúndu og skúrum eftir hádegi á. Hiti 4 til 9 stig en kólnar með kvöldinu.
16.04.2021 - 06:44
Bjart framan af en snýst síðar í slyddu eða snjókomu
Veðurstofan spáir fremur hægri suðlægri eða breytilegri átt og bjartviðri með köflum á landinu í dag. Seinnipartinn snýst þó í suðaustan kalda með dálítilli snjókomu suðvestantil. Nokkuð kalt verður kalt í veðri, en búist er við að frost verði yfirleitt á bilinu 3 til 16 stig, kaldast verður í innsveitum norðanlands.
05.12.2020 - 07:16
Snjókoma, slydda og él í veðurkortunum
Veðurstofan spáir hægri suðlægri átt með dálitlum skúrum eða slydduéljum í dag. Bjart verður með köflum norðanlands og hiti verður á bilinu eitt til sjö stig.
10.11.2020 - 07:34
Rigning eða slydda í veðurkortunum
Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir norð-austlægri átt um landið í dag og átta til tíu vindstigum, hvassast verður á Vestfjörðum. Hægari vindur verður austan til á landinu.
25.10.2020 - 07:25
Haustar að: Hvassviðri, kuldi, snjókoma og slydduél
Ört dýpkandi lægð nálgast nú landið úr suðvestri með tilheyrandi vætu og hvassviðri að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
20.09.2020 - 07:16
Slydda og jafnvel snjókoma í veðurkortunum
Í dag segir Veðurstofa Íslands vera útlit fyrir allhvassa eða hvassa suðvestanátt með skúrum, en þurrt verði í veðri á austanverðu landinu.
19.09.2020 - 07:10